Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1985 ........—1 111> ! " 1"" ' ~~—r-:- ÚTVARP / S JÓN VARP Tveir víkingar r Eg hafði mjög gaman af rabb- þættinum á rás II í fyrrafcveld þar sem Ragnheiður Davíðsdóttir ræddi við Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóra og handrits- höfund. Hrafn var einstaklega ljúf- ur og lítillátur í þessum þætti og saknaði ég að vissu leyti þess eld- móðs, er einkenndi hann hér á ár- um áður, en við eldumst jú og sjá- um þá kannski heiminn í mildara ljósi. Annars virði ég Hrafn hvað mest fyrir þá sök að hann er trúr sínu einstaklingseðli. Kom reyndar glöggt fram í fyrrgreindu spjalli, að Hrafn teldi sig ætíð vera að stikla á móti straumnum, slíkt væri honum eðlislægt. Ég skildi ekki orð Hrafns sem svo, að þau væru mælt af þvergirðingshætti, þvert á móti þá kysi hann að taka persónulega afstöðu til hvers máls, fremur en að fylgja einhverjum hugsanastraumum úti í bæ. Til allrar hamingju býr Hrafn í landi þar sem menn hafa leyfi til að taka persónulega og sjálfstæða afstöðu til hvers máls, en þurfa ekki stöð- ugt að bíða eftir því að valdhafinn opinberi vilja sinn. í slíku and- rúmslofti óheftra skoðanaskipta blómstra miklir listamenn á borð við Hrafn Gunnlaugsson. Þar sem hugsunin er hins vegar keyrð inná afmarkaðar brautir, er renna sam- an við hugsanabrautir i heila valdhafans, verða listamennirnir annaðhvort andlegir vanskapn- ingar eða þægir undirmálsmenn. Já, svo sannarlega var Hrafn heppinn að fæðast í landi vík- inganna, þar sem menn nenna enn að bíta í skjaldarrendur, í stað þess að segja bara Hi-C. Helgi En við kynntumst ekki bara vík- ingnum Hrafni Gunnlaugssyni í fimmtudagsdagskránni, á rás I var annar víkingur mættur til leiks, sjálfur Helgi Hálfdanarson er hef- ur öðrum fremur lagst f víking í heimi orðsins og flutt heim ger- semi í langskipi sínu, oft úr fjar- lægum álfum. Helga þáttur var á dagskrá klukkan 20.40 og var sá fyrsti í þáttaröð er ber nafnið Er- lend Ijóð frá liðnum árum. Kristján Árnason er umsjónarmaður þessa þáttar og hefir hann í hyggju að kynna ljóðaþýðingar Helga næstu fimmtudaga á sama tíma. 1 fyrsta þætti lagðist Helgi í víking suður til Róms, Frakklands og Spánar og færði okkur sonnettur meðal ann- ars úr smiðju Michelangelo Buon- arroti sem hingaðtil hefir fremur verið kenndur við höggmyndasmíð og freskumálverk. Erlingur Gísla- son las sonnetturnar með miklum tilþrifum og fannst mér honum takast best upp í hinum léttfleyg- ari, jarðbundnari hendingum, en meira um víkinginn Helga Hálf- danarson síðar. Hi-C Ég minntist hér áðan á orðskríp- ið Hi-C sem er nafn á nýjum svala- drykk. Er ég sá fyrst þetta orð- skrípi hvarflaði sú hugsun að mér hvort hér væri stigið fyrsta skrefið í þá átt að búa til tölvumál, eins- konar Nýlensku að hætti Stóra- bróður er nota mætti í sjálfvirkum mannlausum afgreiðslustöðvum. 1 slíkum stöðvum nægði að segja við huggulegt vélmennið: da-da-mu- mu-mu-da-hi-c-da-h-2-0, og eftir smástund birtust tveir Disco Fried Chicken ásamt einu glasi af Hi-C og einu vatnsglasi. Ég held að hér sé brýn þörf að bíta í skjaldarrend- ur og kveðja til vikinga á borð við Helga Hálfdanarson nema lands- lýður vilji liggja hundflatur fyrir erlendri tísku. ólafur M. Jóhannesson Ligga ligga lá ■■■■ Þátturinn 1 A 00 »Ligga ligga lá“ A — er á dagskrá rásar 1 í dag klukkan 14.00 og er hann sá síðasti sem Sverrir Guðjónsson og Hrannar Már Sigurðs- son sjá um. Nýr umsjón- armaður tekur við í júlí, Emil Gunnar Guð- mundsson leikari. Sverrir sagði í samtali við Morgunblaðið, að lokahljóðagetraunin yrði leikin í þættinum í dag. „Krakkarnir hafa verið mjög dugleg að taka þátt í getrauninni, en eitt af markmiðum þáttanna var að víkka út