Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 37
MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 B . 3? ^L?AKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI 1 TIL FÖSTUDAGS Aðdróttunum mótmælt „Meirihlutinn" skrifar: Fimmtudaginn 16. maí sl. geyst- ist „Birtingur" nokkur fram á rit- völlinn í þessum dálki. Hann tekur sér það vald (væntanlega fyrir hönd okkar hinna) að fordæma unglinga, starfsfólk rásar 2 og aðra þá sem ekki hafa sama tón- listarsmekk og hann sjálfur. Það hefur viðrað vel á suðvest- urhorninu það sem af er þessu vori. Skyldi maður því ætla að dulnefnið „Birtingur" sé valið með tilliti til þess. Því er þó ekki að heilsa. Skammdegið virðist enn vera ríkjandi í sálartetri „Birt- ings“ og kafnar hann því undir nafni strax í fyrstu línum „rit- smíðar" sinnar. Því skyldu forsvarsmenn rásar 2 útvarpa meira af svokölluðu „framsæknu rokki" þegar það, samkvæmt nýgerðri skoðanakönn- un, nýtur álíka mikilla vinsælda og súr hvalur og vestfirskur hnoðmör gerir á sunnanverðu Nýja-Sjálandi. „Framsækið rokk“ er bara fínt nafn á hrárri kakó- fónískri og leiðinlegri tónlist, saminni af fólki sem hefur mis- skilið tilgang sinn í lífinu og telur sig einhvers konar messíasa rokk- tónlistarinnar. „Birtingur" spyr hvort íslend- ingar hafi aldrei hlustað á hljómsveitir eins og Joy Division (gleðideildin), The Fall (fallið) og Virgin Prunes (óspjallaðar sveskj- ur). Nöfnin á þessum hljómsveit- um ein næga til þess að enginn vill hlusta á þær frekar en hinar ís- lensku eins og Þukl ... æ, nei fyrirgefið ... Kukl. Ég legg til að „Birtingur" og hinn aðdáandi fyrrgreindra „hljómsveita" fari í Grammið og fái að hlusta á plötur þar, en hlífi okkur hinum við þvílíkum tón- fræðilegum misþyrmingum. Það vildi svo skemmtilega til að daginn sem grein „Birtings" birt- ist í Velvakanda, var „yfirburða- þátturinn“ Bylgjur á dagskrá. Þá gerði ég það sama og sumir ættu að gera þegar þeim ekki líkar eitthvað í útvarpinu. Ég skrúfaði fyrir og var þar ijieð laus við allt vesen. Sumir eru jafnvel það birg- ir af tækninýjungum að þeir setja segulband eða jafnvel plötuspilara í gang í svona tilfellum. Ég er ekki einn af þeim sem hoppa hæð sína í loft upp af æs- ingi í hvert sinn sem þeir heyra í Wham og Duran Duran, en þetta eru samt þær hljomsveitir sem flestir vilja hlusta á og réttlætir því fullkomlega lagaval dagskrár- gerðarfólks rásar 2. Sist af öllu myndi ég kalla það fólk, sem þess- arar tónlistar nýtur, fíkla. Það gerir „Birtingur“ og er þar með búinn að afgreiða starfsfólk sem fíkni-sala. Er það nema von að friðsælu og dagfarsprúðu fólki eins og mér, sem aldrei hefur skrifað í blöðin, blöskri þvílíkar aðdróttanir eða finnst þér ágæti lesandi að starfsfólk rásar 2 eigi að sætta sig þegjandi við þær ásakanir að það leiki eingöngu lög sem það „hefur náð einstakri leikni við að dorga upp úr mestu skítapollum dægurlagaheimsins". Já, alveg satt — hann sagði þetta. Mér finnst ekkert skrítið þó að augabrúnir þínar lyftist. Eg gæti líka sagt ýmislegt fleira um „framsæknu rokktónlistina" hans „Birtings", en ég ætla bara ekki að láta það eftir honum. Það gæti orðið tilefni enn frekari bréfa- skrifa hans og það væri allt annað en skemmtilegt. „Birtingur". Áður en þú for- dæmir tónlistarsmekk meirihluta íslensku þjóðarinnar aftur, skaltu skrifa afsökunarbeiðni vegna fyrri Vísa vikunnar Framsókn hlýtur fylgistap í fangið hríðarkófið, því Denni minn í skörungsskap skríður meðalhófið. Hákur Alrangt að ég hafi tekið líklega 1 krofu um brottvikningu Opnið fyrir Kanasjónvarpið Margrét skrifar. Kæri Velvakandi. Ég er sammála JEK, sem skrif- aði Velvakanda Mbl. þriðjudaginn 30. apríl sl., um að opna Kana- sjónvarpið í staðinn fyrir