Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985
Svavar A. Jónsson
HugsaAu þér bara. Það
er áreiðanlega innifalið í
fyrirheitum hvítasunn-
unnar að vð getum fund-
ið nýjar leiðir til að tala
saman. Það er nú ekkert
smáfyrirheit. Þá eru það
ekki alltaf þau sömu,
sem tala, og þau sömu,
sem hlusta.
EITTHVAÐ STÓRKOST-
LEGT, EITTHVAÐ NÝTT
Hvað er
hvíta-
sunnan?
Mig langaði til að senda þér
kveðjur frá góðu fólki í kirkj-
unni, sem vildi segja okkur frá
því hvað hvítasunnan væri því.
Það er svo gagnlegt og uppörv-
andi að heyra hvert til annars.
Þetta, að láta hugmyndirnar
flæða frá einu okkar til annars,
er einmitt eitt af því stórkost-
lega, sem við eigum í kristinni
kirkju. Það að taka á móti
hugmyndum annarra, láta þær
búa með okkur og berast til ann-
arra. Það er á þann hátt sem
eitthvað gerist, eitthvað stór-
kostlegt, gott og nýtt.
Anne Marie Reinholdtsen, for-
ingi í Hjálpræðishernum, sagði:
Hvítasunnan býður okkur
endurnýjun. Hún er hátíð fagn-
aðarins yfir þvi að Heilagur andi
kom og lífgaði Orðið og gerði
Jesúm persónulegri fyrir hverj-
um einstaklingi. Bf hvitasunnan
hefði ekki komið hefði trúin ekki
orðið lifandi heldur byggð á
kenningum og lögmáli. Hún
hefði mótazt meira af okkar eig-
in hugsunum en því, sem Heilag-
ur andi gefur hjarta okkar og
hver flokkur hefði sífellt haldið
fram sínum eigin kenningum.
En af því að hvítasunnan kom og
Heilagur andi var sendur eigum
við nýtt líf, orð Guðs eru lifandi
og gefa líf.
Eitthvað stórkostlegt, eitt-
hvað nýtt. Ég raulaði þessi orð
með sjálfri mér. Mér fannst þau
vera upphafið á söng, sem ég
heyrði á samkomu eitt kvöldið.
En það var reyndar ekki svona.
Eitthvað stórkostlegt, eitthvað
gott, segir í söngnum. En ég hélt
samt áfram að raula um eitt-
Nýjar leiðir í
guðsþjónustunni
Það er hægt að halda guðs-
þjónustu með svo mörgu móti í
kirkjunni. Það er alls ekki
nauðsynlegt að nota alltaf
sama formið. Sumum finnst
það nú samt. Það á sínar skýr-
ingar. Við þörfnumst einhvers
óumbreytilegs í allri ringul-
reiðinni, einhvers, sem er stað-
fast og öruggt. Samt er hægt
að halda guðsþjónustu á annan
máta en hinn venjulega og
finna þó til öryggisins og þess,
sem aldrei breytistj kirkjunni.
Því það byggir ekki á okkur
heldur Guði. Og þeim, sem
kæra sig um það, verður það
oft hollt og endurnýjandi. Það
getur orðið eitthvað stórkost-
legt. Alveg eins og allar guðs-
þjónustur, hvaða form, sem við
notum, geta orðið okkur nýjar
og stórkostlegar.
í bók, sem heitir No Longer
Strangers er fjallað um nýjar
leiðir í guðsþjónustunni. Þetta
er dálítið hefti, gefið út af fjór-
um alheimshreyfingum: Lút-
erska heimssambandinu, Al-
kirkjuráðinu, Kristilegu stúd-
entahreyfingunni og KFUK.
Ég sendi ykkur, kæru lesendur,
útdrátt úr því, sem þar stendur
um nýjar leiðir í guðsþjónust-
unni.
Við komum einfaldlega í
kirkju til þess að finna návist
Guðs. Við byrjum guðsþjónust-
una með staðfestingu á því að
Guð er þar hjá okkur. Og við
erum þar vegna þess að við
þörfnumst nærveru Guðs. Við
erum ófullkomin, náum ekki
þvi marki, sem við óskum. Við
þurfum að biðja um fyrirgefn-
ingu, þakka miskunn Guðs og
náö. Og í vissu um það biðjum
við, þökkum og lofsyngjum.
Svo hlýðum við á Guð í ritn-
ingarlestri og sálmasöng og i
predikun, sem snertir okkur
þar sem hún er flutt og þegar
hún er flutt.
Svo erum við send. Við erum
send út með fagnaðarerindið.
Blessunin heitir okkur því að
Guð fari með okkur.
Þetta er það, sem gerist og
við getum sett það fram í guðs-
þjónustunni á þann hátt, sem
við kjósum. Við getum sleppt
sumum liðum og bætt öðrum
við. Við getum valið nýja
sálma, túlkað hina ýmsu liði á
nýjan máta. 1 stuttu raáli er
það svo að guðsþjónustan á að
hjálpa okkur til að:
★ Rifja upp og hugleiða hjálp-
ræðisverk Guðs, sem Ritn-
ingin segir frá.
★ Finna til návistar Guðs og
halda hana hátíðlega.
★ Leggja dýpstu gleði okkar,
ótta og vonir í hönd guðs.
★ Finna von í gæzku Guðs, von
í okkar eigin lífi og í lífi
safnaðarins.
★ Þakka Guði fyrir ást hans í
Jesú Kristi.
Hvernig myndir þú, kæri les-
andi, helzt vilja halda guðs-
þjónustu með söfnuði þínum?
