Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 99. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjö ríkja fundurinn í Bonn: Afdráttarlaus stuðningur við Reagan í afvopnunarmáium — En mikill ágreiningur um efnahagsmál Bonn, 3. maí. AP. Á SJÖ ríkja fundinum í Bonn var í dag lýst yfír afdráttarlausum stuðn- ingi við stefnu Reagans Bandaríkja- forseta í afvopnunarviðræðunum við Sovétríkin í Genf. f yfírlýsingu fund- arins sagði ennfremur, að leiðtogar ríkjanna sjö væru því fylgjandi, að fram færu viðræður æðstu manna til þess að leysa helstu deilumál aust- urs og vesturs. „Við fögnum því, að viðræður eru hafnar í Genf og metum mik- ils þær jákvæðu tillögur, sem Bandaríkin hafa lagt þar fram,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni, þar sem einnig var skorað á Sov- étríkin að bregðast við þessum til- lögum á „jákvæðan hátt“. Þar var hins vegar hvergi minnzt á geim- vopnaáætlun Bandaríkjamanna. Öndvert við þá miklu eindrægni, sem fram kom í stjórnmálayfir- lýsingu fundarins ríkti mikill ágreiningur á fundinum varðandi efnahagsmál. Þannig kom fram mikil andstaða af hálfu Frakka við þá tillögu Bandaríkjamanna, að ákveðinn verði tími fyrir al- þjóðaráðstefnu um aukið verzlun- arfrelsi í heiminum og frú Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði: „Við höfum ekki komizt að neinni niðurstöðu á þessu sviði.“ Engin samstaða hafði heldur náðst um tillögu Mitterrands Frakklandsforseta um alþjóða- ráðstefnu um leiðir til að auka stöðugleika helztu gjaldmiðla heims. Talsverð andstaða kom fram á fundinum við þá ákvörðun Banda- ríkjamanna að setja viðskipta- bann á Nicaragua. Var haft eftir vestur-þýzkum embættismönnum, að Bandaríkjamenn hefðu ekki farið fram á það við bandalagsrík- in í NATO, að þau styddu við- skiptabannið. í stjórnmálayfirlýsingu fundar- ins var þess minnzt, að hinn 8. maí eru liðin 40 ár frá uppgjöf þýzku nazistanna í síðari heimsstyrjöld- inni og fórnariömbum nazista vottuð virðing, hvort sem þau ættu um sárt að binda „af völdum styrjaldarinnar eða sökum harð- ýðgi, grimmdarverka eða kúgunar nazista". AP/Símamynd Þátttakendur í sjöríkja-fundinum í Bonn. Talið frá vinstri. Bettino I hiro Nakasone, forsætisráðherra Japans og Brian Mulroney, forsætis- Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, Francois Mitterrand, forseti Frakklands, ráðherra Kanada. Mynd þessi var tekin í garði Schaumburg-hallarinnar frú Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Helmut Kohl, í Bonn í gær. kanslari Vestur-Þýzkalands, Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, Yasu- | Tveimur bandarískum sendi- ráðsmönnum vísað úr Póllandi Bandarísk stjórnvöld svara með því að vísa fjórum Pólverjum úr landi Varsjá, 3. maí AP. PÓLSKA stjórnin vísaði í dag tveim- | ur bandarískum sendiráðsmönnum úr landi. Vai þeim gefíð aö sök að j hata staðió fyrii ólöglegun mét- | mælaaðgerðum 1. maí gegn stjórn I völdum Póltands. Talsmaður banda rískft sendíráðsins i Varsja vísaði þessum ásökunum i dag a bug sem „Iráleitum' Mennirnir tveir eru William Harwood, tyrsti sendiráðsrítari j Bandaríkjanna ' Varsiá, og David I Hopper, ræðismaður i Krakow. Var þeim gerl að fara frá Póllandi innan viku Talið er