Morgunblaðið - 14.04.1985, Side 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
HÖGNI HREKKVÍSI
/z Þvi' MI90R.-.- ÞAE> Efí. FULL&ÓKAf?. r
Ást er...
.... að fara lang-
ar leiðir eftir ís
handa henni.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rlghta reserved
• 1979 Los Angeies Tlmea Syndicate
Með
morgnnkaffinu
Pað er best að þú farir út því ég
ætia að herja á möinugurnar.
Nóg að hafa
eina
H.S. skrifan
Kæri Velvakandi.
Allt frá síöastliðnu hausti hafa
hinir og þessir verið að gera sig að
flónum með því að halda því fram
að ný útvarpslög væri eitt það
nauðsynlegasta sem lægi fyrir Al-
þingi nú. íslendingar eru aðeins
240 þúsundir eða eins og íbúar
einnar götu í stórborg, eða lítils
þorps í stóru landi. Ein útvarps-
stöð og ein sjónvarpsstöð eru því
kappnóg. Útvarpið og sjónvarpið
eru hvortveggja gott, að því marki
að það bjargar mestum hluta
þjóðarinnar frá því að verða að
bjánum af eilífu sjónvarpsglápi og
útvarpshlustun og ég neita að trúa
stöð
því að það séu fleiri flón í landinu
en það að rás 2 dugi þeim ekki.
Þess vegna þarf engar nýjar út-
varps- né sjónvarpsstöðvar og ef
þeir eru orðnir fullir af andagift
fyrir austan fjall er hægt um vik
að hliðra til í ríkisútvarpinu og
koma henni þar að.
En nú hefur það komið á dag-
inn, mörgum á óvart, að hér er
hópur af fólki og fyrirtækjum með
fullar hendur fjár, hundruð milj-
óna, reiðubúnir að reisa hér út-
varps- og sjónvarpsstöðvar, sem
næðu um heim allan eða svo til.
Vonandi eru þetta ekki þeir aðilar
sem Albert er að grátbiðja um að
stela ekki söluskattinum og svikja
ekki tíundina.
Hverjum óvitlausum manni
liggur það í augum uppi að nýjar
útvarps- og sjónvarpsstöðvar yrðu
aukin útgjöld fyrir þjóðina, engin
aukin framleiðsla eða verðmæta-
sköpun, enginn gjaldeyrissparn-
aður, heldur þvert á móti aukin
gjaldeyriseyðsla. Allir menn vita
að nú ríður á að auka framleiðslu í
landinu og fá auknar gjaldeyris-
tekjur þó ekki væri nema til að
grynnka á erlendu skuldunum sem
fyrir löngu eru orðnar hættulegar
frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar.
Það er áreiðanlega þjóðráð að
salta þetta frumvarp um ný út-
varpslög og láta það bíða betri
tíma og benda peningafurstunum
á að leggja heldur féð i nýjar og
arðsamar atvinnugreinar, t.d.
margumtalaðan lífefnaiðnað og
rafeindaiðnað, tölvuframleiðslu og
allt hitt sem færa á þjóðinni millj-
arða í gjaldeyri að sögn Sverris og
margra annarra stjórnmála-
manna sem ekki fara með neina
lygí-
„Ein útvarpsstöð og ein sjónvarpsstöð er kappnóg“, segir bréfritari.
Þessir hringdu . . .
Léleg hafnar-
aðstaða á
Grundartanga
Sjómannskona hringdi:
Mikið hefur verið fjallað um
rekstur íslenska Járnblendifélags-
ins í blöðum og hagnaðinn af
fyrirtækinu sem er mikið fagnað-
arefni. í framhaldi af þessu langar
mig til að fá upplýst hvort að
hafnaraöstaðan við bryggjuna á
Grundartanga hafi verið bætt.
Mér hefur verið sagt að þar sé ein-
hver ömurlegasta hafnaraðstaða
sem sést hafi.
Hvemig er t.d. öryggisútbúnaði
háttað þarna og er einhver hafn-
arvakt þegar skip liggja við
bryggju? Vænti ég svara við
þessu.
Hver tók kápuna?
Asta hringdi:
Ég var stödd á veitingastaðnum
Hrafninum laugardagskvöldið 30.
mars sl. Þegar ég ætlaði svo að
yfirgefa staðinn komst ég að raun
um að yfirhöfnin mín hafði verið
tekin, mér til mikillar gremju.
Bið ég nú þann sem tók, viljandi
eða óviljandi, svarta kápu í Hrafn-
inum umrætt kvöld, að skila henni
vinsamlegast þangað aftur.
Vítissódi
stórhættu-
legt efni
Eiríka Friðriksdóttir hringdi:
Ég skrapp í matvöruverslun um
daginn og rakst þá á vítissóda inn-
an um hreinlætisvarninginn, og
vitanlega var sjálfsafgreiðsla i
þessari verslun.
Síðan 1972 hefur verið bannað
að selja vítissóda í sjálfsaf-
greiðsludeildum verslana vegna
þess hve efnið er hættulegt. Von-
andi er ekki sama upp á teningn-
um í öðrum verslunum.
Þjónusta,
ekki iðnaður
Æði oft má heyra í útvarpi,
sjónvarpi og sjá í blöðum að ung
en vaxandi atvinnugrein í landinu
er nefnd „ferðamannaiðnaður".
Ég hef lengi haft uppi mótmæli
gegn notkun þessa orðs enda er
hér ekki um iðnað að ræða heldur
þjónustu og ætti því að kalla þessa
tiltölulega nýju atvinnugrein
„ferðaþjónustu“ eða „ferðamanna-
þjónustu". Það virðist eins og
áhugi sé á að útrýma þjónustu-
hugtakinu úr íslensku máli og
nota ýmis önnur orð í tjáskiptum
milli manna. T.d. er ekki lengur
rætt um lögregluþjón nema yfir-
lögregluþjónn sé, hinir skulu heita
lögreglumenn.
Vonandi kemur ekki til þess að
þjónustu verði vikið úr íslensku
máli því þegar allt er rétt metið
erum vér öll að þjóna hvar sem er
vér í fylking stöndum eða a.m.k.
ættum að gera það.