Morgunblaðið - 05.05.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 05.05.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 SVIPMYND Á SUNNUDEGI/ ORTEGA, FORSETI NICARAGUA Fremstur Á HVERJUM morgni snarar Daniel Ortega forseti Kalashn- ikov-rifflinum um öxl sér og er út að skokka. Lífverðir hans kvarta undan því að hann hlaupi of hratt og of langt. Hann segist gera þetta til að halda sér í æf- ingu og vera viðbúinn — eins og allir landar hans ættu að vera — til að verjast bandarískri innrás í Nicaragua. Það fer ekki á milli mála að Ortega er eindreginn andstæðingur Bandaríkjanna og þó alveg sér í lagi Ronalds Reag- an forseta. Hann flytur varla svo mál sitt að hann noti ekki tæki- færið til að ráðast heldur illsku- lega á stjórn Reagans fyrir að standa með skæruliðum gegn Sandinista-stjórninni. Hann kallar andstæðinga sína „morð- ingja og málaliða" og segir að stjórnin í Washington fylgi þeirri stefnu sem fyrr að reyna að beita þjóðirnar í Mið-Amer- íku kúgun. Segja má að líf Daniels Ortega hafi einkennzt af því að undir- búa og gera byltingu. Hann hef- ur lent í þeirri sérstæðu stöðu sem erfið reynist ýmsum bylt- ingarforingjum að breytast úr byltingarmanni í þjóðarleiðtoga. í Nicaragua hefur löngum verið svo að valdið hefur færzt á milli með vopnum. Flestar hetjur sögu Nicaragua öðluðust völd og áhrif með því að ryðja valda- mönnum úr sessi. Daniel Ortega fylgir hefðinni. Foreldrar hans voru andsnún- ir Somoza-stjórninni og Ortega hóf ungur að taka þátt í mótmælagöngum, raunar áður en Sandinistar stofnuðu þjóð- frelsisfylkinguna svokölluðu sem kom Somoza frá völdum árið 1979. Ortega gekk óskiptur til þess að berjast gegn Somoza, og var orðinn fullgildur skæruliði átján ára gamall. Rúmlega tvítugur stjórnaði hann ráni í mjólkur- stöð í Managua, þar sem vitað var að allmikið fé var geymt. Skæruliðarnir fundu peningana og flúðu með feng sinn, en einn skæruliðanna náðist og var drepinn. Að því stóð Gonzalo Lacayo yfirvörður þjóðvarð- liðsins, sem þótti mikill ógnvald- ur. Ortega kom pteningunum síð- an til félaga sinna og skömmu seinna skipulagði hann aðför að Lacayo og var hann skotinn til bana á götu í höfuðborginni. Nokkrum árum seinna tók Ortega þátt í að ræna banka og einn varðmaður beið þá bana. Lögregla og þjóðvarðlið var þá lengi búið að leita Ortega og að þessu sinni náðist hann og sat í fangelsi næstu sjö ár. Honum var sleppt eftir að hópur Sandin- ista réðst inn í jólaboð ríkisfólks í Managua og krafðist þess að hann og nokrir aðrir Sandinistar yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gislana. Ortega naut mikillar hylli og aðdáunar innan Sandinista- hreyfingarinnar og hann þótti hafa sannað kænsku sína og út- sjónarsemi í skæruhernaði. Hins vegar hafði hann ekki frekar en þeir neina reynslu í stjórnun- arstörfum og hafði ekki gegnt neinni venjulegri vinnu nema í íhlaupum, þegar hann varð for- seti. í óljósri og þokukenndri hug- myndafræði Sandinista mun Ortega vera talinn hófsamur. Félagar hans kjósa hann sem leiðtoga vegna þess að þeim finnst hann traustur og einn af fáum í forystunni sem gæti verið talinn samningamaður. Hann er