Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 1
B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 26. MAÍ1985 BLAÐ Rokkstjarna með fótboltadellu RODSHWAR Þann tíunda janúar síðastliðinn hélt rokksöngvarinn og knattspyrnuunnandinn Rod Stewart upp á fertugsafmæli sitt. Á þessu ári eru liðin tuttugu og eitt ár frá því hann gerðist atvinnutónlistarmaður. Hann heitir fullu nafni Roderick David Stewart og hann er yngstur fimm systkina, sem ólust upp í verkamannahverfi í norðurhluta Lundúna. Það er oft sagt að strákar, sem koma úr slíkum hverfum, hafí einkum um tvennt að velja til þess að komast í burtu og vinna fyrir mannsæmandi launum. Annað er að reyna fyrir sér sem atvinnuknattspyrnumaður en hitt er að snúa sér að popptónlist. KNATTSPYRNA OG SÖNGUR Rod Stewart þótti á sínum skólaárum efnilegur knatt- spymumaður og hann var til dæmis um tíma fyrirliði skóla- liðs William Grimshaw Second- ary Modern School. Eftir að skólagöngu lauk, reyndi hann fyrir sér á knattspyrnusviðinu, þar sem hann var um tíma á reynslusamningi hjá Brentford Football Club. Meðal þess, sem þeir sem slíka samninga fá þurfa að gera er að bursta knatt- spyrnuskó þeirra sem eru í aðal- liðinu og eins þurfa þeir að taka til á leikvanginum, svo sem sópa og þrífa áhorfendasvæði og fleira í þeim dúr. Þetta var hins vegar nokkuð sem var hinum unga Rod Stewart ekki að skapi að gera og það m.a. leiddi til þess að hann hætti við atvinn- umennskuna. Það er þó talið enn frekari ástæða fyrir því að svo fór, að hann hafi alls ekki getað hugsað sér að vakna alltaf svo snemma og reglulega á morgn- ana, sem nauðsyn var á. Hann hætti því alvöruknattspyrnuiðk- un og snéri sér að popptónlist. t Hann hefur þó alla tið verið mikill knattspyrnu- áhugamaðurog þó nokkur tími hefur farið í það hjá honum að fylgja eftir sínu uppáhaldsliði á ferðalögum þess. Þetta lið er skoska landsliðið og nú er Rod Stewart einmitt væntanlegur til Islands til þess að fylgjast með sínum 1 t \ <r B V 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.