Morgunblaðið - 16.06.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.06.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JtJNl 1985 7 11. jlílí í sumar veröa farnar þrjár rútuferöir um ítalíu, í tengslum viö leiguflug okkar til Rimini. Nú þegareruppseltítværferöanna, en enn eru nokkur sæti laus í þá þriöju. EtDMRESSíB vR,r.;_ Feröatilhögun: Daginn eftir komuna til Rimini er ekið sem leið liggurtil Flórens, hinnar þekktu miðstöðvar lista og menningar. Far er gist í tvær nætur. Þá er „hin' hliðin á Italíu skoðuð - við förum til Siena, geysilega fallegs háskólabæjar þar sem andrúmsloft miðalda ríkir. Daginn eftir komum við til Römar, og um þá borg þarf ekki mörg orð. Eftir þrjá daga í Róm er haldið til Sorrento við Napóliflóa og út frá Sorrento er farið í skoðunarferðir m. a. til Capri, Pompey og Amalfi og fleiri fagurra staða. Að lokinni þriggja daga dvöl í Sorrento og 10 daga rútuferð er aftur komið til Rimini og þar dvalið í aðra 10 daga við sól- og sjóböð, leiki og verslun, eða annað sem Rimini býður uppá. Allstaðar er gist á fyrsta flokks hótelum. Morgunverður er innifalinn, svo og skoðunar- ferðir. Yerð aðeins kr. 39.850 ^urimiífn1’ Dubrovnik í Suður-Júgóslavíu er ein skærasta perla sólarlanda, með fallegu landslagi, frábærum ströndum, góöum hótelum, fyrsta flokks aðstööu til leikja og íþrótta - og glampandi sól alla daga' Skelltu þér til Dubrovnik í sumar! Brottför I hverri viku! Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SfMAR 21400 & 23727 búinn til að láta skipið hætta veið- um, ef félagið lýsti því yfir að það myndi bæta áhöfn og útgerð það tjón sem hlytist af því að útgerð stöðvaðist, ef staðhæfing Sjó- mannafélags Reykjavíkur reynd- ist ekki rétt. Þessari ósk var hafn- að, en því haldið fram eftir sem áður, að ólögmætt væri að skipið héldi til veiða. Með vísan til framanritaðs er ljóst, að ágreiningur er á milli mín og Sjómannafélags Reykjavíkur um lögmæti þess aö skipinu sé haldið til veiða með yfirmenn eina saman. Ég get ekki fyrir mitt leyti eða meirihluta áhafnar minnar fellt mig við það að ágreiningur sem t þessi verði leystur af verkfalls- vörðum Sjómannafélags Reykja- víkur á bryggjum Reykjavíkur- hafnar. Ágreininginn ber að leysa á öðr- um vettvangi “ Yilrlýsing frá útgerðarmanni Freyju RE 38: „Felli mig ekki við að ágrein- ingur sé leystur á bryggjum“ MORGUNBLAÐINU hefur borizt yfirlýsing frá eiganda vs. Freyju RE 38, Gunnari I. Hafsteinssyni, sem er svohljóðandi: „Vegna frétta í blöðum og út- varpi vegna meints verkfallsbrots vs. Freyju RE 38 og ýmissa full- yrðinga og rangfærslna í þessum fréttum vil ég gefa eftirfarandi yf- irlýsingu vegna máls þessa. Vs. Freyja RE 38 er 103 rúm- lesta togskip. Á skipinu hafa verið síðastliðin ár frá 5 til 8 manna áhöfn. Þegar verkfall Sjómanna- félags Reykjavíkur hófst þann 17. maí sl. var á skipinu 7 manna áhöfn, þar af einn netamaður. Þessi maður var afskráður sem netamaður en skráður sem 2. mat- sveinn. Skipið lagði upp afla sinn hér í Reykjavík í þrjú skipti á tímabil- inu 23. maí og til 11. júní sl. Það mun hafa verið 10. eða 11. júní að formaður Sjómannafélags Reykjavíkur kom að máli við mig, og sagði að eftir að athugasemd barst mér var maðurinn