Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 4. MAf 1985
Kristnir flótUmcnn frá Líbanon ganga um borð í skip í Haifa-höfn í Israel, á leið til Austur-Beirút og annarra
staða, þar sem kristnir ráða ríkjum. Þeir flúðu frá Suður-Líbanon, er barist var á svsðinu í kringum Sídon.
Hardir bardagar í hæðunum fyrir ofan Beirút
Beirút, Líbanon, 3. maí. AP.
HARÐIR bardagar brutust út í dag í Souk E1 Gharb, um 13 km frá þeirra heitið til Austur-Beirút og
hæðunum fyrir ofan Beirút og áttust Beirut, um kl. 3.30 að staðartíma annarra staða, sem kristnir menn
þar við sveitir kristinna og drúsa. (12.30 að ísl. tíma), og hefði hafa á valdi sínu, að sögn heim-
Atök mögnuðust ennfremur við skriðdrekum einnig verið beitt. ildamanna í ísraelska hernum.
grsnu línuna svonefndu í Beirút. Heimildamennirnir kváðu
í dag fóru um 700 líbanskir kristnu flóttamennina hafa komið
Talsmaður hersins kvað stór- flóttamenn úr hópi kristinna um til hafnarinnar með rútu frá borg-
skotaliðsorustu hafa hafist við borð í skip í Haifa-höfn og er ferð *nn' Marjayoun f Suður-Líbanon.
Brottreksturinn úr búðunum í Eþíópíu:
Barðir til bana
og brenndir inni
Addis Ababa, Kþíópíu, 3. mmí. AP.
JAVIER Perez de Cuellar, framkvsmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur
falið fulltrúa sínum í Eþíópíu að ganga á fund Mengistu Haile Mariam,
ráðamanns þar, og spyrjast fyrir um örlög 56.000 manna, sem reknir voru úr
flóttamannabúðum fyrir nokkrum dögum.
Fundurinn með Mengistu og
Kurt Jansson, fulltrúa SÞ í
Eþíópíu, verður líklega á mánu-
daginn en Jansson sagði frétta-
mönnum í dag, að hann teldi ekki,
að stjórnvöldin hefðu sjálf mælt
fyrir um brottreksturinn. í yfir-
lýsingu stjórnvalda segir, að engu
valdi hafi verið beitt og að brott-
flutningurinn hafi verið nauðsyn-
legur til að koma í veg fyrir far-
sóttir og til að bændurnir gætu
aftur farið að erja jörðina. Bretar,
ítalir og Bandaríkjamenn hafa
boðist til að koma upp nýjum búð-
um fyrir fólkið, sem nú er á göngu
til þorpa sinna þótt margir séu
ófærir um það vegna vannæringar
og sjúkdóma.
Frekari lýsingar á burtrekstrin-
um úr búðunum eru nú að koma
fram og eru t.d. sumar hafðar eft-
ir starfsmönnum hjálparstofnana
sem ekki vilja láta nafns síns get-
ið. Segja þeir, að hermennirnir,
sem ráku fólkið burt, hafi komið
fram af miklu miskunnarleysi og
grimmd. Tvo menn, sem ekki vildu
fara, börðu hermennirnir til bana
og aðra brenndu þeir inni þegar
þeir báru eld að kofahreysunum.
Sögðu hjálparstofnanamennirnir,
að margt af fólkinu gæti ekki lifað
af gönguna til heimkynna sinna,
enda um langan veg að fara.
Ibnet-búðirnar, sem voru
brenndar, voru þær fjölmennustu
af 225 slíkum búðum í Eþíópíu en
hjálparstofnanamenn segja, að
aðeins þriðjungur þeirra tæpra 11
milljóna manna, sem líða hungur,
fái matargjafir reglulega.
S-kóreska farþegaþotan:
4,2 millj. kr.
í dánarbætur
Nýju Brúnsvík, 3. maí. AP.
FJÖLSKYLDA 36 ára gamals póst-
starfsmanns, sem ásamt 268 öðrum
mönnum fórst þegar sovéskar orr-
ustuþotur skutu niður suður-kóresku
farþegaþotuna, mun fá 100.000 doll-
ara (4,2 millj. ísl. kr.) í bætur frá
flugfélaginu. Skýrði lögfræðingur
fjölskyldunnar frá þessu í dag.
