Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1985
Nýr skáli í Surtsey
MYNDIN er af hinum nýja skála í
Surtsey sem Surtseyjarfélagid hef-
ur látið reisa þar, en hann er stað-
settur annars staðar á eyjunni en
gamli skálinn, sem er á þeim hluta
eyjunnar sem sjórinn hefur stöð-
ugt unnið á.
Ef kortið prentast vel má sjá
gamla skálann við ofanverðan
tangann, en stöðugt gengur á
eyjuna þar og má búast við að
skálinn verði hafinu að bráð er
fram líða stundir. Nýji skálinn
er neðarlega fyrir miðju korti og
stendur hann á móbergi á þeim
hluta eyjunnar sem talin er
traustastur og minnst hefur lát-
ið á sjá á undanförnum árum.
Grænlendingar höfnuðu 7 % sem jafngildir 49 þús. tonnum:
Ágreiningurinn um land-
helgislínu torveldar lausn
— segir Halldór Ásgrímsson, sjáyarútvegsráðherra
EKKI fannst neinn flötur á að taka á nýjan leik upp viðræður um skiptingu
kvóta íslandsloðnunnar á milli íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga í
Borgarnesi í gær, og héldu viðræðunefndirnar frá Borgarnesi seinni partinn
í gær og ríkir nú algjör óvissa um hvert framhaldið verður.
Samkvæmt heimildum Morgun- jafnframt að ekkert hefði verið
blaðsins, þá héldu Norðmenn fast
við það, að þeir færu ekki niður
fyrir 13% heildaraflans, en þeir
hafa nú 15%. íslendingar höfðu
hins vegar boðið Grænlendingum
að lækka sig úr 85% í 80%. Þannig
hefðu 7% komið í hlut Grænlend-
inga, sem jafngildir 49 þúsund
lestum, miðað við upphaf þessa
kvóta nú. Þetta er mun meiri
loðna en líklegt er að Grænlend-
ingar muni veiða eða framselja.
„Ég er mjög vonsvikinn yfir því
að ekki náðist samkomulag á þess-
um fundum, en það gerir það að
verkum að málið er áfram í
óvissu,“ sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gær, eftir að
ljóst varð að af frekari viðræðum
nefndanna yrði ekki að ræða að
þessu sinni.
Halldór sagði að Grænlendingar
hefðu skuidbundið sig, samkvæmt
samningi sem Efnahagsbandalag
Evrópu hefði gert, til þess að
heimila Færeyingum að veiða 10
þúsund tonn. Hvað gerðist um-
fram það, sagðist sjávarútvegs-
ráðherra ekki vita. Hann sagði
ákveðið um frekari fundi þessara
viðræðunefnda.
Sjávarútvegsráðherra sagðist
verða að trúa því að hægt væri að
ná samkomulagi þessara þriggja
þjóða um skiptingu íslandsloðn-
unnar, þótt það hefði gengið afar
illa fram til þessa. „Það er erfitt
fyrir mig að meta, í hvaða veru
slíkt samkomulag gæti orðið,"
sagði Halldór, „en við höfum lagt
á það áherslu að eina leiðin til
þess að ná þessu saman sé að
byggja á vísindalegum upplýsing-
um sem við höfum. Það sem á hinn
bóginn hefur gert málið allt mun
erfiðara, er að ekki liggur fyrir
samkomulag milli Noregs og
Grænlands um landhelgislínu
milli landanna. Þar af leiðandi
hefur verið erfiðleikum bundið að
deila magninu sem er utan við
lögsögu íslands milli landanna."
Kristján Páll
Sigurðsson látinn
LÁTINN er í Reykjavík, Kristján
Páll Sigurðsson, bóndi og hrepp-
stjóri á Grímsstöðum á Fjöllum.
Kristján fæddist 8. febrúar 1906
á Grímsstöðum á Fjöllum, sonur
hjónanna Sigurðar Kristjánssonar,
bónda og hreppstjóra þar, og konu
hans Kristjönu Pálsdóttur.
