Morgunblaðið - 14.04.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
B 13
Hann lauk guðfræðiprófi með
glæsibrag vorið 1946 og vígðist til
Mælifells þá um sumarið. Hann
sat þann merkisstað í rúma tvo
áratugi, en árið 1968 var honum
veitt Laugalandsprestakall í Eyja-
firði, þegar séra Benjamín, bróðir
hans, lét af embætti, og því hefir
hann þjónað síðan. Þar munu
kirkjur flestar í einu prestakalli á
íslandi eða 6 talsins. Nú í vetur
Félagsmálaskóli Alþýðu:
Námskeið um
blaðamennsku
og útgáfustarf
í Ölfusborgum
MENNINGAR- og fræðslusamband
alþýðu hefur ákveðið að efna til
námskeiðs í útgáfu blaða og frétta-
bréfa dagana 5.—10. maí í Ölfus-
borgum. Námskeiðið verður sett
klukkan 20.30, 5. maí.
Þetta er fyrsta sérnámskeiðið á
vegum Pélagsmálaskóla alþýðu,
en stjórn MFA ákvað á sl. ári að
efna til styttri námskeiða í ýms-
um hagnýtum greinum auk þess
náms sem boðið er upp á á þremur
önnum skólans.
Námskeiðið er fyrst og fremst
vinnunámskeið þar sem þátttak-
endum er leiðbeint við gerð blaða
og fréttabréfa með sérstakri
áherslu á hagnýtt starf á þessum
vettvangi innan verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Námskeiðið er opið öllum aðild-
arfélögum ASl, en sérstaklega
hentugt þeim, sem hafa með hönd-
um útgáfu af einhverju tagi. Auk
þess er áhugafólk um útgáfustarf
velkomið á námskeiðið. Há-
marksfjöldi er tuttugu þátttak-
endur.
Meðal efnis verður útlitsteikn-
un, leturgerðir, gerð fyrirsagna,
myndmál, þróun blaða, undirbún-
ingur útgáfu og ritstjórnarstefna,
viðtöl, fréttir, auglýsingra og
fleira. Þá munu þátttakendur
vinna ýmis verkefni á námskeið-
inu.
Afmæliskveðja:
Sr. Bjartmar Kristjáns-
son prófastur 70 ára
Fornvinur minn, séra Bjartmar
Kristjánsson frá Ytritjörnum í
Öngulstaðahreppi, prófastur Ey-
firðinga, er sjötugur í dag. Ég á
honum margt að þakka, bæði frá
nýrri tíð og gamlli, og langar því
að senda honum litla kveðju í til-
efni dagsins.
Þó að ég hafi verið samtíða
þeim bræðrum, séra Bjartmari og
Valgarði, síðar borgarfógeta, í MA
nokkur ár — þeir voru ári á undan
mér í skóla — tókst ekki með
okkur þremur verulegur kunn-
ingsskapur, fyrr en við urðum
nágrannar á Nýja-Garði á há-
skólaárunum. Sá kunningsskapur
óx fljótlega í gróna vináttu, sem
aldrei hefir dofnað eða rofnað síð-
an. Sjálfvirka kaffikannan þeirra
bræðra, sem þá var nýjung og
mikið furðuverk, mallaði og bull-
aði í gluggakistunni og lagaði
þann svarta drykk, sem vætti
þurra góma okkar þriggja, meðan
við skeggræddum og kappræddum
ýmisleg áhugamál á löngum vetr-
arkvöldum. Þau mál voru af ýmsu
tagi, allt frá stjórnmálum upp í
sköpun alheimsins, en lengst var
dvalið við guðfræðileg efni. Þó að
áhuga- og þekkingarsvið hins sjö-
tuga vinar vors standi og hafi
jafnan staðið mörgum og traust-
um fótum, hafa trúmál og rann-
sókn ritninganna jafnan legið
hjarta hans næst. Þar verður
heldur ekki komið að tómum kof-
unum. Þessar kvöldumræður
okkar þriggja og þátttaka okkar í
starfi félagsins Bræðralags fyrir
fjórum áratugum urðu mér til
mikillar og varanlegrar uppbygg-
ingar og hafa mótað drjúgum af-
stöðu mína til ýmissa mikilvægra
málefna. Þar réð réttsýni, skarp-
skyggni og frjálslyndi Bjartmars
miklu.
gerðist hann svo prófastur í Eyja-
fjarðarprófastsdæmi. Gott á ís-
lenska þjóðkirkjan að eiga svo
vandaðan embættismann, réttvís-
an boðanda orðsins og hispurs-
lausan vin, sem til vamms segir,
þegar honum þykir þess þurfa.
