Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 24
34 B
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 26. MAf 1985
Sigurlaug Helga
dóttir 100 ára
Afmæliskveðja
Góða frændsystir og vinkona.
Það var með hálfum huga að ég
greip pennann er ég varð þess full-
vi3i að þú ættir 100 ára afmæli 26.
mai á þessu ári. Og þetta afmæli
ber upp á hvítasunnudaginn. Ekki
m n þó ævi þín fremur en fjölda
an.irra hafa verið samfelld
i 'iCaaunna. Annars veit ég ekki til
.5 nokkur Borgfirðingur hafi náð
o háum aldri.
Þótt þér sé nú horfinn hinn
/nilegi heimur vor, merlar enn á
isla sem þú beindir til sam-
Vrðamanna.
•að hefur lengi vakað meðal ís-
íinga í skrifum sínum um fólk
að geta ættar þess og uppruna.
óigurlaug Helgadóttir er fædd f
"'iarðvík, Borgarfirði eystra, 26.
saí 1985, af svonefndri yngri
arðvíkurætt. Sú ætt er rakin frá
jra Jóni Brynjólfssyni og konu
ans, Ingibjörgu Sigurðardóttur
frá Eyvindarmúla. Þau hjón
hcöktust austur að Eiðum á
Fíjótsdalshéraði sunnan úr Skaft-
árþingi. Hagur þeirra var sá, að
•éra. Jón Brynjólfsson var talinn
alfátækasti, umkomulausasti
drottins þjónn þessa lands. Þau
áttu fjölda barna, syni og dætur,
sem flest settust að á Austurlandi.
Þó giftust sumar dætur þeirra
hjóna til hinna fornu heima-
stöðva.
Þrátt fyrir allt held ég, að Aust-
firðingar hafi aldrei fengið betri
kynbót. Margt fólk, sem komið er
af þessum hjónum, er gott fólk, í
þess orðs fyllstu merkingu.
Á tímabili lagði stór hluti ættar
þessarar undir sig Njarðvíkina,
„víkina fögru og mögru". Víkina,
sem Sigurlaugu Helgadóttur stóð
alltaf hjarta næst, meðan sjón og
minni hélst. Enginn mundi því nú
trúa, ef ekki væru heimildir fyrir
að þarna hafi búið á einu bretti
um 60 manns. Þarna stóðu í túni
fimm bæir, hlaðnir úr torfi og
grjóti, viðinn lagði sjórinn til.
Kraginn í kringum bæina, sem
nefndist tún, mun að mestu hafa
verið kargaþýfi. Engjar voru sára-
litlar utan slefrur upp I fjöllum.
Þar var heyið sett saman og ekið
heim á vetrum. Höfn var engin,
utan sandur fyrir víkurbotni. Þó
var sjófang lífæðin og í þann tíð
voru þar góð fiskimið. Silungsveiði
var góð í Víkuránni, en tæki til
veiða netstubbur, riðinn úr tog-
bandi. Samt lék lífið þarna á
mörgum nótum.
Ég var svo heppinn að ná að
skrifa um þetta líf, eftir Þor-
björgu Steinsdóttur, móðursystur
minni, sem þarna var þátttakandi.
Hún var greind kona, stálminnug
og óljúgfróð. Þarna var fjöldi
barna, sem stormaði á milli bæj-
anna og samganga þeirra full-
orðnu gekk í raun sama stig. Þetta
var líkast því að vera eitt heimili.
Þegar hóparnir komu til Jóns
fræðimanns, afa Sigurlaugar,
flutti hann sig út í skot í baðstof-
unni. Þar átti hann sæti og bekk,
er hann hóf lestur eða skriftir.
Þarna sat hann rólegur og virtist
hafa gleymt öllum hávaða. Hvort
Sigurlaug hefur alist upp í svona
miklum solli veit ég ekki, því ættin
fór að færa sig til Bakkagerðis og
hinna syðri víkna fjarðarins.
Foreldrar Siguriaugar voru
Helgi, sonur Jóns Sigurðssonar
fræðimanns, sem talinn var höfð-
ingi ættarinnar á sínu tímabili.
Kona Helga og móðir Sigurlaugar
var Sesselja Sigurðardóttir. Mér
sýnist að þarna hafi farið saman
dugnaður og von um að halda
velli.
Ást Sigurlaugar mun ekki hafa
byggst á fjölmenni, heldur öðru
sem gleymskan vinnur ekki á.
