Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 B 39 Afríka: Erfiðleikar í Kenýa — það gekk ekki átakalaust að filma „Out of Africa“ með þeim Meryl Streep og Robert Redford Núna vita menn í Hollywood aö þaö er heilmiklum erfiöleikum bundiö aö færa klukkuna aftur um 70 ár í Afríku eins og nauösyn bar til viö gerö myndarinnar .Out of Africa" í Kenya. Svo erfitt var þaö raunar aö Universal-fyrirtækiö hætti næstum því viö myndina. En leikstjórinn, Sydney Pollack, var svo hrifinn af framlagi leikar- anna í myndinni, þeirra Meryl Streep og Roberts Redford, aö hann ákvaö aö Ijúka viö myndina hversu erfitt sem þaö mundi reyn- ast. Svo þaö er fyrst og fremst þrákelkni hans aö þakka aö þaö tókst aö Ijúka myndinni. Til að byrja með gengu yfir Kenýa einhverjar mestu hitabelt- isrigningar, sem þar höföu veriö í mörg ár og enduöu tveggja ára þurrkatímabil. Rigningin og stormar sem henni fylgdu eyöi- lögöu gersamlega eftirlíkingu af hálfrar aldar gömlum bæ, sem reistur haföi veriö meö miklu basli fyrir myndina og ærnum tilkostn- aöi. Mikið rifrildi varö út af búning- um hinna afrísku ættbálka. Sumir fengu aðeins teppi en aörir skinn og þess var ekki langt aö biöa aö raddir fóru aö heyrast um aö bún- ingarnir væru „móðgun", ,ný- lendulegir" og „niörandi". Og þegar þaö svo fréttist aö þeir „statistar" sem fylltu hóp ættbálk- anna voru meö helmingi lægri laun en hvítu „statistarnir" sáu framleiöendurnir fram á meirihátt- ar læti viö verkalýösfélög á stað- num. Eftir fréttum í blaðinu Kenya Times aö dæma héldu sumir stat- istarnir því fram aö kvikmynda- fyrirtækiö væri aö reyna aö „niðurlægja" þá og aö þaö heföi jafnvel neitaö þeim um bjór í hlé- um en haldiö aö þeim ávaxta- drykkjum og gosi. „Out of Africa" gerist í Kenýa rétt eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar danski rithöfundurinn Isak Dinesen (sennilega betur þekktur í dag sem barónessan Karen Blix- en), var aö berjast viö aö fá kaffi- ekrur sínar rétt utan viö Nairobi til aö gefa af sér arö en þetta út- hverfi Nairobi ber nú nafn hennar, Karen. Eitt lykilatriöi myndarinnar er þegar hetjan (Meryl Streep) hittir í fyrsta sinn ástvin sinn (Robert Redford). Það gerist á járn- brautarstöö viö Athi-sléttuna í janúar 1914. Samkvæmt handrit- Meryl Streep inu haföi hinn raunverulegi elsk- hugi Karen Blixen, Denys Finch- Hatton, sem var mikill veiöimaö- ur, stöövaö lestina á leiöinni frá Mombasa til Nairobi til aö hlaöa á hana fílabeinum sínum. A meöal farþega var hin nýgifta Karen (gift Blixen barón), sem hreifst svo mjög af veiöimanninum. Til aö filma atriöiö varö aö út- vega lest frá þessum árum en hún Robert Redford fékkst á lestasafninu í Nairobi og meö henni fylgdi eldgamall gufu- rokkur, sem dreginn var á staðinn af nútíma díselvél. Meö í förinni var einnig einskonar vél sem likja átti eftir hvissandi gufustróknum í gamla rokknum. Þegar búiö var aö koma þessu öllu saman fyrir á réttum staö fyrir myndatöku neit- aöi þessi litla vél algerlega aö gefa frá sér svo mikiö sem einn strók af gufu, hvaö þá heldur pínulítiö hviss. Þar meö höföu þúsundir dollara fariö í súginn og daginn eftir vantaöi einn í hóp kvikmyndageröarmannanna. En björtu hliöarnar voru sem sagt Streep og Redford, sem heilluöu gersamlega kvikmynda- tökuliöiö. Sérstaklega