Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985
Vigvellir
Eftir hryðjuverkatíma Rauðu kmeranna lágu slíkar beinahrúgur eftir.
„Þeir áttu það til að drepa bara í reiðikasti, eins og ekkert v*ri.“
KENNINGARNAR AF
SIGNUBÖKKUM
Nafnið Angkar Loeu heyrist oft.
Það er alvaldið sem allir eiga að
hlýða skilyrðislaust. Einstakl-
inganir eru ekki lengur til. En lítið
er vitað um þá menn sem bera
valdið. Seinna kemur í ljós að það
er hópur af kambódískum náms-
mönnum frá París sem hefur
smíðað þessa hugmyndafræði
undir forustu hagfræðingsins dr.
Kieu Samphan, en aðalmaðurinn
er Pol Pot, alias Saloth Sar, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri
kommúnistaflokksins í Kambódíu.
Seinna segir einn af ráðherrum
Rauðu Kmeranna frá því að
kambódísku háskólastúdentarnir
* hafi sótt námskeið í selluskóla
franskra kommúnista í Paris,
undir stjórn Raymonds Guyots:
„En þar sem við vorum ekki sam-
mála franska kommúnistaflokkn-
um, sem vildi nota frelsisbaráttu
nýlendnanna í þágu valdabarátt-
unnar í Frakklandi, þá mynduðum
við okkar eigin sellu undir stjórn
Pol Pots. Við komum okkur fyrir í
búðum úti í Chatouskógi, úr
heyrnarmáli við frönsku kommún-
istana, til þess að forma okkar eig-
in kenningar og herstjórnarlist
fyrir framtíðina." Það er þessi
stjórnlist sem þeir voru þarna að
framkvæma á fólkinu.
— E.Pá.
íi
Ljóðið um Pol Pot
Gunnar Dal
I
í París
las hann og lærði þar
að leita sannleikans.
1 sannleiksleitinni
sýktist hann þó
af sjúkdómi hins lærða manns:
Að láta
alla jörðina líta út
eins og lærdómsbókina hans.
II
Hann heimkominn
sanna tók sína trú,
sveipaður lárviðarkrans.
Lét lifandi fólk
verða lexíu úr bók.
Svo lék hann sinn Hrunadans.
Og tugþúsund menn
urðu tilraunadýr.
Svo tortímdi hann byggðum síns lands.
99
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
Endurmenntunarnámskeiö
fyrir skipstjórnarmenn
Endurmenntunarnámskeiö 1985 veröur haldiö í eftirtöldum greinum:
Sundköfun: Frá 28. maí til 8. júní. — 10 kennsludagar. — Bókleg og
verkleg kennsla. Þátttökugjald er kr. 8.000,-. Þátttakendur geta haft
meö sér eigin búninga og veröa aö leggja fram læknisvottorö um aö
þeir fullnægi öllum kröfum sem eru geröar til heilbrigöis og líkams-
byggingar vegna köfunar.
Frá 1. júní — 8. júní:
1. Siglingar í ratsjársamlíki — (RADAR SIMULATOR) og ratsjárútsetningar.
2. ARPA — Námskeið i notkun tölvuratsjár -ARPA- (Automatic Radar Plott-
ing Aids) fyrir þá sem hafa lokiö fyrra námskeiöi í ratsjárútsetningu.
3. Skipagerð — Hreyfistööugleiki (dýnamískur stööugleiki), kröfur IMO um
stööugleika. Kornflutningar. Kynntar reglur SOLAS og meðferö á hættu-
legum farmi.
4. Ratsjá og fiskileitartæki — m.a. Kelvin-Huges — 1600.
Kynning á ARPA.
5. Lóran — Gervitunglamóttakari (Satellite). Lórankortaskrifari.
6. Stórflutningar — Skipspappír (Shipping).
7. Tölvunotkun um borö í skipum og sjávarútvegi.
8. Heilsufræði — Skyndihjálp.
Lyfjareglugerö, lyfjakista. — Slysadeild Borgarspítalans (væntanlega).
9. Veiðarfæri — Vörpur, vörpugerð. Fiskurinn og lífiö í sjónum umhverfis
landiö.
10. Eldvarnir — Slysavarnir. 10.—15. júní.
(Reykköfun, slökkvitæki, slökkviæfing, fluglínutæki, björgun meö þyrlu.)
Þátttökugjald er kr. 6.000 fyrir greinar frá 1.—10. Væntanlegir þátttakendur
tilkynni þaö til Stýrimannaskólans bréflega eöa í síma 13194 virka daga frá kl.
8—14 og tilkynnist þátttaka fyrir 17. maí nk.
Skólastjóri.
Landeigendur smáir og stórir
GIRÐING ER VÖRN
FYRIR VIÐKVÆMAN GRÓÐUR
Pú færð allar tegundir af
GIRÐINGAEFNI í BYKO
Járnstaurar, tréstaurar,
gaddavír og girðinganet af öllu tagi.
BYGGtMGAVÖRUVERZLjUN
KÓPAV0GS SF
SKEMMUVEG 2 SÍMI 4100C
BYKO
w