að fá Nordsat. Til hvers að fá Nordsat, sem enginn vill horfa á, og borga margar milljónir fyrir svo lélega rás. Hvers vegna ekki að fá Kana- sjónvarpið, sem hefur alltaf eitt- hvað fyrir alla auk þess sem það ætti að kosta lítið. Hvers vegna í ósköpunum var Kanasjónvarpinu lokað vegna smáhóps, sem hélt því fram að þar væri óhollt sjón- varpsefni á s.s. ofbeldismyndir o.fl. Fólk getur valið og hafnað. Ef einhver er viðkvæmur fyrir ofbeldismyndum þarf hann alls ekki að horfa á þær myndir. Já, fólk er ekki svo ósjálfbjarga að geta ekki valið og hafnað fyrir sjálft sig. Þið þarna ráðamenn. Takið nú mark á okkur, sem vilj- um fá Kanasjónvarpið. Opnið fyrir það. Skrifið eöa hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til fostudaga, ef beir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Frjálssem Jfuglim ífluA oa bíl fmuMsrm FEWmmÖÐINNI Flug og bíll verð kr. 15.119 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700.-. Brottfor laugardag. EHE 15.119 15.H9 skrifa. Þú segir að spurningin sé hvort fólk geti gert eitthvað sjálft. Það er ekki spurningin heldur er fullyrðingin sú að fólk vill ekki gera neitt vegna þess að það er ánægt með núverandi ástand. Við, hinn þögli meirihluti, sætt- um okkur ekki við fleiri asakanir í okkar garð. Við erum ekki þögul lengur. Við trúum á ykkur strákar Tveir Kikshaw-aödáendur skrifa: Kæri Velvakandi. Við erum hér tveir miklir að- dáendur hljómsveitarinnar Rik- shaw og sendum þér þessar línur í von um að meðlimir hennar lesi þær. Við höfum fylgst með hljóm- sveitinni í nokkum tíma og teljum að hún eigi framtíð fyrir sér haldi hún áfram á sömu braut og leyfi unnendum góðrar tónlistar að heyra oftar í sér. Eins og komið hefur fram í blöðum er Rikshaw á leið til Lond- on til að spila í hinu vfðfræga diskóteki Hippodrome. Okkur langar til að óska þeim góörar ferðar og góðs gengis og vonum að þeim takist að sigra Bretann með sinni geysigóðu og magnþrungnu tónlist eins og þeir eru á góðri leið með að sigra klakann. Við vitum að við mælum fyrir munn margra þegar við segjum: Við trúum á ykkur, strákar. Standið ykkur! Flug og bíll miðað við 4 í bíl verð kr. 15.119, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför föstudaga. STOKKHOLMIIR 18.537 Flug og bíll verð kr. 18.537 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.500. Brottför Laugardaga. Flug og bíll verð kr. 14.271 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.500. Brottför laugardaga. Flug og bíll verð kr. 12.915 miðað við 4 í bfl, barnaafsláttur kr. 5.600. Brottför fimmtudaga. DS 14.271 12.915 12.915 Flug og bíll verð kr. 12.915 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.600. Brottför föstudaga og laugardaga. LUXEMBOURG 13.936 Flug og bíll verð kr. 12.915 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.600. Brottför fimmtudaga. Flug og bfll verk kr. 14.853 miðað við 4 í bfl, barnaafsláttur kr. 6.400. Brottför föstudaga. KAUPMHOFN Flug og bfll verð kr. 15.915 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.500. Brottför sunnudaga. Flug og bíll verð kr. 13.879 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.500. BrOttför sunnudaga. SALZBURG 14.853 5.915 13.915 11.784 Flug og bfll verð kr. 11.784 miðað við 4 f bil, barnaafsláttur kr. 5.000. Brottför miðvikudaga. BOURNEMOUTH ENSKA RIVIERAN 15.611 Sumarleyfisparadfs Englendinga. Bjóðum góða gistingu í fbúðum og á hótelum. Innifalið f verði er flug, gisting fslensk fararstjórn og keyrsla til og frá flugvelli. Verð fyrir 4ra manna fjölskyldu frá kr. 15.611. Ath. einnig að frftt er fyrir börn á aldrinum 0 — 4 ára f tbúðunum. Brottför alla laugardaga. H=j FERÐA l!S9 MIÐSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.