Morgunblaðið - 29.06.1985, Page 25

Morgunblaðið - 29.06.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1985 25 : Dómkirkjan: Síðasta messan með gamla orgelinu Á MOKGUN, sunnudaginn 30. júní, verður síðasta messa í Dómkirkjunni um sinn vegna viðgerða, sem þar munu fara fram í sumar. Jafnframt verður þá leikið á gamla dómkirkjuorgelið í síðasta sinn á þessum stað. Eins og lesendum Morgun- blaðsins mun kunnugt er nýtt orgel væntanlegt í kirkjuna á hausti komanda. Gólf kirkjunn- ar þarfnast endurnýjunar, og því hefur verið ákveðið að setja í kirkjuna nýtt furugólf sem lík- ast því, er þar var í upphafi, og viðurinn verður þannig með- höndlaður, að hann skapi um leið sem bestan hljómburð, enda er ætlunin að gera ýmislegt fleira í kirkjunni í sumar í þeim tilgangi, svo að tónar hins nýja orgels megi hljóma sem best. Þessari viðgerð mun ljúka um miðjan september og þá koma orgelsmiðir með nýja hljóðfærið frá Þýskalandi og setja það upp. Mun væntanlega hægt að vígja það fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember nk. Orgelsmiðjan mun lána kirkjunni lítið pípuorgel til notkunar niðri í kirkjunni, þann- ig að væntanlega verður hægt að messa þar, framkvæma hjóna- vígslur og annað slíkt um helgar eftir miðjan september, en jarð- arfarir og aðrar athafnir á virk- um dögum geta ekki orðið í kirkjunni fyrr en í desember. Messur og kirkjuathafnir aðr- ar en jarðarfarir fær Dóm- kirkjusöfnuðurinn inni fyrir í Háskólakapellunni, eins og þeg- ar kirkjan var í viðgerð 1977, og gafst þá ágætlega. Er ekki að efa, að margir Reykvíkingar munu leggja leið sína í messuna í Dómkirkjunni kl. 11 í fyrramálið vegna þeirra tímamóta sem þá verða. (Frá Dómkirkjunni) Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona: „Afskaplega lærdómsrík ferð“ Eins og fram hefur komið í fréttum tók Ingibjörg Guðjóns- dóttir þátt í undanúrslitum söng- keppni sjónvarpsstöðva, í Card- iff í Wales á miðvikudagskvöld. Ekki bar hún þó sigur úr býtum í þeirri viðureign, enda söngvar- arnir flestir atvinnumenn og all- ir á heimsmælikvarða, að sögn Tage Ámmendrup, fylgdar- manns Ingibjargar. „Ég er engu að síður afskap- lega ánægð með árangurinn," sagði Ingibjörg er blm. náði tali af henni. „Ég var langyngst hinna 24 keppenda og verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu góðir þátttakend- urnir voru. Dagarnir fyrir keppnina fóru að mestu í langar og strangar æfingar, en þess á milli var ég meðhöndluð sem einhvers konar „prímadonna“,“ sagði Ingibjörg. „Ferðin hefur verið einstak- lega lærdómsrík og ég er mjög þakklát og stolt yfir því að hafa fengið að vera fulltrúi íslands hér. Ég fór út með því hugarfari að ég hefði allt að vinna — engu að tapa — og það reyndist rétt hjá mér. Umboðsmenn víða að voru í salnum kvöldið sem ég keppti, svo ég sé fram á framtíð fulla tækifæra. Einnig er þetta heilmikil auglýsing, þar sem keppninni er sjónvarpað um allt Bretland," bætti hún við. „Það má einnig geta þess að ég söng m.a. Gígjuna eftir Sigfús Ein- arsson og vakti hún feikilega hrifningu. Hver veit nema það vérk komi til með að slá í gegn,“ Ingibjörg Guðjónsdóttir sagði Ingibjörg að lokum. Svo vel vildi til að hjá Ingi- björgu var staddur Kristján Jó-1 hannsson óperusöngvari þegar blm. náði sambandi við hana. Kristján syngur um þessar mundir með óperunni í Wales og var viðstaddur keppnina, sem Ingibjörg tók þátt í. „I salnum ríkti góð stemmning," sagði Kristján „og góður rómur var gerður að söng íslendings- ins. Það verð ég líka að segja," bætti hann við, „að ég vænti mikils af þessari stúlku í fram- tíðinni. Hef satt að segja ekki heyrt í eins hæfileikaríkum söngvara frá íslandi í háa herr- ans tíð.