Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir R. GREGORY NOKES
Viðskiptabönn hafa
ekki aíltaf áhrif
Ei
]
VIÐSKIPTABANNIÐ, sem hefur rerið setl í Nicaragua, sýnir að ekkert
lát er í tilraunum ríkisstjórnar Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta til að
neyða Sandinista til þess að gefst upp. En vafasamt er hvort það breyti
stefnu vinstri stjórnarinnar í Nicaragua.
I nginn í ríkisstjórn Reagans orðin órjúfanleg. „Hafi eitthvert
svigrúm verið fyrir hendi, þá var
það fyrir fimm til sex árum.“
Bandarlkjamenn munu sjálfir
bíða nokkurn skaða vegna
bannsins. Talsmaður viðskipta-
ráðuneytisins í Washington
benti á að hagnaður hefði orðið á
viðskiptum Bandaríkjanna við
Nicaragua í fyrra og fá daemi
hefðu verið um slíkt. Að vísu var
I heldur þí fram að bannið
muni leiða til falls Sandinista-
stjórnarinnar og sennilega mun
það ekki gera það. Hins vegar
mun það valda henni erfiðleik-
um.
Ein þeirra spurninga, sem
andstæðingar bannsins í banda-
ríska þjóðþinginu hafa borið
fram, er á þá leið hvort það muni
færa Nicaragua nær sovézku rík-
isstjórninni.
Einnig hefur verið að því
spurt hvort önnur ríki muni
grípa til viðskiptabanns. önnur
ríki hafa ekki sýnt áhuga á því
að taka þátt í banninu og afstaða
sú sem Samtök Ameríkuríkja
(OAS) til bannsins virðist lýsa
vanþóknun á ráðstöfun Banda-
ríkjamanna.
Bandaríkjamenn hafa haldið
uppi viðskiptabanni á Kúbu síð-
an 1962 og ríkisstjórn Fidels
Castro hefur haldið velli. Þeir
halda einnig uppi viðskiptabanni
á Norður-Kóreu, Víetnam og
Kambódíu. Ríkisstjórnir þessara
landa hafa einnig haldið velli
þrátt fyrir viðskiptabann
Bandaríkjamanna.
Takmarkaðar hömlur eru á
viðskiptum við Líbýu, fran, írak,
Sýrland, Suður-Jemen og Suð-
ur-Afríku og ná höftin til tiltek-
inna vörutegunda.
Viðskiptabönn geta skaðað
efnahag þeirra landa sem fyrir
þeim verða. Löndin hafa ekki
lengur aðgang að bandarískri
tækniþekkingu, geta ekki flutt
inn tæknibúnað og annan varn-
ing frá Bandaríkjunum og missa
af gróðavænlegum viðskiptum
við Bandaríkin.
Nicaraguamenn hafa selt ban-
ana og aðrar landbúnaðarafurð-
ir til Bandaríkjanna og keypt
þaðan áburð, áveitubúnað og
önnur tæki til iðnaðar og skor-
dýraeitur. Þeir geta fengið þetta
annars staðar frá, en verða að
greiða það hærra verði.
Þeir geta sennilega selt ban-
ana sína til Evrópu, en með
minni hagnaði.
Ef til vill bæta Rússar þeim
tjónið, en aðþrengdur efnahagur
þeirra má varla við auknu álagi.
Háttsettur starfsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins sagði að viðskiptabannið fæli
í sér skýran boðskap, sem hljóð-
aði þannig: „Við ætlum ekki að
standa straum af kostnaði við
byltingu ykkar.“
Auk viðskiptabannsins lagði
Bandaríkjastjórn bann við ferð-
um flugvéla og skipa frá Nicar-
agua til Bandaríkjanna og þaðan
til Nicaragua.
En öldungadeildarmaðurinn
Marki Hatfield úr flokki demó-
krata, formaður fjárveitinga-
nefndar, var í hópi nokkurra
þingmanna, sem höfðu af því
áhyggjur að bannið muni færa
Sandinista nær Moskvustjórn-
inni: „Við erum að útiloka mögu-
leika á friði... Við erum að
hrekja þá varanlega í fang
rússneska bjarnarins."
Hins vegar sagði Langhorne
A. Motley aðstoðarutanríkis-
ráðherra, sem fer með málefni
Vesturheims, að tengsl Sandin-
ista við Moskvu væru þegar
við kornsölu til Sovétríkjanna,
sem gripið var til vegna innrásar
Rússa í Afganistan 1979. Reagan
aflétti banninu 1981 — þótt
Rússar væru enn í Afganistan —
og sagði að það skaðaði aðeins
bandaríska bændur.