ekki litríkur stjórnmálamaður og bent hefur verið á að hann hafi komizt til metorða vegna þess að langflestir leiðtogar Sandinista höfðu verið drepnir þegar Somoza hrökklaðist loks frá. Og þetta á vitanlega ekki við um Ortega einan heldur flesta samstarfsmenn hans. í grein í New York Times sem var birt skömmu eftir að hann var kos- inn forseti sagði: „Eftir að Sand- inistar höfðu tekið við völdum, fór Ortega smám saman að koma fram sem fremstur meðal jafningja í hreyfingunni og hann var þess trausts verður eins og reynslan hefur sýnt.“ Daniel Ortega er sagður feim- inn maður og hlédrægur og vill forðast mannamót. Hann hefur orðið að vera í sviðsljósinu vegna stöðu sinnar og hann virðist smátt og smátt hafa vanizt því og einhver samstarfsmaður hans orðaði það svo að hvað sem Ortega segði hefði honum reynd- ar alltaf þótt gott að vera með höfðingjum. Hann reykir ekki og bragðar sjaldan áfengi. Hann var kvæntur Letica Herrera, sem var og er áberandi innan Sandinista-hreyfingarinnar, þau áttu eitt barn. Síðustu tíu ár hef- ur hann verið kvæntur Rosario Murillo, sem er skáld og forseti Menningarnefndar verkamanna. Þau eiga fjögur börn. Daniel Ortega fæddist 11. nóv- ember 1945 í bænum La Libertad sem er nokkru fyrir vestan höf- uðborgina. Faðir hans var kaup- maður og mikill andstæðingur Somoza. Eftir að foreldrar Ortega fluttu til Managua og settu þar á stofn bakarí hófu þau vopnaða þátttöku í Sandinista- hreyfingunni. Þau hjón áttu þrjá syni og eina dóttur. Yngsti bróð- irinn Camilo var drepinn árið 1978. Ferð Ortega nú til Sovétríkj- anna og annarra kommúnista- ríkja Austur-Evrópu er auðvitað engin tilviljun; hún kemur í kjöl- far þess sem hefur verið að ger- ast í þessum heimshluta. Væntanlega þykir Ortega sem hann geti með ferðinni hrellt Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta eftir að neitað var beiðni forsetans um efnahagsaðstoð við skæruliða. Ortega hefur ítrekað að hann sé ekki að leita eftir hernaðaraðstoð, þar sem Nicara- gua-menn þurfi á því einu að halda að geta endurreist efna- hagskerfi sitt og bætt lífskjör þjóðarinnar. (Heimildir NYT, Observer, (<uardian o.fl. Jóhanna Kristjónwdóttir tók saman.) Opið bréf til Jóns Baldvins Hannibalssonar — frá Kristófer M. Kristinssyni ÞÚ SEGIR að enginn munur sé á stefnu Bandalags jafnaðarmanna og Alþýðuflokksins og ert reiðu- búinn til þess að breyta nafni flokksins þín til þess að auðvelda samruna. Þessi afstaða þín bygg- ist á mannfyrirlitningu og van- þekkingu og er lýðskrum. Það er lýðskrum þegar þú segir 10 þús. manns að þessi flokkur þinn sé eins og Bandalag jafnaðarmanna. Þú talar annað hvort gegn betri sannfæringu eða af vanþekkingu. Það er óheiðarlegt að sigla undir fölsku flaggi, eins og þú gerir, kallinn f brúnni. Þú veist að áhöfnin þín hefur ekki annars konar áhuga á Bandalagi jafnað- armanna en að þagga niður f þvi. Samfylking kerfisflokkanna er ykkur meira virði en nokkuð ann- að. Ef tal þitt byggist á vanþekk- ingu er full ástæða til að benda þér á kjarnann í stefnu Banda- lagsins. Þú getur þá við fyrsta tækifæri gert okkur og þjóðinni grein fyrir afstöðu þinni. Sfðan getur þú annað hvort