Morgunblaðið - 05.05.1985, Page 59

Morgunblaðið - 05.05.1985, Page 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 þeirra til dýrðlegrar veislu. Sýnir það ræktarsemi við þær konur sem móðir hennar umgekkst mest í Kópavogi. Það var sérlega ánægjulegt að hittast og rifja upp gamlar minningar. María átti miklu barnaláni að fagna. Öll eru börn hennar mynd- arleg og vænt fólk, sem sýndi henni mikla elskusemi og um- hyggju. Barnabörnin eru orðin átján, svo hann er orðinn stór hópurinn hennar Maríu. Þó að við María sæumst sjaldn- ar eftir að ég flutti frá Kópavogi var alltaf sama vináttan á milli okkar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Maríu að vinkonu, og minnist tryggðar hennar og elskusemi. Eg og dætur mínar, Jónína og Björg, vottum Gylfa, börnum Maríu og öðrum ættmennum okkar dýpstu samúð. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (B.J., Akureyri) Jóhanna Cortes Elskuleg vinkona mfn, María Sigfúsdóttir, verður til grafar bor- in í dag. Þegar mér bárust fregnir um lát hennar komu upp í hugann dofnandi minningar frá unglings- árunum. Óljósar myndir af sjö stelpum, nei sex stelpum og Maju, og varla má á milli sjá hver þeirra er elst. í hópnum voru fjórar dæt- ur Maju auk mín og annarrar fjöl- skylduvinkonu. Þetta var sumarið 1962, og við vorum í síldinni á Siglufirði og Seyðisfirði. Við þess- ar stelpur erum nú á svipuðum aldri og Maja var þá, en mig grun- ar að einhverri okkar mundi hrjósa hugur við því að bera ábyrgð á þessum stelpnaskara á versta aldri í heilt sumar. Sumar- ið leið fljótt en mér er minnisstæð brottför okkar frá Seyðisfirði og annarri. óljósri mynd bregður fyrir. Góðhjartaði verkstjórinn gerir tilraun til að kenna nokkrum stelpugosum að skipta um dekk Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöö við Hagkaup, sími 82895. áður en þær leggja af stað til Ak- ureyrar og áfram til Reykjavíkur. Það er kysst og kvatt. Maja sest undir stýri og stelpurnar sex troð- ast skrækjandi inn í gamla Ópel- inn. Síðan er lagt á heiðarnar, syngjandi og hlæjandi, undir ör- uggri stjórn Maju. Eftir standa veifandi stúlkurnar úr eldhúsinu og fjöldi aðdáenda eins og gengur. Verkstjórinn hristir höfuðið, bros- andi þó, því að hann þekkir Maju og veit að henni er treystandi í flest. Þannig var Maja. Óhrædd við að ráðast í óvenjulega hluti eða tak- ast á við erfiðleika. Og ekki sá ég hana öðruvísi en glaða og bjart- sýna, þrátt fyrir erfið veikindi hin síðari ár. Maja var gift föðurbróður mín- um, Gylfa Gunnarssyni, og hefur alla tíð verið náið samband milli fjölskyldna okkar. Ég á ótal góðar bernskuminningar um sól og sumar og sunnudaga á heimili þeirra Maju og Gylfa. Slíkar minningar eru hverjum manni dýrmætt veganesti fyrir lífið. Sumarið okkar Maju kemur ekki aftur frekar en önnur sumur. Og seint verður þakkað fyrir allar samverustundirnar. Gylfa „uppá- haldsfræda mínum" og börnunum sendi ég og fjölskylda mín innileg- ar samúðarkveðjur. Sigríður Sigurðardóttir María Rebekka Sigfúsdóttir. Það var engin venjuleg kona sem bar þetta fallega og virðulega nafn, hún Mæja frænka í Kópa- vogi, eins og hún hét hjá litlum systurdætrum, sem höfðu á henni slíkt dálæti að það átti sér lítil takmörk. Ég ætla ekki að rekja hinn viðburðaríka lífsferil Mæju frænku, það eftirlæt ég öðrum mér kunnugri. Mig langar einung- is að rifja upp eitthvað af þeim skemmtilegu og fallegu minning- um