Morgunblaðið - 05.05.1985, Page 31

Morgunblaðið - 05.05.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MA! 1985 31 aðir, leikararnir litu beint í myndavélina og ávörpuðu áhorf- endur og kvörtuðu yfir myndinni sem þeir voru að leika í ... Upp úr maí ’68 fór Godard á maóismafyllirí eins og bróður- parturinn af frönsku intellígens- unni, og samhliða því gerði hann sitt besta til að fremja listræna kviðristu á sviði formsins. í mynd- inni Austanvindur („Vent d’Est" ’69) er megináhersla lögð á hug- myndafræðilega „rétt“ vinnu- brögð, og undir sundurlausum myndskeiðum heyrist í röddum sem gagnrýna grimmilega allt sem fyrir augu ber milli þess sem þær vitna endalaust í Maó og Len- ín. Síðan birtist millitextinn: „Þetta er ekki rétt mynd, þetta er rétt aðeins rnynd," („ce n’est pas une image juste, c’est juste une image“), og honum fylgir mynd- skeið þar sem hníf hefur verið brugðið á filmuna til að rispa hana. Þarna var Godard kominn út í þá sálma, að kvikmyndavélin væri í eðli sínu vopn borgarastétt- arinnar og sýndi einungis hennar heimsmynd. Lærisveinar Godards ruku upp til handa og fóta og gerðu myndir sem voru út úr fók- us og með óskiljanlegri hljóðrás, því að þá hlutu þær að vera hugmyndafræðilega réttar. Eftir Maó-flippið fylltist God- ard áhuga á möguleikum mynd- bandatækninnar og gerði tvær þáttaraðir fyrir sjónvarp, sem ollu miklum deilum. En með myndinni Bjargi sér (liTinu) hver sem betur getur („Sauve qui peut (la vie)“) frá 1980 og sýnd verður á kvik- Jean Seberg og Jean-Paul Belmondo í fyrstu mynd Godards, LAFMÓÐUR („A Bout de Soufne"). Frekar blindur en handalaus". Godard stjórnar meö höndunum í mynd sem hann er að gera núna. myndahátíð Listahátíðar hóf hann kvikmyndagerð að nýju. Síð- an hefur hann gert þrjár myndir, Ástríða („Passion" ’82), Skírnar- nafn: Carmen („Prénom Carmen“ ’83) og Heill sé þér María („Je vous Salue, Marie" ’84), en þær tvær síðustu verða einnig á kvikmynda- hátíð. Enn starir Godard eins og naut á nývirki á þær myndir sem hann dregur upp og finnst ekkert liggja í augum uppi. (Reyndar dásamar hann á einum stað augnaráðið hjá beljum og telur þær taka fram mörgum leikkonum.) En í Heill sé þér María er ekki lengur spurt hvort myndin sé hugmyndafræði- lega rétt. Það er annað að hafa Maríu mey að leiðarljósi en Maó. Nú er aðalatriðið að myndin sé hrein, enginn hafi „verið með henni" áður, heldur sé hún hrein eins og hrein mey og tengist ekki minningum um Playboy-fyrirsæt- ur eða Tampax-auglýsingar. Sem er náttúrulega borin von, en ekki frelsari fæddur. Kristilegur púrit- anismi hefur leyst þann maóíska María hlýtur opinberun. Úr myndinni HEILL SÉR ÞÉR MARÍA. af hólmi, en benda má á að Maó gerði sér grein fyrir gildi hrein- leikans þegar hann sagði: „Á auð blöð ritar maður fegurstu ljóðin." „Frekar blindur en handalaus“ Eins og fram hefur komið í fréttum vakti Heill sé þér María Litla rauða kverið. Maóisminn á fullu í myndinni I.A CHINOISE. nokkurn úlfaþyt meðal strangtrú- aðra kaþólikka sem stóðu mót- mælavörð og brenndu reykelsi fyrir framan þau kvikmyndahús sem sýndu hana. Undanfarið hef- ur mikið borið á þessum hópum í Frakklandi vegna deilna um einkaskóla kaþólikka sem stjórn Mitterrands vildi láta fella niður ríkisstyrki til, en dró svo í land með. Sennilegasta ástæðan fyrir látunum út af myndinni er sú, að þarna hafi þessir hópar gripið tækifærið til að láta bera á sér á nýjan leik. Frjálslyndari kaþól- ikkar hafa hins vegar litið mynd- ina öðrum augum og jafnvel verð- launað hana, enda erfitt að líta á aðal ásteytingarsteininn, þá stað- reynd að í myndinni er María mey sýnd nakin, sem guðlast. Godard kom fram í sjónvarps- þætti í tilefni af þessum deilum og sýndi þá fram á hæfileika sína til að slá vopnin úr höndum andstæð- inganna. Eins og annars staðar eru margir salir í kvikmyndahús- um í Frakklandi, og því verður áhorfandinn að segja titilinn á myndinni sem hann ætlar að sjá, þegar hann kaupir miðann, svo að hann fái ekki miða í rangan sal. Heill sé þér María er formúla sem kaþólikkar taka sér gjarnan í munn, þegar þeir hafa kveikt á kerti fyrir framan Maríulíkneski í kirkju. í áðurnefndum sjónvarps- þætti benti Godard á það, að mað- ur sem fer með bæn um leið og hann kaupir aðgöngumiða, getur ekki verið annað en rétt stemmdur til að taka við hinni guðdómlegu náð sem lýsir sér í sólarupprás og sólarlagi ásamt tónlist J.S. Bach, en þetta eru leiðsögustefin í myndinni. Og eins og ætíð hóf Godard að leikstýra og sviðsetja í þættinum, þegar