Morgunblaðið - 14.04.1985, Side 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
fclk í
fréttum
„LA TRAVIATA“
Tveir félagar
í heimsókn
frá Riccione
Þeir félagar Nerio og Maurizio frá Riccione á Ítalíu voru
hér á ferð fyrir skömmu á vegum Samvinnuferða. ítalirnir
reka veitingastað sem mikið er sóttur af íslendingum þar
syðra, kallaður „La Traviata". Nerio og Maurizio hafa kom-
ið hingað nokkrum sinnum áður og eru að sögn yfir sig
hrifnir af landi og þjóð. í gegnum árin síðan landinn fór að
leggja leið sína í sólina á Rimini/Riccione hafa þeir eignast
marga góða vini sem þeir heimsóttu á ferð sinni víðsvegar
um landið.
Einn daginn lögðu þeir leið sína í bæinn og sprelluðu
dálítið og það var einmitt þá sem Friðþjófur ljósmyndari
tók þessa mynd af öðrum þeirra, þar sem hann staldraði
við á Sælkeranum til að skemmta yngstu kynslóðinni.
Eggert Þorleifsson, sem leikur eitt aðalhlutverkið í
myndinni, sést hér og í baksýn má sjá Ólaf Þ. Harðar-
son dósent.
Capes heldur inn á
nýjar keppnisbrautir
Kúluvarparinn og kraftakarl-
inn Geoff Capes er eigi
ókunnur hér a landi, hann eldaði
oft grátt silfur við Hrein okkar
Halldórsson og höfðu þeir til
skiptis betur. Capes er nú meira á
svipuðum línum og Jón I’áll,
ji.e.a.s. hann keppir í alls kyns
kraftaþrautum i öllum móguleg-
um löndum og stendur sig ekki
síður vel i því.
„Kg hef unnið til svo margra
verðlauna í íþróttum að ég efast
um að nokkur iþróttamaður hafi
leikið það eftir mér fyrr eða síðar
og ég efast um áð annar eins af-
reksmaður og ég eigi eftir að
koma fram á næstu árum. Þess
vegna er ég kominn út i krafta-
þrautirnar. Eftirlæti mitt er að
keppa í skosku hálandaleikunum,
reyna mig í gömlum og góðum
skoskum íþróttagreinum, þær
henta mér prýðilega."
(’apes ræktar einnig páfagauka
og á :i(K) st.vkki. Hann ajtlar að
taka þát í fuglasýningu á næst-
unni og ætlar sér og fuglum sínum
stóra hluti þar, enda er keppn-
isskapið rikt í Capes og hann ajtl-
ar sér sigur í því sem hann tekur
sér fyrir hendur.
Myndirnar sem þessuni pistli
j fylgja segja að nokkru frá högum
Capes. Hann er fráskilinn, en býr
með vinkonu sinni sem hér sést,
hinni indversku Kashi. Ilann á
tvö börn, Lewis 13 ára sem flettir
blöðum með pabba sínum á einni
myndinni, en Iæwis kippir í kynið,
hann skagar hátt í 2 metra, er
jotunefldur og íþróttamaður af
guðs náð. Capes segir: „Hann hef-
ur ekki áhuga á öðru en að fara á
diskótek og skaka sig þar enn sem
komið er, samt er hann í fremstu
röð i frjálsum íþróttum. Ilm leið
og hann fær áhuga á íþróttum og
fer að æfa þá nær hann langt.“
Capes á auk þess 10 ára dóttur
sem býr hjá móður sinni.
I^oks sést Capes í fullum skrúða
á hálandaleikum, hann hefur er
myndin var tekin nýlokið við að
þeyta miklum trjábol fleiri
metra . . .