Morgunblaðið - 25.05.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 25.05.1985, Síða 18
MQ8GUNBLAÐIÐ; LA UGAKDAGUR 25. MAÍ 1985 Fiatagri eykur markaðs- hlutdeild sína í Evrópu HAFINN er innflutningur á Fiat- gri-dráttarvélum á vegum Globus 'if., en í frétt frá fyrirtækinu segir að ' iatagri séu mest seldu dráttarvélar heiminum. Fiatagri er í eigu ítalska /iat-fyrirtækisins sem hefur fram- eitt dráttarvélar og margs konar andbúnaðarvélar aðrar allt frá ár- nu 1919. Sala á Fiatagri hefur auk- izt mjög á síðustu árum og er mark- tðshlutdeild dráttarvéla frá fyrir- ækinu nú komin yfir 16% í Evrópu >g er Fiatagri þannig söluhæsta teg- ■ind í álfunni. Fiatagri rekur fjórtán erksmiðjur víða um lönd og fram- eiðir fyrirtækið nú um 80 þúsund dráttarvélar á ári hverju. Þær Fiat- .ígri-dráttarvélar sem Globus selur koma frá Fiatagri-verksmiðjunni í Bretlandi. Fiatagri framleiðir margar teg- undir dráttarvéla, frá 50 upp í 180 hestöfl. í fyrstu mun Globus leggja áherzlu á innflutning priggja tegunda, frá 60 upp í 80 hestöfl, en aðrar dráttarvélar verða afgreiddar eftir pöntunum. Allar eru dráttarvélarnar með fjórhjóladrifi og er áherzla á það lögð að vökvakerfi þeirra sé sér- staklega fullkomið. Vélarhús Fiatagri-dráttarvél- anna er hljóðeinangrað, búið miðstöð, útvarps- og segulbands- tæki, fjaðrandi sæti, fullkomnu mælaborði og opnanlegum hliðar- og afturgluggum. Á næstunni fara starfsmenn Globus hringinn í kringum landið með Fiatagri-dráttarvélarnar og er ætlunin að gefa bændum þann- ig kost á því að kynnast tækjum þessum af eigin raun. Fyrsti við- komustaður er Borgarnes, en þar verða Fiatagri-dráttarvélarnar til sýnis 28. maí. Síðan liggur leiðin i Búðardal, Víðihlíð, Varmahlíð, til Akureyrar, Húsavikur, Egilsstaða, Hornafjarðar, að Klaustri, í Vík, á Hvolsvöll og loks til Selfoss, en þar lýkur sýningarferðinni hinn 9. júní. Á blaðamannafundi sem Globus efndi til ásamt brezkum fulltrúum Fiatagri kom m.a. fram að fram- leiðendur telja sig hafa gengið úr skugga um það að möguleikar Globus á að veita fullkomna þjón- ustu eru að öllu leyti í samræmi við þær kröfur sem Fiatagri gerir til umboðsmanna sinna, enda hef- ur Globus áratuga reynslu á þessu sviði. Forstjóri Globus hf. er Árni Gestsson, en fyrirtækið hefur um fimmtiu manns í þjónustu sinni. Það hefur verið föst regla, að sögn forráðamanna fyrirtækisins, að hefja ekki innflutning á nýjum gerðum landbúnaðartækja fyrr en þau hafa verið rækilega prófuð hjá bútæknideild Bændaskólans á Hvanneyri svo tryggt sé að þau henti við íslenskar aðstæður. Áuk Fiatagri-dráttarvéla selur Globus m.a. Gnýblásara, Kvernelands- heykvíslar, Howard-heytætara, Vicon-hjólrakstrarvélar og Har- vestore-heyturna. Vignir Jóhannsson Sýnir í Listmunahúsinu Svava Sigríður sýnir í Ásmundarsal Selfoflsi, 22. maí. LAUGARDAGINN 25. maí opnar Svava Sigríður Gestsdóttir málverka- sýningu í Asmundarsal við Freyjugötu f Reykjavík. Svava Sigríður er búsett á Selfossi en fædd og uppalin í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavik og síðar í Danmörku. Svava er einn af stofnendum Mynd- listarfélags Árnessýslu og hefur haldið nokkrar sýningar í Listasafni Árnessýslu. Þetta er 8. einkasýning Svövu en síðast sýndi hún í Reykjavík 1983. Á sýningunni um næstu helgi eru 38 myndir, flestar vatnslitamyndir en einnig nokkrar tússteikningar. Sýningin er opin alla daga frá 14—22 og lýkur að kvöldi 