Þarna ólst hún upp og átti heimili,
þar til aðrir þættir komu til.
Hún var elst af systkinum, sem
upp komust, þremur systrum og
þremur bræðrum. Þrjú börn
þeirra hjóna dóu ung. Ekki mundi
Sigurlaug Jón afa sinn. Hann dó
ári fyrr en hún fæddist. Hvort hún
mundi Sigþrúði ömmu sína, veit
ég ekki, en sem innskots vildi ég
geta þess, að mér finnst hún ekki
hafa fengið þann orðstír sem
henni ber. Sigþrúður var dóttir
Sigurðar Gíslasonar, Halldórsson-
ar prests á Desjarmýri. Það mun
ekki síst hafa verið hún, sem flutti
hinn mikla þátt dugnaðar og
krafts inn í ættlegg Jóns fræði-
manns. Hann mun aldrei hafa um
búskap hugsað sem bóndi. Sig-
þrúður stjórnaði öllu utan bæjar
og innan. Slíkt var ekkert hjáverk
á svo stóru heimili. Þessa eigin-
leika má sjá og rekja enn í dag.
Nefna má „Hafnarbræður", sem
öll þjóðin kann skil á.
Þótt heimilisfang Sigurlaugar
héldist í Njarðvík, fór hún smátt
og smátt að hleypa heimdragan-
um. Hún fór meðal annars í
kaupavinnu að Höfn og vfðar, þó
var kannski hennar stærsta happ
á þessum árum, að hún réðst þjón-
ustustúlka til Þorsteins borgara
og konu hans, Rögnu, á Seyðis-
firði. Ragna var af norskum ætt-
um sem höfðu numið land á suöur-
fjörðum. Þetta var vel metið fólk
og fór mikið orð af frú Rögnu,
hvað allt heimilishald snerti. Á
slíku heimili var margt að læra
sem vegur eitthvað, svo ekki sé
meira sagt, á móti húsmæðra-
menntun nú á tímum.
Árið 1911 giftist Sigurlaug Jóni
Jóhannessyni, og byrjuðu þau
búskap í Bakkagerðisþorpi.
Jón var búfræðingur að mennt,
frá Eiðum og sótti síðar námskeið
við Kennaraskóla íslands. Ekki er
mér kunnugt um ætt Jóns, utan að
móðir hans, Finna Marteinsdóttir,
var ættuð úr Þingeyjarsýslu, af
Skútustaðaætt. Jóhannes var
Vopnfirðingur, kallaður skarði.
Þau mæðginin Finna og Jón komu
svo alla leið til Borgarfjarðar.
Jón var nettmenni, spengilegur
á velli og hafði fas og hreyfingar,
sem ég hafði ekki áður þekkt. Jón
var maður dulur og blandaði sér
lítt í mál annarra. Þessa mun
hann hafa goldið að sumu leyti. Ég
lenti sem stráklingur í skóla hjá
honum á Borgarfirði og líkaði vel
við hann. Við strákarnir vorum
glensfullir, en aldrei atyrti hann
okkur, en hafði samt einhvern lyk-
il að okkur svo allt var fellt og
smellt. Jón var prýðilega greindur
og fróður um margt. Á Bakkagerði
stundaði hann sjó á sumrum og
eitthvað kennslu á vetrum.
Árni Steinsson, frændi minn,
gat þess í ræðu sem hann flutti á
samkomu á Borgarfirði, að Jón
hefði átt góðan þátt í því að Þor-
steinn Jónsson og kona hans, Sig-
urjóna, settust að á Borgarfirði,
sem var eitt mesta happ Borgfirð-
inga. Að Árni gat þessa var sér-
stakt hól, því þeir voru engir sam-
herjar, enda gjörólíkir.
Finnu sá ég aðeins, hún minnti
mig á hinar gömlu völvur. Ekki
hefði ég viljað fá áhrínsorð frá
henni. Samt sló þar hlýtt hjarta,
ef vel var að henni vikið. Sumir
gerðu henni áheit og þótti vel tak-
ast.
Ekki lét Sigurlaug deigan siga
með störf utan heimilis og er þar
margt ósagt. Hún var ein af stofn-
endum Kvenfélagsins Einingar,
tók virkan þátt í störfum þess, var
varaformaður lengst af og síðan
heiðursfélagi þess. Hún hafði gott
lag á því að virkja fólk til starfa
og hjálpar þegar með þurfti.
