Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 36

Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 36
36 MORGLTNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985__- _________ Skel í Breiðafirði: Frekari rann- sókna þörf Bláa lónið við Grindavík Nýting jarðhita í heiisubótaskyni: Hveravatn, hvera- leir og ölkelduvatn — ónýttir möguleikar hér á landi, segir í tillögu til þingsályktunar „Alþingi skorar á rfkis- stjórnina að láta gera áætlun um það á hvern hátt jarðhiti og hveravatn verði bezt nýtt hér á iandi í heilsubótar- skyni. Jafnframt verði kann- að á hvaða stöðum helzt komi til greina að reisa AlÞinOI heilsubótarstöðvar er byggi starfsemi sína á jarðhita og hver sé rekstrargrundvöllur slíkra stöðva.“ Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar sem fjórir þing- menn Sjálfstæðisflokks, Gunn- ar G. Schram, Eggert Haukdal, Friðjón Þórðarson og Birgir ísl. Gunnarsson, hafa lagt fram. í greinargerð kemur m.a. fram að tæplega 33% af jarð- varma, sem nýttur er í heimin- um, fari í raforkuframleiðslu. Svipað magn fer til heilsurækt- ar og ferðamála. Á því sviði er verðmætasköpun varmans langmest, rúmlega 50%. Ekki fari á milli mála að hér séu miklir möguleikar ónýttir hér á landi. „Að áliti flutningsmanna er löngu orðið tímabært hér á landi að hafizt verði handa um byggingu alhliða heilsubótar- stöðva þar sem nýttur væri jarðvarmi, hveravatn, hveraleir og ölkelduvatn." — sagði Sturla Böðvarsson Sturla Boðvarsson (S) sagdi ný- lega á þingi aö sjávarútvegsráðherra heföi tekiö ákvörðun um að auka aflamaark á hörpudiski úr Breiða- flrði úr 11 þúsund tonnum í 12 þús- und, þrátt fyrir tillögur Hafrann- sóknastofnunar um óbreytt afla- mark og viðvaranir fiskifræðinga og reyndra sjómanna. Sturla minnti á reynslu þjóðarinnar af ofveiði síldar og þorsks og offjárfestingu í sjávar- útvegi. Hann kvað nákvæmar rann- sóknir á nytjastofnum nauðsynlegar, ekki sízt þegar sóknin er aukin, samhliða þróun í veiðitækni og auk- inni afkastagetu vinnslustöðva, m.a. með nýjum stöðvum. Sturla spurði ráðherra, hvort hann hefði gert ráðstafanir til þess að hörpudisks- miðin í Breiðafiröi verði rannsökuð eftir að aflamark á hörpudiski var aukið á þessu ári. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, kvað veiðsvæði hörpudisks í Breiðafirði fjögur. Stofnmæling, sem gerð hafi verið í ágúst 1982, hafi sýnt stofnstærð meiri en áður var talið. Meðalafli skelbáta á veiðistund væri meiri en fyrr. Þó stofnmatið 1983 og 1984 hafi sýnt 6—7% lægri tölu en 1982 var aflasamdráttur nokkru minni, eða 4—5% á veiðstund. Að öllu athuguðu hafi verið talið óhætt að halda 11 þúsund tonna aflamarki 1985. I janúar sl. var gerð þriggja daga úttekt á svæðunum á reit 1. Mörg veiðisvæði í reitnum komu illa út, önnur þokkalega. Áætlað er að fara í hörpudisksrannsóknir á Breiðafirði í júlí og aftur í ágúst. Sturla Böðvarsson, fyrirspyrj- andi, taldi fyrirætlanir um rann- sóknir ónógar, að ekki færu fram rannsóknir fyrr en á miðju sumri. Hann kvatti eindregið til skjótari viðbragða og víðtækari rannsókna á hörpudiski, kúfiski og ýmsum krabbadýrum. Hvað ungur nemur gamall temur. Fjárhagslegur stuðningur við tónlistarskóla: Sextíu tónlistarskólar með 8.500 nemendum Menntamálaráöherra leggur fram frumvarp um tónlistarskóla Hér á landi eru starfandi 60 tónlistarskólar með 8.500 nem- endum. Árið 1975, þegar sett vóru lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, vóru hér 38 slíkir skólar með 3.500 nemendum. Framlög hins opinbera til tónlist- arskóla hafa þrefaldast að raun- gildi á þessum tíma. Framan- greindar tölur koma fram í grein- argerð með nýju frumvarpi um þetta