Svona gætum viö lengi talið
Talið upp svo margt nýtt og
stórkostlegt, sem Guð vill gefa
okkur, kenna okkur. Vinkona
mín sagði mér frá því þegar
hún var einu sinni á samkomu
í Englandi. Þá heyrði hún í
fyrsta og eina sinn á ævi sinni
að fólk söng í Heilögum anda.
Geturðu hugsað þér hvernig
það var? Fólkið söng marg-
raddað. Lag, sem það hafði
aldrei lært. Samt hljómaði það
eins og þau hefðu æft það aftur
og aftur. Og svo enduðu þau öll
í einu. Það var eitthvað stór-
kostlegt. Ólýsanlegt. Við skul-
um ekki gleyma því að á hinni
fyrstu hvítasunnu var talað í
tungum og það er enn talað og
sungið i tungum í kirkjunni.
Og Biblían segir að gjafir Heil-
ags anda séu svo margar.
Veiztu að stjórnun er gjöf
Heilags anda? Og handverk
líka. Og kennsla og líknarstörf.
Það er eitthvað undursamlegt
samband milli þess að sitja
með öðru fólki og syngja með
því í Heilögum anda og finna
svo þennan sama anda í dag-
legu starfi. Starfi, sem við vit-
um öll að getur orðið leiðinlega
hversdagslegt og andlaust. En
svo finnum við aftur og aftur
að allt verður nýtt. Ég sendi
þér mínar beztu hátíðakveðjur
og hringi nú í einhvern, sem
kann betur en ég þennan söng,
sem ég var að raula með sjálfri
mér, svo að þú getir raulað
hann líka ef þú kærir þig um.
Eitthvað stórkostlegt, eitthvað gott,
allan minn biturleik þú tókst á brott.
Allt, sem ég gat gefið þér, var niður-
brotin sál,
en eitthvað stórkostlegt þú gerðir úr
mér þá.
hvað stórkostlegt og eitthvað
nýtt. Vegna þess að mig sjálfa
langar svo mikið til að finna
eitthvað nýtt í kirkjunni, eitt-
hvað stórkostlegt og nýtt. Ekki
vegna þess að ég telji að fagnað-
arerindið sé að verða gamaldags.
Þvert á móti vegna þess að ég er
viss um að það hefur að geyma
svo ótalmargt, sem við höfum
enn ekki fundið. En getum fund-
ið. Og Guð vill að við finnum. Ég
held að hvítasunnuundrið sé ein-
mitt staðfesta þess að Guð vill
alltaf vera að gefa okkur eitt-
hvað nýtt. Ég veit að Guð vill
alltaf vera að gefa okkur nýjan
kraft, nýjan kjark, nýjan kær-
leika og nýja gleði. Ég veit þetta
ekki vegna þess að mér hafi dott-
ið það í hug sjálfri, heldur vegna
þess að kirkjan hefur sagt mér
þetta. Og ég er svo fegin því að
kirkjan heldur áfram að segja
mér það.
Hugsaðu þér. Við getum áreið-
anlega fundið nýjar leiðir til að
tala saman. Svo að við hættum
að misskilja hvert annað jafn oft
og við gerum í daglegum sam-
skiptum bæði heima og heiman.
Og álpumst sjaldnar til að vera
ónærgætin. Við getum líka fund-
ið nýjar leiðir til að tala saman á
fundum. Svo að við höldum ekki
iangar ræður og lendum ekki í
löngum umræðum um smáatriði
og förum ekki að tala um eitt-
hvað allt annað en það, sem við
ætluðum. Við getum lært að tala
saman í hóp svo að allir í hópn-
um fái að njóta sln og finni að
öllum hinum finnst bara dálítið
varið í það, sem þau eru að segja.
Ágúst Ólason, starfsmaður í
Samhjálp, sagði:
Mér þykir hvítasunnan bezti
trúaratburður ársins. Það er af
því að ég er hvítasunnumaður.
Þegar ég var 16 ára lifði ég skírn
Heilags anda. Heilagur andi er
huggari minn og kraftur til að
ganga í gegnum lífið. Fyrir mér
er Heilagur andi eins og fyrir
lærisveinunum þegar þeir voru
orðnir einir. Þá sendi Jesús þeim
kraft til að starfa. Þegar Kristur
er búinn að fyrirgefa mér þá
sendir hann mér kraft til að
halda áfram þótt lífið geti oft
orðið erfitt og niðurdragandi.
Við megum alltaf tala við Krist
og biðja um huggun og kraft.
Séra Sólveig Lára Guðmunds-
dóttir sagði:
Ég er einmitt nýkomin heim
af fundi með kirkjufólki frá
mörgum löndum og álfum. Þar
fann ég sterklega fyrir áhrifum
hvítasunnunnar. Ég talaði við
fólk sem bjó við allt aðrar að-
stæður en ég. Og svo gengum við
öll saman til altaris og báðum
saman hvert á sínu tungumáli.
Við fundum hvernig við vorum
sameinuð frammi fyrir Guði
okkar og hvernig Heiiagur andi
skapar samfélag kristinna
manna um allan heim.
Og þetta sagði séra Sigurður
Helgi Guðmundsson:
Hvítasunnan er fyrir mér
innri veröld, staðfesting á sam-
félaginu við Guð, samféiagi, sem
er afar óáþreifanlegt, en engu að
síður lifandi staðreynd, og þá í
senn fuilvissa og upplifun á
kærleika hans.
Þau, sen segja okkur frá hvítasunnunni, segja að hún gefi þeim nýtt líf.
Það erw mi góö skilaboð.