Morgunblaðið - 14.04.1985, Page 34

Morgunblaðið - 14.04.1985, Page 34
34 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 LC fiEIMI EVIEMyNE/lNNA Bannárin í Bandaríkjunum voru akki eilífur dana é rósum. Hór hofur dyraveröi Klúbbsins hitnaö í hamsi. Þegar Robert Evans haföi náö hátindi velgengninnar meö því aö framleiöa fyrir Paramount-veriö myndir eins og Love Story (1970), Guöfööurinn (1972), Chinatown (1974) og Maraþonmanninn (1976), ákvaö hann aö gera myndir upp á eigin spýtur. Hann ætlaöi aö gera The Cotton Club án aöstoöar stóru kvikmyndaveranna. Maður- inn sem benti honum á handritiö aö Guöfööurnum sýndi Evans sögu sem nefndist The Cotton Club. Hann fékk Mario Puzo til aö skrifa handrit. Evans áætlaöi kostnaö upp á 20 milljón dali í það mesta, en hvernig átt hann aö skrapa saman svo miklum pening- um? Hann haföi samband viö oliu- kónginn Khashoggi, sem lofaði 2 milljónum, síöan 10, en Evans gat ekki gengiö aö kröfum arabans. Þegar fréttist aö Puzo ynni aö handritinu sýndu stóru kvikmynda- verin áhuga, en Evans var stoltur og sagöi nei. Evans ætlaöi aö leika sama leikinn og David Selznick, sem framleiddi Gone With The Wind. En hvaöa leikendur átti Evans aö fá? Hann réöst ekki á garöinn þar sem hann var lægstur. Fyrst talaöi hann viö Al Pacino, sem sagöi nei, því næst Sylvester Stall- one sem sagöi já. En ekkert varð úr því. Rumurinn var of frekur á peninga. Richard Pryor afþakkaöi hlutverk svertingjans. En Evans bjargaöist þegar Richard Gere tók boöi hans. Um tíma hugleiddi Evans aö stjórna myndinni sjálfur, en hann neyddist til aö hætta viö þaö. Francis Coppola kom inn í mynd- ina af tilviljun. Evans fékk hann til aö lagfæra handritiö, sem var víst hroöalegt. Coppola fékk æ meiri áhuga eftir því sem hann skrifaöi fleiri uppköst aö nýju handriti, en Evans þurfti engu aö síöur aö beita hann fortölum til aö leikstýra myndinni. Áöur en Coppola sam- þykkti þaö haföi Evans eytt mörg- um milljónum, og fleiri áttu eftir aö hverfa sporlaust. Coppola byrjaöi á aö reka meiri- hluta þeirra starfsmanna sem Ev- ans haföi ráöiö og fékk til liös viö sig gamla félaga. Kostnaöur myndarinnar margfaldaöist. Þegar tökur gátu loks hafist leist Coppola ekkert á handritiö, og fékk rithöf- undinn William Kennedy, sem samdi Legs og Ironweed, til aö lappa upp á þaö. Margir leikstjórar og framleiö- endur hafa átt í vandræöum meö- an á tökum mynda þeirra stendur, en fáir eins og Evans og Coppola. Ástæöurnar voru aöallega tvær: í fyrsta lagi var handritinu breytt nær daglega og ekki sála vissi hvaöa atriði ætti aö taka næst eöa hvernig þaö ætti aö vera. I ööru lagi var Evans á nálum þvi hann var engan veginn öruggur meö nægilegt fjármagn. Richard Gere sætti sig ekki viö þessi vinnubrögð og neitaði aö mæta þar til úr yrði bætt. Einn starfsmaöur var myrtur og mafí- Bíóhöllin: The Cotton Club — nýjasta mynd Coppola Richard Gere og Diane Lane leika stór hlutverk í nýjustu mynd Francís Ford Coppola. Gere varð heimsþekktur fyrir „An Officer and a Gentle- man“, en Dlane Lane sást síöast hérlendis í jólamynd Laugarásbíós, Streets of Fire. Gregory Hines leikur dansara I The Cotton Club. unni kennt um. Evans varö uppi- skroppa meö peninga og neyddist til aö selja sinn hlut til Doumani- bræöra, sem eiga ótal spilavíti í Las Vegas. Þeir komu með hug- myndir, sem Coppola var ekki hrif- inn af. Coppola stakk af til Lund- úna, menn í ábyrgöarstööum fengu hjartaáfall. Coppola tók Ev- ans og Doumani aftur í sátt. Upp- haflegur kostnaöur, 20 milljónir dala, rauk upp í 47 milljónir. The Cotton Club gerist á bann- árunum alræmdu, þegar glæpa- menn réöu lögum og lofum, þegar ólöglegar bjór- og bruggstofur spruttu upp eins og gorkúlur, þeg- ar dansinn dunaöi og blóöiö flaut. Richard Gere leikur ungan saxóf- ónleikara sem flækist af tilviljun inn í blóðugt stríö tveggja gangst- era. En miðpunktur sögunnar er klúbbur, þar sem óþekktir dansar- ar, hljómlistarmenn og söngvarar spreyta sig. Robert Evans lagöi aleigu sína aö veði til aö vegur The Cotton Club yröi sem mestur, en á miöri leið neyddist hann til aö láta öör- um mönnum myndina í hendur. En Evans ypptir aöeins öxlum, því hann er þegar farinn aö huga aö næstu mynd. Hann framleiddi Chinatown meö Jack Nicholson í aöalhlutverki áriö 1974, og nú vill hann óöur og uppvægur gera framhald. „Þaö veröur áreiöanlega mjög spennandi viðfangsefni,“ segir hann sposkur. njó Paul Newman og Robert Redford í hlutverkum sínum í myndinni Butch Cassidy & the Sundance Kid. Þeir sem léku og þeir sem léku ekki Það mætti segja mér að einhvers staðar stæði skrifað að vegir kvikmyndanna væru órannsakanlegir. Svo mikið er víst að oft fer öðruvísi en ætlað er og nýlegt dæmi um það úr heimi kvíkmyndanna er allt fjaðrafokið út af gerö myndarinnar En- emy Mine hér á landi. Eftir margra milljóna framkvæmdir var hætt víð alltsaman af því hugmyndir leikstjórans fóru ekki saman við hugmyndir fjáröflunarmannanna í Hollywood. Eitt af því, sem menn eru lengi ence Olivier. Sir Laurence var aö koma sér saman um í sam- bandi viö gerö kvikmyndar, er val á aöalleikara. Þess eru mý- mörg dæmi aö leikara hafi veriö sparkað eöa hann hætt viö í miöjum klíöum og keppnin um aö ná góöum hlutverkum er stundum gríöarleg. Vangavelt- urnar um aöalleikarana eru oft forvitnilegar. Dæmi: Sá, sem kom fyrst upp í huga leikstjórans Francis Ford Coppolas í hlutverk Guðföðursins í samnefndri mynd, var breski leikarinn Laur- bara lasinn þegar til átti aö taka. Aörir sem komu til greina voru George C. Scott og jafnvel Carlo Ponti. Höfundur sögunnar, Mario Puzo, stakk loks uppá Marlon Brando. Annaö dæmi: Þeir Rob- ert Redford rifust lengi um þaö hvor þeirra ætti aö leika hvaöa hlutverk j Butch Cassidy & the Sundance Kid. Aðrir sem komu sterklega til greina fyrir hlutverk- in voru: Marlon Brando, Steve McQueen og Warren Beatty. Þaö kom til greina aö þeir Brando og Warren Beatty.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.