Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 64
KEILUSALURINN
OPINN 9.00-02.00
wgtuiÞIftfrtfe LE.
BTT NORT AliS SUtÐAR
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Fiskaflinn á síðasta ári:
83 % aukning
frá árinu áður
— Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst um 25%
HEILDARAFLI landsmanna á síðasta ári varð rúmlega ein
og hálf milljón lesta og var það þriðja bezta aflaár sögunnar.
Aukning aflans frá árinu áður nemur 83%. Aflaverðmæti upp
úr sjó nam 8 milijörðum og 842 milljónum króna og verð-
mætaaukning frá árinu áður 44%. Útflutningur sjávarafurða
nam árið 1984 489.120 lestum á móti 336.420 lestum árið áður
og jókst um 45,4%. Verðmæti útfluttra sjvarafurða var 16,3
milljarðar á móti 13 milljörðum árið áður eða 25,4% meira.
Upplýsingar þessar koma fram í
endanlegum útreikningum Fiski-
félags fslands. Þar kemur fram í
tegundaskiptingu fiskaflans upp
úr sjó, að þorskafli varð 281.481
lest, minnkaði um 4% en verð-
mæti jukust um 30%. Ýsuaflinn
varð 47.216 lestir, minnkaði um
26% en verðmæti jukust um 3%.
Ufsa- og grálúðuafli jókst lítil-
lega. Afli karfa, iöngu, blálöngu,
steinbít og síld dróst nokkuð sam-
an, en jókst af lúðu, skarkola og
grálúðu. Loðnuafli á síðasta ári
varð 864.821 lest á móti 133.478
lestum árið áður. Verðmæti þorsk-
aflans á siðasta ári nam rúmlega
2,7 milljörðum króna, verðmæti
karfaaflans var tæpur milljarður
og ýsuaflans rúmur hálfur millj-
Útvarpsstöðvar í
BSRB-verkfalIi:
Aðstandendur
sex útvarps-
stöðva ákærðir
— fjórar til viðbótar
í rannsókn
GERT ER ráð fyrir að rannsókn
á starfsemi fjögurra útvarps-
stöðva í verkfalli BSRB sl. haust
Ijúki á næstunni og að málin
verði send embætti ríkissak-
sóknara til frekari meðferðar.
Þær útvarpsstöðvar voru
starfræktar um tíma í Kópa-
vogi, í Mývatnssveit, á Siglu-
firði og í Vestmannaeyjum, að
því er Jónatan Sveinsson sak-
sóknari sagði í samtali við Mbl.
Þegar hafa verið gefnar út
ákærur á hendur forráða-
mönnum sex útvarpsstöðva,
sem starfræktar voru í verk-
fallinu. Það eru Fréttaútvarp
starfsmanna og eigenda
Frjálsrar fjölmiðlunar hf.,
Frjálst útvarp ungra sjálf-
stæðismanna og útvarp Einars
Gunnars Einarssonar, allar í
Reykjavík; ísafjarðarútvarpið
á Isafirði og tvær stöðvar á
Akureyri, útvarp blaðsins
Dags og lítil stöð einstaklings.
Enginn dómur hefur enn
fallið í þessum málum en gera
má ráð fyrir að þess verði ekki
langt að bíða úr þessu.
Avísanahefti
hækka um 46 %
BANKAF og sparisjóðir hafa
hækkað verð a ávísanaheftum
og kosta þau nú 95 krónur, en
kostuðu áður 65 krónur. Hækk-
unin nemur 46,2%.
arður. Aflaverðmæti annarra teg-
unda var talsvert minna. Rækju-
afli jókst milli áranna 1984 og
1983 um 87% og að verðmætum
um 125%.
Á síðasta ári fóru 821.581 lest í
mjöl- og lýsisvinnslu, 423.217 f
frystingu, 148.691 í söltun, 102.786
lestir voru seldar ferskar erlendis
og 21.169 lestir voru hertar. Út-
flutningsverðmæti frystra afurða
nam tæpum 9 milljörðum króna,
saltaðra rúmum 3, ísaðra og
ferskra rúmum einum, hertra
tæpum hálfum, mjöls og lýsis
tæpum 3 og niðursoðinna afurða
tæplega hálfum milljarði króna. Á
síðasta ári var verðmæti útfluttra
sjávarafurða til Bandaríkjanna
5,7 milljarðar króna, til Bretlands
2,3, til Sovétríkjanna 1,5, til
Vestur-Þýzkalands 1,3 og einn
milljarður til Portúgal.