hann krafðist þess af við- mælendum sínum að þeir töluðu saman með lokuð augu, „af þvi að fólk talar öðru vísi, þegar það sér ekki“. Auðvitað hlýddu allir hon- um. Jafnframt lýsti hann því yfir, að sem kvikmyndastjóri kysi hann heldur að verða blindur en láta höggva af sér hendurnar. Af hverju var dálítið óljóst, en svo virtist að það hefði eitthvað með það að gera, að hann gerði myndir sínar með því að þreifa fyrir sér og þar þyrfti hann handanna við. Skapandi öryggisleysi Og þrátt fyrir áhuga Godards á því óáþreifanlega í síðustu mynd hans, hefur hann gegnum tíðina meira minnt á Tómas sem þurfti að þreifa á síðusárinu, heldur en kvikmyndahöfunda á borð við Dreyer, Bresson og Ozu, sem nálg- uðust hlutveruleikann á sama hátt og stökkbretti og snertu hann að- eins með fótunum. Godard þarfn- ast handanna til að snúa hlutun- um við. f stað þess að bródera sitt „touch“ á hefðina eins og Holly- wood-leikstjórar gerðu, tók hann í hornin á nautinu og spyr í sífellu: „Af hverju endilega þetta?“ Áður var minnst á þá byltingu er hann gerði þegar hann afskrif- aði handritið og varð nánast eins og arkitekt sem teiknar ekki hús heldur segir fyrir um það á staðn- um, hvernig það skuli reist. Sem kvikmyndahöfundur öðlaðist hann þannig ótakmörkuð völd; bæði leikarar og tæknimenn urðu að reiða sig á það sem Godard vissi einn um fyrirfram. í myndinni Tveir eða þrír hlutir sem ég veit um hana frá ’66 fékk aðalleikonan, Marianna Vlady, ekki einu sinni neinn texta fyrir töku, heldur lét Godard koma fyrir földum hljóð- nemum í eyrum hennar og hvísl- aði að henni textanum gegnum þá, um leið og takan fór fram. Stund- um ofbýður Marinu það sem henni er lagt í munn og flissar tauga- veiklunarlega. „Hún“ í titlinum er Parísarborg, og Godard krafðist þess af Marinu að hún kæmi gang- andi frá heimili sínu á tökustað, rúma 10 kilómetra, og tæki þannig inn það sem myndin var um. Ann- an undirbúning af hálfu leikstjóra fékk hún ekki. f tökunni á Ástríöu frá ’82 fannst Godard að þetta skapandi örygg- isleysi í hópi samstarfsfólksins væri ekki lengur til staðar. Allir voru farnir að treysta því um of, að endanleg útkoma yrði fram- bærileg, þótt enginn vissi að hverju stefndi af því að Godard hafði áður leikið þennan leik. Þá sneri hann valdahlutföllunum við og krafðist þess að leikarar og tæknimenn gerðu sér, Godard, grein fyrir, til hvers þeir ætluðust af honum, af hverju þeir væru yfirleitt að vinna með honum. Hann sjálfur, leikstjórinn, vissi ekki hvað hann væri að gera, og það væri þeirra að gera honum grein fyrir hvað bæri að gera. Leikararnir ættu t.d. sjálfir að ákveða hvernig lýsingunni á þeim væri háttað. Eins gott að þeir legðu fram vinnu miðað við það að þeir fengju tékka útborgaðan vikulega. Boltinn í netið Öðrum fremur hefur Godard tekist að vera sífellt „i takt við tímann“. Kvikmyndir sjöunda áratugarins eru óskiljanlegar nema út frá honum, og á þeim tíma afkastaði hann gífurlega miklu. Það er ekki undarlegt að sjónvarpið með sínar beinu út- sendingar ylli honum miklum heilabrotum; þar var hægt að komast af án handrits í orðsins fyllstu merkingu. Hann hefur oft sagt það draum sinn að fá að stjórna upptöku á sameiningar- tákni mannkynsins númer eitt: fótboltanum. En eins og vænta mátti hafði hann sínar hugmyndir um það hvernig ætti að gera fót- boltanum skil. I slíkum upptökum er venjan að leikurinn sé allur sýndur frá sömu hlið leikvangsins. Annars kynni knöttur sem spark- að er frá marki hægra megin að fara í öfuga átt, ef klippt væri yfir á myndavél hinum megin vallar- ins. Það finnst Godard allt í lagi. „Halda þessir upptökustjórar að áhorfendur séu algerir asnar?“ spyr hann. „Dettur þeim í hug að þeir fari að rugla liðunum sam- an?“ E.t.v. er hægt að segja sem svo að á svipaðan hátt og samlandi Godards, Jean-Jacques Rousseau, sem einnig var frönskumælandi Svisslendingur, innleiddi vondu samviskuna í bókmenntir og heimspeki, hafi Godard gert eitthvað hliðstætt í kvikmyndun- um. Báðum er mest í mun að svara spurningunni „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ og færa hana í viðeigandi form. Þetta er í eðli sínu íhaldssöm spurning, og kannski er það dæmigert, hvað Godard varðar, að boltinn sem var gefinn annars vegar frá amerískri kvikmyndahefð og B-myndum Hollywood (sbr. A Bout de Souffle) og hins vegar Maó og marxisma- lenínisma, skuli nú hafa lent í meyjarhaftinu, í neti Maríu þar sem hinn sanni kærleikur og náð býr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.