Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
B 23
Ljóam.: Magnús Ólafsson Kópfa: Ljósmynd&safnið ©
Sttdveiðar
Frá síldveiðum í upphafi aldarinnar. Mynd-
in mun líklega vera tekin á Reyðarfirði.
Ljósm.: óþekktur Kópfa: Ljósmyndasafnið ©
Sttdarplan Hafsilfurs á Raufarhöfn
Á fyrri hluta aldarinnar var síld aðeins söltuð á Raufarhöfn þegar veiði brást annars staðar á
svæðinu við austanvert Norðurland. En á síldartímum eftir seinni heimsstyrjöld hefur Raufarhöfn
jafnan verið með aflahæstu plássum.
Ljósm.: Ólafur Magnússon Képfa: Ljósmyndasafnið ©
Séð út yfir höfnina á Siglufirði
Ljósm.: Ólafur Magnúsaon Kópfa Ljósmyndasafnið ©
Séð yfir Siylufjörð,
höfuðstað sttdveiðanna
Þarna má vel sjá reykinn frá síldarverksmiðjunum, en
þær voru orðnar fimm talsins á Siglufirði árið 1946.
þúsundum manna sem á sumri
hverju störfuðu þar við veiði og
verkun á síld. Þegar á þessum
fyrstu árum þessa nýja landnáms
varð strandlengjan við Siglufjarð-
areyrar svo þéttsetin að leita þurfi
austur yfir fjörðinn til byggingar
verkunarhúsa. Árið 1907 byggðu
Evanger-bræður þar „Siglufjörds
Sildolje og Guanofabrik", en hún
eyðilagðist síðar í snjóflóðinu
mikla 1919, og létu níu manns þar
lífið.
Hinu afskekkta litla þorpi, þar
sem aðeins var ein moldargata í
upphafi aldar, hafði verið breytt í
tilkomumikinn athafnabæ á ótrú-
lega skömmum tíma. Þar sem áð-
ur höfðu búið fáeinar hræður og
lifað við búskap og dútlað við smá-
útgerð, var nú iðandi mannlíf, þar
sem allir höfðu meira en nóg að
starfa, hvort sem var á nóttu eða
degi. Álbert Engström lýsir Siglu-
firði svo þegar hann var þar á ferð
árið 1911:
„Bærinn lítur út eins og hann
hafi verið byggður i flýti. Ég
hugsa mér að Dawson City og aðr-
ir bæir, sem hróflað var upp í
Klondyke, muni einhvern tíma
hafa litið út líkt og þetta."
MÖnnum sem muna eftir þess-
um uppgangstímum á Siglufirði
hefur þótt fara vel á því að líkja
bænum við Dawson City, enda
báðir bæirnir byggðir með hraði
til að taka á móti óhemju fjölda
aðkomufólks. Og jafnt í Dawson
City og á Sigló gat fólk skvett úr
klaufunum svo um munaði þegar
tækifæri gafst á að líta upp frá
puðinu. Um skemmtanalífið hefur
Engström þetta að segja:
„Á laugardagskvöldum kemur
allur fiskiflotinn inn i höfn og eitt,
tvö, þrjú þúsund fiskimenn ganga
á land. Þá er auðvitað þörf á krán-
um. Og stundum lendir þeim sam-
an, nokkur hundruð víkinga hvor-
um megin (fyrir skömmu stóð ein
slík orrusta í þrjá daga, alveg eins
og orrustan hjá Leipzig). I ill-
viðratíð, þegar flotinn liggur inni
athafnalaus í nokkra daga, getur
maður hugsað sér ástandið. Lög-
reglustjórn bæjarins finnur til
vanmáttar síns og er ekkert annað
fyrir hana að gera en að drekka
sig fulla.“
Þróunin á Siglufirði var sem
sagt ör, þökk sé síldinni. Sumarið
1946 voru þar starfræktar 23 sölt-
unarstöðvar og fimm síldar-
bræðslur. Eftir stríð fór síldin svo
að gera mönnum þann grikk að
láta hreint ekki sjá sig á stundum,
og um 1970 hvarf hún svo nær al-
veg. Þessu fylgdi að sjálfsögðu til-
heyrandi hnignunarskeið á land-
inu öllu, svo ekki sé talað um
Siglufjörð og aðra slíka staði, sem
urðu ekki svipur hjá sjón eftir að
síldin hvarf.
