Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐltí, LAUGARDAGÚB 4. MAÍ1985
KRA-meistarar Þórs
• Liö Þórs, sígurvegari i bikarkeppni KRA í knattspyrnu. Myndin var tekin á miövikudag ettir 1:0 sigur
á KA í síöasta leik mótsins. Aftari röö frá vinstri: Jóhannos Atlason, þjálfari, Júlíus Tryggvason,
Siguróur Pálsson, Siguróli Kristjánsson, Kristján Kristjánsson, Óskar Gunnarsson, Árni Stefánsson,
Einar Arason, Sigurbjörn Viöarsson og Arnar Guölaugsson aöstoöarþjálfari. Fremri röö frá vinstri:
Baldur Guönason, Jónas Róbertsson, Baldvin Guömundsson, Nói Björnsson fyrirliöi, Bjarni Svein-
björnsson, Halldór Áskelsson og Rúnar Steingrímsson.
Naumur sigur gegn
Hollendingum
íslendingar sigruöu Hollend-
inga í gærkvöldi í landsleik í
handknattleik meö einu marki,
22—21. Þaö var landslið 21 árs og
yngri sem vann þennan sigur í
Danmörku. Leikur þessi var liður
í forkeppni heimsmeistarakeppn-
innar. Á morgun, sunnudag, leika
svo íslendingar gegn Finnum og
verða aö sigra þá líka til aö kom-
ast í sjálfa aöalkeppnina sem
fram fer á Ítalíu í desember.
Aö sögn Karls Harry Sigurös-
sonar fararstjóra íslenska hópsins
var hann ekki aliskostar ánægöur
meö leik íslenska liösins. Hann
sagöi aö mikil taugaspenna heföi
einkennt fyrri hluta leiksins en mik-
iö var í húfi aö ná sigri. Gangur
leiksins var í stórum dráttum sá aö
Hollendingar skoruöu tvö fyrstu
mörkin og höföu frumkvæöið
framan af. Islensku leikmönnunum
gekk mjög illa aö jafna metin en
þaö tókst þó rétt áöur en flautaö
var til hálfleiks.
Tekur Anders Dahl við
danska landsliðinu?
Hollendingar skoruöu síöan
fyrsta mark síöari hálfleiksins, en
íslensku leikmennirnir geröu
næstu tvö mörk og náðu eins
marks forskoti. Þeir misstu þaö
fljótt niður aftur og um miðjan fyrri
hálfleik var staöan jöfn, 14—14.
Þá loks tókst íslensku piltunum aö
hrista af sér slenið, ná forskoti og
halda því út leikinn. Þegar 2 mínút-
ur voru til leiksloka haföi íslenska
liöiö náö tveggja marka forskoti,
22—20. Síöasta mark leiksins
skoruöu svo Hollendingar 8 sek-
úndum fyrir leikslok.
Aö sögn Karls Harry var hol-
lenska liöiö ekki mjög sterkt. Haföi
þó tvær góöar skyttur sem skor-
uöu mikið eftir aukaköst. Af ís-
lensku leikmönnunum var Geir
Sveinsson bestur. Hann lék vel í
vörninni en hún var slök lengst af
hjá liðinu. Sérstaklega í fyrri hálf-
leiknum. Karl vildi ekki nefna fleiri
nöfn. Hann sagöi leikmenn geta
gert svo miklu betur, og aö þeir
væru staöráönir í því aö vinna
Finna og komast í aðalkeppnina.
Mörk Islands skoruöu þessir
leikmenn: Valdimar Grímsson 5 2v,
Jakob Jónsson 4, Geir Sveinsson
4, Hermundur Sigmundsson 4 3v.,
Hermundur fékk rautt spjald í
leiknum þar sem hann var þrívegis
rekinn af leikvelli í 2. mínútur. Agn-
ar Sigurösson 2 og Karl Þráinsson
1.
— ÞR.
Frá rrétUriUra Mbl. Guniari Gunnarasjni í
Danmörku:
Handknattieiksmaöurinn góö-
kunni Anders Dahl Nielsen hefur
dregiö sig í hlé frá alþjóðlegum
handknattleik og danska lands-
liöinu. Hann starfar nú sem þjálf-
ari hjá Ribe og hefur gert þaö
mjög gott hjá liöinu. Þrátt fyrir aö
Anders Dahl sé oröinn 35 ára
gamall leikur hann meö liöinu og
hefur sýnt og sannaö í vetur aö
lengi lifir í gömlum glæöum.
