Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 2

Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 2
2 MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNl 1985 Þjóðaratkvæða- greiðsla um bjórinn kostar 5 milljónir Að sögn Sigurðar Þórðarsonar, deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu, gæti þjóðaratkvæðagreiðsla um bjórfrumvarpið komið til með að kosta um fimm milljónir króna í framkvæmd. „Þetta var nú mjög lauslegt, milljónir," sagði Sigurður. en við tókum mið af forsetakosn- ingunum árið 1980 og alþingis- kosningunum 1983 og komumst að þeirri niðurstöðu að atkvæða- greiðslan myndi kosta um fimm Hann sagði að ef atkvæða- greiðsla um bjórfrumvarpið færi fram um leið og sveitarstjórna- kosningar myndi talan lækka niður í um eina milljón króna. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins; Drætti frestað til 6. júlí ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta drætti í happdrætti Sjálfstæðisflokks- ins til 6. júní nk. f fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir, að ástæðan fyrir þessari frestun, sem sé sú fyrsta í fjölda ára, sé að í Reykjavík hafi happdrættismiðarnir í fyrsta sinn verið sendir út í formi gíróseðla og því hafi útsending dregist nokkuð. Augljóst er af skilum í happdrættinu nú síðustu daga að fjöldi fastra miðakaup- enda hefur ekki áttað sig á breyttu fyrirkomulagi happdrættisins fyrr en á síðustu stundu. Frestunin gefur þeim fjölmörgu sem haft hafa samband við skrifstofuna út af þessu því tækifæri til að taka þátt í happdrættinu, segir í fréttatilkynningunni. Félagsráð kúabænda á Suðurlandi: Verðlagning búvöru verði endurskoðuð FÉLAGSRÁÐ Félags kúabænda á Suðurlandi hefur skorað á stjórn Stéttarsambands bænda að taka til heildarendurskoðunar alla þætti verðlagningar búvöru með það að markmiði að lækka framleiðslukostn- aðinn. Telur ráðið að verðhækkanir búvöru á undanlornum árum hafi illa skilað sér til bænda vegna þess sölusamdráttar sem þær hafa haft í för með sér. Vill félagsráðið að lögð verði áhersla á að ríkissjóður endur- greiði uppsöfnuð áhrif aðflutn- ingsgjalda og söluskatts vegna búrekstrar til bænda og vinnslu- stöðva. Bændum verði tryggt Laxamýri: Tálknaveik- in gengin yfir TÁLKNAVEIKIN sem undanfarnar vikur hefur herjað á ungseiði í lax- eldisstöðinni Norðurlaxi hf. á Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu er genginn yfir að sögn Björns Jóns- sonar framkvæmdastjóra stöðvar- innar. Veikin er af óþekktum orsökum en sýni eru í rannsókn hjá Sig- urði Helgasyni fisksjúkdóma- fræðingi í Tilraunastöð háskól- ans á Keldum. Björn sagði að menn væru enn jafnnær um ástæðúr veikinnar og biðu ein- ungis eftir niðurstöðum frá Sig- urði. Eins og fram hefur komið drapst hálf milljón seiða úr veik- inni og er tjón eigenda stöðvar- innar talið vera 6—10 milljónir kr. hagstætt rafmagnsverð til jafns við annan atvinnurekstur, áburð- arverð verði sambærilegt við það sem er í nágrannalöndunum og vaxta- og lánamál verði endur- skoðuð. í greinargerð með áskoruninni segir að á undanförnum árum hafi sífelldar hækkanir landbún- aðarvöru meðal annars orðið til þess að skapa neikvæðar skoðan- ir stórs hluta neytenda, sem komið hefðu fram í verulegum sölusamdrætti hefðbundinna bú- vara og þar með aukið á sölu- vanda bænda. Verðhækkanir hafi þvi illa skilað sér til bænda. Því beri að leita nýrra leiða við verðlagningu búvara sem tryggi neytendum vöru á hagstæðu verði og reyna á þann hátt að ná sáttum á milli bænda og neyt- enda sem hafa myndi í för með sér söluaukningu sem skapaði bændum rauntekjuhækkun. Gunnars- hólmi til sölu JÖRÐIN Gunnarshólmi við Suður- landsveg hefur verið auglýst til sölu hjá fasteignasölunni Húseignir og skip. Jörðin er 20 hektarar að stærð, nánast öll ræktað tún. Á jörðinni er íbúðarhús, hesthús fyrir tæplega 25 hross og hlaða auk annarra úti- húsa. Jörðinni fylgja einnig veiði- réttindi í Hólmsá. Það var Gunnar Sigurðsson kaupmaður, kenndur við verslunina Von við Laugarveg, og kona hans Margrét Gunnarsdóttir, sem byggðu jörðina upp árið 1928. Var þar rekið stórt bú í mörg ár. Á und- anförnum árum hefur ekki verið stundaður búskapur á jörðinni, en hún er í eigu Margrétar ekkju Gunnars og dætra þeirra. Óskað hefur verið eftir tilboði í jörðina. , Morgunblaðið/ Sig. Jónsson I góóviðrinu að undanförnu