Carter bannaði viðskipti við
íran 1980 til þess að hefna töku
bandarísku gíslanna. Frysting
íranskra innstæðna i Banda-
ríkjunum hafði hins vegar meiri
áhrif á lausn gíslamálsins.
Reagan-stjórnin hefur ekki
enn gripið til þess ráðs að frysta
Sovézkt vöruflutningaskip við bryggju í Corinto í Nicaragua.
hagnaðurinn lítill, eða 52 millj-
ónir dala, og mjög hefur dregið
úr viðskiptum landanna.
Hvað sem líður áhrifum á
efnahag Nicaragua var ljóst að
Reagan taldi nauðsynlegt að
gera eitthvað, þegar bandaríska
þingið hafði fellt frumvarp hans
um aðstoð við skæruliða, sem
berjast gegn Nicaragua-stjórn.
Ein miður æskileg afleiðing
viðskiptabannsins frá sjónarhóli
Reagan-stjórnarinnar getur orð-
ið sú, að kröfur um nýjar efna-
hagslegar refsiaðgerðir gegn
Suður-Afríku verði háværari í
Bandaríkjaþingi.
Edward J. Markey, þingmaður
í fulltrúadeild þingsins, sagði að
Reagan-stjórnin væri í mótsögn
við sjálfa sig þegar hún segði að
refsiaðgerðirnar gegn Suður-
Afríku mundu bitna á blökku-
mönnum. „Hvaða áhrif halda
þeir (ráðherrarnir) að þetta
bann (á Nicaragua) muni hafa á
hina fátæku, stríðshrjáðu þjóð,
Nicaragua?“ spurði hann.
Hagfræðingar hafa ímugust á
viðskiptabönnum. Þau valda
röskun í milliríkjaviðskiptum.
Viðskipti landa heims ganga
bezt þegar hömlur á þeim eru
sem minnstar.
En viðskiptabðnn eru sett af
pólitískum ástæðum, til þess að
refsa öðru landi.
Dæmi um viðskiptabann, sem
bar ekki árangur, var bann ríkis-
stjórnar Jimmy Carters forseta
innstæður Nicaraguamanna,
sem áætlað er að hafi numið 132
milljónum dala í lok síðasta árs.
Viðskiptabannið á Kúbu, sem
hefur staðið í rúm 22 ár, er það
lengsta sem Bandaríkjamenn
hafa nokkru sinni gripið til, en
árangurinn hefur verið misjafn.
Flest ríki Rómönsku Ameríku
ákváðu að taka þátt i banninu
1964 fyrir áhrif OAS. Viðskipta-
banni OAS var aflétt 1975.
Bandaríkjamenn eru svo að
segja eina þjóðin, sem enn held-
ur uppi viðskiptabanni á Kúbu.
En Motley segir að bannið kunni
að hafa torveldað Castro að
flytja út byltingu til annarra
landa.
Motley sagði að bandaríska
stjórnin hefði ekki beðið önnur
ríki að taka þátt í banninu á Nic-
aragua.
OAS hefur ítrekað þá afstöðu
sína að banna verði að hervaldi
sé beitt gegn öðrum ríkjum, að
önnur afskipti séu höfð í frammi
og reynt sé að hafa í frammi hót-
anir við önnur ríki. Með þessu
virðist OAS hafa látið í ljós van-
þóknun sína á viðskiptabanninu
á Nicaragua, þótt það væri ekki
nefnt á nafn.
Greinarhöfundur er fréttamaður
AP, skrífar um utanríkismál og
sendi þennan pistii frá Washing-
ton.
Tónleikar Kirkju-
kórasambands Árnes-
sýslu í Selfosskirkju
Selfoni, 29. aprfl.
KIRKJUKÓRASAMBAND Árnesprófastsdæmis hélt tvenna
tónleika í gær, sunnudaginn 28. aprfl, í Skálholtskirkju og í
Selfosskirkju.
Efnt var til þessara tónleika í
tilefni 300 ára afmælis Joh. Seb.
Bach, Georg Fr. Hándels og Dom-
enico Scarlattis.
Tónleikarnir í Selfosskirkju
voru vel sóttir og góður rómur
gerður að söng kóranna. Kórarnir
sungu nokkur lög hver um sig og
síðan allir saman í lokin. Þá var á
efnisskránni orgelleikur organist-
anna Jóns Vigfússonar, Andrésar
Pálssonar og Einars Sigurðssonar.