hljóðheim barna og mig langar til að hvetja foreldra barna til að halda áfram á sömu braut, að vera vakandi gagnvart umhverfishljóð- um og spila fjölbreytilega tónlist fyrir börn sín. Ég mun ljúka við sög- una um hann Skjóna eftir Nínu Tryggvadóttur og dregið veður til verðlauna úr síðustu hljóðagetraun. Einnig hef ég fengið nokk- ur bréf þar sem krakkarn- ir segja mikið frá sjálfum sér og hvað þau eru að að- hafast þessa dagana. Við Hrannar munum lesa nokkur bréfanna, en ég ætla bara að vona að hann Hrannar fari nú að haga sér almennilega. Hann er alltaf að hverfa og hann hefur ekki viljað skila mér töfralampanum sem hann tók á sínum tíma,“ sagði Sverrir að lokum. Lögfræðingurinn og móðursystirin: Gable og Loren. „Það hófst í Napólí - bandarísk bíómynd frá 1960 ■■■1 Bandarísk 01 05 bíómynd frá ár- inu 1960 er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 21.05 og heitir hún „Það hófst í Napólí“ (It Started in Naples). Leikstjóri er Melvilla Shavelson og með aðalhlutverkin fara Clark Gable, Sophia Lor- en, Vittorio de Sica og Marietto. Söguþráðurinn er á þá leið að bandarískur lög- fræðingur fer til Napólí til að ganga frá málum látins bróður síns. Munað- arlaus drengur og fögur en skapstór móðursystir hans baka þó lögfræð- ingnum ýmsa erfiðleika. Kvikmyndahandbókin gefur myndinni þrjár stjörnur af fjórum mögu- legum og segir jafnframt að myndin sé mjög fyndin og landslagsfalleg, en mynd þessi var tekin á ít- alíu. Handbókin minnist á það einnig, að Gable og Loren bregðist ekki í leik sínum í þessari mynd fremur en fyrr. Hljómsveitin „Imperiet“ ■■■■ Þáttur frá 00 30 hljómleikum —— sænsku rokk- sveitarinnar „Imperiet“ á ferð hennar um Norður- lönd í vetur verður á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 20.30. Hljómsveitin lék hér á Norrokk-tónleikum 1984. „Imperiet” hefur verið starfandi í tvö ár. Hana skipa: Joakim Tháström, söngur og gítar, Christian Falk, bassi, Pár Olov Hágglund, hljómborð, og Fred Asp, trommur. í kynningu segir, að hljómsveit þessi hafi allt til að bera, sem krafist er af góðri rokkhljómsveit: kraft, innlifun, spilagleði og skemmtilega sviðs- framkomu, góð lög, ágengni og frábæra texta. „Imperiet“ hefur spilað á 70 tónleikum sl. tvo og hálfan mánuð. Einnig hef- ur hljómsveitin gefið út þrjár plötur. Helgar- útvarp barna ■■I Helgarútvarp | rj 05 barna verður á M. I — rás 1 klukkan 17.05 í umsjá Vernharðs Linnets. í Helgarútvarpinu í dag skipa íþróttir og útilíf enn hæsta sess, en þar kennir einnig fleiri grasa og hafa starfsmenn þáttarins komið víða við í vikunni. Þá er einnig rétt að minna á hina bráðskemmtilegu framhaldssögu Þorsteins Marelssonar sem hann flytur sjálfur. Hring- borðið ■MH „Hringborðið“ í | rr 00 umsjá Árna 1 4 — Þórarinssonar, er á dagskrá rásar 2 í dag klukkan 17.00. í þættinum í dag verða gestir þau Ómar Valdi- marsson, leiðtogi blaða- mannafélagsins, Eggert Þorleifsson leikari og tónlistarmaður og Kristín Þorsteinsdóttir dagskrár- gerðarmaður. „Hringborðið" er léttur rabbþáttur með tónlist- arívafi. Leikin verður tónlist sú sem helst er á döfinni í hvert skipti og einnig verður fitjað upp á öðru sem upp kemur í hvert skipti," sagði Árni í samtali við Morgunblaðið. UTVARP LAUGARDAGUR 29. júnl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir 7.20 Leikfimi. Tónleikar. 7A5 Daglegt mál. Endurt. páttur Valdimars Gunnars- sonar frá kvöldinu áöur 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð — Torfl Ólafsson tal- ar. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr). Tónleikar 9.00 Fréttir. Tilkynningar. . Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Óskalög sjúklinga frh. 11.00 Drðg úr dagbók vikunn- ar. Umsjón Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 Ligga ligga lá. Umsjónar- maður: Sverrir Guðjónsson. 