Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 18
18 ,P
Afmæliskveðja:
Óskar Magnús
Gíslason 70 ára
BRETTAVOGIN
I1iisí.»s llt*
®82655
Annan hvítasunnudag verður
Óskar Magnús Gíslason sjötugur.
Hann fæddist í Vestmannaeyjum
27. maí 1915, sonur hjónanna Guð-
nýjar Einarsdóttur og Gísla
Jónssonar útvegsbónda á Arnar-
hóli.
Óskar varð ungur gjaldgengur í
lífsbaráttunni, þrátt fyrir veikindi
í æsku. Hann gerðist háseti á vetr-
arvertíð á bát föður síns „Víkingi
VE 133“, aðeins fjórtán ára að
aldri. Síðar nam Óskar skipstjórn-
arfræði og gerðist stýrimaður hjá
sægörpum í Eyjum, uns hann
eignaðist þriðjung í útgerð „Vík-
ings“ á móti föður sínum og Júlí-
usi á Hliðarenda; þá tók Óskar við
formennsku. Hann var formaður
um árabil á eigin útvegi fyrst í
félagi við fyrrnefnda útvegsmenn
og síðar í félagi við Einar bróður
sinn.
Óskar var farsæll skipstjórnar-
maður og fór vel með hin marg-
víslegu veiðarfæri, línu, dragnót,
net og troll. Hann var vinsæll af
undirmönnum og samstarfs-
mönnum. Óskar varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að bjarga einum þeirra
úr sjávarháska, mann tók út í
vondu veðri við Einidrang. Óskar
kastaði sér fyrir borð og bjargaði
þeim sem ósjálfbjarga var, kom
þar sér vel líkamshreysti óskars
og sundþjálfun sem hann hafði
hlotið við sjóböð í hafinu við
Heimaey.
Ungur að árum hlýddi Óskar
kalli Jesú Krists og gerðist læri-
sveinn hans. Hann gekk í Hvíta-
sunnusöfnuðinn Betel og hefur
staðið þar stöðugur síðan, lengst-
um í forystusveit safnaðarins.
Enda er Óskar þekktastur í Eyjum
undir nafninu „óskar í Betel“.
Eindregin afstaða óskars og heil-
indi við fagnaðarerindið hefur afl-
m
D’
vatns
VURETEX
- koma í veg fyrir steypuskemmdir eða i
lagfæra þær með réttri meðhöndlun
Sprungur geta myndast í heilbrigðn steinsteypu þegar
ytraborð hennar mettast af vatm sem síðan frýs og þiðnar
á víxl í hinni umhleypingasömu veðráttu okkar.
Alkalivirk steinsteypa mettast af vatni og sprmgur síðan
vegna efnafræðilegra hvata
Því þarf að hindra að vatn smjúgi inn í steypuna svo
sem kostur er en hún verður þó að geta andað.
DYNASYLAN BSM 40 er monosífan vatnsfæla sem
hlotið hefur meðmæli Rannsóknarstofnunar bygging-
ariðnaðarlns.
DYNASYLAN BSM 40 er efni sem borið er jafnt á nýjan.
ómálaðan steín og sprunginn málaðan stem og hindrar
vatnsdrægni steypunnar
VITRETEX plastmálning er copolymer (akryl) máln-
ing með mjóg gott PAM gildi og andar því vel.
VITRETEX plastmálnmg hefur verið á /slenskum markaði
f áratugi og sannað ágæti sirt, þ.á m. í ströngustu veðurþols-
tilraunum.
Tvær yflrferðir með DYIMASYLAIM BSM 40 og síöan tvær
yflrferðlr með VITRETEX plastmálnlngu tryggir
margra ára endingu.
Umboðsmenn um land alltl
i S/íppfé/agíó íReykjavík hf
MálningarverksmiÖjan Dugguvogi
Sími 84255
að honum virðingar og gert Óskar
að kletti í mannhafinu. Margir
hafa leitað trausts og huggunar
hjá honum í erfiðum kringum-
stæðum. Þetta kom glögglega
fram á reynslustundum gossins í
Heimaey 1973. Meðan óvissan
ríkti og Eyjamenn stóðu máttvana
gegnt spúandi eldfjallinu, stóð
Oskar rólegur við eldavélina sina
á Faxastíg 2b. Þar eldaði hann
lystilegar kjötsúpur, saltkjöt og
soðkökur og aðra kjarnafæðu.
Gestir og gangandi, kunnugir og
ókunnungir, voru velkomnir að
borði Óskars. Þar sátu saman háir
og lágir, fyrirmenn og almúga-
menn. í hvert skipti sem sest var
að borðum fór Óskar með bæn,
hann bað viðstöddum blessunar og
byggðinni sinni verndar. Bænir
Óskars voru heyrðar og menn
stóðu upp frá borðum hressari til
anda, sálar og líkama. Veit ég að
margir minnast þessara stunda.
Óskar er vinsæll og áhrifaríkur
boðandi Guðs orðs, fólk sækir að
ræðustóli þessa lífsreynda manns,
sem talar af eigin reynslu um höf-
und trúarinnar, Jesúm Krist.
Óskar giftist Kristínu Jónu
Þorsteinsdóttur frá Fagradal í
Vestmannaeyjum. Þau eignuðust
sex börn og komust fimm þeirra
til manns: Þorsteinn Kristinn eðl-
isfræðingur, Gísli Jóhannes kenn-
ari, Anna Sólveig hjúkrunarfræð-
ingur, Snorri forstöðumaður og
kennari og Kristinn Magnús kenn-
ari.
Við þessi tímamót sendi ég
óskari frænda mínum og allri
fjölskyldu hans hjartanlegar ha-
mingjuóskir.
Ég bið þess að við fáum lengi
enn notið þjónustu Óskars á þeim
vettvangi, sem er honum kærast-
ur, við boðun fagnaðarerindisins.
Lifðu heill frændi!
Guðni Einarsson.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
jo