Kristján lauk prófi frá Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri 1925
og kenndi í Fjallahreppi frá
Ófremdarástand í símamálum á Suðurlandi:
Fyrirtæki á Hellu með
simaþjónustu í Reykjavík
GLERVERKSMIÐJAN Samverk á Hellu auglýsti nýlega í útvarp-
inu ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum þar eystra. Bentu fyrirtæk-
in viðskiptavinum sínum á að hringja í umboðsskrifstofu sína hér í
Reykjavík, frekar en að reyna að ná sambandi austur.
Að sögn starfsmanns í Gler-
verksmiðjunni Samverki er eins
og símkerfið teppist yfir daginn.
Þá er ómögulegt að ná austur frá
Reykjavík og í símtækin eystra
fæst enginn sónn. Þetta væri að
sjálfsögðu mjög bagalegt fyrir
fyrirtæki sem þyrftu að vera í
stöðugu sambandi við viðskipta-
menn sína og því hefði verið
brugðið á það ráð að láta öll
símaviðskipti fara gegnum um-
boðsskrifstofuna í Reykjavík.
Jón Skagfjörð, stöðvarstjóri
Pósts og síma á Selfossi, sagði
ástandið alls ekki vera svona
slæmt allsstaðar á Suðurlandi;
hvergi brygðist símkerfið eins
gjörsamlega og kringum Hellu
og Hvolsvöll. Hann sagði sím-
stöðina á Selfossi vera eina af
síðustu símstöðvunum með
gamla laginu, sem settar voru
upp áður en farið var að koma
fyrir stafrænum símabúnaði
hérlendis og þjónaði hún svæð-
inu kringum sig ennþá allvel. Jón
taldi ástæðurnar fyrir þessu
ófremdarástandi í austursýsl-
unni vera þær að notendum hefði
fjölgað jafnt og þétt síðustu árin
án þess að komið væri til móts
við þá fjölgun á nokkurn hátt.
Ennfremur taldi hann að fólk
notaði símann mun meira nú
orðið en áður hefði verið.
„Við gerum okkur vel Ijóst að
ástandið er sumsstaðar bágbor-
ið,“ sagði Kristján Helgason, um-
dæmisstjóri hjá Pósti og síma,
pegar Morgunblaðið bar þetta
undir hann. „Stórir símnotendur
einoka kerfið þegar álagið er
mest því línurnar suður eru of
fáar. En hluta af vandamálinu
má þó skrifa á reikning langlínu-
stöðvanna hér í Reykjavík, sem
eru ekki nógu öflugar til að geta
annað því mikla álagi sem þær
eru undir. Sagði Kristján þetta
þó horfa til betri vegar, því nú
um þessar mundir væri verið að
setja upp stafrænar símstöðvar á
Hellu og Hvolsvelli. Mætti því
búast við að símamál á Suður-
landi yrðu komin i viðunandi
horf einhverntíma næsta vetur.
Páll Björgvinsson, forstjóri
Samverks á Hellu, sagði í sam-
tali við blaðamann að hann hefði
heyrt keimlík loforð um það bil
árlega síðastliðin fimmtán ár eða
svo. „Ástandið hefur lengi verið
slæmt, en í stað þess að batna
hefur það sífellt versnað," bætti
hann við. Að hans sögn er það
deginum ljósara að þessum mál-
um þarf að koma í samt Iag eins
fljótt og auðið er. nHér gæti heilt
hús brunnið til kaldra kola án
þess að nokkur hefði hugmynd
um það,“ sagði hann. „Það er í
rauninni mesta mildi að enn
skuli ekkert slíkt hafa gerst."
Páll sagðist hafa verið í Hvera-
gerði nýlega og rætt þar við fólk
sem hefði haft svipaða sögu að
segja, svo hann áleit að þessi
vandi væri ekki bundinn við
Hellu og Hvolsvöll. Hann vildi að
lokum taka það fram að hann sæi
ekki ástæðu til að rengja yfir-
menn símamála ef þeir fullyrtu
að bráðum yrði bundinn endi á
þetta símahallæri. Þeir yrðu þó
að gera sér ljóst að öryggi fjölda
fólks væri stefnt í hættu dragist
lausn þessa vandamáls enn á
langinn.
