Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1985 13 í Listmunahúsinu Myndllst Valtýr Pétursson Ungur myndlistarmaður kveð- ur sér hljóðs í Listmunahúsinu þessa dagana. Það er Hallgrímur Helgason sem þar er á ferð og hann er ekki alger byrjandi i listinni því að hann hefur haldið fjölda sýninga á verkum sínum að undanförnu. Fjórar á síðasta ári og þrjár á þessu, sem komið er. Af þessu hlýtur maður að draga þær ályktanir að Hall- grímur sé á hraðferð og flýti sér ef til vill um of. Það getur verið erfitt og hættulegt fyrir unga menn sem eru að byrja feril sinn sem myndlistarmenn, að fara of geyst. Á stundum verður að staldra við og gera sér grein fyrir hlutunum, það er að minnsta kosti góð regla og of mikið fát á þessu sviði getur orð- ið að bókstaflegu flani. Eina af fyrri sýningum Hall- gríms sá ég, er hann sýndi i húsi við Stýrimannastíg. Þar var mikið af teikningum og enn er stór hluti þessarar sýningar teikningar. Þar sér maður glitta í Picasso bæði hvað tækni og hugmyndir snertir, og fígúrur Hallgríms eru vel í skinn komn- ar og minna einna helst á holda- far hjá Botero. Báðir þessir lær- ifeður eru ágætir listamenn og Hallgrímur fer ekki í geitarhús að leita ullar hvað það snertir. Það eru þrír tugir málverka á þessari sýningu og ég verð að játa að málverk Hallgrims fellur ekki í minn smekk. Hann er að mínum dómi of hrár í litum til að hægt sé að komast í tengsl við þá lífsskoðun, sem Hallgrímur ef til vill leggur sig fram við að túlka. Það er eins og hann leggi meiri áherslu á aðfarir manns- ins en tilveru fígúrunnar í myndfletinum. Bestum árangri nær Hallgrímur er hann málar í eintóna skala, til að mynda i bláu, og þá vill hann fara nokkuö nærri sjálfum Picasso, en það er nokkuð síðan sést hafa áhrif frá þeim galdramanni i verkum ungra íslenskra myndlistar- manna. Ekki vil ég erfa það við Hallgrím að hann leitar til góðra manna um myndlistarlegt upp- eldi, þannig hefur það jafnan verið og verður sjálfsagt. Ungir menn eiga að hafa augun opin og kunna að hafna og velja þar til þeir ná þeim þroska að persónu- legur stíll verður til. Popplistin á líka sín ítök í verkum Hallgríms einkanlega í litameðferðinni. Það má vel vera að hann hafi sínar skoðanir á hvað og hvernig eigi að nota liti í málverki, en persónulega finnst mér hann ekki koma því til skila i þeim verkum, sem hann sýnir að sinni. Þessi ungi maður er að mínu viti algerlega óráðinn sem myndlistarmaður. Margar leiðir virðast honum opnar; hann á því næsta leik og enginn annar. Listaverkabók Bennyar Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Benny Motzfeldt Útg. Universitetsforlaget 1984 Benny Motzfeldt er einn fremsti glerlistamaður Noregs og hefur hlotið margs konar við- urkenningu fyrir list sína heima og erlendis. Bókin sem hér er á ferð var gefin út seint á síðasta ári í tilefni 75 ára afmæli lista- mannsins. Það er óhætt að segja að bókin gefi glæsilega mynd af ferli Benny Motzfeldt frá því hún byrjar ung að árum að fikra sig áfram. Hún nam við Handiða og myndlistaskólann í Osló og raun- ar er það ekki fyrr en á fullorð- insárum hennar, að landar henn- ar fara að gera sér grein fyrir þvílíka gimsteina hún hefur ver- ið að gera um langar tíðir. Bókin er sönn unun fyrir augað og lit- myndirnar af listaverkunum virðast vera forkunnarvel gerðar. En augljóst er að til alls hefur verið vandað: Ágætan formála skrifar Grete Kobro, og kafli er eftir listamanninn sem heitir En personlig collage, fallegur kafli og hefur í sér afar viðfelldin tón. Anniken Thue skrifar „Bevisste Benny Motzfeldt tilfeldigheter" og Fritz Reese „Paa vandring". Af þessari bók hefur einnig verið gerður texti á ensku og þýzku. Það er gott að skoða þessa bók, þó svo að ljósmyndir hversu góð- ar sem þær eru, skili ekki nema broti listaverka Bennyar til okk- ar. Þá er að beita ímyndunarafli og forvitni. / Saumaðu ekki að pyngjunni SINCER Enn einu sinni spori framar Hvers vegna ad sauma að pyngjunni þegar þú getur verid að sauma á Singer Magic sem er létt og þægileg, ótrúlega einföld í notkun og mun ódýrari en sambærilegar vélar. Singer hefúr alltaf verið spori framar og jafnhliða tækninýjungum hafa þeir þróað saumavélar sem auðvelt er að læra á og eru einfaldari í notkun en flestar vélar. F Tæknilegar upplýsingar • Frjáls armur • Zlkk-zakk • Overlock • Rafeinda tótstig • Bllndfaldur • Vðfflusaumur • Lárétt spóla • Stunguzikk-zakk • Tvöfalt overlock •Sjáltvirk hnappagötun •Styrktarsaumur • Fjöldi nytja og • Beinn saumur • Teygjusaumur skrautsauma Singer Magic og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af saumaskapnum útborgun og greiðsluskilmála — og komumst örugglega að samkomulagi. $ SAMBANDSINS | ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879/0-81266

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.