Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 64
KEILUSALURINN OPINN 9.00-02.00 wgtuiÞIftfrtfe LE. BTT NORT AliS SUtÐAR LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Fiskaflinn á síðasta ári: 83 % aukning frá árinu áður — Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst um 25% HEILDARAFLI landsmanna á síðasta ári varð rúmlega ein og hálf milljón lesta og var það þriðja bezta aflaár sögunnar. Aukning aflans frá árinu áður nemur 83%. Aflaverðmæti upp úr sjó nam 8 milijörðum og 842 milljónum króna og verð- mætaaukning frá árinu áður 44%. Útflutningur sjávarafurða nam árið 1984 489.120 lestum á móti 336.420 lestum árið áður og jókst um 45,4%. Verðmæti útfluttra sjvarafurða var 16,3 milljarðar á móti 13 milljörðum árið áður eða 25,4% meira. Upplýsingar þessar koma fram í endanlegum útreikningum Fiski- félags fslands. Þar kemur fram í tegundaskiptingu fiskaflans upp úr sjó, að þorskafli varð 281.481 lest, minnkaði um 4% en verð- mæti jukust um 30%. Ýsuaflinn varð 47.216 lestir, minnkaði um 26% en verðmæti jukust um 3%. Ufsa- og grálúðuafli jókst lítil- lega. Afli karfa, iöngu, blálöngu, steinbít og síld dróst nokkuð sam- an, en jókst af lúðu, skarkola og grálúðu. Loðnuafli á síðasta ári varð 864.821 lest á móti 133.478 lestum árið áður. Verðmæti þorsk- aflans á siðasta ári nam rúmlega 2,7 milljörðum króna, verðmæti karfaaflans var tæpur milljarður og ýsuaflans rúmur hálfur millj- Útvarpsstöðvar í BSRB-verkfalIi: Aðstandendur sex útvarps- stöðva ákærðir — fjórar til viðbótar í rannsókn GERT ER ráð fyrir að rannsókn á starfsemi fjögurra útvarps- stöðva í verkfalli BSRB sl. haust Ijúki á næstunni og að málin verði send embætti ríkissak- sóknara til frekari meðferðar. Þær útvarpsstöðvar voru starfræktar um tíma í Kópa- vogi, í Mývatnssveit, á Siglu- firði og í Vestmannaeyjum, að því er Jónatan Sveinsson sak- sóknari sagði í samtali við Mbl. Þegar hafa verið gefnar út ákærur á hendur forráða- mönnum sex útvarpsstöðva, sem starfræktar voru í verk- fallinu. Það eru Fréttaútvarp starfsmanna og eigenda Frjálsrar fjölmiðlunar hf., Frjálst útvarp ungra sjálf- stæðismanna og útvarp Einars Gunnars Einarssonar, allar í Reykjavík; ísafjarðarútvarpið á Isafirði og tvær stöðvar á Akureyri, útvarp blaðsins Dags og lítil stöð einstaklings. Enginn dómur hefur enn fallið í þessum málum en gera má ráð fyrir að þess verði ekki langt að bíða úr þessu. Avísanahefti hækka um 46 % BANKAF og sparisjóðir hafa hækkað verð a ávísanaheftum og kosta þau nú 95 krónur, en kostuðu áður 65 krónur. Hækk- unin nemur 46,2%. arður. Aflaverðmæti annarra teg- unda var talsvert minna. Rækju- afli jókst milli áranna 1984 og 1983 um 87% og að verðmætum um 125%. Á síðasta ári fóru 821.581 lest í mjöl- og lýsisvinnslu, 423.217 f frystingu, 148.691 í söltun, 102.786 lestir voru seldar ferskar erlendis og 21.169 lestir voru hertar. Út- flutningsverðmæti frystra afurða nam tæpum 9 milljörðum króna, saltaðra rúmum 3, ísaðra og ferskra rúmum einum, hertra tæpum hálfum, mjöls og lýsis tæpum 3 og niðursoðinna afurða tæplega hálfum milljarði króna. Á síðasta ári var verðmæti útfluttra sjávarafurða til Bandaríkjanna 5,7 milljarðar króna, til Bretlands 2,3, til Sovétríkjanna 1,5, til Vestur-Þýzkalands 1,3 og einn milljarður