1925—1939, nema veturinn 1937.
Hann gerðist vegaverkstjóri ár-
ið 1930 og bóndi á Grímsstöðum
1939. Hann varð skólanefndar-
maður 1938 og formaður nefnd-
arinnar frá 1954. Settist i sýslu-
nefnd 1954 og varð hreppstjóri í
Fjallahreppi 1956. Hann var
einn af stofnendum Ungmenna-
félags Fjallahrepps og var for-
maður félagsins lengi.
Kristján kvæntist 1939 Aðal-
björgu Vilhjálmsdóttur og eign-
uðust þau 4 börn.
Öruggur sigur
á Hollendingum
ÍSLENSKA A-landsliðið sigraði
Holland 26:18 á Flugleiðamótinu í
handknattleik í Hafnarfirði í gær-
kvöldi. B-landslið íslands tapaði
hins vegar í gærkvöldi fyrir Norð-
mönnum í Keflavík, 21:22.
Fiskvinnslan á Suðurnesjum:
Vandinn enn hrikalegri en
lýst er í svörtu skýrslunni
„Erfiðleikar fiskvinnslunnar hér á Suðurnesjum eru jafnvel enn hrika-
legri en lýst er í þessari skýrslu, því hér eru fyrirtækin þegar farin að
leggja upp laupana," sagði Einar Kristinsson, formaður Félags fisk-
vinnslumanna á Suðurnesjum, er hann var spurður álits á svörtu skýrsl-
unni um sjávarútveginn, sem greint var frá í Morgunblaðinu á föstudag-
inn sl. Einar sagði að það sem af væri þessu ári hefðu tvö frystihús á
Suðurnesjum orðið gjaldþrota og við óbreytt ástand stefndi allt í að fleiri
fiskvinnslufyrirtæki yrðu að hætta rekstri á næstu vikum og mánuöum.
„Staðan hér í fiskvinnslunni
er ákaflega slæm, svo vægt sé til
orða tekið,“ sagði Einar enn-
fremur. „Lausafé í fyrirtækjun-
um er allt uppurið og grundvöll-
ur fyrir áframhaldandi rekstri
er ekki fyrir hendi. Verði ekkert
að gert á næstu vikum þá stöðv-
ast þetta af sjálfu sér og við föll-
um bara hver af öðrum. Það hef-
ur því miður ekkert verið tekið á
þessum málum, nema að lánum
var skuldbreytt til lengri tíma,
en fjármagnskostnaðurinn er
orðinn svo hrikalegur að hann er
orðinn meiri en vinnulaunalið-
irnir. Fjármagn hér á íslandi er
orðið dýrasta fjármagn í heimi.
við þetta bætast svo allar hækk-
anir, svo sem síðasta fiskverðs-
hækkun og siðustu launa-
hækkanir, auk annarra hækk-
ana, sem við höfum ekkert bol-
magn til að rísa undir, einfald-
lega vegna þess að fjármagn er
ekki fyrir hendi. Á sama tíma
hefur dollarinn lækkað, úr rúm-
um 44 krónum í 41 krónu, sem er
skref aftur á bak, og hvert eigum
við að senda reikninginn?"
Einar sagði að einn alvarleg-
asti þátturinn í þessu máli væri
að þenslan á vinnumarkaðnum
hefði verið svo mikil, að fólks-
flóttinn úr fiskiðnaði ykist hröð-
um skrefum og að með sama
áframhaldi yrði ekkert fólk eftir
til að vinna í fiski. Einar kvaðst
sammála mörgum atriðum
skýrslunnar hvað varðaði úrbæt-
ur í þessum efnum. Hann sagði
að grundvallaratriði fyrir
áframhaldandi rekstri í fisk-
vinnslunni væri að fjármagns-
kostnaður lækkaði, erlendar lán-
tökur yrðu stöðvaðar og að út-
sala á gjaldeyri yrði tafarlaust
stöðvuð. „Það þýðir ekki að segja
okkur að framleiða vöru á 10
krónur sem kostar 15 krónur að
framleiða, þaö er gjörsamlega
útilokað", sagði Einar Kristins-
son.