Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 39

Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 39
MOkGUNBLAPIÐ, LA15&ARDAGUR 25 MAl 1986 39 HILMAR ÞORBJÖRNSSON VARÐSTJÓRI: „Alltaf langað að vita hvort ísland væri eyja“ Hann var á hlaupum í eina tíð svo rækilega að metin fuku á vellinum og ungir strákar áttu sér þann draum að geta tekið til fót- anna á sama hraða og Hilmar Þorbjörnsson. Svo lét hann af spretthlaupunum og er nú ráðsettur varðstjóri hjá lögreglunni með ríka starfs- reynslu að baki, m.a. í gæsluliði Sameinuðu þjóðanna f Israel og sem lögreglumaður í New York. En í „sportinu" hefur hann ekki hætt og nú er það „bátadellan" eins og hann segir sjálfur sem á hug hans allan. — Það er langt síðan ég fékk bátadelluna og ég átti tvo báta á undan þessum, þ.e. óskinni, sem ég keypti í fyrra. Að vísu hef ég átt bátana með hléum, en þegar ég hætti öðru tómstundagamni að mestu varð ég að finna mér eitt- hvað annað til dundurs og þetta frístundagaman varð fyrir valinu. Þetta er skemmtilegt og heilbrigt, maður eignast góða vini og víst er þetta afslappandi frá daglegu amstri og mér hefur alltaf þótt afskaplega vænt um sjóinn. Hann er svo ægilegur, en jafnframt svo heillandi. Þú ætlar að ferðast á bátnum í sumar, ekki rétt? — Jú, eitthvað. Við leggjum nokkrir í hann vestur í júlí, en þar verður ýmislegt að gerast, sjórall, sjóstangaveiði og fleira í þeim dúr. Að því loknu veit ég ekki fyrir víst hvað við fjölskyldan ger- um. Mig hefur alltaf langað til að vita hvort ísland væri raunveru- leg eyja og hver veit nema við sannreynum það og skellum okkur hringinn. Ég hef aldrei litið aug- um Strandirnar, Jökuldjúpin eða firðina frá sjó. Stundaðirðu sjóinn hér fyrr á árum? — Sem krakki fór ég nokkrum sinnum með afa mínum á bát í Hrútafirði og þá kynntist ég sjó- mennskunni eins og hún tíðkaðist í þá daga. Ég veiði öðru hvoru núna. Ertu heppinn fiskimaður? — Ég tók aldrei ráðleggingum varðandi veiðar og hélt mig bara nálægt gömlu trillukörlunum. í fyrra fékk ég enga lúðu, í hitteð- fyrra fékk ég einar þrettán. í ár ætla ég að reyna að vera heppinn. Annars er það ekki heppni ein sem ræður úrslitum, það er einnig mikill lærdómur í þessu sam- bandi, það þarf að þekkja lands- lagið í sjónum, sjávarföll, venjur fiskanna og margt fleira. Tekurðu sprettinn ennþá? — Nei, ég er löngu hættur því. Þó er það nú svo furðulegt að ég er ennþá Islandsmeistari í sprett- hlaupi eftir því sem ég best veit, þó liðin séu 25 til 27 ár síðan ég hlaut titilinn. Það er hin mesta skömm að ég skuli ekki enn hafa fengið tækifæri til að taka í hend- ina á yngri manni, sem tekist hef- ur að slá þetta met. Ertu eitthvað viðloðandi aðrar íþróttir? — Einu sinni íþróttaunnandi alltaf íþróttaunnandi. Því er nú einu sinni þannig varið. Ég hef COSPER — Þú ert sannarlega heppinn, ég er læknir. gaman af því að sigla, einnig að leika borðtennis öðru hvoru og fara á fjöll. Það eru nú kannski frekar letigöngur, en það er svo yndislegt að vera á fjöllum uppi í góðum kunningjahópi og í nálægð við náttúruna. Svo líður mér ekki vel nema ég syndi nokkrum sinn- um í viku og ...! Toyah er búin að fá nóg af frægðinni Söngkonan Toyah Wilcox hef- ur fengið smjörþefinn af því hvað það kostar að vera frægur. Hún ætlar að selja stórt hús sitt i norðurhluta Lundúna vegna þess að hún fær þar engan frið fyrir átroðningi aðdáenda sinna, kaupa minna hús og halda heimilisfang- inu leyndu. „Við Tom (Taylor) sambýlismaður minn, vitum varla lengur hvað einkalíf er. Þetta er orðið hreint helvíti. Atvikið sem ég hygg þó að hafi fyllt mælinn var þegar við komum eitt sinn heim seint um kvöld og ætluðum að hátta og fara að sofa. Er við sviptum sænginni til, lá ung stúlka í rúminu og bað um eigin- handaráritun. Það er erfitt að hemja sig við slík tækifæri, en nú breytum við til ..." segir Toyah. HVÍTA SUNNUMÁL TÍD Á AUSTURLENSKUM VEITINGA STAD Um hvítasunnuhelgina er opiö alla daga hjá okkur í Mandarín. Viö bjóöum 30 girnilega rétti frá hinu fjariæga austri. Viö mælum sérstaklega meö: Nautakjötssneiðum í ostrusósu með nýjum íslenskum sveppum, bambusspírum, zucchini og hrísgrjónum Snöggsteiktum kjúklingi, ananas og nýju grœn- meti í spes Mandarínsósu GERDU ÞÉR DAGAMUN Manðarin Nýbýlavegi 20 Sími 46212 SAMVINNUSKÓLINN BIFRÖST UMSÓKNARFRESTUR 10. MARS—10. JÚNÍ Umsókn sendist til Skólastjóra Samvinnuskólans Bifröst 311 Borgarnes Áskriftcirsnninn er 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.