Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARPAGUR 29. JÚNÍ 1985 19 og munu fá eða engin útivistar- svæði eiga slíku happi að fagna. Er þá ótalið það sem gefur staðn- um ótvírætt sögulegt gildi. Laug- arnes er eitt elsta byggt ból í Reykjavík og hið eina sem stendur nokkurnveginn óbreytt. Bæjar- stæðið er sennilega frá landnáms- öld (Laugarnes kemur við sögu í Njálu) og kirkjan er nefnd í kirknatali frá því um 1200, en kann að hafa staðið frá öndverðri elleftu öld, ef sú sögusögn er rétt að Hallgerður langbrók sé grafin þar. Kirkjugarðurinn í Laugarnesi var friðaður samkvæmt þjóð- minjalögum árið 1930, og er það önnur af tveimur friðlýsingum fornminja í gervallri Reykjavík. Með fyrirhugaðri vegargerð mundi hið forna bæjarstæði og kirkjugarður lenda í litlum krika milli Tollvörugeymslunnar og tveggja umferðaræða og þannig i reynd einangrast með öllu frá úti- vistarsvæðinu, sem einungis yrði svipur hjá sjón eftir hamfarir vegagerðarmanna. Bæjarhóllinn og kirkjugarðurinn yrði nokkurs- konar hjáleigur Landsbankans og Tollvörugeymslunnar og kæmi þá til sögu eitthvert hið fáránlegasta samkrull sögulegra minja og sál- arlausra kumbalda gróðamanna sem um getur hérlendis, og er þá vissulega langt til jafnað. ískyggileg árátta í aðalskipulagi Reykjavíkur frá öndverðum sjöunda áratug var ráð fyrir því gert að friðlýsta úti- vistarsvæðið í Laugarnesi tak- markaðist við Laugarnesveg aö austan. Síðan hafa þau ósköp orð- ið, að öll spildan milli Laugarnes- vegar og Sætúns hefur verið graf- in upp og ókjörum af gróðurmold ekið útí sjó til að komast niðrá fast fyrir grunn handa pylsugerð Sláturfélags Suðurlands, og er enn eitt nöturlegt dæmi um þann leiða kæk að klessa verksmiðjum utaná íbúðarhverfi. Mótmæli íbúa í ná- lægum hverfum útaf því háttar- lagi voru að engu höfð. Nú á enn að höggva i sama knérunn og hvorki meira né minna en helm- inga það svæði sem eftir er og búið var að friðlýsa. Er nema von menn spyrji, hvar þessi ósvinna endi? Á það hefur margsinnis verið bent, að sú árátta sé bæði ískyggi- leg og framúr hófi skammsýn að þjarma látlaust að grænu svæðun- um í borginni, sem eru fá og smá og jafnt í eiginlegum sem óeigin- legum skilningi raunveruleg lungu hennar. Frá þessum svæðum fær borgin ekki einasta súrefni og heilnæmara andrúmsloft, heldur anda borgarbúar léttar þegar þeir leggja leið sína þangað, slaka á spennunni, sleikja sólskinið og njóta náttúrunnar hver eftir efn- um og ástæðum. Nú hefur að und- anförnu verulega verið gengið á Landakotstún og Arnarhól og víða annarstaðar verður vart vaxandi hneigðar borgaryfirvalda til að leggja grænu svæðin undir eyði- merkur malbiks og steinsteypu. Enginn fer í grafgötur um að því- lík athafnasemi stefni til stund- argróða þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í hverju einstöku til- felli og firri ábyrga aðila þeim hvimleiða vanda að hugsa stórt og hugsa rétt með stöðugri hliðsjón af því sem framtíðin kunni að bera í skauti sér af þörfum og kröfum. Ódýrar skammtímalausn- ir hafa nefnilega afleita tilhneig- ingu til að verða ærið kostnaðar- samar þegar framí sækir. Heilbrigt mannlíf Mannlíf í þéttbýli er ákaflega margslunginn vefur og útheimtir, að tekin séu tillit til sundurleitra þátta, eigi það að fá dafnað með heilbrigðum og eðlilegum hætti. Það sjónarmið að greiða þurfi fyrir skjótri afgreiðslu og snurðu- lausum flutningum aðflutts varn- ings á fullan rétt á sér, þó aldrei virðist fljótvirkari afgreiðslu- hættir koma neytendum til góða í lægra vöruverði. En fari svo að tímabundnir hagsmunir kaupa- héðna og peningafursta rekist á þá stundlausu hagsmuni heildar- innar að skapa sér og niðjum sín- um manneskjulegra umhverfi, sem er skilyrði heilbrigðs lífs, þá eiga hinir tímabundnu hagsmunir fortakslaust að víkja. Gott mann- líf veltur ekki síst á því að lifandi mönnum séu búin skilyrði