þótti Streep góö í „jaröarfararatriöinu" þegar Finch-Hatton var jaröaður eftir aö hafa látiö li'fiö í flugslysi á milli Mombasa og Nairobi áriö 1931. Atriöiö var tekiö á hinu friö- aöa Masai Mara-svæöi en Pollack haföi haft í nógu aö snúast vö aö reka saman sebrahesta, antílópur og buffalóa, fyrir myndavélina til að gefa atriöinu hiö rétta and- rúmsloft. — ai. beöinn aö endurskrifa handritiö. Hann fær sér til aöstoöar þeldökka leikkonu, Marilyn Matthews, sem hann haföi kynnst nokkrum mánuö- um áöur. Á heimili hans i Noröur- Kaliforníu fá þau Matthews daglega í heimsókn þá Gere, Evans og Hines til rökræöna um handritiö. Aö tiu dögum liðnum hefur Coppola svo lokiö viö aö endurskrifa og eru þeir báöir, Gere og Evans, yfir sig hrifnir af árangrinum. Hann veröur svo til þess aö þeir Doumanis-bræöur og Sayyah taka upp þráöinn aö nýju, en hafa uppi efasemdir um þær áætlanir Evans aö ráöa Coppola sem leikstjóra. Júní1983 Evans ræöur Coppola sem leik- stjóra og samþykkir aö veröa viö öllum kröfum hans: 2,5 millj. í laun, prósentuhlut af innkomunni og al- gjört vald yfir allri kvikmyndagerö- inni. Evans sagði seinna: „Ég haföi Coppola. Ég haföi Gere. Ég átti stórkostlegt handrit og óg átti The Cotton Club. Mér fannst allir vegir færir." Coppola flýgur i snatri til New York, þar sem kvikmyndatakan á aö hefjast eftir aöeins sex vikur. Hann kemur sér fyrir í hinu gamla Astoria-kvikmyndaveri (sem staöiö haföi ónotaö uppundir hálfa öld), en þar var verið aö endurbyggja útlit Cotton Club innandyra, einsog þaö var 1929. Á fundi er rætt um aö taka myndina á 12 vikum. Júlí 1983 Nú er handritiö tilbúiö og sent til allra aöstandenda myndarinnar. Dick Sylbert uppgötvar þá aö sex af sjö tökustööum sem hann haföi sýnt Coppola voru ekki lengur inní myndinni og 10 sviösmyndir sem hann haföi hannaö farnar sömu leiö- ina. Leikhópurinn kemur svo fyrst saman 25. júlí. Gere er óánægöur meö hlutverk sitt og á í vandræðum meö aö aölagast óþvinguöum leik- stjórnarstíl Coppola. Matthew og Coppola ryöja úr sér endurbótum á handritinu, þeirra á meöal fjórum um eina helgil Ágúst 1983 Gere hverfur skyndilega frá kvikmyndatökunni og raddir eru á lofti um aö fá Matt Dillon í hans staö. Ennþá án endanlegs handrits, heldur Coppola áfram aö leikstýra þrátt fyrir sífeilda ringulreiö og glundroöa. Sögusagnir herma aö kvikmyndageröinni veröi snarlega hætt. Á sama tíma þingar Evans viö lögfræöing Geres. Hann hefur þegar lofaö aö borga stjörnunni 1,5 millj. dala í laun, 10% af innkomunni og 125 þús. dali fyrir hverja viku eftir 29. október. Eftir viku fjarveru birt- ist svo goöiö á ný. Langþreyttur á eilífum vandamal- um varöandi handritiö og Gere ákveöur nú aöalbakhjarl myndar- innar, auöjöfurinn Sayyah, aö draga sig í hlé frá kvikmyndageröinni. Ed Doumani kemur frá LA til aö yfirtaka fjármálin. Hann kemst strax á snoö- ir um aö myndin er allt annaö en „tuttugu milljón dala, pottþétt fyrir- tæki"! Hann kemst aö raun um aö ferðir og uppihald kvikmyndagerö- arfólksins nema orðið 1 millj. dala., búningar 1,6 millj., föröun og hár- greiösla 460 þús., öryggisvarsla 256 þús., veistuhöld 247 þús., aö bil- stjórarnir hafi 1200 dali á viku og lágmarkslaun trésmiöanna séu 900 dalir. Samanlagt væri kostnaöur Doumani-bræöra a.m.k. 1,2 