Ættingjar fólksins um borð í
s-kóresku flugvélinni hafa höfðað
meira en 100 mál á hendur flugfé-
laginu og er þetta eitt fyrsta sam-
Veður
víöa um heim
Lægst Hssst
Akureyri 11 skýjaö
Amsterdam 4 10 skýjaó
Aþena 11 25 skýjað
Barcetona 15 alskýjað
Beriín 1 7 rigning
Briissel 6 12 skýjað
Chícago 6 17 heiðskírt
Dublín 2 12 skýjað
Feneyjar 15 lóttskýjað
Frankfurt 4 13 rigning
Genf 7 15 skýjað
Helsinki 0 7 rigning
Hong Kong 22 26 skýjaö
Jerúsalem 12 19 skýjað
Kaupm.höfn 3 7 heióskírt
Las Palmas 22 skýjað
Lissabon 13 20 rigning
London 8 12 skýjað
Los Angeles 14 24 heiðskírt
Luxemborg 7 skýjað
Malaga 23 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Miami 22 27 skýjað
Montreal 3 16 skýjað
Moskva 7 13 skýjað
New York 9 14 heiðskírt
Osló 2 5 rigning
París 7 12 skýjað
Pefcing 16 22 skýjað
Reykjavík 9 skýjað
Rio de Janeiro 16 25 rígníng
Rómaborg Stokkhólmur 7 24 heiöskírt vantar
Sydney 17 21 rigning
Tókýó 16 25 heiðskírt
Vínarborg 7 15 skýjað
bórshöfn 6 alskýjað
komulagið sem tekst í þessum
málum. Líklegt þykir þvi að það
verði haft til hliðsjónar þegar hin-
ar bótakröfurnar verða teknar
fyrir.
Lögfræðingur fjölskyldunnar
hélt því fram í málinu, að flugfé-
lagið bæri ábyrgð á því, að flugvél-
in skyldi hafa villst af leið og var á
það fallist. Talið er, að nokkur mál
verði höfðuð gegn Sovétmönnum
sjálfum, en þess munu víst fá
dæmi að þeir bæti eitt eða neitt.
(ó»ngi gjaldmiðla
Dollar hækkar
London, 3. maí. AP.
Bandaríkjadollar hækkað
gagnvart öllum helztu gjald-
miðlum og er það til marks um
trú manna á viðgang banda-
rísks efnhagslífs, þrátt fyrir
skort á vísbendingum frá
Washington, sem gæfu tilefni
til aukinnar bjartsýni.
Spákaupmenn sögðu að
fregnir um 7,3% atvinnuleysi í
Bandaríkjunum hefðu ekki
komið neinum í opna skjöldu.
Engar tölur berast um efna-
hagsbata, en samt er haldið
áfram að kaupa dollar, með
þeirri afleiðingu, að hann held-
ur áfram að hækka. Gullverð
hélzt nær óbreytt.
Dollar styrktist gagnvart
sterlingspundinu, sem kostaði
1,2065 dollara í kvöld miðað við
1,2182 dollara í gær, og 1,2145
dollara sl. föstudag. Gengi
dollars gagnvart jeni í London
var 253,32 miðað við 252,40 í
gær.
Annars var gegni dollars
gagnvart öðrum gjaldmiðlum
þannig að dollar kostaði 3,2010
vestur-þýzk mörk (3,1625),
2,6915 svissneska franka
(2,6635), 9,7525 franska franka
(9,68500), 3,6115 hollenzk gyll-
ini (3,5765), 2.026,50 lírur
(2.021,50) og 1,3782 kanadíska
dollara (1,3740).
Gullúnsan kostaði 312,50
dollara í London miðað við 314
dollara í gær. Verðið var
óbreytt í Zurich, eða 313,50
dollarar únsan.
Það eru betri kaup í nýjum ódýrum LADALUX en í notuðum
dýrum bíl af annarri gerð. Hér eru sjö punktar, sem styðja það:
1. Verðið á LADA LUX er aðeins 273 þúsund
krónur. Greiðsluskilmálar eru hagstæðir.
2. Ársábyrgð er á öllum hlutum LADA LUX
bifreiðarinnar.
3. Sex ára ryðvarnarábyrgð er innifalin í verð-
inu, sé öllum skilmálum ryðvarnar framfylgt
af hálfu eiganda.
4. Ábyrgðarskoðun fer fram á LADA LUX,
kaupendum að kostnaðarlausu eftir 2000 og
5000 km akstur.
5. Véu-ahlutaþjónusta við LADA eigendur er af
opinberum aðilum talin ein su besta hér-
lendis. Mikið úrval alls konar aukahluta
fáanlegt á hagstæðu verði.
6. LADA LUX er afhentur kaupendum með
sólarhrings fyrirvara.
7. Eldri gerðir LADA bifreiða eru teknar á
sanngjórnu verði sem greiðsla upp í verð
nýja bílsins.
VERÐSKRA15/4 85
LADA1200
LADA 1200 station
LADA 1500 station
LADASafír
LADA Sport
LADALUX
199.500
217.800
238.900
223.400
408.700
273.000
137.000*
151.200*
160.100*
152.800*
304.500*
184.500*
* Með tollacftirgjof