Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 1
64 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 99. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjö ríkja fundurinn í Bonn: Afdráttarlaus stuðningur við Reagan í afvopnunarmáium — En mikill ágreiningur um efnahagsmál Bonn, 3. maí. AP. Á SJÖ ríkja fundinum í Bonn var í dag lýst yfír afdráttarlausum stuðn- ingi við stefnu Reagans Bandaríkja- forseta í afvopnunarviðræðunum við Sovétríkin í Genf. f yfírlýsingu fund- arins sagði ennfremur, að leiðtogar ríkjanna sjö væru því fylgjandi, að fram færu viðræður æðstu manna til þess að leysa helstu deilumál aust- urs og vesturs. „Við fögnum því, að viðræður eru hafnar í Genf og metum mik- ils þær jákvæðu tillögur, sem Bandaríkin hafa lagt þar fram,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni, þar sem einnig var skorað á Sov- étríkin að bregðast við þessum til- lögum á „jákvæðan hátt“. Þar var hins vegar hvergi minnzt á geim- vopnaáætlun Bandaríkjamanna. Öndvert við þá miklu eindrægni, sem fram kom í stjórnmálayfir- lýsingu fundarins ríkti mikill ágreiningur á fundinum varðandi efnahagsmál. Þannig kom fram mikil andstaða af hálfu Frakka við þá tillögu Bandaríkjamanna, að ákveðinn verði tími fyrir al- þjóðaráðstefnu um aukið verzlun- arfrelsi í heiminum og frú Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði: „Við höfum ekki komizt að neinni niðurstöðu á þessu sviði.“ Engin samstaða hafði heldur náðst um tillögu Mitterrands Frakklandsforseta um alþjóða- ráðstefnu um leiðir til að auka stöðugleika helztu gjaldmiðla heims. Talsverð andstaða kom fram á fundinum við þá ákvörðun Banda- ríkjamanna að setja viðskipta- bann á Nicaragua. Var haft eftir vestur-þýzkum embættismönnum, að Bandaríkjamenn hefðu ekki farið fram á það við bandalagsrík- in í NATO, að þau styddu við- skiptabannið. í stjórnmálayfirlýsingu fundar- ins var þess minnzt, að hinn 8. maí eru liðin 40 ár frá uppgjöf þýzku nazistanna í síðari heimsstyrjöld- inni og fórnariömbum nazista vottuð virðing, hvort sem þau ættu um sárt að binda „af völdum styrjaldarinnar eða sökum harð- ýðgi, grimmdarverka eða kúgunar nazista". AP/Símamynd Þátttakendur í sjöríkja-fundinum í Bonn. Talið frá vinstri. Bettino I hiro Nakasone, forsætisráðherra Japans og Brian Mulroney, forsætis- Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, Francois Mitterrand, forseti Frakklands, ráðherra Kanada. Mynd þessi var tekin í garði Schaumburg-hallarinnar frú Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Helmut Kohl, í Bonn í gær. kanslari Vestur-Þýzkalands, Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, Yasu- | Tveimur bandarískum sendi- ráðsmönnum vísað úr Póllandi Bandarísk stjórnvöld svara með því að vísa fjórum Pólverjum úr landi Varsjá, 3. maí AP. PÓLSKA stjórnin vísaði í dag tveim- | ur bandarískum sendiráðsmönnum úr landi. Vai þeim gefíð aö sök að j hata staðió fyrii ólöglegun mét- | mælaaðgerðum 1. maí gegn stjórn I völdum Póltands. Talsmaður banda rískft sendíráðsins i Varsja vísaði þessum ásökunum i dag a bug sem „Iráleitum' Mennirnir tveir eru William Harwood, tyrsti sendiráðsrítari j Bandaríkjanna ' Varsiá, og David I Hopper, ræðismaður i Krakow. Var þeim gerl að fara frá