Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4, MAÍ 1985
23
Ný stefna í vegagerð:
Hámarkshagkvæmni er markmiðið
— eftir Arinbjörn
Kolbeinsson
Fyrsta verkefnið
Hagvirki hf. hefur gert ríkis-
stjórninni tilboð um að fullgera
fyrir árslok 1987 fjóra vegarkafla
með tvöfaldri klæðningu og brúm,
á leiðinni frá Reykjavík til Akur-
eyrar. Samanlögð vegalengd þess-
ara kafla er 183 km. Vegalengdin
milli Reykjavíkur og Akureyrar er
433 km, af þeirri vegalengd hefur
verið lagt bundið slitlag á 197 km.
Ljúki Hagvirki við vegagerð þessa
á tilsettum tíma verður unnt að
aka á vegi með bundnu slitlagi
milli Reykjavíkur og Akureyrar
þó að því tilskyldu að Vegagerð
ríkisins annist minniháttar kafla
á þessari leið. Gert er ráð fyrir að
verki því, sem tilboð Hagvirkis
fjallar um, verði lokið á tveimur
og hálfu ári. Þannig verður þess-
um vegaframkvæmdum flýtt um 7
ár, miðað við núverandi langtíma-
áætlun í vegagerð.
Vart þarf að útskýra hið hörmu-
lega ástand íslenskra vega þrátt
fyrir umtalsverðar framkvæmdir
á þessu sviði undanfarin fimm ár,
en á þeim tíma hafa verið full-
gerðir vegir með bundnu slitlagi
um 650 km. Okkar frumstæða
vegakerfi á sér enga hliðstæðu
meðal menningarþjóða. Nær vega-
laust land á borð við ísland er i
rauninni óbyggilegt á nútíma-
mælikvarða. Undanfarna áratugi
hafa fslendingar lifað að hiuta á
erlendum lánum og annarri er-
lendri aðstoð, enda viðurkennt af
vitrum stjórnmálamönnum að
efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn-
ar sé nú í bráðri hættu, vegna er-
lendra skulda.
Betri vegir —
brýn nauðsyn
Þessari hnignun verður vart
snúið við nema með stórbættum
samgöngum á landi, þ.e. lagningu
um 2000 km af vegum með bundnu
slitlagi. Þetta verður að gerast á
eins skömmum tíma og unnt er, að
öðrum kosti tekst ekki að bjarga
frá auðn ýmsum byggðakjörnum
landsins og byggja upp þann iðnað
og efnahag, sem þjóðin þarf til
þess að geta búið við mannsæm-
andi kjör. Rangar og óarðbærar
fjárfestingar, ásamt verðbólgu og
frumstæðu vegakerfi, hafa haml-
að atvinnuuppbyggingu í landinu
og stofnað efnahagssjálfstæði
þess í hættu. Nú skilja allir að
efnahagsleg nauðsyn er að halda
verðbólgu í lágmarki, tryggja arð-
semi fjárfestinga og byggja vega-
kerfi, sem samræmist tæknimenn-
ingu 20. aldar. Tilboð Hagvirkis
felur í sér skjótvirka eflingu allra
ofangreindra þátta.
Aröbær fjárfesting
Varanleg vegagerð á fjölförnum
leiðum er nauðsynlegasta og ein
arðbærasta fjárfesting, sem kost-
ur er á hér á landi. Aðeins tiltekn-
ar vegaframkvæmdir eru þó arð-
bærar og sumar reyndar óarðbær-
ar með öllu. Þessir fjórir vegar-
kaflar sem lýst er í tilboði Hag-
virkis, skila góðri arðsemi, þeir
bestu allt að 70%.
Fjár verður aflað með innlend-
um sparnaði Það vinnur gegn
verðbólgu og sparar erlendan
gjaldeyri. Einnig sparast mikið fé
í minnkuðu sliti á bifreiðum og
þar með rekstrarkostnaði þeirra
almennt. Þá verður ferðatími
þægilegri og styttri. Rekstrar-
kostnaður bifreiðar á lélegum
malarvegi er talinn um 50% hærri
en á vegi með sléttu yfirborði. Hér
er raunar um tvíþættan sparnað
að ræða. Annars vegar fyrir þegn-
ana, sem kemur fram í lækkuðum
ferða- og flutningskostnaði með
„Vart þarf að útskýra hið hörmulega ástand íslenskra vega .
bifreiðum og hinsvegar fyrir ríkið
með minnkuðu viðhaldi vega og
auðveldari snjómokstri um vetur.
Fyrirhuguð fjáröflunarleið felur
í sér tækifæri fyrir almenning til
ávöxtunar sparifjár með öruggum
hætti í arðbærar og þjóðhagslega
nauðsynlegar framkvæmdir. Þess
vegna er líklegt að fjáröflun muni
ganga greiðlega.
Fjármagnsáætlun gerir ráð
fyrir að ríkið leggi ekki á neina
aukaskatta vegna þessara fram-
kvæmda og inni ekki af hendi
greiðslur fyrr en framkvæmdir
hafa staðið í eitt og hálft ár og eru
farnar að skila arði bæði til rlkis
og einstaklinga. Hér er verið að
nýta tæki, tækni og þekkingu sem
til er í landinu, þegnum og ríki til
heilla.
