Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Stjómarfrumvarp um vidskiptabanka:
Betri
bankaþjónusta
- Frumvörp um Seðlabanka og sparisjóði væntanleg
- Tillögur um sameiningu viðskiptabanka á næstu grösum
Það væri bera í bakkafullan læk-
inn að tíunda enn og aftur vaxandi
skuldasöfnun þjóðarbús okkar er-
lendis, þó „góð vísa“ sé aldrei of oft
kveðin! Svo virðist sem fjölmargir
geri sér ekki grein fyrir því að er-
lendar skuldir þjóðarinnar skerða
útflutningstekjur þegar um fjórðung
og rýra ráðstöfunarfé þjóðarinnar og
kaupmátt verulega. Afborganir og
vextir af erlendum lánum eru í raun
stórtæk fjármagns- og kjara-til-
færsla úr landi.
Eitt stærsta hagsmuna- og sjálf-
M stæðismál þessarar þjóðar er að
draga verulega úr viðskiptahalla við
útlönd, ná helzt viðskiptajöfnuði út á
við, og lækka erlendar skuldir í
áföngum. Jafnframt þarf að skapa
skilyrði fyrir sparnaði einstaklinga
innanlands, sem og eiginfjármyndun
fyrirtækja. Fjármunir eru vinnutæki,
sem atvinnulífið þarfnast. I*eir þurfa
að vera tiltækir í landinu, til að þjóð-
arbúið sé síður háð erlendum fjár-
magnseigendum. Efnahagslegt sjálf-
stæði þjóðar og einstaklinga er und-
' ir því komið, að vel takizt til í þessu
efni.
Það er því miklvægt að sá laga-
grunnur, sem bankar og aðrar pen-
ingastofnanir eru reistar á, sé traust-
ur. Matthías Á Mathiesen, ráðherra
bankamála, mælti nýverið á Alþingi
fyrir stjórnarfrumvarpi um við-
skiptabanka, sem sitt sýnist hverjum
um. í þingbrén í dag verður lítillega
vikið að ýmsum efnsiatriðum, sem
fram komu í framsögu ráðherrans.
Bankar koma til sögunnar
Alþingi íslendinga mun fyrst
hafa ályktað um stofnun banka í
landinu árið 1853. Landsbanki ís-
lands, fyrsti viðskiptabankinn, hóf
starfsemi sína 1886 og verður því
hundrað ára á næsta ári. Skömmu
eftir aldamót tók síðan íslands-
banki hf. til starfa, en hann var
forveri Otvegsbankans hf., sem
síðar var breytt í hreinan ríkis-
viðskiptabanka. Búnaðarbanki Is-
lands, sem var ríkisbanki frá upp-
hafi, var stofnaður 1930. Auk
framangreindra þriggja ríkis-
banka eru nú starfandi fjórir
hlutafélagabankar: Verzlunar-
banki íslands hf., Iönaðarbanki ís-
lands hf., Samvinnubanki íslands
hf. og Alþýðubankinn hf., auk
fjölda sparisjóða. Sparisjóður
Siglufjarðar er elzta peninga-
stofnun í landinu, sem enn starf-
ar, stofnaður 1873.
Ef undan er skilinn Landsbanki
íslands var stofnaö til banka hér á
landi í þeim tilgangi fyrst og
fremst að „veita tilteknum at-
vinnugreinum eða þjóðfélags-
hópum þjónustu", sagði ráðherra,
og bætti við: „eins og ég mun síðar
víkja að er þetta galli á banka-
kerfinu, sem nauðsynlegt er að
laga“. Sérstök lög gilda um hvern
þessara banka.
Fyrir 13 árum skipaði Lúðvík
Jósepsson, þá ráðherra banka-
mála, sérstaka bankamálanefnd
til að endurskoða allt bankakerfið.
Hún skilaði áliti og drögum að
frumvarpi að nýrri löggjöf um
peningastofnanir snemma árs
1973. Vorið 1974 var síðan flutt
frumvarp til laga um viðskipta-
banka í eigu ríkisins, byggt á til-
lögum nefndarinnar, en náði ekki
fram að ganga. Síðan hafa nokkr-
um sinnum verið lögð fram frum-
vörp um sama efni en öll dagað
uppi. Engu að síður „er óhætt að
Betri bankaþjónusta
Iðnaðarbankinn tók nýlega í þjónustu sína
tölvubanka, sem tryggir viðskiptavinum
hans sjálfsafgreiðslu allan sólarhringinn.
Bankakerfið hefur og verið að tölvuvæðast
gengin ár og færa út starfskvíar; annast
m.a. innheimtur (gíró) fyrir fjölda stofn-
ana. Innan bankakerfis starfa nú nokkuð á
fjórða þúsund einstaklingar og þar eru unn-
in rúmlega þrjú þúsund ársverk.
