Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985
Hópmynd úr leikriti Sveins Einarssonar „Ég er gull og gersemi". Fremstir standa Theodór Júlíusson og Torfi Frans
Ólafsson, sem báðir léku Sölva Helgason á ólíkum aldri.
Húnvetninga
lifir lenska II
Niðurlag viðtals við Signýju Pálsdóttur
VII
„Illt er að eiga þræl að einka-
vin,“ mælti Ongull forðum í
Drangey. Við nútímamenn getum
ef til vill sagt: — Varlegt er tölvu
að treysta —. Svo fór að minnsta
kosti um viðtal við Signýju Páls-
dóttur, sem birtist að hluta I síð-
asta helgarblaði, að tölva Morgun-
blaðsins brást óvænt, er síst
skyldi, skilaði ekki niðurlagi sam-
talsins og hefur síöan neitað með
öllu að svara góðum mönnum og
gegnum um örlög þess. Þetta
leiddi óhjákvæmilega til þess, að
ég gekk í annað sinn á fund Sig-
nýjar til þess að slá nýjan botn í
viðtalið. Verður því ekki sagt, að
líkt hafi farið fyrir þeim Húnvetn-
ingunum, Gretti og Signýju, vegna
svika þræls og tölvu, því Grettir
féll, en hlutur Signýjar verður
væntanlega réttur nú. Og þá ligg-
ur i fyrstu beint við að koma að
leiðréttingu á frásögn í fyrri hluta
viðtalsins. Þar var sagt, að Þórar-
inn Eldjárn hefði þýtt leikritið
Bubba kóng, sem Herranótt MR
sýndi á skólaárum Signýjar. Það
var raunar skólabróðir minn og
fornvinur, Steingrímur Gautur
Kristjánsson lögmaður, sem þýddi
þetta leikhúsverk, en Þórarinn
skáld Eldjárn orti ljóðin.
Að þessu sinni hitti ég Signýju á
skrifstofu leikhússtjóra í Sam-
komuhúsinu á Akureyri og við
tökum upp þráðinn þar sem frá
var horfið. Þið ólafur voruð á
heimleið frá námi. — Já, við kom-
um heim í nóvember árið 1974.
Okkur gekk þá báðum illa að fá
vinnu í Reykjavík. Ólafur málaði
þennan vetur og undirbjó sýningu
fyrir vorið, auk þess sem hann
kenndi litillega við Landakots-
skólann. Ég fékk lítilsháttar starf
við leiklistarkennslu, sem ekkert
dró. Skömmu eftir áramótin hélt
ég því austur á Norðfjörð, þótt ég
væri þá komin sex mánuði á leið.
Þetta var snjóflóðaveturinn mikla
og dimmt yfir Neskaupstað þar
sem margir áttu um sárt að binda.
Aldrei hefi ég komið í aðra eins
snjóakistu fyrr eða síðar, ailt var
bókstaflega á kafi í fönn. En til-
gangur þessa ferðalags var að
reyna að létta lund fólksins.
Messíana Tómasdóttir var þá
myndmenntakennari við gagn-
fræðaskólann og jafnframt for-
maður Leikfélags Neskaupstaðar.
Réð hún mig til þess að setja á
svið léttan farsa eftir Dario Fo,
„Sá, sem stelur fæti, verður hepp-
inn í ástum." Messíana sá um allt,
sem formanni leikfélags ber á
slíkum stað, og þá ekki síst að
gera leikmynd, hanna búninga,
velja leikara og ganga á eftir fólki
að gera hitt og þetta. Ég vona að
þessi leiksýning hafi veitt ein-
hverri birtu inn í líf fólksins, svo
það hafi a.m.k. gleymt andstreymi
sínu smástund. Það er raunar
gaman að geta þess nú, að tíu ár-
um síðar snerum við Messíana
dæminu við, því á liðnum vetri réð
ég hana hingað til LA að gera leik-
mynd og búninga við barnaleikrit
Ólafs Hauks, „Kötturinn, sem fer
sínar eigin leiðir."
. VIII
Ég var tæpa tvo mánuði fyrir
austan og þar fékk ég smjörþefinn
af því, hvernig er að búa í kaup-
túni úti á landi. Þau kynni voru
góð og leiddu síðar til sjö ára dval-
ar við lík skilyrði á öðru lands-
horni. Skömmu eftir að ég kom til
Reykjavíkur aftur fæddist Torfi
sonur minn.
Hvað eru börn ykkar ólafs
mörg?
— Við eigum þrjú börn. Elst er
Melkorka Tekla, sem fæddist 1970,
þá Torfi Frans fæddur 1975 og
yngst er Guðrún Jóhanna, sem
fæddist 1977, tveim árum eftir að
við komum í Stykkishólm.
Og þið fluttust þangað vestur?
— Já, við heldum vestur til
Stykkishólms haustið 1975. Við
höfðum komist að raun um, hvað
það var erfitt að koma undir sig
fótum í Reykjavík og því sóttum
við um kennslu fyrir vestan. Þang-
að var gott að koma, ekki síst
vegna þess, að í Stykkishólmi er
nunnuklaustur.
