Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAl 1985
Stúlkurnar í fimm efstu sætunum f Fegurðarsamkeppni íslands árið 1968. Frá vinstri: Hrefna V. Steinþórsdóttir (5.
sæti), Helen Knútsdóttir (2. sæti), Helga Jónsdóttir (3. sæti), Gunnhildur Ólafsdóttir (4. sæti) og Jónína Konráðsdótt-
ir (I. sæti).
dóttir varð fegurðardrottning ís-
lands árið 1972. Eftir þetta varð
nokkurra ára hlé á því að Fegurð-
arsamkeppni íslands væri form-
lega haldin, en 1973 fóru fram
nokkrar undankeppnir í sýslum
landsins. Helga Eldon fór það ár á
Miss International-keppnina og
hafnaði í þriðja sæti.
Anna Björnsdóttir fór sem full-
trúi Islands á Miss Universe-
keppnina árið 1974 og var kjörin
þar vinsælasta stúlkan. Árið 1975
var Guðmunda Hulda Jóhannes-
dóttir valin fegurðardrottning ís-
lands án keppni, og 1976 var
Kristjana Þráinsdóttir valin
Ungfrú ísland án keppni, en Þur-
íður Steinþórsdóttir Ungfrú unga
kynslóðin. Þuríður varð númer
þrjú í keppninni í Japan sama ár.
Árið 1977 er aftur tekið til við
að halda Fegurðarsamkeppni fs-
lands og sigraði þá Anna Björk
Eðvarðs, en stúlkan í fimmta sæti,
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, náði
fjórða sætinu bæði í keppninni um
Ungfrú Norðurlönd og Ungfrú
Evrópu.
Árið 1978 vinnur Halldóra
Björk Jónsdóttir titilinn Ungfrú
ísland og Kristín Bernharðsdóttir
árið 1979. Guðbjörg Sigurðardótt-
ir, sem varð í öðru sæti 1979,
komst í undanúrslit í Miss Uni-
verse.
Fegurðardrottning íslands 1980
var Elísabet Traustadóttir og náði
hún þriðja sæti í Miss Scandina-
via. Engin keppni var árið 1981 og
taldist Elísabet Traustadóttir tit-
ilhafi það ár.
Guðrún Möller sigraði í keppn-
inni 1982, Unnur Steinsson ’83 og
Berglind Johansen ’84. Unnur náði
fjórða sæti í keppninni um Ungfrú
alheim og Berglind komst í undan-
úrslit í sömu keppni.
Thelma Ingvarsdóttir var kjtfrin Ungfrú Skandinavía árið
1964.
Unnur Steinsson, fráfarandi fulltrúi ungu kynslóðarinnar,
krýnir Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, fulltrúa ungu kynslóð-
arinnar. og Elísabet Traustadóttir, þá nýkjörin llngfrú
ísland 1980, horfir á.
Sigríóur Geirsdóttir, fegurðardrottning fslands 1960,
krýnir systur sína, önnu Geirsdóttur, Ungfrú Reykjavík
1962.
Heiðar Jónsson ræðir við Cindy Breakspeare, Miss
World 1977, á Hótel Sögu, rétt áður en hún krýnir Önnu
Björk Eðvarðs fegurðardrottningu fslands.
B
5
—
Sumartilboð
10% afsláttur
i tilefni sumars bjóöum viö 10% afslátt af öllum
vörum dagana 28. maí — 8. júní.
Stórkostlegt úrval af postulíns- og kristalsvörum á
góöu verði frá heimsþekktum enskum fyrirtækj-
um.
Wedgewood Spode Aynsley Poole Dartington
Metropolitan og fleirum.
KeRðal
Hverfisgötu 105, sími 26360.
Kranabíll
Þessi kranabíll er til sölu. Hann er P&H T—300 árg.
1972, 30 tonna meö glussabómu, tveimur spilum,
á fjórum öxlum og meö fullkomnum búnaöi og í 1.
flokks ásigkomulagi. Nánari uppl. gefur:
Ragnar Bernburg — vélar og varahlutir,
Skúlatúni 6, sími 91—27020
Nú í sumar munu þjónustu- og sölufulltrúar Bíla-
borgar h/f gera víðreist um landsbyggðina til
skrafs og ráðagerða við MAZDA eigendur og
þjónustuaðila.
29. maí fyrir hádegi verða þeir á Patreksfirði hjá
Bifreiðaverkstæði Guðjóns Hannessonar.
29. maí eftir hádegi á ísafirði hjá Vélsmiðjunni
Þór h/f.
MAZDA eigendum og þeim sem eru í bílakaups-
hugleiðingum er bent á að hafa samband við
ofangreinda aðila varðandi nánari tímasetningar.
BÍLABORG HF
Smiðshöföa 23, sími 812 99