til hvíldar og andlegrar upplyftingar, ekki aðeins í kvikmyndahúsum, tónleikahöllum og myndbanda- leigum, heldur einnig úti sjálfri náttúrunni. Reykjavík á þess marga kosti að búa fólkinu sem hér hefur fest rætur manneskjulegt umhverfi. Til þess þarf einungis yfirvegun og ofurlitla framsýni. Slysið óbæt- anlega við Kleppsveginn þarsem löng röð af vöruskemmum svipti borgarbúa einhverju fegursta út- sýni á sunnanverðu landinu mætti gjarna vera okkur víti til varnaðar og minna okkur á, að fljótfærni getur verið ákaflega dýru verði keypt, enda munu niðjar okkar i höfuðborginni ekki telja sig standa í þakkarskuld við atorku- sama forfeður, ef okkur lánast á einum mannsaldri að klippa sund- ur alla þá margvíslegu þræði sem binda byggðina við Sundin blá for- tíð sinni. Þegar svigrúmið þrýtur Fullyrt er að Tollvörugeymslan, Landsbankinn og kannski líka Olís þurfi rýmra athafnasvæði innvið Sund. Sé það rétt, sem ég dreg ekki í efa, þá liggur beinast við að finna einhverju eða öllum þessara fyrirtækja stað þarsem svigrúm býðst til sívaxandi at- hafna. Þau eru nú sögð vera að sprengja utanaf sér rammann sem þeim var settur fyrir fáeinum ár- um, og þá er náttúrlega tíma- spursmál hvenær aftur kemur að því að víkka verði rammann til vesturs, uns þar kemur að gervall- ur Laugarnestanginn hefur verið lagður undir starfsemina. Þegar þar er komið hlýtur þenslan að nema staðar við sjávarsíðuna og þá væntanlega leitað á önnur mið til að fá nauðsynlegt athafnarými. Þá gæti allteins farið svo, að ástæða þætti til að rífa þær bygg- ingar sem uppi stæðu og byggja yfir einhverja aðra starfsemi sem krefðist minna svigrúms. En þá væri búið að farga því sem aldrei verður endurheimt — síðustu ósnortnu náttúrugersemi í höfuð- staðnum. Byggingar má rífa og reisa á ný, stækka og smækka eft- ir þörfum, en sé dýrmætum nátt- úrunnar spillt eða sögulegum minjum fargað, verður aldrei fyrir það bætt, hversu mjög sem ókomnar kynslóðir kynnu að óska þess að endurheimta verðmæti sem við köstuðum á glæ í nær- sýnni dýrkun okkar á nytsemi, hagkvæmni og arðsemi. Það er spá mín, að lánist okkur gegn öllum vonum að varðveita þá gersemi náttúrunnar inní miðri borg sem Laugarnestanginn er, þá muni það forna indverska spak- mæli ekki sannast á Reykvíking- um, að þekking sé fáráðum manni jafnfánýt og blindum manni speg- ill. Hötundur er rithöfundur. kv filff* *»*'***• Tr.n.r.r ...nn.nn f•••£•*•>* EINSTAKT FERÐATILBOÐ í kjölfar Leifs heopna með MAXIM»GORKI «aiina BaBBBBaaaaaa***1 í fyrsta skipti gefst okkur kostur á aö sigla meö lúxusskipi frá íslandi til Vesturheims. Farkosturinn er ekki af smærri geröinni — um er aö ræöa skemmtifleyiö MAXIM GORKI — 25.000 tonn aö stærö, búiö öllum hugsanlegum þægindum. Skipiö tekur milli 6 og 7 hundruö farþega og er áhöfn þess um 450 manns. «Ferðatilhögunj| Brottför frá Reykjavík 19. ágúst. Siglt til St. Johns á Nýfundnalandi þaöan siglt til St. Pierre, Gaspé.^^-^ Quebec og loks til Montreal ' ? þann 28. ágúst. Þá hefst feröin til New York, komiö viö í Ottawa, Toronto, Niagarafossarnir skoðaöir, síöan haldiö í einum áfanga til New York, þaðan sem flogið veröur til Keflavíkur þann 3. september. -- kr. 67.500,- fyrir manninn í tvíbýli. Innifaliö: Skipsferöin í útklefa m/baöi/sturtu. Fullt fæöi um borö. Ferðir vestanhafs milli staöa og gisting á viökomustöðum. Flugferö frá New York til Keflavíkur. Fararstjórn. ynning: þess aö gefa áhugasömum Islend- kost á aö sjá farkostinn, veröur MAXIM GORKI til sýnis í Sundahöfn sunnudaginn 30. júní kl. 10.00 árdegis. .Kaupbætir:* Meö í feröinni veröa listamenn frá Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu. Veröur efnt til sýninga meö þeim um borð. Aö sjálfsögöu án aukakostnaöar fyrir far- þega. OTCOfVTUC FERÐASKRIFSTOFA. Ibnaöathúsinu Hallveigarsng 1. sími 01-2818«.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.