Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985
UPPHAF
STJÖRNUFERILS
ROD
STEWART
mönnum etja kappi við landslið
íslands hér á Laugardalsvelli,
þann 28. maí næstkomandi.
REYNT VIÐ
ROKKIÐ
Þegar Stewart hafði gefist upp
á því að gera boltaspark að at-
vinnu, snéri hann sér að tónlist-
inni og gerðist munnhörpuleik-
ari. Ekki leið þó á löngu áður en
hann hóf einnig að þenja radd-
böndin við og við. Hann lék fyrst
með hljómsveit frá Birmingham,
sem nefndist Five Dimensions
en ekki settu þeir nú heiminn á
annan endann. Það leið svo ekki
á löngu áður en hann komst í
kynni við söngvarann Long John
Baldry og gekk til liðs við hann í
hljómsveitinni Hootchie
Cootchie Men. Nltján ára gamall
var Rod Stewart sem sé orðinn
atvinnutónlistarmaður. Kaupinu
sínu, sem var yfirleitt í kringum
35 pund á viku, eyddi hann að
mestu í föt og varð hann fyrir
vikið fljótlega þekkt „týpa“ í
skemmtanaheimi Lundúna. Það
var um þetta leiti sem hann fékk
viðurnefndið Rod the Mod.
Stewart sendi frá sér sína
fyrstu smáskífu undir eigin
nafni árið 1964 en hún hafði á
A-hlið að geyma lagið Good
Morning Little Schoolgirl og á
meðal þeirra hljóðfæraleikara
sem aðstoðuðu hann við gerð
hennar var bassaleikarinn John
Paul Jones, sem síðar varð með-
limur Led Zeppelin. Ekki seldist
nú plata þessi mikið og það sama
er raunar hægt að segja um þær
plötur hans, sem fylgdu í kjölfar
hennar.
Um tíma starfaði hann með
hljómsveitunum Steampacket og
Shotgun Express en þessar
hljómsveitir náðu aldrei að
vekja neina sérstaka athygli.
Steampacket var þó ágæt
hljómsveit en hún sendi ekki frá
sér plötu meðan hún starfaði,
vegna þess að menn gátu ekki
komið sér saman um hverjir
ættu að gefa út plötur sveitar-
innar.
Það mun hafa verið snemma á
árinu 1%7, sem Rod Stewart
gekk svo til liðs við gítarleikar-
ann Jeff Beck, sem þá nýverið
hafði sagt skilið við félaga sína í
hljómsveitinni Yardbirds.
Hljómsveitin nýja fékk nafnið
Jeff Beck Group en aðrir sem
með henni léku voru Ron Wood
(nú Rolling Stones), sem þá lék á
bassa en hann er annars gítar-
leikari, og trommuleikarinn var
Mick Waller, sem áður hafði ver-
ið með Stewart í Steampacket.
Þá bættist píanóleikarinn Nicky
Hopkins í hópinn áður en yfir
lauk. Jeff Beck Group starfaði í
um það bil tvö ár og sendi frá sér
tvær breiðskífur, sem báðar
þykja með því merkilegra sem
Stewart hefur komið nærri á
ferlinum. Fyrri platan, og sú
betri, heitir Truth og á henni fer
Stewart víða á kostum, en hvergi
syngur hann þó betur en í því
gamalkunna lagi 01’ Man River.
Beck Ola hét seinni platan og er
hún af mörgum talin vera upp-
haf þeirrar tónlistarstefnu, sem
síðar fékk heitið þungarokk. Þá
langar mig að benda á eitt lag,
sem er að finna á b-hlið smáskíf-
unnar Love Is Blue, sem Jeff
Beck sendi frá sér, en það er lag
sem heitir Iv’e Been Drinkin’
Again. Stewart syngur þetta lag
af sérstakri innlifun og hefur
mér alltaf þótt titill lagsins eiga
svo vel við hann.
NÝ STÓRSTJARNA
Jeff Beck Group leystist upp
vegna sundurþykkju liðsmanna
hennar og byrjun árs 1969 gekk
Rod Stewart til liðs við hljóm-
sveitina Faces, en hún varð til
þegar Steve Marriott yfirgaf
Small Faces og stofnaði Humble
Pie. Um sama leiti gekk Ron
Wood einnig í hljómsveitina og
þá sem gítarleikari. Faces náðu
fljótlega miklum vinsældum sem
hljómleikahljómsveit en
stemmningin sem þeir sköpuðu,
og þá með Stewart sem fremsta
mann, þótti helst minna á þá
stemmningu sem ríkir á fót-
boltavöllum í Englandi. Fólk
kom til þess að syngja og
skemmta sér en ekki til þess að
sökkva sér djúpt í sjálft sig við
hlustun alvarlegrar tónlistar.
Faces náðu sér aldrei almenni-
lega á strik í stúdíói og breið-
skífur þeirra þykja lítt
eftirminnilegar, ef helst er und-
anskilin A Nod As Good As a
Wink To a Blind Horse, sem kom
út árið 1972.
