Morgunblaðið - 25.05.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.05.1985, Qupperneq 23
MORátorBLADID, LAUGA'RDÁGUR fe.'MAf 1985 23 Frönsk stjórnarskýrsla styður auglýsingasjónvarp í skýrslu, sem samin var fyrir frönsku stjórnina og birt í þessari viku, er lagt ta, aö auk staöbundinna sjónvarpsstööva veröi komiö upp tveimur nýjum sjónvarpsrásum meö auglýsingum, sem nái til landsins alls. Eiga þessar stöövar aö keppa við ríkissjonvarpiö, sem ræöur nú yfir þremur rásum. Skýrsla þessi var samin í janúar sl. að beiðni Laurents Fabius, forsætisráðherra Frakklands. Var henni ætlað að vera stjórninni til leiðbeiningar varðandi úthlutun leyfa til einkaaðila um að hefja sjón- varpsrekstur, en þá væri endir bundinn á það einkaleyfi franska ríkisins, sem það hefur til rekst- urs sjónvarpsstöðva og komið var á eftir heimsstyrjöldina síð- ari. „Tillögur okkar eru viturlegar, sveigjanlegar og til þes fallnar að koma í veg fyrir þann glund- roða í skipulagningu sjónvarps- mála, sem fyrir hendi er í sum- um löndum," sagði Jean-Denis Bredin lögfræðingur nú f vik- unni, en hann var formaður nefndarinnar, sem samdi skýrsl- una. Franskir embættismenn hafa hins vegar ekki viljað segja neitt um málið, en hafa samt gefið í skyn, að forsætisráðherrann muni innan fárra vikna tilkynna um ýmsar ákvarðanir, er teknar verða á grundvelli þessi, sem fram kom í skýrslunni. Áður hefur verið skýrt frá j áformum um að skjóta fjögurra rása sjónvarpshnetti á loft í júlí 1986 og áætlun stjórnarinnar að koma á fót kapalsjónvarpskerfi, ij sem kosta mun yfir 6 milljarða |! dollara og á á næsta áratug að ; ná til að minnsta kosta 4 millj. heimila, gisthúsa, banka og | margs konar stofnanna annarra. P Þær tvær nýju sjónvarpsrásir, | sem nú er rætt um, eiga að ná til landsins alls og eiga að fá að afla sér tekna með auglýsingum. Þær munu hugsanlega ná til 17 millj. manns. Er sjónvarpsshnöttur- inn, sem gefið hefur verið nafnið TDF-Í, hefur verið sendur á loft, þá munu útsendingar hans nást um allt Frakkland og nágranna- lönd þess. Burma: Dularfull sprenging í sovéska sendiráðinu Rangoon, Burma, 24. maí. AP. MIKILL sprengjugnýr heyrðist frá nýbyggingu sovéska sendiráðsins í Rangoon, böfuðborg Burma, á mánudagskvöld. Lögreglumenn og hermenn komu á vettvang, en sendi- ráösmenn óskuöu ekki eftir aöstoö og báðu þá að fara á brott. Sendiráðsbyggingin, sem er stórhýsi á sex hæðum, er utan frá að sjá alveg óskemmd og er ekkert vitað hvað gerðist i raun innan veggja þar. Nokkrir sendiráðs- starfsmenn neita þvi að nokkur sprenging hafi orðið, en AP- fréttastofan hefur eftir ónafn- greindum sovéskum stjórnar- erindreka, að smávegis sprenging hafi orðið er verið var að brenna gamlar kvikmyndafilmur. Enginn starfsmanna sovéska sendiráðsins hefur verið fluttur á sjúkrahús, enda reka Sovétmenn eigin spitala í nýbyggingunni. Námaslysiö í Japan: Stjórn Mitsubishi- námunnar vöruð við nokkrum dögum áður Tókýó, 23. maí. AP. OPINBERIR eftirliUmenn höföu var- aö stjórn Mitsubishi-námunnar við haettu á, aö gasmengun gæti valdiö sprengingu eins og þeirri er varö 62 að bana og slasaöi 24 til viöbótar í síöustu viku, aö þvi er öryggiseftirlits- maöurí Sapporo, Akira Suzuki, sagöi í dag. Eftirlitsmenn höfðu hinn 10. mai hvatt stjórn námunnar til að koma upp loftræsilögnum og bæta úr öðrum ágöllum, sem kunna að hafa valdið sprengingunni þar í siðustu viku, að þvi er Suzuki sagði. Hinn 11. mai komu boð frá stjórn námunnar til eftirlitsskrifstofunn- ar um að umbeðnum breytingum hefði verið hrint i framkvæmd. Ekki hafði af hálfu eftirlitsins verið gengið úr skugga um rétt- mæti orðsendingarinnar, en það átti að gera við næstu mánaðarlegu skoðun. Lögregla gerði húsrannsókn á skrifstofum námunnar á laugardag og lagði hald á 80 skjöl, er vörðuðu öryggismál. Hópur verkfræðinga vinnur að rannsókn málsins. Um 800 manna hópur var i dag viðstaddur minningarathöfn um þá sem létust í slysinu. Misritun á nafni í FRÉTT í blaðinu i gær um frum- sýningu CBS-sjónvarpsstöðvarinn- ar i Bandaríkjunum á þætti um Kristofer Kólumbus féll niður að fréttin var send frá New York og ennfremur misritaðist nafn frétta- ritarans þar, Ivars Guðmundsson- ar. laugardag ffrá kl. 13 tll 17 BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 Viö kynnum fjóra OPEL bíla á bílasýninn- unni í bÍLV'AMuualnUM a laugar- daginn: OPEL KAPETT, sem vallnn hefur veriö sem bíll ársins 1985, OPEL ASCONA, sem fullnægir flestum kröfum bílaáhugamannsins, OPBL REKOWR bílinn sem sker sig hvarvetna úr, og OPEL CORSA, smábílinn sem allir falla fyrir. OPEL bílarnir eru samnefnari þess besta í þýskri hönnun. Traustir og liprir í akstri og einstaklega þægilegir fyrir ökumann og farþega. Þú kynnist þessum bilum á Opelsýning- unni aö Höföabakka 9. Ef þú átt góöan notaöan bíl erum viö vísir til aö vijja kippa honum upp í einn nýjan og spegilgjjáandi OPEL til aö auövelda þér viöskiptin. Greiösluskilmálarnir hjá okkur eru líka sveigjanlegri en gengur og gerist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.