hafa menn gripið tækifærið og málað kirkjuna í Skálholti hátt og lágt. Vegna erfiðleika við að komast að turninum var fenginn krani til aðstoðar. Skálholt: Hugmyndir um að endurreisa nokkur hús — segir Sveinbjörn Finnsson staðarráðsmaður í FYRRASUMAR var haflst handa við fornleifagröft í Skálholti og verður því verki haldið áfram í sumar undir yflrumsjón þjóðminjavarð- ar. Að sögn Sveinbjörns Finns- sonar, staðarráðsmans í Skál- holti, er hugmyndin sú að i framtíðinni verði endurreist í upprunalegri mynd nokkur hús, sem vitað er hvar stóðu í Skál- holti til forna. Skálholtsstað mátti líkja við lítið þorp fyrr á öldum með skóla, biskupsstofu, svefnhýsi og sérhúsum fyrir staðarfólk. Ekki er vitað hvenær uppgreftrinum lýkur en búist er við að hann taki nokkur ár. 11 þús. karton af „Gold Coastu pöntuð með flugi BIRGÐIR af Gold Coast-sígarettum, sem Rolf Johansen & Co. hóf inn- flutning á í byrjun maímánaðar sl., gengu til þurrðar hjá ÁTVR og þar sem ekki er von á næstu sendingu með skipi fyrr en 25. júní, pantaði fyrirtækið aukaskammt með flugi. Er von á 11 þúsund kartonum næsta þriðjudag. „Við höfðum áætlað að fyrsta sendingin, 25 þúsund karton, myndi duga í tvo mánuði," sagði Friðrik Theódórsson hjá Rolf Johansen & Co. í samtali við Morgunblaðið. „Þegar sýnt var að birgðir myndu ekki endast svo lengi var ekki ann- að að gera en að óska eftir auka- sendingu með flugi, þó það kosti okkur um 125 þúsund krónur, eða helmingi meira en með skipi. Vitaskuld bitnar það þó ekki á neytendum, framleiðandinn verður látinn bera allan þennan auka- kostnað og Gold Coast-sígarettu- pakkinn kostar eftir sem áður kr. 60,90,“ sagði Friðrik Theódórsson. Forseti íslands: Heiðursdoktor við há- skólann í Grenoble FORSETI íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, fer til Frakklands þann 18. júní n.k. í einkaerindum. Þar dvelur bún f borgunum Gren- oble og Lyon. Á meðan á dvöl hennar stendur mun hún taka við heiðurs- nafnbót við Háskólann í Grenoble, þar sem hún var við nám í tvo vetur. í DAG Meðal efnis í blaðinu í dag er: Útvarp/sjónvarp .. 6 Dagbók 8 Fasteignir 10/19 Leiðari 28 Reykjavíkurbréf ... 28/29 Myndasögur 31/32 Peningamarkaður . 34 Raðauglýsingar 40/47 íþróttir 55 Fólk í fréttum . 22b/23b Dans/bíó/leikhús . . 24b/27b Velvakandi . 28b/29b Menning/listir lc/8c Maxim Gorky á Akureyrarpolli. Akureyri: Morjfunblaöið/ Sv.P. Skemmtiferðaskip koma 18 sinnum Akureyri 13. júní. FYRSTU skemmtiferðaskipin á sumrinu komu hingað í dag í björtu og fögru veðri. Þau eru bæði rússnesk, Kasakhstan, 15.490 brúttólestir, sem lagðist að haf- skipabryggjunni á Oddeyri og Maxim Gorky 24.980 brúttólestir, sem liggur á Poilinum. Farþegar skipanna setja mikinn svip á bæinn í dag, svo að við liggur að Akureyringar hverfi í fjöldan. Á morgun er von á þriðja skipinu. Það verður þýska listiskipið Europa frá Bremen, 33.819 brúttólestir. Gert er ráð fyrir að skemmtiferðaskip komi 18 sinnum til Akureyrar í sumar. Sv.P. Auk þess verður Vigdís Finnboga- dóttir viðstödd tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Grenoble 20. júní og í Lyon 21. júní nk. Eftir það mun hún dvelja i nokkra daga í Par- ís og kemur síðan til Islands 25. júní. Vigdís Bjarnadóttir deildarstjóri á forsetaskrifstofunni verður í fylKd með forseta íslands. í sumar heimsækir Vigdís Finn- bogadóttir forseti Austurland. Ferð- in hefst á Egilsstöðum laugardaginn 13. júlí og þaðan haldið beint á hátíð ÚÍA sem haldin verður á Eiðum. Daginn eftir, þann 14. júlí, er ferð- inni heitið til Bakkafjarðar og síðan heimsóttar flestar sveitir í Norður- og Suður-Múlasýslum. Heimsókn- inni lýkur á Djúpavogi 21. júlí, en forsetinn flýgur frá Höfn til Reykja- víkur þann 22. júlí. Vigdís Finnbogadóttir fer í opin- bera heimsókn til Spánar dagana 16.—18. september í haust. Þaðan fer hún í aðra opinbera heimsókn til Hollands dagana 19.—20. september. Eftir það dvelur forsetinn í Kaup- mannahöfn í nokkra daga en fer síð- an til Bergen 25. september þar sem hún mun flytja aðalræðu við loka- athöfn á „Humaniora", menningar- viku sem þar verður haldin. I ræð- unni mun hún fjalla um stöðu skap- andi lista og þjóðmenningar á 21. öld frammi fyrir þeirri tæknibyltingu sem nú er að ganga í garð. Forsetinn kemur heim til íslands 28. september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.