til Portúgal. Mjög hefur dregið úr afla er- lendra ríkja innan fiskveiðilög- sögu íslands. Á síðasta ári veiddu Færeyingar hér 8.541 lest, 16.779 lestir 1983 og 22.094 1982. Afli Norðmanna var í fyrra 468 lestir, 1.424 lestir 1983 og 1.977 árið 1982. Afli Belga á síðasta ári nam 1.522 lestum, 1.369 árið 1983 og 1.307 lestum 1982. Þannig hefur heildar- afli erlendra þjóða hér við land minnkað úr 25.378 lestum niður í 10.549 á árunum 1982 til 1984. Faðir og sonur William Lombardy í þungum þönkum yfir skák með soninn Raymond á herðunum. Myndina tók Louise Lombardy, eiginkona skákmeistarans. Fréttir um úrslitin í alþjóðlega skákmótinu í Borgarnesi eru á bls. 2. Margir fá olíustyrki en kynda ekki með olíu — Framkvæmd olíustyrkjanna ólíðandi subbuskapur, segir iðnaðarráðherra SVO VIRÐIST sem fjöldi þeirra sem þiggja olíustyrki víðs- vegar um landið, kyndi hús sín annaö hvort með rafmagni, sem er niðurgreitt, eða heitu vatni. Þetta kom fram á Alþingi í gær þar sem umræða fór fram um frumvarp um breytingu á lögum um jöfnun og lækkun hitunarkostnaðar. I»að var Sverrir Hermannsson iönaðarráöherra sem mælti fyrir frum- varpinu, en frumvarpið er borið fram af Matthíasi A. Mathie- sen viðskiptaráðherra, sem nú er staddur erlendis. Frumvarp- iö gerir ráð fyrir því að greiðsla olíustyrkja, sem iðnaðar- ráðherra sagði „ólíðandi subbuskap“ heyri einungis undir iðnaðarráðuneyti, en ekki viðskipta- og iðnaðarráðuneyti. eins og nú háttar til. Iðnaðarráðherra greind frá þvi að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefði 108 hreytt úr olíu yfir i rafhitun og 126 lárí hefðu alls verið veitt tii siíkra breytinga. Hins vegar væri það byggja manna að verulega fleiri hefðu breytt úr olíu yfir rafhit- un. an þess aö ieita eftir iánum tit framkvæmdanna. Vitnaði Sverrir • bréf serr honum hefur boríst frá Helgu Þórðardóttur í Skagafirði i þessu sambandi, en þar segir m.a/ „Mig langar að vita hvort eftirlit er haft með því að réttir aðilar fái styrkinn. (olíustyrkinn - innskot blm.) Ástæðan fyrir spurningu minni er sú að þegar ég las listann um styrkþega hér í Lýtingsstaða- hreppi ofbauð mér hve margir sem hita hús sín með rafmagni eða heitu vatni þiggja olíustyrk. 50 milljónir króna eru á fjárlög- um til þess að borga þessu fólki olíustyrki og framkvæmdin með þeim hörmungum aö hér er það staðfest að ■' Lýtingsstaðahreppi einun er fjöid" manna sem þiggia olíust.yrk en hita hús sír annað t.veggja með rafmagni eða heitu vatni.“ Sverrír sagði m.a. í umræð- unni i gær: „Ég er sannfærður um að framkvæmd oiíustyrkj- anna er subbuskapur, ólíðandi subbuskapur og fyrir það ætla ég að setja fót. Ef þessi lög ná fram að ganga, þá er það ákvör- ðun mín, að þeim sem þiggja olíustyrk verði tilkynnt til að mynda að frá og með 1. október eða 1. nóvember nk. verði olíu- styrkur aflagður ef viðkomandi á tök á því að fá innlendan orkugjafa." I umræðunni sem Hjörleifur Guttormsson og Ölatur Þ. Þórð- arson tóku einnig þáti i, kom fram að erfitt hefur reynst að fá uppiýsingar fra embættis- mönnum viðskiptaráðuneytisins um tillögun þessa styrkjakerfis. Sagðisr Hjörleifur hafa marg- reynt að fá upplýsíngar þar að lútandi frá viðskiptaráðunejt,- inu og í sama streng tók Sverrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.