Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 36
36 MORGLTNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985__- _________ Skel í Breiðafirði: Frekari rann- sókna þörf Bláa lónið við Grindavík Nýting jarðhita í heiisubótaskyni: Hveravatn, hvera- leir og ölkelduvatn — ónýttir möguleikar hér á landi, segir í tillögu til þingsályktunar „Alþingi skorar á rfkis- stjórnina að láta gera áætlun um það á hvern hátt jarðhiti og hveravatn verði bezt nýtt hér á iandi í heilsubótar- skyni. Jafnframt verði kann- að á hvaða stöðum helzt komi til greina að reisa AlÞinOI heilsubótarstöðvar er byggi starfsemi sína á jarðhita og hver sé rekstrargrundvöllur slíkra stöðva.“ Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar sem fjórir þing- menn Sjálfstæðisflokks, Gunn- ar G. Schram, Eggert Haukdal, Friðjón Þórðarson og Birgir ísl. Gunnarsson, hafa lagt fram. í greinargerð kemur m.a. fram að tæplega 33% af jarð- varma, sem nýttur er í heimin- um, fari í raforkuframleiðslu. Svipað magn fer til heilsurækt- ar og ferðamála. Á því sviði er verðmætasköpun varmans langmest, rúmlega 50%. Ekki fari á milli mála að hér séu miklir möguleikar ónýttir hér á landi. „Að áliti flutningsmanna er löngu orðið tímabært hér á landi að hafizt verði handa um byggingu alhliða heilsubótar- stöðva þar sem nýttur væri jarðvarmi, hveravatn, hveraleir og ölkelduvatn." — sagði Sturla Böðvarsson Sturla Boðvarsson (S) sagdi ný- lega á þingi aö sjávarútvegsráðherra heföi tekiö ákvörðun um að auka aflamaark á hörpudiski úr Breiða- flrði úr 11 þúsund tonnum í 12 þús- und, þrátt fyrir tillögur Hafrann- sóknastofnunar um óbreytt afla- mark og viðvaranir fiskifræðinga og reyndra sjómanna. Sturla minnti á reynslu þjóðarinnar af ofveiði síldar og þorsks og offjárfestingu í sjávar- útvegi. Hann kvað nákvæmar rann- sóknir á nytjastofnum nauðsynlegar, ekki sízt þegar sóknin er aukin, samhliða þróun í veiðitækni og auk- inni afkastagetu vinnslustöðva, m.a. með nýjum stöðvum. Sturla spurði ráðherra, hvort hann hefði gert ráðstafanir til þess að hörpudisks- miðin í Breiðafiröi verði rannsökuð eftir að aflamark á hörpudiski var aukið á þessu ári. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, kvað veiðsvæði hörpudisks í Breiðafirði fjögur. Stofnmæling, sem gerð hafi verið í ágúst 1982, hafi sýnt stofnstærð meiri en áður var talið. Meðalafli skelbáta á veiðistund væri meiri en fyrr. Þó stofnmatið 1983 og 1984 hafi sýnt 6—7% lægri tölu en 1982 var aflasamdráttur nokkru minni, eða 4—5% á veiðstund. Að öllu athuguðu hafi verið talið óhætt að halda 11 þúsund tonna aflamarki 1985. I janúar sl. var gerð þriggja daga úttekt á svæðunum á reit 1. Mörg veiðisvæði í reitnum komu illa út, önnur þokkalega. Áætlað er að fara í hörpudisksrannsóknir á Breiðafirði í júlí og aftur í ágúst. Sturla Böðvarsson, fyrirspyrj- andi, taldi fyrirætlanir um rann- sóknir ónógar, að ekki færu fram rannsóknir fyrr en á miðju sumri. Hann kvatti eindregið til skjótari viðbragða og víðtækari rannsókna á hörpudiski, kúfiski og ýmsum krabbadýrum. Hvað ungur nemur gamall temur. Fjárhagslegur stuðningur við tónlistarskóla: Sextíu tónlistarskólar með 8.500 nemendum Menntamálaráöherra leggur fram frumvarp um tónlistarskóla Hér á landi eru starfandi 60 tónlistarskólar með 8.500 nem- endum. Árið 1975, þegar sett vóru lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, vóru hér 38 slíkir skólar með 3.500 nemendum. Framlög hins opinbera til tónlist- arskóla hafa þrefaldast að raun- gildi á þessum tíma. Framan- greindar tölur koma fram í grein- argerð með nýju frumvarpi um þetta efni, sem Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra lagði fram á Alþingi sl. fimmtudag. Þótt reynslan af gildandi löggjöf sé á margan máta já- Síutíar þingfréttir Þingsköp og þróunarfélag — Nýskipan í fiskeldismálum Bragi Mikaelsson, Kópavogi, tók í vikunni sæti á Alþingi í fjarveru Matthíasar Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, sem er erlendis. Bragi er annar varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjaneskjör- dæmi. Kristjana Milla Thorsteins- son, fyrri varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins í kjördærainu, er er- lendis og gat því ekki mætt til þings. Þingsköp og þróunarfélag Fundir vóru í báðumþingdeild- um í gær, fimmtudag. f efri deild fór fram önnur umræða um frumvarp þingforseta um þing- sköp Alþingis, sem Morgunblaðið hefur gert ýtarlega grein fyrir, m.a. með birtingu framsögu Þorvaldar Garðars Kristjánsson- ar, forseta Sameinaðs þings. I neðri deild var framhaldið fyrstu umræðu um þrjú stjórnar- Bragi Mikaelsson frumvörp: 1) Nýsköpun í atvinnu- lífinu, 2) Byggðastofnun og 3) Framkvæmdasjóð. Meðal annars var rætt um breytingartillögu frá Sigfúsi Steingrímssyni, þess efn- is, að væntanlegt þróunarfélag til stuðnings nýsköpun atvinnulífs- ins verði staðsett á Akureyri. Forsætisráðherra kvað strjál- býlisfólk, t.d. á Vestfjörðum eða Suðausturlandi sízt, eiga auðveld- ara með að rækja erindi á Akur- eyri en í Reykjavík, hvar menn gætu oft sameinað mörg erindi í einni ferð. Hann kvaðst þó fylgj- andi flutningi stofnana út á land. Að sínu mati færi þó betur á því að staðsetja Byggðastofnun en þróunarfélag á Akureyri, ef til slíks kæmi. Fiskeldisnefnd KJARTAN JÓHANNSSON o.fl. þingmenn Alþýðuflokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í fiskeldismálum. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því: • Að sett verði á fót sérstök fisk- eldisnefnd, sem verði vettvangur samráðs og ráðgjafar í fiskeld- ismálum. • Veitt verði heimild fyrir tveimur nýjum stöðugildum við Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði á Keldum við rannsóknir á fisksjúkdómum. • Fiskeldi ríkisins í Kollafirði verði breytt í rannsóknarstöð í fiskeldi. • Kennslu í fiskeldi verði komið á fót við Háskóla íslands og námsbraut í fiskeldi í Reykjavík eða nágrenni. • Fyrir næsta löggjafarþing verði lagt fram frumvarp um skipan fiskeldismála. Tillagan nær til fleiri þátta er nú vóru taldir. kvæð hafa nokkrir annmarkar komið í ljós: • Lítil takmörk eru sett fyrir því, hve marga tónlistarskóla er unnt að stofna með kröfurétt á ríki og viðkomandi sveitarfélag. • Skilyrðislaus ákvæði eru þess efnis að skólastjórar og kennar- ar verði starfsmenn sveitarfé- laga, án þess að sveitarfélög eigi aðild að stofnun skóla. • Takmörkuð eru áhrif hins opinbera á námsframboð og kennslumagn en greiðsluskylda þeirra næstum ótakmörkuð. • Ákvæði skortir sem tryggi gæði kennslu og námseftirlit. • Réttarstaða kennara og aðild að kjarasamningum er óviss. Nefnd, sem vann að samningu nýs frumvarps í ljósi tiltækrar reynslu, skilaði áliti fyrir all- löngu. í tengslum við nýlegar viðræður ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu þessara aðila var mál þetta tekið upp á ný. Niðurstaða þeirra umræðna leiddi til þess að frumvarpið er nú lagt fram. Fyrsti kafli frumvarpsins fjallar um stofnun tónlistar- skóla, hver séu skilyrði til stofn- unar, hverjir séu stofnaðilar og hvernig skuli farið með stofn- kostnað. Annar kafli fjallar um rekstur tónlistarskóla, greiðslu- skyldu hins opinbera, endur- greiðslu rekstrarkostnaðar, gerð kennsluáætlana, kjarasamninga kennara, réttindamál þeirra o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.