Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 VEÐURFAR Verður allt á floti alls staðar eftir 50 ár? Hópur bandarískra vísinda- manna hefur varað við því að ýmsar lofttegundir í andrúmsloft- inu geti valdið stórhækkun á hita- stigi og afdrifaríkum loftslags- breytingum. Vísindamennirnir starfa á veg- um stofnunar sem sér um rann- sóknir á andrúmsloftinu. Þeir full- yrða að lofttegundir, sem hingað til hefur verið lítið af í andrúms- loftinu, aukist jafnt og þétt og hafi þegar haft merkjanlegar af- leiðingar. Þessar lofttegundir eru m.a. metan, óson og klórflúor- karbon sem mikið er notað í úðun- arbrúsa. Lengi vel var það hald manna að koltvísýringur gæti valdið meiri hita í andrúmsloftinu en önnur efni og meðal annars með þeim afleiðingum að jöklar bráðnuðu og af hlytust háskaleg flóð. En vís- indamennirnir hafa komizt að raun um að 20 sjaldgæfar loftteg- undir geta haft miklu alvarlegri afleiðingar í þessa veru en koltví- sýringurinn. Þeir fullyrða að nú þegar geti verið hætta á ferðum, en skýrsla þeirra um þetta verður birt snemma í næsta mánuði. Dr. Ralph Cicerone er einn af höfundum skýrslunnar og jafn- framt forstöðumaður þeirrar deildar stofnunarinnar er annast efnafræðirannsóknir. Hann segir að mjög mikilvægt sé að fullt jafn- vægi sé milli hitastreymis frá sólu og útgeislunar frá jörðu. Hann segir: „Nálega allur sá hiti sem streymir til jarðar frá sólu leitar aftur út í geiminn. Það sem eftir verður dugir til þess að halda hæfilegum hita á jörðinni." En þetta jafnvægi hefur þegar rask- azt. Þegar jarðefnaeldsneyti er brennt myndast koltvísýringur og hann safnast í stöðugt auknum mæli fyrir í andrúmsloftinu. Koltvísýringurinn dregur í sig hita og hefur ef til vill þegar vald- ið hækkandi hitastigi. Dr. Cicerone segir enn: „Hér er um vandamá! að ræða, en þó ekki alvarlegt. Sannleikurinn er sá að koltvísýringurinn dregur í sig hitaútgeislun frá jörðu aðeins á ákveðnum bylgjulengdum. Mikið af sólarorkunni endurkastast aft- ur út í geiminn. Nú höfum við komizt að raun um að lofttegundir sem draga í sig hita á öðrum bylgjulengdum hefta enn frekar hitaútstreymi frá jörðu. Það veldur vísindamönnunum sérlega þungum áhyggjum að ör- lítið af þessum gasefnum sem myndast við útblástur bifreiða, vinnuvéla og frystitækja, geta dregið til sín mjög mikinn hita. Þeir hafa komizt að þeirri niður- stöðu að slíkar lofttegundir geti haft þrisvar sinnum meiri áhrif á loftslag hér á jörðu en koltvísýr- ingurinn. Þeir spá því að svo geti farið, að árið 2030 hafi hitinn í andrúms- lofti jarðar aukizt um þrjár til fjórar gráður, en það gæti haft í för með sér verulega röskun á veð- urfari. Til að bæta gráu ofan á svart telja vísindamennirnir að áhrif þessara loftlagsbreytinga verði mest á heimskautasvæðun- um. Það gæti hugsanlega valdið því að íshellan byrjaði að bráðna og mikil flóð hlytust af. Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna hefur sett fram svipuð sjónarmið. „Á síðustu ár- um eru sérfræðingar farnar að óttast að aðrar lofttegundir geti valdið miklu meiri skaða en kol- tvísýringurinn," segir Denis Tir- pak, starfsmaður stofnunarinnar. „Við dælum stöðugt fleiri gas- tegundum út í andrúmsloftið án þess að hafa hugmynd um hvílík áhrif þær geta haft á viðkvæmt umhverfi okkar,“ segir dr. Cice- rone. „Segja má að við séum að gera tilraunir með umhverfi okkar og að við förum þar afar gáleysislega að. Og þó gætu afleiðingarnar orð- ið geigvænlegar." — ROBIN MCKIE wmm i! Sigur við Stalingrad - á að minnast svo um munar UNDUR VERALDAR Minnisstætt minnismerki Þetta sovéska stríðsminnis- merki verður það stærsta, sem um getur í heiminum, það glæsilegasta og örugglega það eina með gríðarstór blómabeð allt um kring í litum, sem eiga að tákna atburði stríðsáranna. „Purpurarauður litur, rauður og fjólublár munu tákna ófarir og erfiðleika fyrsta ársins en að lok- um breytast þeir í bjarta litadýrð sigursins árið 1945,“ segir arki- tektinn Anatoly Polyansky. Stríðsminnismerkið verður við borgarhlið Moskvu, á Pokl- onnaya-hæð, þar sem Napóleon beið árangurslaust eftir því árið 1812, að Moskvubúar kæmu til MENNTAMALl Skólarnir eiga að skóla menn Borgaralegur skólaskilningur eða sem sumir kalla, heil- brigð skynsemi, mun á hausti komanda aftur verða hafinn til vegs og virðingar í frönskum barnaskólum eftir margra ára „samfélagsfræðistagl", sem runn- ið er undan rifjum skólarann- sóknadeilda íhaldsmanna jafnt sem sósíalista. Kennsla með því sniði, sem var í tíð pabba og mömmu og afa og ömmu, er mál númer eitt, tvö og þrjú í gagnorðum 62 síðna bækl- ingi um kennsluefni barnaskól- anna en höfundur hans er Jean- Pierra Chevenement, foringi vinstri armsins í Sósialistaflokkn- um, sem tók við embætti mennta- málaráðherra á síðasta sumri. Chevenement hafði ekki fyrr tekið við embættinu en hann gerði það lýðum ljóst, að þar með væri búið með meðalmennskuna í frönsku skólastarfi, nemenda- dekrið og undanlátssemina, sem ráðið hafa ríkjum í Frakklandi frá því á dögum stúdentabyltingar- innar í maí árið 1968. í staðinn fyrir „áhugavekjandi" námsefni fyrir litlu börnin skipaði Chevenement svo fyrir, að kennar- arnir skyldu snúa sér aftur að gömlu greinunum, lestri, skrift, sögu og landafræði, og fylgja náminu fast eftir. Einnig burstaði hann rykið af grein, sem lengi hef- ur ekki átt upp á pallborðið hjá „framfarasinnuðum" kennurum, en það er þjóðerniskennd og þegnskapur. „Manndómur, ástundun og föð- urlandsást" voru þær leiðarstjörn- ur sem Chevenement fór eftir þeg- ar hann hófst handa við umbæt- urnar á síðasta vetri. „Að blása aftur lífi í heilbrigt gildismat er ekki skref aftur á bak,“ sagði Chevenement þegar hann gerði þingheimi grein fyrir stefnu sinni. Þetta skyndilega afturhvarf til aga og reglu í skólastarfi hefur valdið því, að Chevenement er nú orðinn að hetju í augum hægri manna, sem fram að þessu hafa litið á hann sem marxískan lýðskrumara, en eins og gefur að skilja eru samherjar hans á vinstri vængnum ekki jafn ánægð- ir og hafa þeir heldur ekki vandað honum kveðjurnar. Chevenement lætur raunar líta út fyrir að breytingarnar séu rót- tækari en þær eru í raun með því að lýsa þeim á skorinorðan hátt og skafa ekkert utan af. „í skólanum á að stunda nám en ekki skemmt- anir,“ hreytti hann út úr sér þegar hann var spurður hvort tíðum safnferðum með krakkana yrði haldið áfram en bætti því svo við, að ekki yrði alveg hætt við