Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAf 1985 JHínrpM Útgefandi tMabíb hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Alþingi stadfestir ratsjárstöðvar Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubanda- lags, og Kolbrún Jónsdóttir, þingmaður Bandalags jafnaðar- manna, gengu fram í því að Al- þingi tók af skarið um að endur- reisa bæri ratsjárstöðvar, sem fyrrum vóru á Vestfjörðum og Norðausturlandi, og endurnýja ratsjárstöð á Suðausturlandi. Þessir þingmenn fluttu til- lögu til þingsályktunar, þess efnis, að fallið skyldi frá bygg- ingu ratsjárstövanna. Tillagan var kolfelld; fékk aðeins 15 með- atkvæði en 42 mótatkvæði. Þar með tók Alþingi af öll tvímæli um, hver er meirihlutavilji hins þjóðkjörna þings í þessu efni. Rúmlega t”eir þriðju þing- manna stendur á eindurreisn stöðvanna; aðeins fjórðungur þingheims stendur á móti. Ratsjárstöðvar þær, sem hér um ræðir, ná til svipaðs svæðis og lögsaga okkar spannar; eru nokkurs konar sjónaukar í ís- lenzkri lögsögu. Þær eru hluti af því varnar- og öryggiseftir- liti, sem Atlantshafsbandalagið heldur uppi, en auka jafnframt á öryggi íslenzkra loft- og sjó- farenda. Þær gagnast og örygg- isgæzlu flugumsjónarsvæðis, sem við íslendingar önnumst í þágu alþjóðaflugs. Þær koma öllum vel — og engum illa, sem hér fer um garð eða hingað kemur með friði. Fjöldi hliðstæðra ratsjár- stöðva er um víða veröld. Meðal annars eru stöðvar í Finnlandi og Svíþjóð, sem hafa sjónsvið inn á land Sovétríkjanna, en valda engu fjaðrafoki. Rat- sjárstöðvar hér ná hinsvegar lítt út fyrir lögsögu okkar. Þær troða því engum um tær, sem fer um lögsögu okkar með vit- und og vilja heimamanna. Það kom ekki á óvart að þing- menn Alþýðubandalagsins greiddu atkvæði gegn byggingu ratsjárstöðvanna. Þeir standa enn við sama heygarðshornið þegar vestrænt varnarsamstarf á í hlut. Það kom heldur ekki á óvart þó þingmenn Kvennalista gengju á hæla og í fótspor Al- þýðubandalagsins í afstöðu til öryggismála. Ef einhver munur er á stefnu Alþýðubandalagsins og Kvennalista í öryggis- og varnarmálum, sem vart er séð- ur, þá er Kvennalistinn „sov- étmegin" Alþýðubandalagsins í þeim efnum. Enginn kjósandi, hvorki kona né karl, sem er fylgjandi aðild íslands að Atl- antshafsbandalaginu og varn- arsamningnum við Bandaríkin getur fylgt Kvennalistanum að málum. Það sem kom máske helzt á óvart var, að þrír framsókn- armenn og einn þingmaður Bandalags jafnaðarmanna héngju í hala Alþýðubandalags- ins í ratsjárstöðvamálinu. Það kom einnig á óvart að eini þing- maður Framsóknarflokksins á höfuðborgarsvæðinu, Haraldur Ólafsson, sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Þá kom ekki sízt á óvart að greinargerðir for- manns Framsóknarflokksins, Steingríms Hermannssonar, og formanns þingflokks framsókn- armanna, Páls Péturssonar, vóru á öndverðum meiði í öllum meginatriðum. Framsóknar- flokkurinn er greinilega „opinn í báða enda“ sem fyrr. Bandalag jafnaðarmanna ekki síður. Steingrímur J. Sigfússon og Kolbrún Jónsdóttir höfðu vissu- lega erindi sem erfiði með málatilbúnaði sínum. Vilji Al- þingis liggur nú fyrir, ótvíræð- ur: ratsjárstöðvarnar ber að reisa. Verður hafist handa við framkvæmdir nú í sumar. Und- ir forystu Geirs Hallgrímsson- ar, utanríkisráðherra, hefur verið skynsamlega staðið að öll- um undirbúningi. Ótvíræð póli- tísk heimild liggur nú fyrir, skýrari en oftast áður þegar í slíkar framkvæmdir hefur verið ráðist. Texti á myndböndum Við íslendingar gerum flest að deiluefnum. Dægur- þrasið dafnar vel í þjóðgarði okkar. Á stórum stundum, svo sem þá lýðveldið var stofnað, stöndum við þó saman sem órofa heild. Þegar vá ber að dyrum einstakra byggða, t.d. af völdum náttúruhamfara, þá er þjóðin sem heild sjálfskipaður tryggingaraðili. Gosið í Heima- ey og snjóflóð í Norðfirði tala skýru máli þar um. Enga sameign eigum við dýrmætari en tunguna. Tungan, sagan og landið hnýta okkur saman sem þjóð, þrátt fyrir „Sturlungaaldir" fyrr og síðar. Islenzk tunga hefur staðið sitt hvað af sér í tímans rás. En