Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 45
MQRGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 5- MAÍ 1985 45 Sex prestsembætti laus til umsóknar SEX prestsembieUi hafa verið aug- lýst til umsóknar. Um er að ræða annað embætti farprests þjóðkirkj- unnar og fimm prestaköll víðsvegar um landið. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Prestaköllin fimm eru: Ásar f Skaftártungum. Þar þjónaði sr. Sigurður Árni Þórðar- son sem tekið hefur við prestsem- bætti á Hálsi í Fnjóskadal. Djúpivogur i Áustfjarðarpróf- astsdæmi. Þar hefur verið prests- laust um skeið, en þjónað af far- presti. Stóri-Núpur í Árnespróf- astsdæmi. Sr. Sigfinnur Þorleifs- son hefur þjónað þar sl. 10 ár, en hefur nú fengið lausn frá embætti. Málþing um fræðslu kirkjunnar Kirkjufræðslunefnd cfnir til mál- þings f Safnaðarheimili Langholts- kirkju þriðjudaginn 7. maí nk. kl. 13.30—17.30. Á málþinginu verða lögð fram drög að nýrri námsskrá íslensku þjóðkirkjunnar og óskað eftir að fundarmenn fjalli um þau. Er ætlun- in að vinna þessi drög áfram í sumar og leggja þau fyrir kirkjuþing í haust Sr. Heimir Steinsson formaður kirkjufræðslunefndar mun stýra málþinginu, en sr. Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi mun kynna drögin og leiða umræður. Unnið verður í hópum og er fundurinn opinn öllum áhuga- mönnum. Sérstaklega hefur þeim, sem vinna að kristinni fræðslu og öðrum sem láta sig varða mótun einstaklingsins í nútíma þjóðfé- lagi, verið boðin þátttaka. Vænt- anlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig á Biskupsstofu. (Úr fréttatilkynningu.) Petra von Morstein flyt- ur fyrirlestur PETRA von Morstein, prófessor í heimspeki við háskólann í Calgary í Kanada, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands þriðjudaginn 7. maí kl. 17.15 í stofu 101 í hinu nýja Hugvísindahúsi háskólans. Fyrirlesturinn nefnist: „The Survival of Art Works and Forms of Life“ og verður fluttur á ensku. öllum er heimill aðgangur. Þess má geta að Petra von Morstein flytur einnig fyrirlestur á vegum áhugamanna um heim- speki sunnudaginn 5. maí kl. 15.00 í stofu 101 í Lögbergi. Nefnist sá fyrirlestur „Understanding Per- sons“ og verður fluttur á ensku. (Frétt frá Háxkóla fsUnda) Sauðlauksdalur i Barðastrand- arprófastsdæmi. Þar hefur verið prestslaust um árabil. Raufarhöfn í Þingeyjarpróf- astsdæmi. Þar hefur nágranna- prestur annast prestsþjónustu síð- an sr. Guðmundur Örn Ragnars- son sem þjónaði þar gerðist annar farprestur þjóðkirkjunnar. (Úr fréttatilkynningu) Færeyskar konur með kaffisölu FÆREYSKAR konur í Reykjavík og nágrenni hafa lagt fram mikið fé og vinnu við að koma upp hinu fær- eyska sjómannaheimili hér í bænum í Brautarholti 29. Á hverjum vetri og vori, um margra ára skeið, hafa þær haldið basar og síðan kaffisöludag. Allur ágóði hefur verið látinn renna til byggingar sjómannaheimilisins. Er smíði hússins hófst var hér all- margt færeyskra vertíðarmanna. Þó þeim hafi fækkað og fáir komi nú hingað til lands til starfa á vetrarvertíð, hafa konurnar haldið sínu striki ásamt þeim Færeying- um sem í upphafi beittu sér fyrir því að reist skyldi færeyskt sjó- mannaheimili í Reykjavík. í dag, sunnudag, er kaffisöludagur fær- eyskra kvenna í félagsskap þeirra, Sjómannskvinnuhringnum, í sjó- mannaheimilinu. Þar verður fær- eyskt bakkelsi og álegg á borðum ásamt kaffinu frá því um kl. 15 og fram til kl. 22.30 í kvöld. Grensáskirkja: Biblíu- lestrar ÞAÐ hefur orðið að ráði að hafa fjóra Biblíulestra í maímánuði f Grensáskirkju. Þeir verða á þriðju- dagskvöldum í safnaðarheimilinu við Háaleitisbraut og hefjast með bænastund kl. 20.30. Lesturinn á að taka 45 mínútur, síðan verða umræð- ur um efni kvöldsins ásamt kaffi- sopa og öllu ætti að vera lokið kl. 22.00. Fyrsti lesturinn verður þriðju- daginn 7. maí og þá verður tekið fyrir efnið: Trú og að trúa. Hinir lestrarnir heita: Hvað á ég að gjöra til að eignast trú? Hvað gjörðist á krossinum á Golgata? Og síðasti er: Kemur Jesús Krist- ur aftur? Allir eru velkomnir og gott er að taka Biblíu með. Kennsluna annast sr. Halldór S. Gröndal. (Frétutilkjnning frá Grennán- Itirkju) Þ0RIRÐU AÐ PRÓFANN GETUR VEfllÐ AÐ GAMLIR FORDÓMAR VALDI ÞVI AÐ ÞÚ MlSSIfl AF BESTU BÍLAKAUPUNUM I DAG? Ef hægt væri að fara í reynsluakstur án þess að vita hvaða tegund væri ekið hverju sinni er hætt við að margir myndu rugla SKODA saman við tvöfalt dýrari bíla. Við skorum á þig að leggja alla fordóma til hliðar og koma og reynsluaka SKODA. Koma og kynnast aksturseiginleikum hans og snerpu af eigin raun. KOMDU OG TAKTU í HANN OG REYNDU AÐ RUGLAST EKKI. JÖFUR HF NYBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 BORGARNESDAGAR j LAUGARDALSHÖU 2.-5. MAÍ Nú eru síðustu forvöð að njóta krásanna á Borgarnesdög- um ’85, eöa taka með sér heim matvæli á einstöku kynn- ingarverði. Við lokum klukkan 22 í kvöld og það veröur allt á útopnu þangað til. Borgnesingar þakka gestum sínum komuna og vonast til aö sjá þá næst uppfrá. Á Borgarnesdögum skemmta krakkarnir sér í tívolíinu í kjallaranum meðan mamma og pabbi skoöa og smakka í básum sýnenda, eöa fá sér kaffisopa og skoða listaverk í veitingasalnum. Kannski skreppur pabbi líka í innigolf. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi í höllinni. Síðasti dagur Borgarnesdaga ’85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.