Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 6
$ H
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAl 1985
Hvað er kvenleg fegurð?
Hvað er það við sumar
konur sem gerir þær
fagrar? Er það ákveðið
vaxtarlag, andlitsfall, litaraft,
framkoma eða skapgerð? Er til
einhver fullkomin „blanda" þess-
ara eiginleika, sem gengur svo vel
upp hjá einstaka konum að feg-
urðin geislar af þeim? Ef svo er,
hvernig er hún þessi blanda? Hver
er hin fullkomna ímynd kvenlegr-
ar fegurðar? Hvernig á fegurðar-
drottning að líta út?
Kannski sumir álíti spurningar
af þessu tagi jafn fáránlegar og að
velta því fyrir sér hvaða sósa sé
best út á is. Það vill nefnilega svo
til að einum finnst jaröarberjaís
með afbrigðum góður en öðrum
býður við honum, en þykir hins
vegar ís með súkkulaðibragði það
besta sem hann fær. Það er út i
hött að velta fyrir sér hvers vegna
þetta er svo, segja menn; þetta er
smekksatriði og menn deila ekki
um smekk. Menn hafa einfaldlega
misjafnan smekk, ekki aðeins á ís-
sósur, heldur á nánast hvað sem
er: tónlist, skemmtanir, vinnu,
bíla, málverk, hús, kvikmyndir,
bækur, mat og síðast en ekki síst
— konur.
í sinni öfgafyllstu mynd felur
þetta sjónarmið í sér, að kona geti
talist fögur sem mælist
50—90—120 á mikilvægum stöð-
um, er með fjórfalda undirhöku,
brenndar tennur, útstandandi
eyru og nef eins og naggris. Ef
einhver heldur því fram að slík
kona sé fögur er enginn þess um-
kominn að segja að hann hafi
rangt fyrir sér — honum skjátlist,
því konan sé forljót. Það má
kannski segja að hann hafi
óvenjulegt fegurðarskyn — og
setja hann að þvi leyti á bekk með
manni sem boröar sinnep út á is
— en hans smekkur er jafn rétt-
hár öllum öðrum.
Er fegurðarsam-
keppni marklaus?
Ef þetta væri sannleikanum
samkvæmt væri fegurðarsam-
keppni auðvitað marklaus með
öllu; úrslitin endurspegluðu þá að-
eins smekk dómenda, en segðu
ekkert um „raunverulega fegurð"
þátttakenda. Önnur dómnefnd
gæti komist að gjörólíkri niður-
stöðu. Raunar væri vafasamt að
tala um „raunverulega fegurð", í
þeim skilningi a.m.k. að í því fæl-
ist tilvísun til einhverra eiginleika
konunnar, sem gerðu hana fagra.
Því við hvaða eiginleika ætti að
miða? Ef val manna á viðmiðum
er persónubundið og handahófs-
kennt, þá eru til jafn margar
fyrirmyndir hinnar fullkomlega
fögru konu og mennirnir eru
margir.
Sömu viðmiðin
En það stenst ekki, því hvað sem
líður breytilegu fegurðarskyni
fólks, þá liggja að meira eða
minna leyti sömu viðmiðunarregl-
urnar til grundvallar öllu fegurð-
armati. Ef svo væri ekki gætum
við ekki talað af nokkru viti um
fegurð hluta, því enginn nema við
sjálf hefðum nokkur tök á þvi að
skilja hvað við er átt. Raunveru-
lega skiljum við varla mann sem
hrífst af konu sem ofannefnd lýs-
ing gæti átt við. Hvað sérðu við
hana, spyrjum við? Og ef hann
segir að sér líki málin, þetta flata
nef, útstandandi eyrun og brennd-
ar tennurnar, þá erum við jafn
nálægt því að skilja hann og mann
sem segist reykja af því það sé svo
vont! Það er einfaldlega hugsun
sem við gripum ekki. En ef hann
segir að það lýsi af konunni „innri
fegurð", hreinleiki sálarinnar, og
hún hafi mjúkar, seiðandi hreyf-
ingar, sem honum falli i geð, er
kominn umræðugrundvöllur:
ágreiningur okkar stafar þá af því
að hann metur þessa hluti meira,
tekur „innihaldið" fram yfir
„formið". Við getum verið sam-
mála honum eða ekki, en eitt er
víst, við skiljum hann: hann beitir
sömu reglum og við í mati sínu,
þótt áherslurnar séu aðrar.
