Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 r Æfing í Melaskóla 1960. Sú rödd var svo fögur... I>sð eru fagrar söngraddir sem hljóma annað veifíð úr Melaskólanum á kvöldin. Söngsveitin Fflharmónía er þar með æfíngar tvisvar í viku, og sl. mánudagskvöld gengum við á hljóðið. Söngsveitin var að æfa óratóríuna Judas Maccabæ- us eftir Hándel, en söngsveitin er 25 ára um þessar mundir og verður afmælisins m.a. minnst með tónleikum í Háskóla- bíói þann 30. maí nk. Þetta er jafnframt framlag söngsveitar- innar til 300 ára afmælis Hándels sem minnst er á þessu ári. í tilefni afmælisins hefur verið gefinn út afmælisbækl- ingur og er þar m.a. rakin saga söngsveitarinnar, en hún kom fyrst fram á tónleikum í apríl 1960. Aðdragandi að stofnuninni náði u.þ.b. ár aftur í tímann, hinn 24. april stofnuðu nokkrir frammámenn í tónlistarlífinu félag sem hafði það markmið að stofna samkór sem gæti flutt stærri kórverk með hljómsveit. Sinfóníuhljómsveitin hafði þá starfað í tæpan áratug og hlaut félagið nafnið Fílharmónía, formaður var kjörinn Þorsteinn Hannesson óperusöngvari og síðar tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins. Dr. Róbert A. Ottósson var einn fundarmanna og tókst á hendur að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Æfingar hófust hjá hinni nýstofnuðu söngsveit um haustið og til flutnings var tekið verkið Carmina Burana eftir Carl Orff, það var frumflutt hér á landi með Sinfóníuhljóm- sveit Islands, einsöngvurum og Þjóðleikhúskórnum í Þjóðleikhúsinu hinn 23. apríl 1960, og endurteknir fyrir fullu húsi 24. apríl og 3. maí. Kórinn gerðist síðan sjálfstætt félag sem hlaut nafnið Söngsveitin Fílharmónía. Fyrsti formaðurinn var kjörinn Aðalheiður Guðmundsdóttir og var næsta verkefni Söngsveitarinnar Þýsk sálumessa eftir Brahms og næstu árin var ráðist í að flytja mörg helstu merkisverk kór- tónlistarinnar undir handleiðslu söngstjórans dr. Rób- erts. Þegar sðngsveitin hafði starfað í rúman hálfan áratug var ráðist í flutning á 9. sinfóníu Beethovens, og var verkið flutt í fyrsta skipti hér á landi í febrúar 1%6. Það var flutt fimm sinnum í röð fyrir fullu húsi áheyrenda og síðan hefur söngsveitin þrisvar tekið þátt í flutningi þessa verks, síðast vorið 1983 ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum og Þjóðleikhúskórnum undir stjórn Jean- Pierre Jaquillats. Á 10 ára afmæli söngsveitarinnar og tuttugu ára af- mæli Sinfóniuhljómsveitarinnar var annað stórvirki Beethovens flutt, Missa Solemnis, i Háskólabiói þann 5. mars 1970. Stjórnandi Söngsveitarinnar frá upphafi var dr. Ró- bert A. Ottósson, og var hann við stjórnvölinn þar til hann lést 10. mars 1974. Undir stjórn hans glímdi hún við erfiðustu viðfangsefnin og undir leiðsögn hans og stjórn vann hún stóra sigra á sviði tónlistarinnar. Jón Þórar- insson æfði og stjórnaði flutningi á þjóðhátíðarverki sínu Völuspá sem frumflutt var á Arnarhóli 3. ágúst 1974. Síðan voru söngstjórar Garðar Cortes, Jón Asgeirsson, Marteinn H. Friðriksson, Debra Gold, Krystyna Cortes og síðustu þrjú árin Guðmundur Emilsson. Jónas Ingi- mundarson stjórnaði æfingum fyrir Listahátíð 1982. Starfsemi Söngsveitarinnar tók nokkrum breytingum við fráfall dr. Róberts. Hann hafði jafnan valið verkefni til flutnings og stjórnað þeim sjálfur á tónleikum. Breyt- ingin fólst í því að söngstjóri Fílharmóníu æfði verkin, en aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar stjórnaði flutningi þeirra á tónleikum. Verkefnaval hefur einnig breyst nokkuð, það hefur t.d. orðið venja síðustu ár að Söngsveitin taki þátt í óperuflutningi a.m.k. einu sinni á ári. Söngsveitin hefur frá upphafi starfað í nánu sambandi við Sinfóníuhljómsveit íslands, og frá þvi Guðmundur Emilsson tók við stjórn Söngsveitarinnar hefur hún tví- vegis komið fram með íslensku hljómsveitinni, en Guð- mundur hefur verið