Margt af fólki vildi vel, en skorti
lag til að koma ár sinni vel fyrir
borð. Þarna byggði Sigurlaug brú,
sem hafði þann eiginleika að báð-
Ragnar Sigtryggs-
son, Akureyri - sextugur
Hann verður sextugur á hvíta-
sunnudag 26. þessa mánaðar og
fer létt með eins og hans er von og
vísa.
„GO GO“ er hann kallaður í
bókinni „Aktive Fotballspillere",
útgefinni í Kristjaníu fyrir 30—35
árum. Hann lék hægri og vinstri
kant með Stabekk Idretsforening
árið 1950 og vakti eftirtekt í Nor-
egi. í heimabæ hans, Akureyri,
var hebbað á Gógó, þegar hann óð
upp með knöttinn, jafn-hættu-
legur andstæðingnum eins og litill
nautabani er stóra tarfinum rétt
áður en hann drepur hann.
Skrýtnir fuglar koma frá Akur-
eyri — eða svo er alltaf verið að
3egja manni.
„Þið þarna frá Akureyri eruð
eitthvað svo svagalega dularfull-
ir,“ sagði reykvískur áhorfandi,
sem hefur tekið út sína forvitni
snemma, við fyrrverandi Akureyr-
ing, þegar þeir voru að horfa á
keppni milli KR og Akureyrar eitt
sinn á Melavellinum fyrir all-
mörgum árum. Þar lék Gógó ekki
með. Hann hætti eiginlega alveg
að spila fótbolta um 37 ára aldur
og fór svipað að eins og gamall
hnefaleikameistari í fjaðurvigt,
sem hefur yfirgefið hringinn.
Gógó er af árganginum 1925,
sem var herskyldur í siðustu
heimsstyrjöld svo víða annars
staðar i heiminum en á Islandi.
Gógó er líka töluvert ólikur
fjöldaframleiðslu á mannkind eft-
irstríðsáranna eða þeim, sem
fæddust í stríðinu. Hann er mót-
aður af andlega andrúmsloftinu á
íslandi, sem ríkti fyrir 1939, að
viðbættum akureyrskum venjum
og hefðum, sem þykja dularfullar,
sbr. umsögn reykvíska knatt-
spyrnuáhorfandans eins og að
ofan getur.
Ragnar Sigtryggsson heitir vin-
urinn fullu nafni og gengur jafnan
undir nafninu Gógó Sigtryggs.
Hann er fæddur og alinn upp á
miðri Oddeyrinni í Norðurgötu 28
— rétt norðan við gömlu Prent-
smiðju Björns Jónssonar. Þar hef-
ur hann alið alian aldur sinn, þar
til hann kvæntist góðri konu
snöggtum yngri en hann (og fer
vel á fyrir garpinn) og að norðan
eins og hann — af stólpakyni — og
settist að utan við á — í Skarðs-
hlíð 6b.
Síðan eru liðin fimmtán ár
þ.e.a.s. síðan hann fluttist í
Skarðshlíöina, en tuttugu ár, síð-
an hann festi ráð sitt. Eiginkona
Gógós heitir Sonja Gunnarsdóttir
og er ættuð af Svalbarðsströnd-
inni og úr Inn-Eyjafirðinum og er
auk þess af svokallaðri Húsafells-
ætt, sem ekki er fisjað saman.
Hún og Gógó eiga fimm mann-
vænleg börn. Hvílir gæfa yfir
heimili þeirra hjóna.
Gógó er vel að merkja af svarf-
dælskum og skagfirzkum ættum
— og þá má ekki gleyma því að í
móðurætt er hann frá Enni á
Ströndum. Afi hans, Lýður Jóns-
son hreppstjóri á Enni, var ann-
álaður garpur og hraustmenni.
Oddeyrin, vel á minnzt. Oddeyri
er Brooklyn Akureyrar á sama
hátt og Gólan í Breiðholti er
Bronx Reykjavíkur. Oddeyrin er
svæði götubardaga, einvíga,
prakkarastrika, amorsbragða og
annarra gleðiathafna. Flestir
harðjaxlar bæjarins eru sagðir
þaðan. Þetta er og var umhverfi
persóna eins og Joe paa Tangen,
Antons-bræðra, Halla kafara og
Gests Pálssonar. Allt saman karl-
ar í krapinu, fornir í lund, ef því
var að skipta.
Gógó kynntist æði snemma
keppni og bardaga, hvort sem það
var á götunum á Oddeyrinni elleg-
ar á Bogatúninu og Maríutúni,
sem hvortveggja voru hluti af
Eiðsvellinum. Hann var ekki hár í
loftinu, en lét það ekki aftra sér.