endurtekið bónorð þitt með blómum eða snú- ið þér að því að vera alþýðuflokks- maður. Stefna Bandalags jafnaö- armanna snýst fyrst og sfðast um að hafa endaskipti á kerfinu. Það er engin þörf fyrir einn stjórn- málaflokkinn enn. Það er brýn þörf fyrir róttækar stjórnkerf- isbreytingar. Við ætlum ekki að standa í almennu siðbótarhjali. Við ætlum að hafa endaskipti á því kerfi sem getur af sér pólitík- usa á borð við þig. Við viljum afnema þingræðið og kjósa oddvita ríkisstjórnar í sérstökum kosningum. Það er hlutverk Alþingis að setja landinu lög og fylgjast með framkvæmd þeirra. Við viljum gera vinnustað- inn að grunneiningu i kjarabar- áttu með vinnustaðasamningum. Við viljum ekki einungis losna við þingmenn úr stjórnum og ráðum, við viljum að Alþingi hætti öllum afskiptum af því tagi af fram- kvæmdavaldinu. Þetta eru grundvallaratriði. Þessar skoðanir eru ekki til sölu. Svaraðu nú þjóðinni og sjálfum þér, er enginn munur á Alþýðu- flokknum og Bandalagi jafnað- armanna? Höfundur er formadur landsnefnd- ar Bandalags jafnafiarmanna. Morgunblaðið/Bjarni Þessir þrír sómamenn úr Bústaðahverfinu efndu i dögunum til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag vangefinna. Miðaverðið var fimm krónur og af- raksturinn á sjötta hundraðið. Nöfnin frá vinstri: Óskar Steinn Gunnarsson, ívar Guðmundsson og Eldar Ástþórsson. íran: Friður ekki á næsta leiti Nikósfu, Kýpur, 3. m«í. AP. VALDAMIKILL erkiklerkur í fran sagði í dag, að ekki kæmi til mála að friðmælast við fraka og að stríðinu yrði haldið áfram þar til yfir lyki með þeim og írönum. Skýrði íranska fréttastofan frá þessu í dag. Emami Kashani erkiklerkur, sem nú stjórnar föstudagsbæna- haldinu i Teheran, sagði í dag, að fyrir írökum vekti að þvinga írani til að semja um frið, einangra þá og kæfa hina islömsku bylt- ingarglóð, sem logaði í brjósti þeirra. Sagði hann, að þeim yrði ekki kápan úr þessu klæðinu og að setjast að samningaborði með Saddam Hussein hvarflaði ekki að einum einasta frana. Aðalfundur Póstmannafélags íslands: launastefnu ríkisins Mótmælir AÐALFUNDUR Póstmannafélags íslands var haldinn 15. aprfl sl. f félaginu eru um 800 manns og sátu félagsmenn víðs vegar af landinu fundinn. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru kjaramál opinberra starfsmanna rædd á fundinum og tóku fundarmenn undir kröfu Starfsmannafélags ríkisstofnana þar sem krafan um 20.000 kr. lág- markslaun á mánuði var sett fram. f frétt frá Póstmannafélagi fs- lands kemur fram að Þorgeir Ingvarsson, formaður PFÍ, hafi lagt fram eftirfarandi kjaramála- ályktun sem var samþykkt ein- róma á fundinum. „Aðalfundur Póstmannafélags fslands, haldinn 15. apríl 1985, mótmælir harðlega núverandi launastefnu ríkisins. Aðalfundurinn mótmælir af- námi kaupmáttartryggingarinnar og 14.000 kr. lágmarkslaunum á mánuði. Aðalfundur Póstmannafélags fslands krefst endurnýjunar kaup- máttartryggingar og krefst þess að lágmarkslaun verði ekki undir 20.000 kr. á mánuði. Ráðist stjórnvöld gegn nýgerð- um kjarasamningum með lagaboði eða öðrum aðgerðum teljast samn- ingar úr gildi fallnir."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.