aðalstjórnandi þeirrar hljómsveitar frá upphafi. Fjöldi kórfélaga hefur verið nokkuð breytilegur, eða frá 70—100 manns, flestir munu þátttakendur hafa verið í 9. sinfóníu Beethovens 1970, en þá voru þeir 156 og við síðari flutning á Messíasi 1974 150 að tölu. Þar sem oft hefur reynst erfitt að manna kórinn af karlaröddum, hefur annað slagið verið fengin aðstoð karlakóra, svo sem karlakórsins Fóstbræðra og Karla- kórs Reykjavíkur. Dórothea Einarsdóttir núverandi formaður „Ég byrjaði í söngsveitinni 1968. Fyrsta verkið sem ég söng með i var á afmælishátíð dr. Páls ísólfssonar, Karlakórinn Fóstbræður var með. Ég hef ekki verið samfleytt í kórnum, hef misst úr einn og hálfan vet- ur. Ég hef sungið í kórum frá því ég var í barnaskóla, og hef alltaf sungið mikið fyrir börnin mín. Félagar í söngsveitinni eru nú um 80, fleiri konur en karlar, og þyrftum við að fá fleiri karla til liðs við okkur. Félagarnir koma úr ýmsum áttum og öllum stétt- um, og eru á öllum aldri. Fólk leggur gjarnan mikið á sig til að koma á æfingar, það sækir hingað jafnvel úr Keflavík, Hveragerði og Mosfellssveit." — Þú hefur ekki átt þér þann draum að læra söng? „Jú, það var draumurinn þeg- ar ég var ung, en það var erfitt um vik þar sem ég var í sveit. En ég hef fengið góða tilsögn hjá ýmsum söngkennurum. Við höf- um hitt mikið af frábæru lista- fólki innlendu og erlendu sem hefur tekið þátt í tónleikum þar sem við höfum komið fram. Sér- staklega finnst mér ógleyman- Jegt að hafa kynnst dr. Robert, hann var alveg ógleymanlegur persónuleiki.“ — Hvað er helst framundan hjá ykkur? „Við höldum áfram þessu starfi, það er mikill hugur í fólk- inu og hefur ríkt afar góður andi í kórnum undir frábærri stjórn Guðmundar Emilssonar." Eyþór Einarsson einn af stofnfélögum og fyrrverandi formaöur „Þegar Filharmóníusöngsveit- in var stofnuð, var ég kennari með Valdimar Örnólfssyni í MR. Það voru þó nokkrir menn úr skólanum stofnfélagar, bæði nemendur og kennarar. Einn þeirra var Sigurður Þórðarson sem syngur enn. Ég hef alltaf haft gaman af að syngja, hafði sungið i samkór Neskaupstaðar, var í kórum á Akureyri, og í kór íslendinga í Kaupmannahöfn. Ég hef ekki verið með í öllum æfingum söngsveitarinnar frá upphafi, æfingar hafa verið tímafrekar og ég hef því hvílt mig hálfa og heila vetur. Skemmtilegast hefur mér fund- ist að syngja 9. sinfóníuna, ég held hún hafi verið flutt 9 eða 10 sinnum hjá söngsveitinni í þrem lotum. í fyrsta sinn var hún flutt fyrir fullu húsi fimm sinn- um í röð, og þótti það m.a. fréttnæmt erlendis." Eyþór er grasafræðingur og vinnur á Náttúrufræðistofnun íslands. Auk þess er hann for- maður Náttúruverndarráðs, „ég er oft hálflatur á kvöldin að koma mér af stað á æfingar, en hef þó ekki hugsað mér að hætta alveg í söngsveitinni. Ég verð með svo lengi sem ég fæ að vera með.“ — Er fjölskylda þín söng- elsk? „Já, ég á fjórar dætur og þrjár þeirra hafa verið í Barnamús- íkskólanum, og í kór Mennta- skólans við Hamrahlíð. Næst- yngsta dóttir mín er nú í tónlist- arnámi og ætlar að halda því áfram.“ Guðmundur Emilsson söngstjóri „Þetta er í annað sinn sem Judas Maccabæus er fluttur hér á landi. Um miðja 18. öldina var þetta ein þekktasta óratoría Hendels, hún er að mínu viti svipuð að gerð og inntaki og Messías, þar sem annars vegar er verið að vegsama leiðtoga þjóðar, og hins vegar frelsara. J.M. er mjög langt verk í sinni upprunalegu gerð, en það hefur myndast ákveðin hefð, t.d. í Englandi, í sambandi við stytt- ingu verksins, og fylgjum við þeirri hefð hér. Það er ekkert vafamál að verkið tapar tals- verðu við slíka styttingu, en þetta er spurning um gæði en ekki magn og styttingunni fylgja ákveðnir kostir, áheyr- endur þreytast síður undir flutningnum og geta því notið tónlistarinnar betur. Persónulega hlakka ég mikið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.