um hana sem ég á, svipmyndir sem fylgt hafa lítilli systurdóttur gegnum barnsárin yfir þröskuld fullorðinsára og út í lifið. Ég var ekki margra ára gömul i fyrstu Blómastofa FnÖfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Kransai; kistuskreytingar BORGARBLÓMÍÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMÍ 322I3 ferðalögunum með Mæju, Gylfa og stelpunum, fengin að láni til að segja sögur. Allar uppspuni frá upphafi til enda, en fjölskyldan i Holtagerði 1 var því dyggari áheyrendahópur sem sögurnar voru ósennilegri, og allar enduðu þær vist á sama veg: ég krossa mig upp á þetta, tíu fingur upp til guðs. Það var engin lítil upphefð að vera selskapsdama á ferðalög- um með Mæju frænku og Gylfa. En ferðalög mín með Mæju frænku urðu fleiri gegnum árin, það voru yndisleg og gefandi ferðalög, ferðalög í bæði eiginlegri og táknrænni merkingu. Það voru ekki bara þessar ævintýralegu heimsóknir í Kópavoginn, og þau 5 sumur sem ég var vinnukonan hennar Siggu í Seli, Siggu hennar Mæju. Það voru líka þessi ferðalög hugans sem návist Mæju frænku næstum sjálfkrafa leiddi af sér, þankar og samræður um lífið og tilveruna, mannfólkið og ástina og margt margt fleira, því ekkert mannlegt var þessari lífsins konu óviðkomandi. Það er varla hægt að lýsa í orðum heimilinu hennar Mæju í Kópavogi eins og það kom okkur litlum frænkum fyrir sjón- ir. Ég man hvílíkt algleymi það var þegar við komumst í fataskáp- ana í kjallaranum, til að róta og máta, kjóla og pils, undirkjóla og hálsfestar. Ég veit ekki hvort Mæja frænka var alltaf jafn hrif- in þegar helgistund litlu frænk- anna úr Blesugrófinni var lokið, og búið að rífa hverja einustu spjör dætra hennar út á gólf. Alla- vega hló hún bara aö okkur ein- lægum hlátri, og helgistundin var endurtekin í hverri heimsókn. Og heimsóknir í Kópavoginn voru margar. Það var eitthvað sem var svo óendanlega spennandi við þetta hús, þessi angan af fram- andleik og útlöndum, keimur af veiðiferðum og bridgekvöldum. Það bjó alveg sérstök stemmning í þessu húsi, lífsgleði og forfrömun sem ekki er hægt að lýsa því hana verður að skynja, en umfram allt þó ástúð og hlýja, í þessu húsi margra barna og enn fleiri barna- barna. Og Mæja, hún var tákn alls þessa. Heimskonuleg og verald- arvön, en í senn móðurleg og hlý. Heillandi og lífsglöð, með lokk- andi hlátur og sjálfsírónískan húmor sem fáum er gefið. Og svo hafði hún þessa töfrandi útgeislun sem ég held að enginn sem þekkti hana hafi farið varhluta af. Það er sannarlega margs að minnast. Það voru þó vinnukonusumrin mín í Seli hjá Siggu sem gáfu mér flest- ar samverustundir með Mæju frænku. Gylfi og Mæja byggðu þar sumarbústað, Tumasel í Tuma- skriðu og voru að sjálfsögðu tíðir gestir í sveitinni. Ég held að Mæja hafi hvergi kunnað betur við sig en í sveitasælunni. Það var til- komumikil sýn að horfa á eftir frúnni rölta með reisn yfir móana í áttina að Tumaseli, í sveitagall- anum eins og hún kallaði það, með gúmmítútturnar sínar á fótunum, heimskonulegan höfuðbúnað og keip um hálsinn — fögur að vanda. Og ég man eftir frú Maríu sitjandi í kvöldsólinni úti við hænsnakofa. Getur maður orðið brúnn í kvöldsól? man ég að ég spurði. „Já, Gerða mín, Mæja frænka getur orðið brún í kvöld- sól.