Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAl 1985 19 Frá aöalfundi Alþýðubankans. Viö aöalborðiö sitja frá vinstri: Halldór Björnsson, Teitur Jensson, Þórunn Valdi- marsdóttir, Bjarni Jakobsson og Benedikt Davíðsson. Næst ræöustólnum situr Ásmundur Stefánsson, en í ræöustól er bankastjórinn Stefán Gunnarsson. Aðalfundur Alþýðubankans: 75 milljóna kr. hluta- fjárútboð samþykkt — Tap á rekstri bankans á síðastliðnu ári — Tveir nýir aðstoðarbankastjórar ráðnir AÐALFUNDUR Alþýðubankans hf. var haldinn 27. apríl og kom þar fram, aö á síðasta starfsári varð halli á rekstrarreikningi bankans, sem nam um 2,5 milljónum króna. Eigið fé bankans jókst um 31 % á árinu. Þrátt fyrir tap var hagur bankans góöur um árslok, að því er fram kom í skýrslu formanns bankaráðs og bankastjóra. Innlánsaukning í bankanum var nokkuð fyrir neðan meðaltal inn- lánsstofnana í heild eða 25%. Út- lánsaukning nam 43%. Mikill vöxtur var í starfsemi veðdeildar bankans. Á aðalfundinum kom fram, að á árinu 1985 taka til starfa tveir að- stoðarbankastjórar við bankann, Guðmundur Ágústsson, hag- fræðingur og ólafur Ottósson, skrifstofustjóri. í fréttatilkynn- ingu um aðalfundinn segir að meðal stjórnenda bankans sé mik- ill hugur í mönnum til að efla bankann. Undir þann hug tóku fundarmenn á aðalfundinum og var samþykkt þar að bjóða út nýtt hlutafé að upphæð 75 milljónir króna, sem gefinn verði kostur á að greiða á næstu 5 árum. Enn- fremur samþykkti fundurinn út- gáfu jöfnunarhlutabréfa upp á 40% á hlutafé í árslok 1984. Sam- þykkt var að greiða hluthöfum 5% arð á innborgða og uppfærða hlutafjáreign i árslok 1984. 1 skýrslu stjórnar bankans segir um óhagstæðan rekstur bankans á síðastliðnu ári: „Helstu orsakir fyrir óhagstæðum rekstri voru slæm lausafjárstaða, óhagstæð út- lánssamsetning með hliðsjón af vaxtaákvörðunum á árinu og aukning almennra rekstrargjalda miðað við tekjuhlið rekstrarins." Launagjöld hækkuðu um 37% og annar rekstrarkostnaður um 64% eða alls 12 milljónir króna. Hlutur þessara tveggja liða nam 29% af útgjöldum, en var 16% árið áður og segir í skýrslunni að það stafi af því að vaxtagjöld hafi lækkað verulega sem hlutfall af heildar- rekstrargj öldum. Bankastjóri Alþýðubankans er Stefán Gunnarsson. í bankaráði eiga sæti: Benedikt Davíðsson, formaður, Bjarni Jakobsson, vara- formaður, Þórunn Valdimars- dóttir ritari, Halidór Björnsson og Teitur Jensson. í varastjórn eiga sæti: Jón Ágústsson, Sverrir Garðarsson, Sigurgestur Guð- jónsson, Auður Guðbrandsdóttir og Guðmundur Hallvarðsson. Rainbow Navigation: Undirbýður flutninga í skjóli einokunarlaga — segir Axel Gíslason, framkvæmda- stjóri Skipadeildar Sambandsins „Nú hafa bandari.sk stjórnvöld dregið íslendinga á asnaeyrunum í eitt ár. Þaö er ár síðan því var lofaö af hálfu Bandaríkjamanna aö skorið yrði úr því með hverjum hætti flutn- ingar fyrir varnarliöiö skyldu vera. Enn hefur ekkert svar borizt og Rainbow Navigation situr eitt aö þessum flutningum og undirbýður aöra flutninga til landsins frá Bandaríkjunum," sagði Axel Gísla- son, framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins, meöal annars er hann kynnti blaðamönnum hiö nýja skip deildarinnar, Jökulfell. Axel ræddi um aukna mögu- leika á flutningum til og frá Vest- urheimi með tilkomu hins nýja skips, sem sameinaði kosti frysti- skips og gámaskips. Hann sagði síðan að Rainbow Navigation gæti í skjóli einokunarlaga frá árinu 1904 einokað flutninga til Varn- arliðsins á íslandi og undirboðið íslenzk skipafélög í samkeppninni um aðra flutninga á þessari leið. íslenzk stjórnvöld yrðu að krefjast tafarlausra svara, við yrðum að vita hvað stjórnvöld vestra ætluð- ust fyrir. Þetta ástand væri óvið- unandi fyrir íslenzk skipafélög, ís- lenzka farmenn og íslenzkt við- skiptalíf. Bandarísk lög ættu ekki og mættu ekki kveða á um það hvernig sjóflutningum milli land- anna væri háttað. Karlakór Reykjavíkur Tónlist Jórt Ásgeirsson Árlegir tónleikar Karlakórs Reykjavíkur voru haldnir í Há- skólabíói um mánaðamótin og var söngskráin, samkvæmt hefð, að fyrri hluta til með íslenskum lögum en erlendum eftir hlé. Tónleikararnir voru helgaðir Sig- urði Þórðarsyni er stjórnaði kórnum í 36 ár og hefði orðið ní- ræður 8. apríl sl. Tónleikarnir hófust á Förumannaflokkar þeysa, eftir Karl 0. Runólfsson, sem kórinn söng af reisn þó nokk- uð virtist gæta þess að tenórarnir