Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 38
38 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGtJR 26. MAÍ 1985
LR liEIMI rvrMyNDANNA
Bandaríkin:
Lee Marvin leikur
aftur í Tólf ruddum
Þegar kvikmyndin The Dirty
Dozen (Tólf ruddar) var sýnd í is-
lenska sjónvarpinu fyrir skömmu
var komiö vel á veg meö aö gera
framhaldsmynd hennar, The Dirty
Dozen — Next Mission (Tólf ruddar
— næsti leiöangur).
Lee Marvin, sem fór meö aöal-
hlutverkiö í fyrri myndinni fyrir
sautján árum, hefur auövitaö elst
um jafnmörg ár en í nýju myndinni
eigum viö aö trúa því aö hann hafi
ekki elst um einn dag. Framhaldsm-
yndin gerist nefnilega áriö 1944 rétt
eins og sú fyrri og nú leiöir Lee
flokk sinn inn i hiö hernumda
Frakkland til aö drepa SS-generál.
Framhaldsmyndin var gerö í
Bretlandi undir leikstjórn Andrew V.
McLaglen og svo viröist sem hans
helsta vandamál sé aö láta þaö ekki
sjást mjög greinilega aö Marvin hef-
ur elst eins og önnur mannanna
börn. Og ekki nóg meö þaö heldur
veröur McLaglen aö sjá til þess aö
tveir aörir úr fyrri myndinni sýni
ekki á sér ellimörk því þeir Ernest
Borginine og Richard Jaeckel munu
líka endurtaka rullu sína frá því
1967.
Frummyndin kostaöi offjár en
henni var leikstýrt af Robert heitn-
um Aldrich. Framhaldsmyndin er
gerö fyrir sjónvarp í Bandaríkjunum
en henni mun að sögn dreift í
kvikmyndahús annars staöar í
heiminum.
Nýir meölimir í næsta leiöangri
eru m.a. Larry Wilcox, amerísk
sjónvarpsstjarna og Ken Wahl, sem
lék á móti Paul Newman í Fort
Apache, The Bronx (sýnd í Bíóhöll-
inni).
Eins og menn kannski muna var
einvalaliö leikara í fyrri myndinni en
eins og handritiö geröi ráö fyrir lét-
ust þeir flestir meö vofeiflegum
hætti. Þaö voru menn eins og Don-
ald Sutherland, Charles Bronson og
John Cassavetes.
McLaglen má vera feginn aö
þurfa ekki aö lífga þá alla viö. — ai.
Japan:
„Mishima“ veldur
miklum deilum
Einn umdeildasti rithöfundur
Japana fyrr og síöar, Yukio Mis-
hima, sem varö aöalfréttaefni
heimsblaöanna áriö 1970 þegar
hann framdi sjálfsmorö eftir fornum
japönskum siö, er enn á ný orölnn
aö fréttaefni. Því á hann aö þakka
meiriháttar rifrildi um kvikmynd
sem greinir frá lífi hans og dauöa.
Framleiöendur myndarinnar
„Mishima", sem leikstýrt er af Paul
Schrader, halda því fram aö mynd-
inni þeirra hafi veriö meinuö þátt-
taka á fyrstu alþjóölegu kvikmynda-
hátíöinni í Tókýó (31. maí — 9. júní)
eftir aö kvikmyndahátiöarnefndin
haföi séö hana. Þannig hafi nefndin
haft uppi ritskoöun og brotiö
grundvallarreglu alþjóölegra kvik-
myndahátíöa.
Skipuleggjendur hátíöarinnar
segja aö framleiöendurnir hafi aldr-
ei verið ákveönir í aö gefa kost á
_Mishima“ á hátíöina og aö allt tal
um ritskoöun sé ekkert annað en
ódýr auglýsingabrella.
Yukio Mishima var mjög hrifinn
af japönskum hersiðum og kom
meira aö segja á fót sínum einka-
her, „Tatenokai" og haföi gaman af
þvi aö láta hann þramma á þaki
Keisaraleikhússins í Tókýó í fullum
skrúöa. Þeir foringjar sem hann
treysti best fengu aö vera viöstadd-
ir sjálfsmorö hans. Mishima var
lengst til hægri í stjórnmálum. I dag
er hann sérstakt tákn þeirra sem
þar standa og kvikmyndageröar-
mennirnir segja aö þeir hafi fengiö
hótanir hvaö eftir annaö meö nafn-
lausum símhringingum meöan á
kvikmyndun stóö í Tókýó, aöallega
vegna þess aö komiö var inná kyn-
villu Mishimas í myndinni.