afskráð- ur. Eftir að hann var afskráður voru á skipinu 6 menn, þ.e. skip- stjóri, tveir vélstjórar, tveir stýri- menn og matsveinn. Engir af þess- um mönnum fara eftir samning- um Sjómannafélags Reykjavíkur og Útvegsmannafélags Reykjavík- ur. Sjómannafélagi Reykjavíkur var vel kunnugt um að vs. Freyja RE 38 var í fullri útgerð og hreyfði engum athugasemdum þar um fyrr en að ofan getur. Eftir að áhafnarmeðlimir voru allt menn sem fóru eftir öðrum samningum en Sjómannafélag Reykjavíkur er aðili að, taldi ég ljóst að Sjómannafélag Reykjavík- ur hefði ekki frekari afskipti af útgerð skipsins. Svo reyndist þó ekki vera. Verk- fallsverðir félagsins höfðu í hót- unum við skipverja vs. Freyju RE 38 í gærdag, 13. júní, þegar skipið átti að láta úr höfn. Báru þeir því við, að það væri álit félagsins og lögmanns þess, að ólögmætt væri að skipið héldi til veiða. Þar sem ekki náðist í iögmann félagsins eða formann þess, þegar verkfalls- verðir höfðu í hótunum ákvað ég að fresta brottför, svo unnt yrði að ná fundi með formanni og lög- manni Sjómannafélags Reykja- víkur vegna málsins. Á fundi með formanni Sjó- mannafélags Reykjavíkur árla á föstudagsmorgun skýrði ég frá sjónarmiðum mínum og afhenti honum bréf til frekari skýringa. Tjáði ég honum, að ég væri reiðu- Fegrunarvikan tókst mjög vel MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá Fegrunarnefnd Reykjavíkurborgar. I fréttatilkynningunni segir m.a., að fegrunarvikan í Reykjavík 1,—9. júní hafi tekizt mjög vel. Mikil og góð samvinna tókst með ibúum í Reykjavik og borgaryfirvöldum um að fegra og prýða borgina. Mikill fjöldi manns færði sér í nyt marg- vislega sérþjónustu borgarinnar í tengslum við fegrunarvikuna. Árangur varðandi hreinsun varð að þessu sinni tífaldur á viö það sem verið hefur í fegrunarvikum fram til þessa. Áætlað hafði verið að um eitt þúsund lestum af rusli yrði ekið á haugana í fegrunarvik- unni — ef vel tækist til. Niðurstað- an varð hinsvegar allt önnur og enn ánægjulegri. Samkvæmt upplýsing- um frá hreinsunardeild borgarinn- ar var farið með rösklega fjögur þúsund lestir af rusli á haugana, meðan á fegrunarvikunni stóð. Sú tala á þó vafalítið eftir að hækka, því að undirtektir borgarbúa við áskorun borgaryfirvalda um hreinsun voru svo góðar, að starfs- menn hreinsunardeildar höfðu tæp- ast undan og þess vegna er enn ver- ið að sinna óskum um að fjarlægja rusl. Tugir manna höfðu samband við skrifstofu garðyrkjustjóra dag hvern í fegrunarvikunni til þess að leita ráða í sambandi við gróður og garða, enda er aukið ræktunarstarf einn þáttur í því að prýða borgina og snyrta. Þótt fegrunarvikunni sé nú lokið verður haldið áfram að fegra og prýða borgina. Borgaryfirvöld og fegunarnefnd Reykjavíkur beina þeim tilmælum til fólks að það noti sumarið til enn frekari fegrunar höfuðstaðarins. Einkum er þess farið á leit, að þau fyrirtæki, sem enn hafa ekki tekið til á lóðum sín- um vindi að því bráðan bug. Reykjavíkurborg og starfsmenn hennar munu sem fyrr leggja fólki lið í því efni. Þá vill Reykjavíkurborg og fegr- unarnefnd borgarinnar koma á framfæri þakklæti sínu til borg- arbúa vegna hinna góðu undirtekta sem fegrunarvikan hlaut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.