En þó aö Anders Dahl leiki ekki
lengur meö danska landsliöinu er
hann oröaöur viö þaö. Á annan
hátt núna. Þaö er talaö um hann
sem eftirmann Leif Mikkelsen eftir
heimsmeistarakeppnina í Sviss á
næsta ári. Margir vilja gera hann
aö aöstoðarþjálfara hjá Leif fram
yfir keppnina þannig aö þessi
reynslumikli leikmaöur fái reynslu í
stjórnun leikmanna með Leif sem
lætur mjög líklega af störfum eftir
HM-keppnina í Sviss.
Anders Dahl Nielsen er flestum
íslenskum handboltaunnendum vel
kunnur eftir aö hann geröi garðinn
frægan hjá KR sem leikmaður og
þjálfari áriö 1982—'83. En því
miöur fyrir KR og íslenskan hand-
knattleik haföi hann ekki mögu-
leika á aö dvelja lengur á íslandi en
eitt ár. Var þaö sökum þess aö
kona hans gat ekki fengiö lengra
leyfi frá vinnu sinni.
Anders segir sjálfur aö hann
heföi ekki þurft aö hugsa sig um
tvisvar, hann heföi hiklaust dvaliö
lengur heföi þess verið nokkur
kostur. íslandsdvölin er eitt þaö
eftirminnilegasta sem ég hef upp-
lifaö á ferli mínum sem handknatt-
leiksmaöur, segir Anders. Og er þó
af mörgu aö taka. Anders hefur
leikiö 208 landsleiki, leikiö á þrem-
ur ól-leikjum, náöi 4. sæti í HM
áriö 1978. Hann varö Danmerk-
urmeistari í handknattleik fimm ár
í röö. Unnið bikarinn til eignar,
leikið til úrslita í Evrópukeppni, og
nú síöast tók hann viö 2. deildar-
liöinu Ribe og kom því í úrslit i
bikarkeppninni og kom liöinu upp í
1. deild.
j leik heimsliösins á móti danska
iandsliöinu fyrir skömmu sýndi
Anders Dahl aö hann er enn í mjög
góöri æfingu. Hann hefur aö vsu
ekki sama skotkraft og áöur, upp-
stökkin hjá honum eru heldur ekki
jafn kröftug og há og hér á árum
áöur en yfirsýn hans í leiknum,
boltatækni, línusendingar og leik-
stjórn er eins og best gerist.
Þaö er einmitt þessi mikla
reynsla og hans sterki persónuleiki
sem gerir þaö aö verkum aö menn
vilja fá hann sem landsliösþjálfara.
Hann er fæddur leikstjórnandi og
baráttujaxl meö afbrigöum. Hann
gefst aldrei upp.
Anders Dahl hefur alltaf veriö
fyrirliöi í liöum þeim sem hann hef-
ur leikið meö. Og ávallt skilaö
þeirri stööu meö miklum sóma. En
þó aö Danir séu farnir aö tala um
Anders Dahl sem arftaka Leif
Mikkelsen einu ári áöur en hann
hættir, þá er þaö ekki gert vegna
þess aö þeir séu óánægöir meö
Leif. Nei, þvert á móti. Þeir telja
hann besta landsliðsþjálfara sem
Danir hafa haft í handknattleik.
Hann hefur náö frábærum árangri
meö liöiö. Nei, fólk vill aöeins aö
Anders og Leif hefji samstarf sín á
milli. Meö þá tvo viö stjórnvölinn í
Sviss í heimsmeistarakeppninni
eru Danir vissir um aö ná langt.
Þeir vilja aö stefnt veröi aö 4.
sætinu eins og í síöustu heims-
meistarakeppni. I samtali viö
Morgunblaöið sagöi Anders aö
þaö kæmi í Ijós í næsta mánuöi
hvort hann myndi gefa kost á sér
sem landsliðsþjálfara, ef til hans
yröi leitaö opinberlega. Ég tel þaö
mikinn heiöur aö þjálfa landsliö
Danmerkur En ég tel líka ekki úti-
lokaö aö Leif hald áfram. Ég verö
áfram þjálfari hjá Ribe eitt tímabil í
viöbót Og Ribe-liöiö er númer eitt
hjá mér þess; stundina, sagöi
Anders Dahl.
• Gisli Bjarnason ver hér mark Ribe, liösins sem Anders Dahl kom í 1.
deild. Hann fékk Gísla til Danmerkur og hefur þjálfaö hann í Ribe. Gísli
hefur leikið mjög vel í vetur og étti stóran þátt í því hverau vel gekk hjá
Ribe-líöinu.
• Anders Dahl á fullri ferö i leik. Hann hefur svo sannarlega sýnt og
sannaó þaö í vetur aö lengi lifir í gömlum snillingum. Anders lék mjög
vel meö heimslióinu á dögunum.