2. júní. Sig. Jóns. Ég er mjög háður veðri og vindum íslenska hljómsveitin á æfingu. íslenska hljómsveitin: Tónleikar í Vestmannaeyjum og á Akureyri ISLENSKA hljómsveitin mun nú um delgina leggja land undir fót. Haidn- ir rerða tvennir tónleikar, þeir fyrri í Samkomuhúsinu í Vestmannaeyjum á nvítasunnudag og hinir síðari í Íþróttahöllinni á Akureyri á annan í bvítasunnu. Hefjast hvorir tveggja tónleikarnir kl. 14. Efnisskrá tónleikanna er að hluta til sú hin sama og hljóm- sveitin lék í Laugardalshöll á öskudagskvöld. Flutt verða sveifluverk eftir Stefán S. Stef- ánsson, Vilhjálm Guðjónsson, Óíaf Gauk og fíeiri. Að auki leikur hljómsveitin gítarkonsert eftir Joseph Fung. Konsertinn var frumfluttur á síðustu áskriftar- tónleikum hljómsveitarinnar. 25 tónlistarmenn taka þátt í ferðinni, stórnandi er Guðmundur Emils- son. (tir frétutilkynningu) Morgunhlaðift/Emilía Bjðrg Jóhannes Geir listmálari við eitt af olímáfverkum sínum — Hvar málar þú helst? .Ég oý í næsta nágrenni við Ell- iðaárstífluna og mála mikið í Elliða- árdalnum, Rauðhólunum, Heiðmörk og i nágrenni hesthúsanna í Vfði- dal.“ — Þú heldur greinilega mikið upp á hesta. Já ég á sjálfur hesta og hef mikið yndi af þeim. Þeir falla líka vel inn í landslagið." — Hvernig vinnur þú myndirnar þínar? „Oftast geri ég olfukrítarmyndir úti og fullgeri þær. Síðan nota ég þær sem hráefni fyrir stærri olíu- málverk. Ég máia aidrei olíumyndir úti eins og gömlu meistararnir gerðu. Ég er mikið gefinn fyrir frá- sögn og hef aldrei ánetjast neinni sérstakri stefnu, hef t.d. aldrei mái- að abstrakt þó ég hafi mætur á því“ sagði Jóhannes Geir. Sýning Jóhannesar Geirs stendur í prjár vikur. VIGNIR Jóhannsson listmálari opnar í dag kl. 14 sýningu á verkum sínum í Listmunabúsinu, Lækjargötu 2. Á sýn- ingunni eru u.þ.b. 40 olíumálverk, unn- in á pessu ári og því síðastliðna. Vignir stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands frá 1974-78 og útskrifaðist úr grafík- deild. Framhaldsnám í grafík stund- aði hann við Rhode Island School of Design og lauk paðan MFA-prófi ár- ið 1981. Vignir hefur verið búsettur í New York síðan og unnið að eigin listsköpun. Sýning hans, sem er sölusýning, er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14-18. Hvftasunnudagana er opið frá kl. 14—22 en lokað þriðjudaginn 28. maí. — segír Jóhannes Geir listmálari, sem opnar sýn- ingu á verkum sínum í Gallerí íslensk list í dag JÓHANNES Geir listmálari opnar sýn- ingn á verkum sínum í Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17, í dag. Á sýningunni eru 10 olíumálverk og 46 myndir mál- aðar með olíukríL Jóhannes Geir Jónsson er fæddur á Sauðárkróki 24. júni 1927. Hann nam við Handíða- og myndlistaskól- ann í Reykjavík og Konunglegu aka- demíuna í Kaupmannahöfn frá 1945-1950. Jóhannes hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt i sam- sýningum hér á landi og erlendis. Myndir hans eru í einkaeign heima ogerlendis, í eigu Listasafns íslands, Listasafns ASI og héraðssafna víða um land. „Ég mála mikið úti í náttúrunni,“ sagði Jóhannes Geir i samtali við blm. Morgunblaðsins nú í vikunni. „Ég er mjög háður veðri og vindum, sérstaklega vissri birtustemmningu og rýk upp til handa og fóta ef birtan er sérstök. Þá skiptir ekki endilega máli hvort úti sé rigning og rok, bara að birtan sé þannig að litirnir í náttúrunni njóti sín.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.