Þar hefi ég ekki síst í huga bar-
áttu hans gegn nýlegum fyrirmæl-
um um breytingar á beygingu
nafns höfundar kristinnar trúar.
Þær breytingar virðast gersam-
lega óþarfar og afar ósmekklegar,
auk þess sem hin nýja beyging
rýfur samhengið við rótgróna hefð
og afskræmir marga fagra sálma,
sem höfundar þeirra voru þó full-
færir um að yrkja sómasamlega
hjálparlaust og almenningur hefir
talið sig kunna. Sama er að segja
um marga ritningarstaði. Fyrr
eða síðar hljóta þessi mistök að
verða leiðrétt, svo að sálmaskáld-
in, sem mörg hver eru löngu látin
og fá engum vörnum við komið,
njóti réttar síns og hinir breyttu
textar særi ekki lengur málskyn
fólks.
Hvort sem séra Bjartmar beitir
penna eða tungu, nær hann þeim
kliði íslensks máls, sem knýr
menn til að leggja við hlustir. Það
er sem hann klappi bergið og fram
streymi hreint vatn, tær lind.
Hann beitir ekki stóryrðum eða
gífuryrðum, sem fljótlega vilja
missa mátt sinn og kaila á önnur
sterkari í staðinn, heldur smekk-
vísi og hnitmiðun i orðavali og
orðaskipan. Hvert orð er á réttum
stað í réttri merkingu, sem fremur
styrkist en slævist við hófsemd-
ina, sem í hana er lögð. Þess vegna
er hann aldrei í þeirri hættu
staddur, að ekki skiljist til fulls
það, sem hann vildi sagt hafa.
Efnið kafnar aldrei í orðskrúði né
drukknar i orðaflaumi, heldur
kemst til skila lifandi og rikt að
kostum.
Senn kemur vorið sunnan yfir
fjöllin. Þá kvikna laukar og líf-
grös, og byggðir Eyjafjarðar verða
grænar aftur. Bláir hnjúkar
standa í löngum röðum vörð um
þaulræktaðar sveitir, þar sem
fólkið unir og menningin dafnar.
Við Ellen sendum vini okkar, séra
Bjartmari, Hrefnu Magnúsdóttur,
konu hans, og fjölskyldu þeirra
einlægar blessunaróskir á heilla-
degi og þökkum langa og trausta
vináttu. Við vonum, að þau verði
alltaf vafin yl og birtu vorsins í
skjóli blárra fjalla. Ég kveð svo að
sinni með orðum Eyvindar skálda-
spillis:
Góðu dægri
verður sá gramur ef borinn,
er sér getur slíkan sefa;
hans aldar
æ mun vera
að góðu getið.
Sverrir Páisson
Ný Corolla - ný viðmiðun.
Hin nýja Corolla 1300 er hönnuð
til að vera fremst meðal jafningja og
gæðaflokki ofar en verðið segir til um. Léttbyggð og sparneytin 1,3 lítra, 12 ventla vélin
er kraftmikil, enda nýjasta framlag Toyota til betrumbóta — sumir segja byltingar — á bíl
vélum. Aksturseiginleikar gerast vart betri. Framhjóladrif og 1. flokks fjöðrunar-og stýris
búnaður skapa mikinn stöðugleika og rásfestu. Farþega-og farangursrýmið stenst allan
samanburð hvað varðar nýtingu, þægindi og hagkvæmni.
Þú getur treyst ToyotaCorolla-því ánægðum eigendum fjölgar stöðugt um allan heim.