máske er sótt að henni úr fleiri áttum nú en nokkru sinni. Hér verður aðeins vikið að einum þætti, en mikilvægum. Þýddur texti sjónvarpsmynda og þýddur texti á myndböndum blasa við augum, yngri sem eldri, á flestum heimilum lands- ins, flesta daga ársins. Það er mjög miklvægt að þessi texti, sem daglega blasir við sjónum, sé vandaður, tungunni trúr. Nafn þýðanda þarf að koma fram á hverju myndbandi, ekki sízt til aðhalds. Hér er stórt „smámál" á ferð, sem þjóðin þarf að fylgja eftir af einurð og festu. fttordhftffnfin Umsjónarmaður Gísli Jónsson 285. þáttur Víkingur Guðmundsson á Akureyri hefur orðið enn um sinn: „íþróttafréttamaður sjón- varps: „Leiknum var fram- lengt." Annar íþróttafrétta- maður: „Vörninni tókst að bægja hættunni frá.“ Boltan- um var ekki bægt frá, heldur hættunni. Og þetta var marg- endurtekið. Börn læra málið af því að það er fyrir þeim haft. En gott mál talar enginn nema hann hugsi um hvað hann ætlar að segja. Það er ekki hægt að snúa öllu við og segja svo, þú veist hvað ég á við. Fréttamað- ur spyr: „Áttu von á að síldar- verkun stöðvist?“ Annar: „Áttu von á verkfalli?" Sigurð- ur G. Tómasson sagði í þætti um íslenskt mál að fólk ætti von á uppsögn. Það má segja að þetta séu ekki háleitar von- ir. í útvarpi var þess getið að væntanlega yrði stórhríð. Það getur svo sem komið sér vel að vera veðurtepptur. Þá er það sögnin að forða. Menn virðast eiga erfitt með að nota hana rétt. Um daginn var sagt frá batnandi veðri í Bandaríkjunum með þessum orðum: „En batinn kom of seint til að forða uppskeru- tjóni." Ég tel að það hefði komið sér betur fyrir þá þarna fyrir vestan, að það hefði tek- ist að forða uppskerunni held- ur en tjóninu. Það er auðvelt að prófa sögnina að forða með því að setja sögnina að bjarga í staðinn. Þar sem hún gengur ekki, gengur sögnin að forða ekki heldur. Það stríðir gegn heilbrigðri skynsemi að tala um að forða hættum, að forða áföllum, að forða slysum, að forða árekstrum. ★ Sögnin að koma virðist vera í óskaplegri ofnotkun um þessar mundir. í lélegri dönsku hefur þetta vandamál verið lengi. Léleg danska verður aldrei góð íslenska. íslenskir málhreins- unarmenn börðust gegn þessu á sínum tíma, en nú veður þetta uppi. Sögnin að koma táknar hreyfingu einhvers af sjálfs- dáðum í átt til þess sem talar. Sá sem talar getur líka komið. Ef eitthvað kemur ekki af sjálfsdáðum, er komið með það. Dauðir hlutir koma ekki. Þó finnst mönnum eðlilegt að stór fyrirtæki komi og fari. Við getum glöggvað okkur svolítið á þessu með því að bera saman sömu frétt sagða á tvo vegu. í ríkisútvarpinu var sagt í vetur: „Maðurinn var látinn, þegar hann kom á spít- alann.“ í Morgunblaðinu var sagt: „Maðurinn var látinn, þegar komið var með hann á spítalann". Til að koma í veg fyrir svona villur má prófa setninguna með því að setja sjálfur fyrir aftan koma og sjá hvort það getur gengið. í ríkis- útvarpinu er dagskráin kynnt oft á dag. Þar var vandað mál- far. Sagt var t.d.: Nú verða lesnar fréttir. Nú verða sagðar veðurfregnir. Nú verður flutt- ur þátturinn um íslenskt mál. En þetta er að breytast. Nú er sagt: Nú koma fréttirnar. Nú koma veðurfregnir. Nú kemur þátturinn ... Síðan útsend- ingar hófust frá Akureyri hef- ur glumið í eyrum setningin: „Þátturinn kemur frá Akur- eyri.“ Þátturinn er frá Akureyri. Hann er unninn þar og fluttur þaðan. Við segjum um hest: Hann er úr Skagafirði, ef hann er fæddur þar og uppalinn. En hann getur komið úr Skaga- firði hvaðan sem hann er. Sagt hefur verið í útvarpi að tiltek- inn stjórnmálamaður kæmi úr Kristilega demókrataflokkn- um. Ennfremur nýlega: „Kar- amanlis, sem kemur úr hinum hægri sinnaða lýðræðisflokki." Væntanlega eru þessir menn ekki lengur í þessum flokkum. Sá, sem kemur, er ekki lengur, þar sem hann var. Sá sem kemur, hann fer samtímis. Það er jafnrétt að segja: Nú koma fréttirnar og nú fara fréttirn- ar, nú fer þátturinn og nú kemur þátturinn. ■k Síðan farið var að rækta lax í eldisstöðvum, varð til ný að- ferð við nýtingu hans. Menn töldu sig ekki vera að veiða