Yukio Mishima
þegar hann var
uppá sitt besta. Nú
er mikið deilt um
mynd er fjallar um
líf hans og dauöa
Paul Schrader segir aö hótanir
frá ofsamönnum lengst til hægri,
um aö hafa í frammi mótmæli ef
myndin yrði sýnd á hátíðinni, hafi
ráöiö ákvöröun kvikmyndahátíöar-
nefndar.
Nefndin vísar þessu á bug og
bætir því viö aö mikil áhersla sé
lögö á aö fá tollareglur Japana
sveigöar svo ekki þurfi aö láta
myndir hátíöarinnar ganga í gegn-
um margfræga ritskoöun yfirvalda.
En vandamáliö er stærra. Paul
Schrader og framleiöendurnir eiga í
lagadeilum viö ekkju rithöfundarins,
Yoko Mishima. Lögfræöingur henn-
ar segir aö hún hafi gefið kvik-
myndageröarmönnunum leyfi til aö
nota eitthvaö á milli tíu og tuttugu
skáldsögur Mishimas viö gerö
myndarinnar meö því skilyröi aö
hún lýsti „lífi og list“ eiginmannsins
sáluga.
Schrader kunni ekki viö fyrsta
handritiö og handrit númer tvö
móögaöi frú Mishima. Og þegar
hún las þriöja handritiö sagöi hún
blaöamanni aö hún hafi ekki getaö
fundiö neitt í því annaö en kynvillu
og ofbeldi. Hún lýsti því svo yfir aö
hún heföi ekkert meö myndina aö
gera og varaöi viö lögsókn.
Kvikmyndahátíðarnefndin í
Tókýó krefst þess því aö Schrader
og aörir sem geröu myndina leysi
sin vandamál víö handhafa höfund-
arréttarins: En þar sem hótun frú
Mishima um lögsókn viröist ekki
hafa haft áhrif á kvikmyndahátíöar-
nefndina í Cannes sýnist sem
nefndin í Tókýó sé aö setja sér sín-
ar eigin reglur um þátttakendur. ai.
Amertski draumurínn
snýst upp í martröð
Undanfarnar vikur hefur ein um-
talaöasta stórmynd síöari ára, The
Cotton Club, gengið í einu kvik-
myndahúsi borgarinnar. Margt
kemur til aö myndin hefur oröiö for-
siðuefni blaöa á undanförnum árum,
og veröur „ævisaga" hennar rakin
hér á eftir í stórum dráttum.
Þaö má segja aö allt hafi fariö
úrskeiöis viö kvikmyndageröina og
flest allt gengiö á afturfótunum sem
aö henni snéri, allar götur frá upp-
hafi. Aöalvandamál hennar var
kannski þaö aö peningamenn sáu
aldrei þá gróöavon í myndinni sem
Bob Evans, frámleiöandi hennar,
gaf í skyn. Því var sífellt öryggisleysi
og vantrú bundin þessu kostnaöar-
sama verki.
Sögusagnir um átök og ósætti
Evans og Coppola gengu fjöllum
hærra, aöalleikarinn lét sig hverfa í
miöri myndatöku. En þaö voru pen-
ingamálin sem ollu mestu fjaörafok-
inu. Slíkur hefur fjárausturinn og
bruöliö veriö aö þaö má heita stór-
furöulegt aö sú saga, sem hér fer á
eftir, geti gerst. 20 milij. dala mynd
varö aö 50 millj. dala ófreskju. Og
ekki nóg meö þaö, eftir sýningu spyr
maöur sjálfan sig, hvaö varö af öll-
um þessum peningum?
1977
Einn af stjórnendum Union Car-
bide, Charles Childs, rekst á bókina
The Cotton Club. í bókaversiun á
Manhattan. Hún fjallar um hvíta
bófa og svarta skemmtikrafta sem
fylltu þennan fræga næturklúbb í
Harlem jazzáranna.
— Hrakningasaga „Næturklúbbs“ Coppola
1979
Childs selur hinum kunna fram-
leióanda Robert Evans (Rose-
mary’s Baby, Love Story, China-
town, Urban Cowboy) kvikmynda-
rétt bókarinnar á 350 þús. dali. Ev-
ans var á þessum tíma aö berjast
viö aö halda ímynd sinni, „prinsinn
af Hollywood“. Hann leggur í kynn-
ingarherferö fyrir The Cotton Club
sem ber engan árangur.
Marz 1981
Evans kynnist ungri leikkonu,
Melissu Prophet, í flugvél á leióinni
til New York. Þau raaða um The
Cotton Club. Hún segist geta fengiö
vin sinn, Adnan Kashoggi, arabiska
vopnasalann, til aö fjármagna
kvikmyndina.