Mjög hefur dregið úr afla er-
lendra ríkja innan fiskveiðilög-
sögu íslands. Á síðasta ári veiddu
Færeyingar hér 8.541 lest, 16.779
lestir 1983 og 22.094 1982. Afli
Norðmanna var í fyrra 468 lestir,
1.424 lestir 1983 og 1.977 árið 1982.
Afli Belga á síðasta ári nam 1.522
lestum, 1.369 árið 1983 og 1.307
lestum 1982. Þannig hefur heildar-
afli erlendra þjóða hér við land
minnkað úr 25.378 lestum niður í
10.549 á árunum 1982 til 1984.
Faðir og sonur
William Lombardy í þungum þönkum yfir skák með soninn Raymond á herðunum. Myndina tók Louise
Lombardy, eiginkona skákmeistarans. Fréttir um úrslitin í alþjóðlega skákmótinu í Borgarnesi eru á bls. 2.
Margir fá olíustyrki en
kynda ekki með olíu
— Framkvæmd olíustyrkjanna ólíðandi subbuskapur, segir iðnaðarráðherra
SVO VIRÐIST sem fjöldi þeirra sem þiggja olíustyrki víðs-
vegar um landið, kyndi hús sín annaö hvort með rafmagni,
sem er niðurgreitt, eða heitu vatni. Þetta kom fram á Alþingi
í gær þar sem umræða fór fram um frumvarp um breytingu á
lögum um jöfnun og lækkun hitunarkostnaðar. I»að var
Sverrir Hermannsson iönaðarráöherra sem mælti fyrir frum-
varpinu, en frumvarpið er borið fram af Matthíasi A. Mathie-
sen viðskiptaráðherra, sem nú er staddur erlendis. Frumvarp-
iö gerir ráð fyrir því að greiðsla olíustyrkja, sem iðnaðar-
ráðherra sagði „ólíðandi subbuskap“ heyri einungis undir
iðnaðarráðuneyti, en ekki viðskipta- og iðnaðarráðuneyti.
eins og nú háttar til.
Iðnaðarráðherra greind frá
þvi að á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs hefði 108 hreytt úr
olíu yfir i rafhitun og 126 lárí
hefðu alls verið veitt tii siíkra
breytinga. Hins vegar væri það
byggja manna að verulega fleiri
hefðu breytt úr olíu yfir rafhit-
un. an þess aö ieita eftir iánum
tit framkvæmdanna. Vitnaði
Sverrir • bréf serr honum hefur
boríst frá Helgu Þórðardóttur í
Skagafirði i þessu sambandi, en
þar segir m.a/ „Mig langar að
vita hvort eftirlit er haft með
því að réttir aðilar fái styrkinn.
(olíustyrkinn - innskot blm.)
Ástæðan fyrir spurningu minni
er sú að þegar ég las listann um
styrkþega hér í Lýtingsstaða-
hreppi ofbauð mér hve margir
sem hita hús sín með rafmagni
eða heitu vatni þiggja olíustyrk.
50 milljónir króna eru á fjárlög-
um til þess að borga þessu fólki
olíustyrki og framkvæmdin með
þeim hörmungum aö hér er það
staðfest að ■' Lýtingsstaðahreppi
einun er fjöid" manna sem
þiggia olíust.yrk en hita hús sír
annað t.veggja með rafmagni eða
heitu vatni.“
Sverrír sagði m.a. í umræð-
unni i gær: „Ég er sannfærður
um að framkvæmd oiíustyrkj-
anna er subbuskapur, ólíðandi
subbuskapur og fyrir það ætla
ég að setja fót. Ef þessi lög ná
fram að ganga, þá er það ákvör-
ðun mín, að þeim sem þiggja
olíustyrk verði tilkynnt til að
mynda að frá og með 1. október
eða 1. nóvember nk. verði olíu-
styrkur aflagður ef viðkomandi
á tök á því að fá innlendan
orkugjafa."
I umræðunni sem Hjörleifur
Guttormsson og Ölatur Þ. Þórð-
arson tóku einnig þáti i, kom
fram að erfitt hefur reynst að fá
uppiýsingar fra embættis-
mönnum viðskiptaráðuneytisins
um tillögun þessa styrkjakerfis.
Sagðisr Hjörleifur hafa marg-
reynt að fá upplýsíngar þar að
lútandi frá viðskiptaráðunejt,-
inu og í sama streng tók Sverrir-