Morgunblaðið - 05.05.1985, Side 30

Morgunblaðið - 05.05.1985, Side 30
30 M0RGUNBLAÐ1Ð, SUNNUDAGUR 5. MAI 1985 JEAN-LUC GODARD Frá Maó til Maríu Skáldið Ezra Pound skrifaði fræga ritgerð sem bar nafnið „How to Read“, þar sem hann hélt því fram að til að vera vel heima í bókmenntum ættu menn einungis að lesa bækur sem hefðu haft eitthvað nýtt fram að færa. Það væri meira um vert að þekkja þær bækur ofan i kjölinn, heldur en kannast við kjölfar þeirra, þ.e. þau verk sem unnu úr þessum nýjung- um. ({ þessu tilliti hlutu Islend- ingasögurnar náð fyrir augum Pounds, og hann setti Njálu og Grettlu á listann.) Þetta er um- deilanieg kenning, og ef hún væri heimfærð upp á tónlist til dæmis, yrði lítið úr Bach og Mozart, en þeim mun meira úr Berlioz og Liszt. Kvikmyndalistin er aðeins aldar gömul og kannski fullsnemmt að slá því föstu hverjir séu raunveru- legir formsköpuðir innan hennar. Ég hygg þó að flestir yrðu sam- mála um eftirfarandi nöfn: Amer- íkanana D.W. Griffith og Orson Welles, Rússann Eisenstein, Eng- lendinginn Hitchcock, Japanann Yasujiro Ozu, Frakkann Robert Bresson og Svisslendinginn Jean- Luc Godard. En það er ekki hægt að vera frumlegur nema þekkja hefðina og vera þar af leiðandi hefðbundinn. Og formsköpun og frumlegheit nýju bylgjunnar frönsku þar sem Godard gegndi páfahlutverki voru ekki síst í því fólgin að merkisberar hennar voru kvikmyndasafnsrottur og gjör- þekktu t.a.m. þöglu myndirnar. Þannig voru Griffith og Eisen- stein þeirra samtímamenn á sama hátt og rithöfundar sjötta og sjöunda áratugarins lágu í Joyce og myndlistarmenn í Marcel Du- champ. „Picasso kvikmyndanna“ Það var Truffaut sem taldi God- ard hafa staðið að svipaðri form- byltingu í kvikmyndinni og Pic- asso í málverkinu. Þegar í sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Lafmóð- ur („A Bout de Souffle") frá 1959, lét hann sig engu skipta reglur sem þá voru 1 gildi um klippingu og lýsingu. Ljósnæm filma var þá aðeins fyrir ljósmyndavélar, en Godard og kvikmyndatökumaður hans, Raoul Coutard, skeyttu sam- an ljósmyndaspólur til að kvik- mynda að næturlagi með nánast engri lýsingu. Það gefur augaleið að sum myndskeiðin voru ansi stutt, þar sem 24 ljósmyndir sam- svara einni sekúndu í kvikmynd. Enn meiri athygli vakti klipp- ingin í myndinni. A Bout de Souffle hóf Jump-cuttið“ til vegs og virð- ingar. Fram að henni hafði ætíð þótt nauðsynlegt að fara með myndflötinn niður í svart („fade- Kvikmyndahátíð Listahát- íðar verður haldin dag- ana 18. til 28. maí, og gestur hennar verður svissnesk/franski kvik- myndahöfundurinn Jean-Luc Godard. Óhcett er að fullyrða, að enginn kvikmyndahöfundur, sem komið hefur fram á sjónarsviðið eft- ir stríð, hafi valdið jafnmiklum deil- um og hann, átt sér jafnmarga dygga stuðningsmenn, sem spanna vítt svið, frá heimspekingnum Jean-Paul Sartre til söngvarans Mick Jagger, og samtímis heita andstœðinga, sem saka hann um yfirborðsmennsku og rykslátt í augu. / eftirfarandi grein fjallar Viðar Víkingsson kvikmynda- gerðarmaður um sumt af því sem gerir Godard einstæðan sögulega séð og réttlætir nafngiftina „Picasso kvikmyndanna". Glugginn að veruleikanum: Godard sjálfur sem leikari í myndinni: SKÍRNARNAFN: CARMEN. out“) eða blanda saman mynd- skeiðum („dissolve") til að gefa til kynna atriðaskipti I tíma og/eða rúmi. En slíkt hentaði ekki tauga- veikluðum frásagnarmáta God- ards. Áhorfendum árið 1959 leið eins ogþeir hefðu fengið högg á höfuðið, þega „hopp-klippin“ tengdu saman ólíka staði og sjón- arhorn, en nú sér þau enginn Ieng- ur, þar sem myndir á eftir A Bout de Souffle tóku upp þessa frásagn- artækni. Dauðu lýsnar duttu samt mest úr höfði manna yfir þeirri stað- reynd, að Godard „skrifaði" beint á filmu í stað þess að gera fyrst handrit. „Geta ekki alljr hringt og tjáð sig í síma án þess að ganga með símaskrána -1 vasanum?" spurði Godard. Að hans mati var handritið eins og símaskráin og mun þægilegra að krota niður at- hugasemdir á smámiða. En tækni- og framkvæmdaliði við kvik- myndagerðina leið bölvanlega yfir því að skorta kjölfestu handritsins og vita ekki hvað til stæði að taka upp næsta dag. Leikurunum var sömuleiðis mikið nýnæmi að hafa engan texta til að æfa eftir. Það kom þó ekki í veg fyrir að þessi mynd gerði Jean-Paul Belmondo að stjörnu, nokkurs konar frönsk- um James Dean, en hann dó ekki á réttum tíma til að verða goðsögn, þrátt fyrir að hann noti aldrei staðgengil í glæfraatriðum. „£kki rétt mynd, heldur rétt aðeins mynd“ Eins og Picasso hefur Godard gengið í gegnum mörg tímabil og verið óhræddur að brenna allar brýr að baki sér. Og báðir eignuð- ust fjölda lærisveina, sem flestir reyndust ómerkir halakleppir. Meðal þeirra höfunda sem í upp- hafi voru undir miklum áhrifum af Godard, en öðluðust síðan per- sónulegan stíl, má þó nefna Bern- ardo Bertolucci, Jerzy Skoli- mowsky, Jean-Marie Straub og Rainer Werner Fassbinder, en hinum síðastnefnda hafa oft verið eignaðar formtilraunir, sem God- ard hafði gert löngu á undan. En það er víðsfjarri Godard að segja eins og Picasso: „Ég leita ekki, Ég finn.“ I annarri mynd hans, Lltla dátanum („Le Petit Soldat“ ’60) segir aðalpersónan að vísu: „Þegar maður ljósmyndar andlit, fangar maöur sálina bak við andlitið. Ljósmyndin er sann- leikurinn. Og kvikmyndin er sann- leikurinn 24 sinnum á sekúndu," og virðist þar túlka skoðanir God- ards. 1 þessari mynd fjallar hann um Alsírstríðið, OAS og FLN, án þess þó að séð verði hvorum aðila hann fylgir að málum, og það var nóg til að vinstri mafían, sem þá var allsráðandi í frönsku menn- ingarlifi, stimplaði hann á víxl fasista og hægri anarkista. En Godard gerðist fljótt kaþ- ólskari en páfinn í vinstri rót- tækni, og samhliða því fór hann að draga í efa „það sem lá í augum uppi“, þ.e. að kvikmyndin gæfi í eðli sínu rétta mynd af raunveru- leikanum. Jafnvel það skipti ekki meginmali; eins og hann orðaði það sjálfur: „Verkefni okkar er ekki að draga upp spegilmynd af raunveruleikanum, heldur að velta vöngum yfir raunveruleika þess- arar spegilmyndar." Þarna var Godard undir miklum áhrifum af kenningum Brechts, og í samræmi við þær beitti hann allskyns „Ver- fremdung“-tækni, til að áhorfand- inn gleymdi því ekki að hann væri að horfa á kvikmynd. Myndstíll- inn varð mjög brotakenndur, „fragmentískur", og atriðin lítt eöa ekki tengd saman (La Chinoise bar undirtitilinn: „Mynd sem er að skríða saman“). Millitextar I stíl þöglu myndanna voru óspart not-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.