Póllandi innan viku Talið er víst, að brottvisur þeirra eígi eftii að leiða ti' enn versnand' samskipta Bandaríkjanna og Póllands. Að- eins þríi mánuðii' eru nú iiðnir síðan hernaðarráðunauti Banda- ríkjanna 1 Varsjá, Frederick Myer, var visað frá Póllandi fyrír meint- ar njósnir. Bandarísk stjórnvöld svöruðu þá með þv’ að vísa pólska hernaðarráðunautinum í Wash- ington úr landi. Bandarísk stjórnvöld brugðust í kvöld hart við brottvísun sendi- ráðsmannanna tveggja og vísuðu fjórum pólskun' sendiráðs- mönnum Washingtor úr iandi ! Var ásökunurrj. í garð bandarísku sendiráðsmannanna mótmælt j harðlega og þeim lýst; sem „hrein- j um ósannindunT' Mörg þúsund stuðningsmenn Samstöðu fóru i dag um götur gamla borgarhlutans - Varsjá og hrópuðu „Það er ekkert trelsi tit ár Samstöðu ' Höfðr þeir safnasi samar ti útifundai til þess að halda upp a stjórnarskrárdag Póiverja en þennar dag árið 1793. ■ hlutu Póiverjar sina fyrstu lýð- ! ræðíslegu stjórnarskrá og hefur dagurinr verið haidinn hátíðlegur j í landinu æ siðan. Olof Palme, forsætisráöherra Sví- þjóðar. Hann stendur nú frammi fyr- ir harðnandi afstööu ríkisstarfs- manna. Harkan vex í vinnu- deilunum í Svíþjóð Stokkhólmi, 3. maí. Frá fréttaritara Morgunblaðsins. HARKAN jókst enn í dag í vinnudeil unum í Svíþjóö. Vinnumálaráð sænska ríkisins lýsti yfír verkbanni frá og með laugardeginum 11. maí, sem hefur það í fór með sér, að 80.000 manns hætta þá vinnu. Flestir úr þessum hópi eða um 55.000 eru kenn- arar í menntaskólum og framhalds- stigum grunnskólanna en um 25.000 eru ríkisstarfsmenn á ýrasum sviðum stjórnsýslunnar. Bandalag starfsmanna sænska ríkisins hefur ekki enn látið uppi, með hvaða hætti brugðizt verði við þessu verkbanni, sem boðað var í kjölfar verkfalls 20.000 ríkis- starfsmanna, er hófst á fimmtudag. Bandalagið fékk í dag óvæntan stuðning við kröfur sínar, er sænska hagstofan skýrði frá niður- stöðum rannsókna sinna á launa- þróun í landinu. Þar kom fram, að rauntekjur ríkisstarfsmanna hefðu lækkað um 1,4% á síðasta ári og hefðu þeir þannig farið með lakari hlut frá borði en aðrar stéttir þjóð- félagsins. Gleyptu 89 LSD-töflur New York, 3. maí. AP. TVEIR bandarískir bræður, annar 2 ára og hinn 3 ára, eru alvarlega veikir á sjúkrahúsi í New York, eftir að hafa gleypt 89 töfíur af ofskynjunariyfínu LSD, sem ' frændi þeirra hafði skilið eftir á sófaborði á heimili þeirra, þar sem hann er einnig búsettur. Frændinn, sem heitir Emil Wander og er 42 ára að aldri. var handtekinn í gær og ákærð- ur fyrir „siðlaust skeytingar- I leysi“ um litlu drengina og fyrii að hafa undir höndum ólögle> fíkniefni. Læknar á Stony Brook-sjúk- L rahúsinu, þar sem bræðurnir, Robert og Michael Walsh, liggja á gjörgæsludeild, segja, að þeir séu ekki í lífshættu. Það var móðir drengjanna Emily Walsh, sem hringdi a sjúkrabíl þegar hún veitti þv ' athygli, að Michael litli var nán • !ast í dái og augasteinar han; j óeðlilega stórir. I rúnr hans la ' tómt lyfjaglas Nokkri seinna S ■ sýndi Robert sömi einkenni. Aö sögn lögregli ei' talið, ao i t Wander haf' keypt 100 töflur av 5 | LSD á miðvikudag. Sá, sem taiið | | ei að hafi selt töflurnar, var ! handtekinn i gær og sæt.ir I ákæru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.