víst, að brottvisur þeirra eígi eftii að leiða ti' enn versnand' samskipta Bandaríkjanna og Póllands. Að- eins þríi mánuðii' eru nú iiðnir síðan hernaðarráðunauti Banda- ríkjanna 1 Varsjá, Frederick Myer, var visað frá Póllandi fyrír meint- ar njósnir. Bandarísk stjórnvöld svöruðu þá með þv’ að vísa pólska hernaðarráðunautinum í Wash- ington úr landi. Bandarísk stjórnvöld brugðust í kvöld hart við brottvísun sendi- ráðsmannanna tveggja og vísuðu fjórum pólskun' sendiráðs- mönnum Washingtor úr iandi ! Var ásökunurrj. í garð bandarísku sendiráðsmannanna mótmælt j harðlega og þeim lýst; sem „hrein- j um ósannindunT' Mörg þúsund stuðningsmenn Samstöðu fóru i dag um götur gamla borgarhlutans - Varsjá og hrópuðu „Það er ekkert trelsi tit ár Samstöðu ' Höfðr þeir safnasi samar ti útifundai til þess að halda upp a stjórnarskrárdag Póiverja en þennar dag árið 1793. ■ hlutu Póiverjar sina fyrstu lýð- ! ræðíslegu stjórnarskrá og hefur dagurinr verið haidinn hátíðlegur j í landinu æ siðan. Olof Palme, forsætisráöherra Sví- þjóðar. Hann stendur nú frammi fyr- ir harðnandi afstööu ríkisstarfs- manna. Harkan vex í vinnu- deilunum í Svíþjóð Stokkhólmi, 3. maí. Frá fréttaritara Morgunblaðsins. HARKAN jókst enn í dag í vinnudeil unum í Svíþjóö. Vinnumálaráð sænska ríkisins lýsti yfír verkbanni frá og með laugardeginum 11. maí, sem hefur það í fór með sér, að 80.000 manns hætta þá vinnu. Flestir úr þessum hópi eða um 55.000 eru kenn- arar í menntaskólum og framhalds- stigum grunnskólanna en um 25.000 eru ríkisstarfsmenn á ýrasum sviðum stjórnsýslunnar. Bandalag starfsmanna sænska ríkisins hefur ekki enn látið uppi, með hvaða hætti brugðizt verði við þessu verkbanni, sem boðað var í kjölfar verkfalls 20.000 ríkis- starfsmanna, er hófst á fimmtudag. Bandalagið fékk í dag óvæntan stuðning við kröfur sínar, er sænska hagstofan skýrði frá niður- stöðum rannsókna sinna á launa- þróun í landinu. Þar kom fram, að rauntekjur ríkisstarfsmanna hefðu lækkað um 1,4% á síðasta ári og hefðu þeir þannig farið með lakari hlut frá borði en aðrar stéttir þjóð- félagsins. Gleyptu 89 LSD-töflur New York, 3. maí. AP. TVEIR bandarískir bræður, annar 2 ára og hinn 3 ára, eru alvarlega veikir á sjúkrahúsi í New York, eftir að hafa gleypt 89 töfíur af ofskynjunariyfínu LSD, sem ' frændi þeirra hafði skilið eftir á sófaborði á heimili þeirra, þar sem hann er einnig búsettur. Frændinn, sem heitir Emil Wander og er 42 ára að aldri. var handtekinn í gær og ákærð- ur fyrir „siðlaust skeytingar- I leysi“ um litlu drengina og fyrii að hafa undir höndum ólögle> fíkniefni. Læknar á Stony Brook-sjúk- L rahúsinu, þar sem bræðurnir, Robert og Michael Walsh, liggja á gjörgæsludeild, segja, að þeir séu ekki í lífshættu. Það var móðir drengjanna Emily Walsh, sem hringdi a sjúkrabíl þegar hún veitti þv ' athygli, að Michael litli var nán • !ast í dái og augasteinar han; j óeðlilega stórir. I rúnr hans la ' tómt lyfjaglas Nokkri seinna S ■ sýndi Robert sömi einkenni. Aö sögn lögregli ei' talið, ao i t Wander haf' keypt 100 töflur av 5 | LSD á miðvikudag. Sá, sem taiið | | ei að hafi selt töflurnar, var ! handtekinn i gær og sæt.ir I ákæru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.