Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 14
14 MORqUNBLADtÐ, LAUGARDAGUR 29. J&NÍ 1985 Nefndarálit kirkjueignarnefndar kynnt á prestastefnu: Sr. Helga Soffia Konráösdóttir Morgunblaðið/Friðþjófur Sr. Sigurður Ægisson Lima-skýrslan á prestastefnu: Sr. Magnús Björn Þórðarson Sr. Robert Jack „Erum við reiðubúin að auðga eigin hefð með því sem okkur kemur spánskt fyrir sjónir" „ÞEGAR GUÐ gefur yfir hæstu daga í okkar kæra landi og sól fer með himinröndum komum við saman til prestastefnu. Arlegir fundir kennimanna kirkjunnar hafa öld af öld verið háðir á þess- um hásumarsdögum. Prestastefn- an er elsta ráðstefna þjóðarinnar að Alþingi einu undanskildu." Þannig hljoðar upphaf ræðu bisk- ups, hr. Péturs Sigurgeirssonar, er hann flutti við setningu presta- stefnunnar 1985. Þar segir meðal annars. „Uppruni prestastefnu og til- gangur er ákveðinnar merking- ar, sem kemur fram í orðinu „Synodus". Það er komið úr grísku og merkir að ganga sama veg. Þessi samlíking á sér rætur í frumkristni eins og greint er frá í Postulasögunni. Þar er getið um menn, „er voru þessa vegar“ og þá er átt við hina kristnu. Framþróun skiptir manninn miklu máli. „Brýnasta verkefni nútímans," segir sænskur tölvufræðingur, „er að koma á réttu sambandi milli manns og vélmennis." En við hvað á að miða? Mér koma í hug ummæli gáfaðs og góðs læriföður við nemendur sína: „Aldrei er meiri þörf á því en nú að eitt- hvað haldist óbreytt." Sú bjarg- festa er vegurinn sem er í gær og í dag hinn sami og um aldir (Hebr. 13:8). Og nú erum við í byrjun sól- mánaðar að ganga sama veg. Þá er eins og hverful stundin hvísli, líkt og þjóðskáldið kvað: „Flýt þér að trúa og tilbiðja". Aðalefni prestastefnunnar er Lima-skýrslan sem alþjóða- kirkjuráðið sendi frá sér árið 1982 og allar kirkjudeildir hafa verið beðnar um að segja álit sitt á. Skýrslan kom út í ís- lenskri þýðingu dr. Einar Sig- urbjörnssonar og að sögn Bernharðs Guðmundssonar er stórt skref stigið í átt til sam- einingar kristinnar kirkju með útkomu skýrslunnar. Á prestastefnunni er þátt- takendum skipt í umræðuhópa sem taka fyrir ýmsa þætti skýrslunnar og í nokkrum ábendingum til hópanna stend- ur m.a: „í Lima-skýrslunni er leitast við að túlka „Trú kirkj- unnar á öllum öldum“, sem merkir hinn sameiginlega grunn hins kristna vitnisburð- ar, sem birtist í margbreyti- leika kirkjudeildanna. Er í skýrslunni leitað að þessum sameiginlega grunni út frá hinni sameiginlegu uppsprettu hins kristna vitnisburðar, sem er Biblían. Spurningin er hvort kirkjur nútímans geti myndað eitt samfélag í tilbeiðslu og vitnisburði þrátt fyrir marg- víslega túlkun á kenningarat- riðum. Þurfa mismunandi áhersluatriði í kenningu að úti- loka samfélag milli kirkna?. Erum við reiðubúin að auðga eigin hefð með einhverju því sem okkur kemur spánskt fyrir sjónir, af því að það hefur ekki verið áberandi í kenningu okkar og breytni hingað til?“ Séra Helga Soffia Konráðsdóttir: „Einingin næst með virðingu fyrir skoðunum annarra“ Helga Soffía Konráðsdóttir var vígð til prests fyrir tæpum halfum mánuði og situr presta- stefnu í fyrsta sinn. Hún mun starfa sem aðstoðarprestur við Fellasókn. „Það er nú lítil reynsla komin á prestsstarfið enn sem komið er og frekar er ég ringluð á öllu umstanginu. Hvað varðar prestastefnuna þá er hún í stærstum dráttum eins og ég átti von á. Þó gerði ég mér ekki grein fyrir hvað hún væri viða- mikil né hversu hagnýtu mál kirkjunnar væru ríkur þáttur í starfi hennar. Á prestastefnu fara fram guðfræðilegar umræður um að- alefni fundarins sem í þetta sinn er Lima-skýrslan, sem er liður í að skapa einingu innan ólíkra kirkjudeilda kristninnar. Skýrslan vekur máls á ýmsum hliðum kirkjustarfsins sem maður hefði annars ekki hugs- að um og skapar umræður sem eru mjög mikilvægar. Þótt skoðanir prestanna séu skiptar er ætlunin að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu. Sú eining tekst aðeins ef menn bera virð- ingu fyrir skoðunum annarra. Þannig er tilgangur skýrslunn- ar einnig leiðandi í umræðum um hana og eykur enn gildi hennar. Ég er sammála skýrsl- unni í megindráftum og helst finnst mér kaflinn um stöðu presta og leikmanna merki- legur. í Fellasókn verð ég mikið með börnum og unglingum og í því starfi mun Limaskýrslan koma mér að góðum notum, því þó hún fjalli ekki sérstaklega um unglinga og kirkjuna má mikið læra af henni.