Hann var fljótt sterkur í fótunum
— það skipti máli — og snöggur
til atlögu. Lýður bróðir hans var i
Leikfimiflokki H.A. og L.F.A. ekki
stórvaxinn fremur en Gógó, en lip-
ur eins og köttur og vakti furðu í
sýningarför flokksins um landið
árið ’32 og ’33. Hann er nú at-
vinnuharmonikkuleikari í Noregi
og rak að auki cirkus, þá síðast
fréttist. Þriðji bróðirinn, Her-
mann, var afreksmaður á íþrótta-
sviðinu, aðallega frjálsum, og hef-
ur átt nokkur met, t.d. í hlaupum.
Gógó hélt sér við boltann og gekk
í K.A. þótt hann væri af „Eyr-
inni“.
Tvö knattspyrnulið hafa att
kappi hvort við annað á Akureyri
um margra ára skeið: Þór og K.A.
Það var almennt talið, að í þau
veldust eftir bæjarhlutum. Liðs-
menn Þórs voru yfirleitt af
Oddeyrinni og Ytri-Brekkunni, en
þeir, sem voru í K.A., áttu flestir
heima í Innbænum og á Syðri-
Brekkunni. Bæði félögin eiga tals-
verða sögu.
Knattspyrnufélag Akureyrar
var stofnað 1928 í stofunni hjá
gamla Schiöth i innbænum, og
meðal stofnenda voru þeir Helgi
Schiöth, sem starfaði um hríð f
akureyrsku löggunni og gat sér
orð, Fiddi Pje, bróðir Marinós,
sem var yfirþjónn á Gildaskála
KEA I gamla daga, en Fiddi var
líka lögreglumaður eins og Helgi,
bæði á Akureyri og í Reykjavík.
Þá má ekki gleyma honum Tomma
Steingríms stórkaupmanni, einka-
vini Jóns Sólness og bróður í leik
og þá honum Kalla Ben, sem seldi
skó í Bótinni og var sagður Hún-
vetningur að uppruna. Þetta var
hressilegt gengi þessir frumkvöðl-
ar K.A.
Fimmtán ára gamall var Gógó
farinn að leika í meistaraflokki
K.A. með sér fullorðnari og Iangt-
um stærri mönnum. Síðan hann
var tíu ára hefur hann barizt eins
og Ijón í keppni „á vellinum". í þau
tuttugu og sjö ár, sem hann keppti
í fótbolta eða þar til ársins 1962,
en þá taldi hann sig vera hættan
að mestu eða öllu leyti, hefur hann
alltaf verið harður af sér og ekki
hlíft sér, hvernig sem staðið hefur
á.
„Það eru langtum ill-harðari
strákar í Þór,“ sagði Grímseyjar-
Geiri heitinn eitt sinn, þegar hann
var að horfa á keppni milli K.A. og
Þórs á nýja vellinum austan og
neðan við Brekkugötuna.
„Líttu á Gógó — hann er í
K.A.,“ sagði einhver úr hópnum.
Grímseyjar-Geiri hafði ekki
ráðrúm til að svara, því að þriðji
maðurinn í hópnum sagði: „En
Gógó er líka Oddeyringur —
gleymdu því ekki.“
Fyrir allmörgum árum var
greinarhöf. staddur norður á Ak-
ureyri og hitti þá Gógó — all-
sæmilega fyrirkallaðan.
Þetta var seint um kvöld að
sumarlagi og ákveðið að bregða
sér upp í Hlíðarfjall rétt fyrir neð-
an skíðahótelið nýja.
Gömul sexhleypa, herlögreglu-
byssa af Vellinum, Colt Cal. 22,
fannst í hanzkahólfi bifreiðarinn-
ar og nokkur skot. Skotsvæði var
valið á barmi hengiflugs ofan við
Glerá. Gógó er þaulvanur Luger-
marghleypu. Nokkrum flöskum
var raðað upp. Byssan var farin að
ryðga og spúði svolítið aftur úr
sér, en ekki var verið að láta það á
sig fá. Nokkuð um tilfæringar,
byssuskömmin virkaði ekki nema
endrum og eins. Rúlettan var orð-
in slitin.