héngju neðan í tóninum. Það er sem sagt frekar nýtt að tenórarn- ir hjá Karlakór Reykjavíkur séu ragir við „háu tónana“. Annað lagið var raddsetning á þjóðlag- inu Krummi svaf í klettagjá, en kórinn söng einnig nokkrar radd- setningar eftir Jón Leifs, Jakob Hallgrímsson og Sigurð Þórðar- son. Einn félagi úr kórnum söng einsöng í tveimur lögum. Það var óskar Pétursson, er söng Systk- inin eftir Bjarna Þorsteinsson og Frelsisljóð eftir Árna Björnsson. Óskar hefur fallega og þegar nokkuð skólaða tenórrödd og söng þessi lög yfirvegað og vel. Jakob Hallgrímsson átti nýtt lag á efnisskránni, við texta eftir Þorstein Valdimarsson. ó, undur lífs er á um skeið, er fallegt og einfalt lag og auðheyrt að Jakob syngur lög sín. Fyrri hluta efn- isskrár lauk með Þér landnemar, hetjur af konungakyni, eftir Sig- urð Þórðarson. Lög Sigurðar eru eins og hugsuð fyrir karlakór, hvellsnörp og glampandi í hljóm og ætti Karlakór Reykavíkur að hafa heila tónleika með söng- verkum eftir Sigurð. Lögin eftir hlé voru að mestu norræn. Ein- söngur er ávallt vinsæll hjá hlustendum karlakóra, enda var fögnuður þeirra einna mestur eft- ir kraftmikinn og vel hljómandi einsöng Hjálmars Kjartanssonar, í sænska þjóðlaginu Pétur svína- hirðir. Svo virtist sem kórinn syngi sig upp, sem gerist oft með gamalreynda söngmenn, og varð ekki vart við að tenórarnir héngju í tóninum er á leið tón- leikana. Það hefur löngum verið söngstíll kórsins að leggja áherslu á glampandi tenórraddir og halda í við lægri raddirnar. Þessi sör.gmáti gerir sönginn svolítið litlausan, einkum í lögum eins og Því er hljóðnuð þýða raustin, eftir Síbelíus og Rauða sarafaninum. Bassaraddirnar í kórnum eru góðar og hefðu mátt hljoma sterkar, alveg til jafns við háraddirnar. Páll P. Pálsson er mjög lifandi stjórnandi og mótar sönginn skýrum dráttum, einkum þó skemmtilega í alls konar styrkleikabreytingum. Undirleik- ari kórsins var Guðrún A. Krist- insdóttir og þó lítið reyndi á hana að þessu sinni var leikur hennar fagmannlega af hendi leystur. Náttúnivemdarfélag Suðvesturlands: Fjörunytjaferð NVSV fer fyrstu ferð sína í ferða- röðinni „Náttúrunytjar" í sam- vinnu við Hið íslenska náttúru- fræðifélag, sunnudaginn 5. maí kl. 9.30 frá Umferðarmiðstöðinni (há- fjara er kl. 12.00). Þátttakendum verður leiðbeint við að þekkja og nýta sér nokkrar tegundir þör- unga og skeldýra sem finnast í fjörunni. Farið verður í fjöru við Hvassahraun. Áætlað er að ferð- inni ljúki milli kl. 3 og 4. Fargjald verður 200 kr., en frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Allir eru velk- omnir. Leiðbeinendur verða Karl Gunnarsson þörungafræðingur og Vilhjálmur Þorsteinsson fiski- fræðingur. Fjaran hefur ekki verið mikið nýtt til útivistar hér á landi. En í fjörugöngu gefst gott tækifæri til alhliða hreyfingar í tæru sjávar- lofti. Fjölbreytni er það mikil að hægt er að ganga um sama svæðið árið um kring og vera alltaf að ganga um nýtt umhverfi. Lífríkið breytist sífellt og einnig strand- lengjan því að sjórinn er sífellt að móta fjöruborðið. Marga hluti er að finna í fjörunni. Hægt er að tína þar ýmsar lífverur til matar. En þá er komið að því mikilvæga atriði, umgengninni. Vegna þekk- ingarskorts og af hugsunarleysi er hægt að skemma þetta einstæða vistkerfi og við því viljum við ein- mitt sporna. Því fáum við sérfróða menn til að kenna okkur að þekkja nokkrar lífverur fjörunnar, fræða okkur um starfsemi þeirra og skynsamlega nýtingu. Rætt verður um rányrkjuna í leiðinni og til- gangslitla röskun á náttúrulegu umhverfi. Við reynum að skýra muninn á nýtingu sem byggist á grisjun lífverustofna og nýtingu sem gæti haft í för með sér eyð- ingu stofna. Að nýta sér náttúr- una byggist ekki eingöngu á því að taka eitthvað sem þú getur neytt, flutt inn í stofu, eða garð eða selt öðrum. Að nýta náttúruna byggist einnig á því að sjá og heyra órask- að lífkerfi og njóta þess að hafa það umhverfis þig og þína. Allt þetta getum við kallað náttúru- nytjar. Störfum með náttúrunni en ekki andstætt henni, þá mun okkur vel farnast. (Frá NVSV) Landsmálafélagið Vörður HLUTAVELTA Landsmálafélagiö Vöröur heldur hlutaveltu kl. 14.00 í dag, laugardaginn 4. maí, í sjálfstæö- ishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Glæsilegir vinningar, m.a. utanlandsferð. Engin núll. Landsmálafélagiö Vöröur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.