“ Og hver nema Mæja frænka slysaðist til að finna hryssuna hennar Siggu, þar sem hún lá ný- köstuð niðri í skurði með undurf- agurt afkvæmi sér við hlið, sem að sjálfsögðu hét María Rebekka upp frá því. Státi fleiri borgarfrúr af því að hafa átt nöfnu á beit vestur á Snæfellsnesi! Já, það var reisn yfir þeirri ömmu sem stússaði úti í Tumaseli með hóp af barnabörn- um í kringum sig, öll önnum kafin því það var alltaf eitthvað um að vera hjá ömmu í Tumaseli, og fyrir börnin í sumarvistinni hjá Siggu var upplifun að fá „frí frá störfunT og skreppa í Tumasel. Mæja og Gylfi áttu alltaf einhvern óvæntan glaðning fyrir litla vinnufólkið og gáfu sér góðan tíma til að spjalla um alla heima og geima. Og það var stór krakka- skari sem stóð í hlaðinu í Seli og vinkaði Mæju og Gylfa þegar þau keyrðu burt, nokkrir hlupu niður á afleggjara til að opna hliðið og vinkuðu þar — og allir hlökkuðu til þegar Mæja og Gylfi kæmu næst. Það leikur allt í höndunum á henni Mæju systur var mamma ailtaf vön að segja. Hún var svo hagsýn og nýtin og hafði þennan einstaka hæfileika að gera góða fallega hluti úr öllu sem hún snerti. Að mörgu leyti gilda þessi orð einnig yfir það líf sem hún lifði. Það skiptust á skin og skúrir eins og gengur í þessu mannlífi. En Mæja spann fallega úr örlaga- þráðum lífs síns, alltaf í sátt við guð og menn, og af slíkri lífsgleði og æðruieysi sem henni einni var gefið, þessari sérstæðu og sönnu lífsins konu. Blessuð sé minning Mæju frænku minnar. Þorgerður Einarsdóttir. Kveöja frá barnabörnum Það er sárt að hugsa til þess að hún amma Maja sé ekki lengur á meðal okkar. Hún sem var alltaf svo brosmild, elskuleg og góð þeg- ar við hittum hana. Þó að söknuð- urinn sé sár að missa hana eigum við þó safn góðra minninga, sem alltaf munu lifa með okkur. Við minnúmst hennar og afa í Holta- gerði, Klapparstíg og þau elstu áttu dásamlegar stundir með þeim í sumarbústaðnum Tumaseli. Þó að hópur ömmu-barnanna væri orðinn stór fann amma alltaf tíma fyrir hvert og eitt og frá henni stafaði hlýju og umhyggju. Við þökkum samverustundirnar með elskulegri ömmu okkar og biðjum góðan Guð og styðja afa í sorg sinni. Sem lokakveðju okkar til ömmu viljum við hafa þetta fallega vers sem hún hafði miklar mætur á: Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Til sölu Mercedes Benz 280 SE árg. 1980. Mercedes Benz 280 SE árg. 1978. Skuldabréf koma til greina. Upplýsingar í síma 34327 í dag. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum Veitum fuslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMKUA SKEMMUVEGI 48 SÍMt 7667? t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vlö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, OLIVERS STEINS JÓHANNESSONAR, Arnarhrauni 44, Hafnarfiröi. Sigriöur Þórdís Bargadóttir, Jóhannes örn Oliversson, Guðbjörg Lilja Oliversdóttír, Sasvar örn Stefánsson. Bergur Siguröur Oliversson, Sigríöur Inga Brandsdóttir, og barnabörn. VIOL Radarar Bjóöum þessa vönduöu radara á aöeins kr. 58.500,-. Drægi: 16 mílur. Spenna: 12 volt. Sjálfstýringar Bjóöum vandaöar sjálf- stýringar fyrir allar gerðir báta. Verö frá kr. 6.981,-. Dýptarmælar Bjóöum 5 gerðir dýptar- mæla með eöa án papp- írs. Verö frá kr. 5.260,-. Bjóöum VHF talstöðvar fyrir báta. Verö frá kr. 10.640,-. Nelco 911 Höfum ávallt þessa vin- sælu Loran-C á lager. Verö frá kr. 40.400. Navstar A-300S Er nýjasta gervitungla leiösögutæki er leysir Loran-C af hólmi. Verö frá kr. 51.664. Góö þjónusta. Benco Bolholti 4. S. 21945.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.