þennan þátt i skólastarfinu. Enginn efast um, að Chevene- ment sé full alvara. Jafnvel þegar hann barðist hvað ákafast fyrir vinstrimennskunni þótti hann dá- lítið sérstakur fyrir það hvað hann talaði oft um ástundun og árangur og ástina til föðurlands- ins. Þrátt fyrir það fær Chevene- ment að heyra það bæði fra hægri og vinstri, að kúvendingin í menntamálum sé bara pólitískt bellibragð, sem komi honum sjálf- um til góða þar sem vinsældir hans hafi nokkuð verið farnar að dvina og geri auk þess stjórn sósí- alista auðveldara að ná til miðju- manna í kosningunum á næsta ári. Það, sem hægrimönnum svíður þó sárast, er, að það voru þeir sjálfir eða menntamálaráðherra úr þeirra hópi, sem byrjuðu á samfélagsfræðistaglinu áður en sósíalistar komust til valda. Staðreyndin er raunar sú, að samfélagsfræðin og þeir kennslu- hættir, sem við hana eru kenndir, hafa haft heldur lítil áhrif á starf- ið í mörgum frönskum skólum. Þar sem hennar hefur gætt og víð- ar raunar hafa þó foreldrar kvart- að undan óreiðu og áhugaleysi og að allt sé látið reka á reiðanum. Það hefur líka verið vatn á myllu þessarar óánægju, að fjöldinn all- ur af nemendum er varla læs að barnaskólanáminu loknu. í skoðanakönnunum kemur fram, að vinsældir Chevenements meðal almennings hafa aukist stórum og nú nýlega birti franska stórblaðið Le Monde af honum dæmigerða teiknimynd þar sem hann sést rífa mánuðinn maí árið 1968 af skóladagatalinu og kasta snjáðum sneplunum yfir axlir sér. - ROBIN SMYTH hans færandi hendi og afhentu honum borgarlyklana. Sigurbog- inn, sem keisarinn lét reisa eftir sigurinn 1812, var nú nýlega flutt- ur á þennan stað, sem kallast nú Sigurgarðurinn. Nýja stríðsminnismerkið, sem byrjað var á fyrir fjórum árum, er 230 feta há stytta af sigurfánum, sem breiðast út og blakta yfir höfðum verkamanna, hermanna og bænda. Styttan stendur í garði, sem er 300 ekrur og í honum verða 1.418 gosbrunnar, einn fyrir hvern dag sem stríðið stóð fyrir Sovét- menn. „Höllin bak við styttuna verður úr marmara með gullnu hvolfþaki, eins og rísandi sól að baki minnis- merkinu." í Frægðarhöllinni, sem svo kall- ast, verða letruð nöfn 12.400 helstu stríðshetja Sovétríkjanna en í næstu sölum verða sýndar myndir frá uppgjöf Þjóðverja, gunnfánar, sem féllu í hendur Sovétmanna, og kort, sem herfor- ingjaráðið notaði fyrir orrusturn- ar um Stalíngrad og áhlaupið á Berlín. — MARTIN WALKER NYJUNGAR | Með sjúk- dómssögu sína upp á vasann Eitt af stærstu sjúkratrygg ingafélögunum í Bandaríkj unum mun brátt kynna nýtt skír teini, sem hefur þá byltingar kenndu breytingu í för með sér, ai læknar þurfa aldrei framar a< óttast að týna allri sjúkrasögi þess, sem skírteinið ber. Það eri þó ekki forstöðumenn fyrirtækis ins, sem eiga heiðurinn af þessar uppfinningu, heldur unglings strákur og tveir félagar hans, sen hrökklast höfðu úr skóla. JLífskortið" verður eins o( hvert annað lánskort að sjá ei með innbyggðu minni, sem getui geymt allt að 800 blaðsíður me< sjúkrasögu viðkomandi. Með þv að nota einfalda myndsjá og heim ilistölvu geta læknar skoðað allt sem skráð hefur verið um veikind og heilsufar korthafans, allt frí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.