Nunnurnar tóku okkur tveim
höndum og voru okkur sem bestu
mæður. Þær reka barnaheimili,
prentsmiðju og síðast en ekki sist
hafa þær um langt skeið séð um
rekstur fjórðungssjúkrahússins
þar vestra. Börnin okkar áttu gott
athvarf hjá þessum hjartahlýju
trúsystrum okkar. Og kaþólski
presturinn, séra Hákon Loftsson,
var okkur frábær sálufélagi, enda
mikill öðlingur og fjölhæfur lista-
maður. Hann var snjall mynd-
listarmaður og bar gott skyn á
tónlist. M.a. setti hann saman
fjórar mismunandi messur, sem
hann söng með söfnuði sínum í
Hólminum. Mér er óhætt að full-
yrða, að hvergi hafi okkur liðið
betur en hjá góðu fólki á Snæ-
fellsnesi. Þetta var að vísu ekki
sömu megin á nesinu og prestakall
séra Arna Þórarinssonar forðum,
en varla trúi ég þó, að það hafi
verið svo slæmt hinum megin sem
karlinn lét í frásögum sínum. Við
Ólafur höfðum nóg að starfa í
Hólminum. Við kenndum allt á
milli himins og jarðar í skólanum.
Hann gat málað á sumrin og hélt
þrjár sýningar þar vestra, þá eina
í Arnessýslu og loks eina í New
York árið 1981. Þar seldi hann 8
myndir og þær borguðu vesturför
okkar. Já, við komumst meira að
segja i eina ágæta Evrópureisu
með börnin á meðan við bjuggum í
Stykkishólmi. Fljótlega eftir kom-
una vestur vann ég ásamt öðrum
að endurreisn leikféiagsins
Grímnis. Það hafði áður starfað
með blóma á þeim tímum, sem að-
alstofnandi þess og driffjöður, ól-
afur Jónsson, kenndi í Hólminum.
En nú hafði dofnað yfir því
nokkru eftir brottför hans. Það
var gaman að vinna að þessari
endurreisn. Ég varð formaður,
leikstjóri, leikmynda- og búninga-
hönnuður o.fl. til að byrja með og
róðurinn reyndist þungur, en
skemmtilegur. Þá þýddi ég jafnvel
FÖNG
Bolli Gústavsson
leikrit, m.a. Markólfu eftir Dario
Fo, sem síðan hefur verið sýnd
víða um land. Það var fyrst þegar
við réðumst í stóra sýningu á
söngleiknum „Þið munið hann
Jörund“ eftir Jónas Árnason, sem
leikfélagið tók verulegan fjörkipp.
Það þurfti þá að virkja fjölda
fólks og m.a. fengum við kaupfé-
lagsstjórann, Halldór S. Magnús-
son, til þess að leika Jörund.
Þarna komu til skjalanna sjó-
menn, smiðir og vaskar konur.
Segja má með sanni, að sýningin
hafi hleypt nýju blóði í leiklistar-
lífið, sem síðan hefur blómstrað
þar vestra og ekki síður eftir að
við fórum þaðan. í skólanum var
líka mikið leiklistarstarf, m.a.
leiklistarkennsla, svo nóg var að
gera á þeim vettvangi, sem ég
hafði áhuga á.
Signý Pálsdóttir
IX
Samt yfirgáfuð þið þennan
sælureit?
— Já, þegar út á leið 1982 birt-
ist auglýsing í blöðum frá Leikfé-
lagi Akureyrar þar sem óskað var
eftir leikhússtjóra. Ég sendi langt
umsóknarbréf, en bjóst alls ekki
við að fá stöðuna, enda sóttu
a.m.k. 4 um starfið. Um páskana
vorum við hjónin gestkomandi á
Hólum í Hjaltadal. Þá taldi Jón
Bjarnason skólastjóri þjóðráð að
heita á gömlu Hólakirkju í þeirri
von og trú að ég fengi stöðuna.
Það áheit bar sannarlega góðan
árangur, svo mér er hlýtt til hins
helga Hólastaðar. Hélt ég þegar
um vorið til Akureyrar til þess að
undirbúa næsta leikár, en um
haustið 1982 settumst við þar end-
anlega að og keyptum okkur þá
meira að segja íbúð í fyrsta sinn.
Atvinnuleikhús hafði þá starfað í
tæpan áratug á Akureyri eða frá
árinu 1973. Fyrsti leikhússtjóri
þess var Magnús heitinn Jónsson.
Síðan kom Eyvindur Erlendsson,
þá Brynja Benediktsdóttir og loks
Oddur Björnsson. Ráðningartími
leikstjóra er skammur hér eða að-
eins 2 ár. Ég hefi því þegar lokið
hálfu öðru starfstímabili nú í vor.