Umsjón og texti:
ÍVAR GISSURARSON
Leita
leiða til
hvalveiða
Oató. 12. apríl. AP.
NORÐMENN ætla ekki að hætta
hvalveiðum ótilneyddir, það hafa
þeir gefið ríkulega til kynna að und-
anfórnu. Sjávarútvegsráðuneytið
hyggst beita sér fyrir því að alþjóð-
leg samþykkt byggð á vísindalegum
rannsóknum verði gerð og niður-
staða bennar muni gera Norðmönn-
um kleift að halda áfram hvalveið-
um.
Thor Listau, sjávarútvegsráð-
herra, sagði í dag, að Norðmenn
myndu halda áfram að berjast í
þessu máli þrátt fyrir að Japanir
hefðu látið undan þrýstingi
Bandaríkjamanna að hætta hval-
veiðum frá og með 1988. Listau
sagði rannsóknir norskra dýra-
fræðinga benda eindregið til þess
að frá umhverfissjónarmiði væri
ekkert sem mælti gegn hvalveið-
um, „tegund sú sem við höfum
veitt er alls ekki í útrýmingar-
hættu, þvert á móti er stofninn
sterkur og jafn. Þegar svo er, þyk-
ir okkur rétt að halda veiðum
áfram og við munum gera allt sem
í okkar valdi stendur til að fá al-
þjóðlega samþykkt sem byggir á
þessum haldbæru rökum,* sagði
Listau.
Gervi-
hjarta-
þeginn
braggast
Stokkbólmi, 12. april. AP.
SÆNSKI gervihjartaþeginn, sem
varð fjórði maðurinn í heiminum
sem slík aðgerð er gerð á, er vel
haldinn eftir atvikum. Talsmaður
Karolinska sjúkrahússins í Stokk-
hólmi sagði að sjúklingurinn sæti
uppréttur, borðaði og drykki eðlilega
og læsi meira að segja dagblöðin.
Hann væri hins vegar ekki farinn að
ganga enn sem komið er.
Sjúkrahúsyfirvöld hafa enn ekki
gefið upp nafn sjúklingsins, segja
hann óska nafnleyndar og ekki sé
hægt annað en að virða þá ósk.
Dagblöð og ýmsir aðilar hafa hins
vegar fullyrt að maðurinn heiti
Leif Stenberg, 53 ára gamall kaup-
sýslumaður sem grunaður hefur
verið um fjármálamisferli,
skattsvik og ef til vill fleira
óhreint. Stenberg þessi hefur átt
yfir höfði sér réttarhöld, en lækn-
ar hans hafa fengið þeim frestað
um óákveðinn tíma vegna heilsu-
leysis sakborningsins.
Malaysía:
Rottur stórtækar
í eyðingu hrís-
grjónaræktarlands
Kuala Lumpur, Malayafu, 12. aprfl. AP.
Á SÍÐASTA ári voru rottur u.þ.b. tíu
sinnum stórtækari í eyðingu hrís-
grjónaakra en árið 1983 og var tjón
hrísgrjónaræktenda verulegt, að
sögn embættismanna.
Landbúnaðarráðherrann, An-
war Ibrahim, sagði, að rottur
hefðu eyðilagt um 6.390 hektara
hrísgrjónaræktarlands í Malaysíu
á árinu 1984, en ekki nema 640
hektara árið þar áður.
Ráðuneytisstjóri landbúnaðar-
ráðuneytisins kvað áætlanir hafa
verið gerðar til að ráðast gegn
rottuplágunni og yrðu m.a. þjálf-
aðir ráðunautar til að aðstoða
bændur.