„Mér líkar það ekki,“ sagði
Gógó, „mér líkar það ekki,“ þegar
hann spennti hana og ekkert skot
hljóp af. Þegar skot kom svo loks
úr byssugarminum, færðist yfir
Gógó þessi keppnisertnissvipur,
sem hann er frægur fyrir, og
hanakambsklippingin, sem hann
er líka ekki síður frægur fyrir,
varð enn broddóttari en endra
nær.
Leiknum var ekki hætt, fyrr en
öllum skotum hafði verið skotið,
og flestar flöskurnar lágu í méli.
Með púðurbrennda fingur var svo
haldið aftur niður til Akureyrar
og byssan dæmd svona rétt brúk-
leg.
Svo liðu árin.
Vinur og félagi Gógó var hittur
annað veifið, en stundum leið
langt á milli — og þá voru hafðar
af honum spurnir. Hann var alltaf
sami karakterinn í leik og starfi,
en hann er bólstrari að mennt —
„einn af þeim allra síðustu á ls-
landi, sem kann að stoppa og
bólstra dívan fyrir nýtrúlofaða“
segja þeir fyrir norðan. „Dívan-
arnir frá Gógó eru gjörsamlega
skotheldir,” sagði einn gárunginn
á Ak., og endast eitt hjónaband og
jafnvel lengur."
Vinurinn er hættur í þessari
grein sinni og vinnur nú hjá
Niðursuðu Kr. Jónssonar og kann
því vel.
Árið 1968 í nóvember var flogið
með heila málverkasýningu norð-
ur til Akureyrar — eldsnemma að
morgni. Gerðir voru djöflasamn-
ingar við Hótel KEA um sýning-
arsal uppi á l’hotel. Þá vantaði
hjálparsveit. Hver var það annar
en Gógó, sem brá hart við og
virkjaði stórskotalið kunningja og
vina iðnaðarmanna sem gjör-
breyttu salnum á svipstundu og
gerðu hann að glæsilegu galleríi
(— „Galerie du Nord“). Aldrei hef-
ur nein sýning gengið betur —
aldrei ríkt meiri keppnisandi og
vilji á að standa sig með heiðri.
Þetta var eins og markaregn.
í lokin var reynt að sýna þakk-
læti og Gógó og Lady skenkt
blómamynd f olíulitum og þá
náttúrlega á silfurfati. Myndin er
enn minnisstæð, af því að hún var
að meira eða minna leyti máluð
með palljettuknífum og ennfrem-
ur var hún gjörð í gullinsniði.
Þar að auki átti hún sér sögu. Á
bak við hana var önnur mynd —
málverk af konu og nefndist sú
mynd „Manhattan Cocktail Girl“.
Það glitti aðeins á útlínur vinunn-
ar undir blómahafinu, sem gaf
málverkinu nýja og betri vídd.
Þessi mynd glataðist og hvarf
sjónum á málverkasýningu á
Kjarvalsstöðum 1975 — og er enn
verið að leita að henni. Það reynd-
ist erfiðleikum bundið að bæta
fyrir þessa handvömm eða þetta
ólukkans slys.
Leiðin lá norður í land enn einu
sinni sem oftar. Þetta var að vetr-
arlagi fjórum árum seinna. Þá var
ákveðið að sýna manndóm og gera
mynd og hafa mikið fyrir henni.
Valinn staður og stemmning.
Þetta var mynd af litlu bátakvínni
við Krossanes. Bátarnir sjást á
myndinni — þessar skeljar í öllum
regnbogans litum — eina slíka
átti Gógó löngum og reri til fiskj-
ar og gerir trúlega enn — og
Kaldbakur í baksýn og fjörðurinn.
Allt í vetrarbúningi. Það var unn-
ið dag eftir dag og kuldinn var
mikill — þessi norðlenzki frost-
kuldi. En verkinu var lokið og
mátti það þakka samvizkubiti
málarans og Kennedy-bræðrun-
um, sem lánuðu stóran Landrov-
er-jeppa til afhafnaseminnar.
Þessi mynd hangir nú í stofunni í
Skarðshlíð 6b. En enn er verið að
leita að Manhattan Cocktail Girl.
Kannski finnur Derek hana ein-
hvern tíma, áður en Gógó og
greinarhöfundur eru allir. Þá
verður veizla.— Það veit guð.
Skilaðu kveðju til gömlu Akur-
eyrar, kæri vinur Gógó, og segðu
þeim þar, að þeir geti verið stoltir
af þér — svo sannarlega.
Að Hæðardragi, Rvík,
Steingrímur St.Th. Sigurðsson.