lax og veigruðu sér við að tala um að drepa svo og svo mörg tonn af laxi. Þá var gripið til dönsk- unnar: „Slagte“. Orðið var svo íslenskað í hvelli, slátra. Síðan hefur löxum verið slátrað. En hvað gera þeir við slátrin? Á íslensku heitir að slátra sú athöfn, þegar kindum og kúm er lógað og tekin af þeim slátur. Þegar farið var að hirða hrossakjöt og innmat úr hrossum, var farið að tala um hrossaslátrun. Áður hét það að fella hross. Hefur nokkur heyrt talað um að slátra hund- um og köttum? Þeim er fargað. Ef menn vilja ekki drepa lax- ana sína, ættu þeir að lóga þeim og gera svo að þeim eins og öðrum fiski. Það er góð ís- lenska og særir ekki málkennd nokkurs manns. Kæri Gísli. Þú sérð að mér liggur ýmislegt á hjarta. Ég hef þá trú að leiðréttingar séu öllum hollar. Mér þykir alltaf vænt um, þegar mér er bent á villur sem ég geri, þó ég viður- kenni að það geri fáir aðrir en konan mín. Málfar verður að leiðrétta, ef við ætlum að varð- veita þá tungu sem við höfum talað og reist tilveru okkar á. Vertu svo blessaður að sinni.“ ★ Við þetta langa og góða bréf bætti Víkingur klippu héðan úr blaðinu. Fyrirsögn á íþróttasíðu var svo: Sigurinn hefði getað lent báðum megin, og Víkingur gerði svofellda athugasemd: „Ja, þú veist hvað ég meina!" Auðvitað gat sigurinn ekki lent báðum megin í einum og sama kappleik, en ég þykist vita hvað maðurinn meinar. Svo lítill munur hefur verið á frammistöðu liðanna, að þess vegna hefði sigurinn getað fallið hvoru um sig í skaut. Annars þakka ég Víkingi Guðmundssyni enn, ekki síst viðhorfið og viðleitnina. Það er mikil hressing að fá slík bréf frá lítt skólagengnum alþýðu- mönnum. íslensk alþýða hefur á hverri tíð mótað og mælt tunguna sem við tölum. Þar hafa menn viðmiðun, þegar kveða skal upp dóm um rétt eða rangt íslenskt mál. En við, sem höfum lagt stund á þá fræðigrein er um málið fjallar, erum auðvitað skyldir til að láta í té leiðbeiningar eftir bestu vitund, og úrskurð, ef svo ber undir. ★ Gaman væri að fleiri lesend- ur létu í ljósi álit sitt á þeim efnum sem Víkingur fjallaði um. Ég er honum sammála í flestu. Sumstaðar er afstaða mín kannski ekki eins afdrátt- arlaus, en einkum vil ég taka undir með honum um sögnina að koma og misnotkun sagnar- innar að slátra í sambandi við fiskeldið, og ekki þykir mér betra, þegar talað er um að skera niður eldisseiði. Um við- tengingarhátt eða framsögu- hátt í fallsetningum og skil- yrðissetningum vísa ég til þess sem ég sagði í næstsíðasta þætti, þótt lítið gagn kunni að vera í þeim vangaveltum. í staðinn fyrir rangnotkun sagnarinnar að forða með þágufalli mætti oft grípa til miðmyndarinnar forðast með þolfalli. í stað þess að forða hættum, slysum, tjóni o.s.frv. getum við forðast allt þetta: Hættuna, slysin og tjónið, og þannig áfram. ★ Skelfilegur ofvöxtur virðist mér nú færast í orðasamband- ið „xxxxxlega séð“, sbr. e. „from a xxxxx point of view“. Þannig mátti heyra í viðtölum í fjölmiðlum ríkisins, að stein- ullin (í gróðurhúsum) hefði komið vel út uppskerulega séð og enn annað var pípulagninga- lega séð (from a plumming point of view!). Er þetta ekki of mikið af því góða? Byggingaverktakar Keflavíkur hf.: Byggja 50—60 herbergja hótel ÁÆTLAÐ er að framkvæmdir hefjist í sumar við byggingu skrifstofu- og verslunarhús- næðis, auk hótels, á vegum Byggingaverktaka Keflavíkur hf., á Hafnargötu 57a—59 í Keflavík. Að sögn Jóns H. Jónsson- ar, framkvæmdastjóra Bygg- ingaverktaka Keflavíkur hf., verður byggingin 5700 m2 og byggð í þremur áföngum. Verður byggingin að hluta á einni hæð, og að hluta á tveimur hæðum og að hluta á fjórum hæðum, en hótelið verður í þeim hluta. í hótel- inu verða alls 50 til 60 her- bergi. Verður byggingin reist á Hafnargötu 57a—59, þar sem Hraðfrystihús ólafs Lárussonar stendur og á auðri lóð á horni Hafnargötu og Vatnsvegar. í júní verður byrjað að rífa húsin sem standa á lóðinni og fram- kvæmdir hefjast svo í sumar. Stefnt er að því að byggingin verði fokheld á næsta ári. E.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.