Einsöng á tónleikunum sungu
Guðrún Sigríður Friðbjarnardótt-
ir og Guðmundur Gíslason við
undirleik Glúms Gylfasonar. Þeir
kórar sem komu fram einir voru
Kirkjukór Selfoss undir stjórn
Glúms Gylfasonar, Barnakór Þor-
lákshafnar undir stjórn Hilmars
Arnar Agnarssonar, Söngfélag
Þorlákshafnar og kirkjukór
Hveragerðis og Kotstrandarsókna
undir stjórn Hilmars Arnar Agn-
arssonar og Roberts Darling.
Sameiginlega sungu áðurnefnd-
ir kórar ásamt fleirum fimm lög.
Alls munu það hafa verið um 200
manns sem sungu í lokin.
Séra Sigurður Sigurðarson
sóknarprestur á Selfossi þakkaði
kórunum komuna í Selfosskirkju
og minntist þess hversu skyldu-
ræknin er ríkur þáttur í starfsemi
kirkjukóra. Haukur Guðlaugsson
söngmálastjóri flutti stutt ávarp í
lok tónleikanna og þakkaði þeirra
framlag á minningarári Bachs,
Handels, og Scarlattis, sem hann
sagði síst minna en annars staðar
gerðist.
Sig. Jóns.
V etrarhugleiðing-
ar úr Stykkishólmi
Ktykkwbólmi, 26. aprfl.
ÞESSI vetur hefir verid okkur Hólmurum og um leið Snæfell-
ingum mildur og um leið gjöfull. Það hefir ekki oft þurft að
moka fjallvegi og gerum við okkur vonir um að það sem
sparast hefir í snjómokstri fáum við nú í bættum vegum í
sumar, varanlegum vegagerðum.
Frost hafa ekki verið neitt að
ráði, og ekki hefir höfnin okkar
fyllst af íshroða eins og oft áður
að vetri til. Áætlunarferðir milli
Reykjavíkur og Stykkishólms
hafa verið eins og á sumri, enda
sumaráætlunin í gildi i allan vet-
ur. Varla að tíminn hafi raskast í
ferðunum. Vöruflutningar hafa
verið eins og áður og nóg að
flytja, eftir því sem eigandi vöru-
fl., Guðmundur Benjamínsson,
hefir tjáð mér, en hann hefir nú
tekið einn við flutningunum, og
rekur þá af dugnaði.
Byggingar hafa verið nokkrar
og íbúðarhús og önnur risið. Þá
má ekki gleyma því að vegagerð
hefir verið hér í nágrenninu frá
áramótum. Aðkomumenn hafa
unnið hér að vegagerð upp úr
kauptúninu og fáum við Hólmar-
ar nú upphleyptan, beinan og
breiðan veg upp á Helgafellssveit
en þar tekur við olíumalarborinn
vegur upp að aðalvegi eða um 10
km langur, mikil og góð vegabót.
Þessi vegur er nú að verða til-
búinn undir varanlegt slitlag.
Skelveiði hefir verið með sama
hætti og undanfarin ár og ekki
þurft að stoppa vegna frosta.
Vetrarvertíð var stutt og fór
mikið eftir þeim kvóta sem út-
hlutað var og held ég hann sé
langt kominn og hjá sumum al-
veg búinn. Smábátar hafa stund-
að handfæri með góðum árangri,
fengið fallegan fisk og golþorska
innan um. Grásleppuveiði hófst í
gær og voru allir þá tilbúnir með
netin og settu strax út á mið. Nú
verða líklega helmingi fleiri á
grásleppuveiðum en í fyrra, gerir
það að grásleppuveiði hefir verið
mikil undanfarið og svo hitt að
verð hrognanna hefir verið vax-
andi. Er verst að geta ekki hirt
grásleppuna alla og þarf að fara
að athuga það. Gæti jafnvel orðið
útflutningsvara.
Félagslíf hefir verið hér eins
og áður og ber þar hæst starf-
semi hinna ýmsu klúbba hér í
bæ. Heilsufar gott og fylgir það
veðráttunni. Nú vonar maður að
þetta góða veður í vetur komi
ekki niður á vori eða sumri og í
þeirri von sendi ég landsmönnum
öllum einlægar óskir um gleði-
legt sumar.
LITGREINING MEÐ
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AO VANDAÐRI LITPRENTUN
MYNDAMÓT HF.