“ Séra Sigurður Ægisson: Hér eru margt skemmtilegt fólk Sigurður Ægisson er settur prestur á Djúpavogi, en hann var vígður til embættisins ásamt Helgu Soffíu, daginn fyrir þjóðhafið. „Ég hafði ímyndað mér prestastefnuna miklu hátíð- legri og formlegri samkomu. Ég heyrði margar misjafnar sögur um furðulegustu menn sem sagt var að sætu stefnuna en þegar til kom reyndist hún líf- legasti fundur og hér eru marg- ir skemmtilegir menn sem gaman er að kynnast. Prestastefna er táknræn og hefur verið haldin í einhverri ANNAÐ aðalmál prestastefnu sem stendur yfir um þessar mundir er kynning á álitsgerð kirkjueignarnefndar. Einn nefndarmanna er sr. Þórhallur Höskuldsson og kynnti hann fyrri hluta álits- gerðarinnar sem er fræðileg út- tekt á málinu á prestastefnu í gær. Seinni hlutinn, skrá yfir kirkjujarðir, er unninn af Ólafi Ásgeirssyni þjóðskjalaverði og væntanieg innan nokkurra mánaða. í erindi sínu sagði sr. Þórhall- ur meðal annars: „Rætur kirkjueignarnefndar liggja að nokkru leyti hjá prestastefnu, en árið 1981 samþykkti presta- stefnan, að hún tæki kirkju- eignir til meðferðar að undan- genginni úttekt á stöðu þeirra. Réttarstaða og ráðstöfun kirkjueigna hafa verið til um- ræðu um árabil, á kirkjulegum Kirkjujarðir á sjötta hundrað vettvangi og reyndar víðar. Hefur það ekki síst sætt gagn- rýni hve á þær eignir hefur ver- ið gengið á síðustu árum og ára- tugum, án þess að nokkurri markvissri stefnu væri fylgt, arður þeirra skilaði sér eða staðið væri að ráðstöfun þeirra í samræmi við eðli þeirra og til- gang. Kirkjueignanefnd kom fyrst saman í desembermánuði 1982 og hana skipa auk mín dr. Páll Sigurðsson dósent við lagadeild HI og er hann formaður, Allan V. Magnússon sýslufulltrúi á Selfossi, dr. Sigurbjörn Ein- arsson biskup og Benedikt Blöndal hæstaréttarlögmaður." Samkvæmt skipunarbréfi kirkjumálaráðherra var hlut- verk nefndarinnar þríþætt: í fyrsta lagi skyldi hún kanna hvaða eignir féllu undir kirkju- eignir bæði fyrr og síðar. I ann- an stað átti nefndin að láta í té álit á réttarstöðu þessara eigna. Loks skyldi hún rekja hvernig ráðstöfun á þeim hefði verið háttað í gegnum tíðina. „Hér var um mikið verk að ræða og hefur nefndin einskorðað sig við jarðeignir sem gætu flokkast sem kirkjueignir. Sú fræðilega úttekt nefndar- innar sem nú liggur fyrir fjallar eingöngu um jarðeignir, en henni fylgir einnig skrá um prestsetur og kirknaítök. Ekki er lokið heildarskráningu kirkjueigna en því verki verður lokið innan fárra mánaða. „En til að gefa einhverja hugmynd um fjölda hinna svo- kölluðu kirkjueigna var unnin bráðabirgðaskrá upp úr fast- eignabókinni 1942—44. Þar eru kirkjujarðir alls um 530. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa verið seldar milli 80 og 90 jarð- ir. Svo að tala kirkjujarða sem eftir standa um síðustu áramót gæti verið nálega 450. Þessar tölur ber að taka með fyrirvara og ekki er ólíklegt að fjöldi jarð- anna sé nokkru meiri eða á sjötta hundrað. Hér er ekki um neina smámuni að ræða og skiptir réttarstaða og ráðstöfun eignanna miklu máli fyrir starfsaðstöðu kirkjunnar og þjóna hennar, sem alla tíð höfðu tilsjón þessara eigna með höndum. í álitsgerðinni er fjallað um hugtakið þjóðkirkja út frá 62. grein stjórnarskrárinnar og er þar ályktað að ríki og þjóð- kirkja sé ekki eitt. Á það er bent Morgunblaíið/Priðþjófur Sr. Þórhallur Höskuldsson að íslenska ríkið geti þess vegna ekki gert tilkall til eigna sem tillheyra þjóðkirkjunni að rétt- um lögum og ekki hafa skipt um eigendur á ótvíræðan og lögleg- an máta. í álitsgerðinni stendur m.a.: Mikilvægasta niðurstaða nefnd- arinnar veit að eignarréttar- legri stöðu kirkjujarðanna. Þar segir meðal annars: „Hver sú Ríkið getur ekki gert til- kall til eigna kirkjunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.