Samræmi
Við getum sem sagt slegið því
föstu að einhvers konar ímynd
kvenlegrar fegurðar liggi til
grundvallar mati fólks á fegurð
kvenna. Annars væri öll rökræða
om þessi mál út í bláinn og til
einskis. Þessi ímynd er kannski
ekki nákvæmlega eins í hugum
manna, og hún er breytileg frá
einum tíma til annars, og svo flók-
in er hún og ofin úr mörgum þátt-
um, að það er líklega útilokað að
skilgreina hana og skýra nákvæm-
lega. Ekki frekar en menn geta
skilgreint í hverju fullkomið lista-
verk er fólgið: tvö málverk geta
verið nánast fullkomin, en þó gjör-
ólík. Samt er eitthvað sameigin-
legt með þeim, sem ljær þeim full-
komleikann: ákveðin myndbygg-
ing, litaval, jafnvel boðskapur.
Listfræðingar geta eytt ævi sinni í
að reyna að finna hvað það er,
komist nær því kannski, en end-
anlegt svar er varla til. Eins geta
dómendur í fegurðarsamkeppni
staðið frammi fyrir því að þurfa
að velja á milli tveggja stúlkna,
sem eru sláandi ólíkar en báðar
gullfallegar. Fegurðin tekur á sig
margar myndir, en að baki öllum
fögrum hlutum liggja sömu for-
sendurnar, og sú mikilvægasta er
samræmi, eða samsvörun.
Gríski heimspekingurinn Platón
taldi að fullkomnasta samræmið
væri fólgið í hlutföllunum 5 á móti
8, svokölluðu „gullinsniði", sem er
ríkjandi hlutfall í hefðbundnu
landslagsmálverki: himinninn tek-
ur yfir % hluta myndflatarins og
landslagið % hluta. Dómarar i
fegurðarsamkeppni fyrri tima
álitu á svipaðan hátt að fegurstu
hlutföll konulíkama væru
90—60—90 milli brjósta, mittis og
mjaðma. Það er nú úr tísku að
einblína um of á þetta „skutlu-
snið“, en grunnhugmyndin um
ákveðna samsvörun líkamans, „að
konan verði að samsvara sér“, eins
og sagt er, er enn í fullu gildi.
GPA
ímynd kvenlegrar fegurðar á 19. öldinni. Málverk eftir franska listamanninn
Ingres.
Hver fegurst er
á landi hér
Rætt við tvo dómnefndarmenn, Friðþjóf Helgason og Ólaf Laufdal
Fegurðarsamkeppni íslands fer
fram annað kvöld á veitingahúsinu
Broadway. Þá mun sex manna dóm-
nefnd skera úr um það „hver á landi
fegurst er“ árið 1985. Þetta fólk hef-
ur starfs síns vegna þroskað með sér
gott auga fyrir kvenlegri fegurð og
er að því leyti betur í stakk búið til
að kveða upp slíkan dóm en allur
almenningur. En hvernig bera þau
sig að við þetta starf? Tveir dóm-
nefndarmenn, Friðþjófur Helgason
Ijósmyndari og Ólafur Laufdal veit-
ingamaður, verða fyrir svörum:
„Fyrst er nú að velja stúlkurnar
í sjálfa keppnina," segir Friðþjóf-
ur, en hann hefur, ásamt Krist-
jönu Geirsdóttur, framkvæmda-
stjóra keppninnar, og Sóleyju Jó-
hannsdóttur haft veg og vanda af
því vali.
„Við höfum samband við á ann-
að hundrað stúlkur, ræðum við
þær og tökum af þeim myndir og
veljum síðan úr ákveðinn hóp sem
við teljum að eigi erindi í keppn-
inna ...
Hvernig við finnum þessar
stúlkur? Ja, við fáum ábendingar,
og svo hikum við ekki við að svífa
á fallegar stúlkur á skemmtistöð-
um og bjóða þeim þátttöku. Við
höfum öll spjót úti.“
„Það hefur orðið mikil hugar-
farsbreyting hjá fólki í sambandi
við fegurðarsamkeppnina," tekur
Ólafur upp þráðinn, „sá tími er
Tveir af dómurum keppninnar í ár, Ólafur Laufdal og Friðþjófur Helgason,
ásamt framkvæmdastjóranum, Kristjönu Geirsdóttur.
liðinn þegar menn litu á fegurðar-
samkeppni sem ómerkilegt karl-
rembusport og ekki sönnum fem-
inistum sæmandi — nú eru stúlk-
ur yfirleitt mjög upp með sér að fá
tækifæri til að taka þátt í slíku og