Þar sem ríkinu sparast fé með
þessum hætti verður unnt að
leggja meiri áherzlu á vega-
framkvæmdir á öðrum stöðum á
landinu, t.d. á Vestfjörðum og
Austurlandi. Landsbyggðarsjón-
armið mæla með að þar verði var-
ið meira fé en verið hefur til vega-
framkvæmda, enda þótt arðsemi
þeirra sé víðast hvar mun minni
heldur en á leiðinni Reykjavík —
Akureyri.
Vaxandi vega-
framkvæmdir
Tilboð þetta felur í sér fjölþætt
framtak einstaklinga, sem flestar
framfaraþjóðir kappkosta að efla
hvort heldur er í vestrænum eða
austrænum hagkerfum. Næstu tvö
ár sparast ríkinu vegafé og heild-
arfjármagn til vegamála eykst.
Vegaframkvæmdir aukast og at-
vinna tengd þeim vex alls staðar á
landinu. Framkvæmdir vegagerð-
arinnar á norðurleiðinni leggjast
ekki niður. Vegagerð ríkisins tek-
ur þátt í að leggja nokkra spotta
af veginum til Akureyrar sam-
kvæmt tilboðinu, en einnig verður
hægt að snúa sér að öðrum vega-
verkefnum norðanlands en aðal-
veginum milli Reykjavikur og
Akureyrar. Þess vegna er óþarfi
fyrir þá, sem hugsa sér að fá verk-
efni við vegagerð hjá ríkinu í
næstu framtíð að óttast afleið-
ingar þessa tilboðs. Þvert á móti,
vinna og verkefni aukast. Lang-
tímaáætlun í vegagerð má aldrei
breyta á þann hátt að seinka
henni í neinum landshluta, en það
er þjóðinni allri til heilla að finna
og nýta leiðir til að flýta þessari
áætlun. Skjótar framkvæmdir við
varanlega vegagerð á fjölförnum
leiðum er undantekningarlaust
öllum heiðarlegum landsmönnum
til hagsbóta. Úrelt og óarðbær
vinnubrögð við vegagerð verður að
sjálfsögðu að leggja niður.
Valið verði
hagkvæmasta
tilboðið
Athuga ber tilboð Hagvirkis
nákvæmlega. Bjóða þarf þessar
framkvæmdir út með venjulegum
hætti og kanna hvort nokkrir aðr-
ir aðilar í landinu geta unnið
verkið skjótar og hagkvæmar en
Hagvirki. Slik athugun má aðeins
taka skamman tíma, þannig að
hún komi ekki í veg fyrir að verkið
geti hafist í júní nk. eins og gert er
ráð fyrir. Reynsla af útboðum í
vegagerð á sl. ári gaf góða raun og
jók framkvæmdamátt vegafjár.
Útboð og framkvæmd í samræmi
við hugmynd Hagvirkis myndi að
sjálfsögðu skila enn betri árangri.
Látum verkin tala
Ríkisstjórn og Alþingi stendur
til boða sérstakt tækifæri til þess
að efla lífæðar arðbærs atvinnu-
lifs og félagslegra samskipta
þegnanna án erlendra lána eða
sérstakrar skattlagningar. Ein-
ungis þarf að gefa íslenzku fram-
taki, fræðilegri þekkingu og
tæknilegri færni, tækifæri til þess
að hrinda í framkvæmd einu
nauðsynlegasta og arðbærasta
verki sem þjóðin hefur beðið eftir
í áratugi. Ríkisstjórn og Alþingi,
sem framkvæma slíka þjóðholla
fyrirætlan, mun lengi minnst fyrir
skilning, framsýni og dugnað. En
bregðist stjórnendur landsins í
þessu efni er hætta á að í sögunni
verði þeir settir á bekk með hinum
skammsýnu bændum, sem í upp-
hafi aldarinnar hlupu frá túnasl-
ætti og lögðu leið sína til Reykja-
*
Arinbjörn Kolbeinsson
„Kíkisstjórn og Alþingi
stendur til boða sérstakt
tækifæri til þess að efla
lífæðar arðbærs at-
vinnulífs og félagslegra
samskipta þegnanna án
erlendra lána eða sér-
stakrar skattlagningar.“
víkur til þess að koma í veg fyrir
þá miklu hættu og atvinnuröskun,
sem þeir töldu þjóðinni stafa af
símanum. Þessi ferðasaga er sígilt
dæmi um vanþekkingu og
skammsýni. Slík saga getur naum-
ast endurtekið sig í þessu máli í
lok 20. aldar.
Tilboð Hagvirkis opnar stjórn-
völdum landsins leið til að virkja
einkaframtak, nútímaþekkingu og
tækni til stórframkvæmda, sem
mynda undirstöðu fjölbreytts at-
vinnulífs og blómlegs efnahags
þjóðarinnar. — Framkvæmda sem
eru raunar forsenda byggðar í
landinu með vestrænu menning-
arsniði. Þetta er landnám á tutt-
ugustu öld, þar sem mikilvægi
málefna ræður ferðinni og verkin
eru látin tala íslensku máli.
Höfundur er læknir og formaður
Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
jmr
RENAULT 9
NÓTÍ/VIABÍLL MEÐ
FRAMTÍÐARS
Renault 9 er sparneytinn, snarpur og pýöur, auk pess er hann framhjðiadriflnn.
hreint útllt. vandaður frágangur, öryggi og ending hafa tryggt Renault 9 vlnsældlr viða umlön
er pvi draumabill islenskra ðkumwma- Komdu og taktu í hann, pá veistu hvað viö melnum
lönd.
Þú getur reitt
. kjftj...,
t
||
ujll,
úll
kSON Hf.