Matthías Á. Mathiesen, bankaráðherra,
lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp til
laga um viðskiptabanka, sem tryggja á bet-
ur hagsmuni eigenda innlánsfjár og al-
menningi og atvinnulífi betri bankaþjón-
ustu. Væntanlegt er frumvarp bæði um
sparisjóði og Seðlabanka.
^HlW
fullyrða að þróun bankamála og
bankaviðskipta hér á landi hefur
verið örari síðustu 25 árin en
nokkurn tíma áður, en bankamál
eiga alllanga sögu á íslandi." Árið
1983 vóru ársverk í peningastofn-
unum hér á landi um 3.000 og þar
störfuðu 3.470 einstaklingar meira
en 13 vikur á því ári.
Sú breyting hefur þó náð fram
að nú heyra allir starfandi bankar
í landinu undir eitt og sama ráðu-
neytið: viðskiptaráðuneytið.
Nýtt frumvarp um
viðskiptabanka
Frumvarp það sem nú liggur
fyrir til nýrra laga um viðskipta-
banka skiptist í 10 kafla og 55
greinar, auk ákvæða til bráða-
birgða. Með frumvarpinu er reynt
að tryggja betur hagsmuni eig-
enda innlánsfjár og tryggja at-
vinnulífinu betri bankaþjónustu.
Samhliða er ætlunin að stuðla að
aukinni hagkvæmni í rekstri
bankanna.
Samkvæmt fyrsta kafla frum-
varpsins eiga viðskiptabankar að
hafa stöðu að lögum með tvennum
hætti. í fyrsta lagi ríkisviðskipta-
bankar. í annan stað hlutafélaga-
bankar er fullnægja vissum skil-
yrðum. Ráðherra sagði í fram-
sögu: „Eins og áður segir var
stefna mörkuð að nefna þá við-
skiptabanka, sem eru í eigu ríkis-
ins, ekki með nafni í sjálfu frum-
varpinu. Er það gert með tilliti til
þess að vænta má tillagna frá
nefnd þeirri, sem nú fjallar um
sameiningu og fækkun viðskipta-
banka, innan tíðar. Allir starfandi
viðskiptabankar eru hins vegar
tilgreindir í bráðabirgðaákvæði er
fylgir frumvarpinu."
Fjórða grein frumvarpsins er
stefnumarkandi að því leyti að þar
er horfið frá þeirri skipan að
binda starfsemi hvers viðskipta-
banka að verulegu leyti við til-
tekna atvinnugrein, atvinnurekst-
ur, eða hagsmunasamtök, eins og
nú er gert í lögum um alla við-
Lrtiö í
gluggana
Nýjar sendingar af leöursófasettum.
VALHÚSGÖGN
ÁRMÚLA 4, S. 685375.
/----------------------------—s
Frá
Ferðanefnd BSRB
Nokkur sæti eru laus í áöur auglýstum ferö-
um til KRK Júgóslavíu 24. júní og Nizza
Frakklandi 7. ágúst.
Frekari upplýsingar á skrifstofu BSRB Grett-
isgötu 89, sími 26688.
I ------------------------------/
Bændur
Tvö ungmenni óska eftir aö komast á sveitabæ á
sama býli, erum vön búskap, getum hafiö störf
strax.
Tilboð óskast sent Morgunblaðinu sem fyrst
merkt: „B — 0887“.
Kvenfélag
Háteigs-
sóknar með
kaffísölu
Bladburðarfólk
óskast!
Austurbær:
Sóleyjargata
KVENFÉLAG Háteigssóknar verður
með kaffisölu í Domus Medica í
dag, sunnudag, og hefst hún kl. 15.
I febrúar sl. var samþykkt af
kvenfélaginu að greiða allan
kostnað við undirbúning að gerð
altaristöflu í Háteigskirkju, fram-
leiðslu og uppsetningu. Margir
hafa á umliðnum árum gefið góðar
gjafir til þessa verkefnis og fjár-
öflun kvenfélagsins hefur beinst í
þessa átt undanfarin ár. Er það
von kvenfélagsins að nú hilli undir
að ein mesta prýði Háteigskirkju
sjái dagsins ljós, en á þessum ári
verða 20 ár liðin frá vígslu kirkj-
unnar.
Allir sem unna Háteigskirkju
og Kvenfélagi Háteigssóknar eru
hvattir til að líta við í Domus
Medica í dag og kaupa sér og sín-
um veislukaffi.
Or frólulilkjnmnnu.
Fréttirfmfyrstu hendi!