millj. dala á viku, eöa 300 dalir á mínútu! September 1983 Coppola hefur nú lokiö viö fimm vikna kvikmyndatöku úti á töku- svæöunum og flytur sig inní Astoria-kvikmyndaveriö. Doumani- bræöur eru komnir í alvarlega fjár- þröng. Evans heldur i sjálfskapaöa útlegö í Acapulco. Þegar kostnaöur- inn fer yfir yfirþyrmandi 40 millj. dala markiö, fær Éd Doumani gaml- an vin sinn, Joey Cusumano, meö mafiusambönd, til aö fylgjast náiö meö eyöslu Coppola. Oklóber 1983 Cusuma^o/semur ágætlega viö Coppola og hefur róandi áhrif á gang mála. Hann hvetur Doumani til aö halda sig frá kvikmyndaverinu og leggur til aö Coppola fái næöi til sköpunar, án rifrildis yfir kostnaöi. Nóvember 1983 Cusumano er oröinn vinsæll hjá The Cotton Club-leikhópnum. Á meöan hefur spennan aukist á milli Evans og Coppola, sem hefur á oröi aö skora Evans á hólm! Desember 1983 Nú gerir Cusumano Evans Ijóst aö myndatöku veröi aö vera lokið fyrir 23. des. Til aö skapa rétt hug- arástand í hópnum gefur Cusumano öllum. T-bol, sem á stendur Dec. 23, 1983. Evans og Doumani-bræöur berjast gegn því aö myndatakan veröi stöövuö. Þó þannig sé málum háttaö, er dreifingaraöillinn, Orion, á engan hátt skuldbundinn til aö út- vega fé svo hægt sé aö halda tök- unni áfram. Evans fer til Paramount í peningaleit og segir þeim aö hann sé reiöubúinn aö lýsa sig gjaldþrota og losna þannig viö alla samninga viö Orion. Paramount býöur honum 15 millj. dala ef hann stendur viö þá áætlun. Siöan snýr Evans til baka til Orion. Orion býöur þá sömu upp- hæö, til aö foröa því aö myndin lendi hjá öörum dreifingaraöila, gegn því skilyröi aö Evans afsali sér öllum völdum. Þar sem aö myndin er komin aö falli er Evans neyddur til aö samþykkja. Eftir fjögurra ára baráttu, án þess aö taka laun og lenda persónulega í hrikalegri skuldasúpu, missir nú Evans end- anlega öll tök á The Cotton Club. Aö kvöldi 23. desember býr Copp- ola sig undir lokatökuna og kl. 6 aö morgni er allt efni komið á filmu. Timatakmörkunum er náö, og þrátt fyrir erjur viö Coppola á meöan á myndatöku stóö, þá heldur Gere upp á áfangann ásamt leikstjóran- um og aöstandendum myndarinnar. Janúar1984 Þó aö aöalmyndatökunni sé lokið á enn eftir aö taka í tvær vikur og Gere hefur safnaö hári og skeggi svo ekki er unnt aö taka af honum nærmyndir. Bob Hoskins hefur rak- aö hár sitt þar sem hann er byrjaöur aö leika Mussolini í annarri mynd, og verður aö nota hárkollu. Cusum- ano hefur nú tekiö saman kostnað- inn viö myndina og komist aö iskyggilegri niöurstööu: The Cotton Club kostar nú gróflega u.þ.b. 47 millj. dala, auk 1,5 millj. sem reiknaö er meö aö tvær siöustu vikurnar í frágangi komi til meö aö kosta. Myndin er þar meö oröin ein sú dýr- asta sem framleidd hefur veriö! Mars 1984 The Cotton Club er nú aö veröa tilbúin til sýningar. Ed Doumani telst svo til aö hún veröi aö taka inn álíka mikiö og The Godfather, rétt svo aö endar náist saman! Cusumano hefur í hyggju aö yfirgefa Las Vegas og snúa sér alfariö aö kvikmyndum. Og Bob Evans er á höttunum eftir fjár- framlögum til aö gera framhald af Chinatown. Ætlunin er aö Jack Nicholson fari meö aöalhlutverkiö og segir Evans fyrirtækiö „mjög svo spennandi". (Þýtt og endursagt úr Photo- play, maí 1985. SV)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.