Apríl 1981
í Las Vegas lofar Kashoggi aó
leggja fram tvær millj. dala tii
kvikmyndageröar The Cotton Club,
Evans lofar þvt á móti aó nafns
vopnasalans veröi hvergi getiö og
Melissa Prophet veröi titluð aöstoö-
arframleióandi. Evans mætir meö
Mario Puzo (The Godfather) sem
veröandi handritshöfund. Kashoggi
heldur veislu og lofar, morguninn
eftir, aó bæta 10 millj. vió, í púkkió.
Nokkrum dögum síöar hættir hann
viö alltsaman, likar ekki handritiö.
Samt sem áöur haföi þaö spurst út
aö Puzo heföi skrifaö handrit mynd-
arinnar og í framhaldi af þvi sýna
þrjú kvikmyndaver áhuga á aö fjár-
magna myndina. Evans tekur ekki
tilboöum þeirra, ætlar sér aö útvega
fjármagn sjálfur og þreyta jafnframt
frumraun sína sem leikstjóri. Nú
þarf hann aö útvega „gulltryggöan”
leikara til aó öölast traust pen-
ingamanna og snýr sér til Al Pacino.
Leikaranum finnst aftur á móti verk-
efnió of keimlíkt The Godfather svo
Evans leitar hófanna hjá Sylvester
Stallone.
Maí 1981
Stallone gerir bráöabirgöasam-
komulag um aö vinna viö myndina
fyrir 2 millj. Evans heldur til Cannes
þar sem hann fær þær fréttir aö
Stallone vilji nú tvær millj. til viöbót-
ar! Evans slítur samkomulaginu, en
tekst samt að fá loforö fyrir 8 millj.
dala stuðningi á meöan á hátíðinni
stendur. Næst leitar hann til Rich-
ards Pryor, sem, aö athuguöu máli
er ráölegt aó líta ekki viö myndinni,
býöur fram krafta sína fyrir 4 milij. til
að losna. Og Evans snýr sór frá hon-
um.
Um þetta leyti hefur Broadway-
leikarinn og dansarinn Gregory Hin-
es séö handritiö aö The Cotton
Club og gengur fast eftir því aö fá
hlutverk Pryors. Evans samþykkir
þaö um siöir og fer aó gera hosur
sinar grænar fyrir Richard Gere til
aö fá hann í aöalhlutverkiö. Þá er
hann og á eilífum þönum á eftir fjár-
festendum.
Október 1981
Tveir vellauðugir kaupsýslumenn,
Doumani-bræöurnir, hitta Evans í
Las Vegas, þar sem hann kynnir
þeim The Cotton Club sem pottþétt
fyrirtæki sem kosti í kringum 20
millj. dala. A meöan hann reynir
samningaleióina vió bræóurna, les
Gere handritiö, og er ekki yfir sig
hrifinn.
Janúar1983
Doumani-bræöur ákveða aö
ganga til liös viö Evans, ásamt
tryggingajöfrinum Victor Sayyah.
Þeir krefjast aö undirbúningur hefj-
ist strax. Dick Sylbert er ráóinn sem
yfirhönnuöur myndarinnar. Hann
varar Evans strax viö alvarlegum
göllum í handritinu. Gere hefur sí-
fellt í hótunum um aö hætta.
Febrúar1983
Evans biöur Francis Coppola aó
endurskrifa handritiö. Hann býöst til
aö vinna viö þaö í viku, kauplaust.
Mars 1983
Coppola upplýsir Evans um aö
handritiö sé „óvinnandi“, og býöst
til aö skrifa nýtt fyrir 500 þús. dali. i
kjölfar þess samkomulags veröur
hann aó hætta viö aö leikstýra The
Pope of Greenwich Village.
Aprfl 1983
Coppola lýkur fyrsta hlutanum,
og dáir hann mjög. Allir aörir, þeirra
á meöal Evans og Gere, hata þaö
sem þegar er skrifaö. Evans sýnir
hann þeim Doumani-bræörum, sem
líst ekki á blikuna og afráöa aó
leggja ekki meira fé í fyrirtækiö. Á
sama tíma er veriö aö eyöa 140.000
dölum á viku í verkefni sem nú hefur
ekkert handrit né kostnaóarmenn.
Syibert er byrjaöur aó endurskapa
Cotton Club, fjárhagsáætlunin fyrir
þaö eitt hljóóar uppá 1 millj. dala.
Evans leitar nú sem óöur maöur aö
fjármagni. Hann reynir án árangurs
aö komast í félagsskap viö revíu-
framleiöandann Roy Radin. Heyrst
hefur talaö um 35 millj. dala lán.
Maí 1983
Þaö er enn ráögáta hvernig
stendur á því aö Radin var myrtur,
en lík hans finnst rotnandi í gili,
noröur af Los Angeles. Evans er yf-
irheyröur í fjórar klukkustundir, er
síöan sleppt og hreinsaöur af öllum
grun. Á meöan hefur Coppola verió