efni, sem Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra lagði fram á Alþingi sl. fimmtudag. Þótt reynslan af gildandi löggjöf sé á margan máta já- Síutíar þingfréttir Þingsköp og þróunarfélag — Nýskipan í fiskeldismálum Bragi Mikaelsson, Kópavogi, tók í vikunni sæti á Alþingi í fjarveru Matthíasar Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, sem er erlendis. Bragi er annar varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjaneskjör- dæmi. Kristjana Milla Thorsteins- son, fyrri varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins í kjördærainu, er er- lendis og gat því ekki mætt til þings. Þingsköp og þróunarfélag Fundir vóru í báðumþingdeild- um í gær, fimmtudag. f efri deild fór fram önnur umræða um frumvarp þingforseta um þing- sköp Alþingis, sem Morgunblaðið hefur gert ýtarlega grein fyrir, m.a. með birtingu framsögu Þorvaldar Garðars Kristjánsson- ar, forseta Sameinaðs þings. I neðri deild var framhaldið fyrstu umræðu um þrjú stjórnar- Bragi Mikaelsson frumvörp: 1) Nýsköpun í atvinnu- lífinu, 2) Byggðastofnun og 3) Framkvæmdasjóð. Meðal annars var rætt um breytingartillögu frá Sigfúsi Steingrímssyni, þess efn- is, að væntanlegt þróunarfélag til stuðnings nýsköpun atvinnulífs- ins verði staðsett á Akureyri. Forsætisráðherra kvað strjál- býlisfólk, t.d. á Vestfjörðum eða Suðausturlandi sízt, eiga auðveld- ara með að rækja erindi á Akur- eyri en í Reykjavík, hvar menn gætu oft sameinað mörg erindi í einni ferð. Hann kvaðst þó fylgj- andi flutningi stofnana út á land. Að sínu mati færi þó betur á því að staðsetja Byggðastofnun en þróunarfélag á Akureyri, ef til slíks kæmi. Fiskeldisnefnd KJARTAN JÓHANNSSON o.fl. þingmenn Alþýðuflokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í fiskeldismálum. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því: • Að sett verði á fót sérstök fisk- eldisnefnd, sem verði vettvangur samráðs og ráðgjafar í fiskeld- ismálum. • Veitt verði heimild fyrir tveimur nýjum stöðugildum við Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði á Keldum við rannsóknir á fisksjúkdómum. • Fiskeldi ríkisins í Kollafirði verði breytt í rannsóknarstöð í fiskeldi. • Kennslu í fiskeldi verði komið á fót við Háskóla íslands og námsbraut í fiskeldi í Reykjavík eða nágrenni. • Fyrir næsta löggjafarþing verði lagt fram frumvarp um skipan fiskeldismála. Tillagan nær til fleiri þátta er nú vóru taldir. kvæð hafa nokkrir annmarkar komið í ljós: • Lítil takmörk eru sett fyrir því, hve marga tónlistarskóla er unnt að stofna með kröfurétt á ríki og viðkomandi sveitarfélag. • Skilyrðislaus ákvæði eru þess efnis að skólastjórar og kennar- ar verði starfsmenn sveitarfé- laga, án þess að sveitarfélög eigi aðild að stofnun skóla. • Takmörkuð eru áhrif hins opinbera á námsframboð og kennslumagn en greiðsluskylda þeirra næstum ótakmörkuð. • Ákvæði skortir sem tryggi gæði kennslu og námseftirlit. • Réttarstaða kennara og aðild að kjarasamningum er óviss. Nefnd, sem vann að samningu nýs frumvarps í ljósi tiltækrar reynslu, skilaði áliti fyrir all- löngu. í tengslum við nýlegar viðræður ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu þessara aðila var mál þetta tekið upp á ný. Niðurstaða þeirra umræðna leiddi til þess að frumvarpið er nú lagt fram. Fyrsti kafli frumvarpsins fjallar um stofnun tónlistar- skóla, hver séu skilyrði til stofn- unar, hverjir séu stofnaðilar og hvernig skuli farið með stofn- kostnað. Annar kafli fjallar um rekstur tónlistarskóla, greiðslu- skyldu hins opinbera, endur- greiðslu rekstrarkostnaðar, gerð kennsluáætlana, kjarasamninga kennara, réttindamál þeirra o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.