Á svipuðum tíma og Rod gerð-
ist Faces-meðlimur, fór hann á
ný að huga að sólóferli sínum og
gerði þá samning við Mercury-
hljómplötufyrirtækið. Fyrstu
tvær breiðskífur hans, An Old
Raincoat Won’t Ever Let You
Down og Gasoline Alley, hlutu
sérlega góðar viðtökur hjá gagn-
rýnendum en þær seldust ekkert
sérlega vel. Þar varð þó breyting
á þegar hann sendi frá sér plöt-
una Every Picture Tells a Story,
sem leit dagsins ljós árið 1971.
Af þeirri plötu var svo tekið lag-
ið Maggie May og það gefið út á
smáskífu, sem náði miklum vin-
sældum beggja vegna Atlants-
hafsins.
ENDANLEGA
EINN Á FERÐ
Það togaðist alltaf á í huga
Stewarts, hvort hann ætti að
halda í samstarfið við Faces, eða
gefa þá upp á bátinn og einbeita
sér að sólóferlinum. Það að hann
skyldi vera að berjast á tvennum
vígstöðvum, bitnaði á hvoru
tveggja. Faces sendu aldrei frá
sér virkilega góða plötu og sóló-
skífum Rods hrakaði sífellt að
gæðum. Það var svo loks árið
1976, sem hann gerði upp hug
sinn og hélt endanlega af stað
einn síns liðs. Skömmu áður
hafði hann sent frá sér breið-
skífuna Atlantic Crossing, sem
varð mjög vinsæl og þótti þar að
auki með hans betri plötum. Af
henni náði líka lagið Missing
miklum vinsældum. Platan A
Night on a Town, sem fylgdi þar
á eftir, náði enn meiri vin-
sældum og síðan hefur stjarna
Stewarts skinið skært, þó svo
margir hafi sífellt verið að spá
því að senn færi nú að slokkna á
henni. Plötur hans hafa selst í
milljónaupplagi og má nefna af
þeim sem komið hafa út á seinni
árum Footloose and Fancy Free,
Blondes Have More Fun, Foolish
Behaviour, Tonight I’m Your,
Body Wishes og í fyrra kom frá
honum platan Camouflage. Og af
þeim lögum sem orðið hafa vin-
sæl með honum og er að finna á
þessum plötum má nefna To-
night’s the Night, Hot Legs, Da
Ya Think I’ Sexy, Passion, Baby
Jane og Some Guys Have All the
Luck.
Ekki er hægt að gera ferli
Rods Stewart full skil í grein
sem þessari, til þess hefur hann
komið of víða við og ferill hans
verið of skrautlegur. Ég hef t.d.
algerlega sniðgengið kvenna-
farssögur og fyllerísævintýri. Ég
hef sleppt af hverju hann flúði
Bretland og ekki hefur verið
greint frá hvern hug sumir fyrr-
um samstarfsmenn hans bera til
hans. Líklega hafa þó verið sagð-
ir fleiri slæmir hlutir um hann
en góðir en svo vill oft verða um
fólk sem baðar sig í ljóma frægð-
arinnar, að ég tali nú ekki um
þegar það gerir það jafn ríkulega
og Rod Stewart hefur gert.
Hvað svo sem sagt verður um
manninn er það óneitanlega að-
dáunarvert hversu lengi hann
hefur staðið í fremstu víglínu og
hversu vel hann hefur samlagast
eða staðið af sér hinar ýmsu
tískubylgjur rokktónlistar.
Þó mér finnist persónulega
margt misjafnt hafa komið frá
Rod Stewart um dagana, þá hef
ég nú yfirleitt ekki séð neina
ástæðu til að tala eða skrifa
neitt sérlega illa um hann, en
mikið vona ég nú samt að honum
komi ekki til með að líða allt of
vel í stúkunni á Laugardalsvell-
inum, þegar landsleikur íslend-
inga og Skota fer þar fram
næstkomandi þriðjudag.
CU PDN3> TYPAR ný lousn ó gömlumvando
TYPAR síudúkur frá Du Pont er níösterkur
jarövegsdúkur ofinn úr polypropylene.
Hann er léttur og mjög meðfærilegur.
TYPAR síudúkur leysir alls konar jarövatns-
@vandamál.
TYPAR er notaöur í ríkum mæli í stærri verk-
um svo sem í vegagerö, hafnargerð og
0stíflugerð.
TYPAR síudúkur er ódýr lausn á jaróvatns-
vandamálum viö ræsalagnir vió hús-
byggingar, lóóaframkvæmdir, Iþrótta-
^svæöi o.s.frv.
TYPAR síudúkur dregur úr kostnaói vió jaró-
vegsskipti og gerir þau jafnvel óþörf
og stuölar aö því, aö annars ónýtan-
legan jaróveg megi nota. Dúkurinn
kemur sérstaklega vel að notum í
ódýrri vegageró, hann dregur úr aur-
bleytu í vegum þar sem dúkurinn að-
skilur malarburöarlagiö og vatnsmett-
aö moldar- eöa leirblandaðan jaróveg.
Notkun dúksins dregur úr kostnaói
vió vegi, „sem ekkert mega kosta”, en
leggja verður, svo sem aö sveitabýl-
^um, sumarbústöðum o.s.frv.
TYPAR er fáanlegur í mörgum geröum, sem
hver hentar til sinna ákveðnu nota.
TYPAR®
skrásett vörumerki Du Pont
Siðumúla32 Sími 38000
esid af
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80