14J0 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál I umsjá Sigrúnar Bjömsdóttur. 15.20 .Fagurt galaði fuglinn sá" Umsjón: Siguröur Ein- arsson. 164» Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 18.20 Slödegistónleikar. Martha Argerich leikur pl- anótónlist eftir Frédéric Chopin. a Sónata nr. 3 I h- moll op. 58. b. Pólonesa nr. 7 I As-dúr op. 61. 17.00 Fréttir á ensku 17.05 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.50 Slðdegis I garðinum með Hafsteini Hafliðasyni 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18j45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkyhningar. 19.35 Sumarástir. Þáttur Sig- nýjar Pálsdóttur. ROVAK. 20.00 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Högni Jónsson. 20.30 Utilegumenn. Þáttur I umsjá Erlings Siguröarsonar. RUVAK. 21.00 Kvðldtónleikar. Þættir úr sigildum tónverkum. 21.40 „Leyndarmár, smásaga eftir Bernard MacLaverty. Erlingur E. Halldórsson les þýðingu slna. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Náttfari. Gestur Einar Jónasson. RÚVAK. 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Miönæturtónleikar. Um- sjón Jón örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 3.00. i SJÓNVARP I 16.00 Páfamessa I Péturskirkj- unni Bein útsending frá Vatlkan- inu, Róm. Jóhannes Páll II páfi vlgir biskupa og erki- biskupa til embætta og flytur ræðu. Viö vlgslumessuna flytur Fllharmonluhljómsveit Vinarborgar ásamt tvelmur kórum og einsöngvurum „Krýningarmessu" eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Herbert von Karajan stjórn- ar. (EBU, Mexlkanska og It- alska sjónvarpið.) Fáist ekki gervihnattarsamband fellur þessi dagskrárliöur niöur en (þróttir hefjast kl. 16.00. 184» iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- LAUGARDAGUR 29. júnl 19.25 Kalli og sælgætisgeröin Fimmti þáttur. Sænsk teikni- myndasaga I tfu þáttum gerö eftir samnefndri barnabók eftir Roald Dahl. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Karl Agúst Ulfsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 204Í5 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sambýlingar Fimmti þáttur. Breskur gam- anmyndaflokkur I sex þátt- um. Þýðandi: Guðni Kol- beinsson. 21.05 Það hófst I Napóll (It Started in Naples). Bandarlsk blómynd frá 1960.. Leikstjóri: Melville Shavelson. Aðalhlutverk: Clark Gabie, Sophia Loren, Vittorio de Sica og Marietto. Bandarlskur lögfræöingur fer til Napóll til aö ganga frá málum látins bróður slns. Munaöarlaus drengur og fögur en skapstór móður- systir hans baka |dó lögfræö- ingnum ýmsa erfiðleika. Þýðandi: Veturliöi Gunnars- son. 22.30 Hljómsveitin Imperiet Þáttur frá hljómlelkum sænsku rokkhljómsveitarinn- ar „Imperiet" á ferö hennar um Norðurlönd I vetur. Hljómsveitin lék hér á Nor- rokk-tónleikum 1984. 23A5 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 29. júní 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Anna S. Mel- steð og Ragnheiður Davlðs- dóttir. 14.00—16.00 Við rásmarkiö Stjórnandi: Jón Ólafsson ásamt Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni, Iþróttafréttamönnum. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 17.00—18.00 Hringborðið Stjórnandi. Arni Þórarinsson. Hlé. 20.00—21.00 Llnur Stjórnendur: Heiðbjört Jó- hannsdóttir og Sigrlður H. Gunnarsdóttir. 21.00—22.00 Djassspjall Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 22.00—23.00 Léttur I lundu Stjórnandi: Einar G. Einars- son. 23.00—24.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristin Björg Þorsteinsdóttir. Rásirnar samtengdar að lok- inni dagskrá rásar 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.