Fyrsta verkefni LA leikárið
1982—’83 var Atómstöðin eftir
Halldór Laxness í leikgerð Bríetar
Héðinsdóttur. Það þótti að sjálf-
sögðu athyglisvert, að við skyldum
sýna nýja leikgerð þar sem Sveinn
Einarsson og Þorsteinn Gunnars-
son höfðu áður samið leikritið
Norðanstúlkuna upp úr Atómstöð-
inni i samvinnu við höfundinn. En
leikgerð Bríetar var með nokkuð
öðrum svip. Bríet var höfundinum
trú, þótt hún fækkaði persónum
og gerði nokkrar styttingar, og
sýningin þótti takast mjög vel.
Var okkur boðið með hana suður í
Þjóðleikhús. önnur verkefni þetta
fyrsta leikár á ferli mínum hér
voru barnaleikritið „Siggi var úti“,
sem ég samdi og fjallar um friðun
tófunnar á íslandi. Leikstýrði ég
þeirri sýningu. Þá var sýnt mjög
minnilegt verk eftir Danann
Ernst Bruun Olsen, Bréfberinn frá
Arles, sem fjallar um hollenska
málarann Vincent van Gogh.
Haukur Gunnarsson var leik-
stjóri. Mér þykir sérstaklega vænt
um þessa sýningu, því hún var
mjög heilsteypt og falleg. Fjórða
verkefnið var franskur farsi eftir
Georges Feydeau, Spékoppar, en
honum leikstýrði Flosi Ólafsson.
X
Haustið 1983 færðumst við mik-
ið í fang, er söngleikurinn My Fair
Lady var settur á svið undir stjórn
Þórhildar Þorleifsdóttur. Það var
að ýmsu leyti tímamótaviðburður.
Margt eldra fólk á Akureyri hafði
ekki verið sátt við leikritaval und-
angenginna ára og fjarlægst leik-
húsið; saknaði kannski söngleikja
og fjölmennari og viðhafnameiri
sýninga. Þetta fólk fagnaði sýn-
ingunni mjög og við höfum notið
þess síðan. Þá hófst samstarf við
tónlistarfólk hér í bæ, sem síðan
hefur haldist. Passíukórinn og
hljómsveitir Tónlistarskólans,
kennarar og nemendur þar, hafa
starfað með leikhúsinu síðan. Ro-
ar Kvam hljómsveitarstjóri hefur
unnið stórkostlegt starf, sem við
metum mjög mikils, og væntum að
þetta samstarf við tónlistarfólkið
endist sem allra lengst. My Fair
Lady sló öll aðsóknarmet hér fyrr
og síðar. Sýningarnar urðu alls 55.
Og þá hófust ferðir fólks hingað
til Akureyrar víðsvegar að af
landinu, til þess að fara í leikhús.
A.m.k. 80% þeirra, sem sáu My
Fair Lady, voru aðkomufólk. Flest
kom það úr héruðunum hér norð-
anlands. Það er gott til þess að
vita, að margt af þessu fólki hefur
haldið tryggð við leikhúsið hér
síðan. Nú, My Fair Lady var svo
fyrirferðarmikil, að hún ruddi
næsta verkefni til hliðar. Við
höfðum undirbúið sýningu á
Galdra-Lofti, ráðið leikstjóra, val-
ið í hlutverk og æfingar voru
hafnar af krafti, en svo fór sem
fór. Ladyin gekk allan veturinn.
Það bjargaði þriðja verkefninu,
„Súkkulaði handa Silju“ eftir
Nínu Björk Árnadóttur, að hægt
var að koma því fyrir með góðu
móti í Sjallanum. Leikritið naut
sín þar ágætlega. Undir vorið var
barnaleikritið Kardimommubær-
inn eftir Thorbjörn Egner sett á
svið af Theodóri Júlíussyni. Sú
sýning var aftur tekin upp á liðnu
hausti og hefur það ekki gerst fyrr
í sögu leikhússins hér. Aðsóknin
var frábær, sýningar 32 og átti
Kardimommubærinn til skamms
tíma aðsóknarmet nr. 2 sem Piaf
er að slá út nú. Annars hófum við
þetta leikár á gamanleiknum
„Einkalíf" eftir Noel Coward, sem
Jill Brook Árnason leikstýrði. Rétt
eftir áramót var síðan frumflutt
nýtt, íslenskt leikrit, „Ég er gull
og gersemi" eftir Svein Einarsson.
Reyndar fékk ég Svein til þess að
gera Ieikrit eftir skáldsögu Davíðs
Stefánssonar, Sólon íslandus, en
hann gekk lengra. Samdi hann
eigið leikverk, að hálfu í nútíman-
um og að hálfu leyti fjallar það
um sögu og tíma Sölva Helgason-
ar. Þetta verk um listamanninn
fyrr og nú gekk með ágætum og
vakti verðskuldaða athygli. Fórum
við með það fyrir skömmu til Fær-
eyja, sem var skemmtilegt ævin-
týri. Og þá erum við komin að Ed-
ith Piaf, söngleiknum, sem enn
gengur við miklar vinsældir. Á
Elísa (Ragnheiður Steindórsdóttir) telur Higgins (Arnar Jónsnon) á að kenna
sér. Frú Pearce (I»órey Aðalsteinsdóttir) fylgist með.