“ Vöruskiptajöfnuðun Óhagstæð- ur um 315 millj. króna I maímánuói síðastliónum voru fluttar út vörur fyrir 2.827 millj. króna, en inn fyrir 2.715 milljónir króna (fob). Vöruskiptajöfnuöur var því hagstæður um 112 milljónir króna en var á sama tíma í fyrra óhagstæður um 451 milljón króna. Fyrstu fimm mánuði ársins hafa verið fluttar út vörur fyrir 12.291 millj. kr. en inn fyrir 12.606 millj. kr. fob. Vöruskiptajöfnuður- inn það sem af er árinu er því óhagstæður um 315 millj. kr. en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 344 millj. kr. Á föstu gengi var útflutnings- verðmætið fyrstu fimm mánuði ársins 12% meira en á sama tíma í fyrra. Þar af var verðmæti sjáv- arafurða 18% meira, verðmæti kísiljárns var svipað og í fyrra en verðmæti útflutts áls var 20% minna en fyrstu fimm mánuði síð- astliðins árs. Loks var annar vöru- útflutningur en hér hefur verið talinn 31% meiri að verðmæti fyrstu fimm mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruinnflutningsins (reiknað á föstu gengi) var um 10% meira fyrstu fimm mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Við samanburð af þessu tagi þarf að hafa í huga, að inn- flutningur skipa og flugvéla, inn- flutningur til stóriðju og virkjana og olíuinnflutningur er yfirleitt mjög breytilegur innan árs eða frá einu ári til annars. Séu þessir liðir frátaldir reynist annar innflutn- ingur (um 75% af innflutningnum á þessu ári) hafa verið 8% meiri en fyrstu fimm mánuði síðastlið- ins árs. Innflutningurinn í maí reiknað- ur á föstu gengi, varð minni en í maí í fyrra. Hluti af stúlknahópnum sem tók þátt í handboltanámskeiðinu í Mosfellssveit sem æfði undir leiðsögn Viðars Símonarsonar og Geirs Hallsteinssonar. Líf og fjör á Varmá Hópur ungra handboltamanna í vikulangri þjálfun hjá þekktum leiðbeinendum Handknattleiksskóli Flugleiða og Handknattleikssamband íslands gengust fyrir handholtanámskeiði í gagnfræðaskólanum að Varmá í Mos- fellssveit í vikunni og sóttu 45 unglingar alls staðar að af landinu námskeiðið. Viðar Símonarson og Geir Hallsteinsson þjálfuðu ungl- ingana í viku og var hafist handa strax um átta leytið á morgnana og æft til hálf fjögur á daginn. Krakkarnir gistu á gagn- fræðaskólanum og skemmtu þau sér við skák, borðtennis, mynd- bandagláp og kvöldvökur áður en haldið var í draumalandið til að safna kröftum fyrir strangar æfingar daginn eftir. Þegar Morgunblaðsfólk bar að garði voru stúlkurnar rétt að ljúka við handknattleiksæfingu undir stjórn Viðars og virtust þær þreyttar en sælar eftir dagsverkið. Stúlkurnar voru all- ar á aldrinum 13 til 14 ára og æfa með þriðja flokki hinna ýmsu félaga á landinu. Strák- arnir höfðu þá þegar lokið æf- ingum, en þeir voru flestir einu til tveimur árum yngri en stelp- urnar og æfa með fimmta eða fjórða flokki. Guðný Karlsdóttir, 14 ára, kom á eigin vegum frá Keflavík, en tvær aðrar stúlkur komu frá Keflavík á vegum ÍBK. „Það er búið að vera alveg æð- islega gaman og ég hef örugg- lega haft gagn af þessu," sagði Guðný sem leikur stöðu miðju- manns. Ásta Sölvadóttir, einnig 14 ára, æfir með ÍBK og tók í sama streng og Guðný um að nám- skeiðið væri hið skemmtilegasta. Ásta hefur æft handknattleik síðan fyrir jól og spilar stöðu hægri bakk. Heill hópur af stúlkum stóðu í hnapp og sögð- ust sumar ætla að halda sam- bandi eftir að námskeiðinu lýk- ur, þrátt fyrir að þær búi í tölu- verðri fjarlægð hvor frá annarri. „Þetta er nú of sveitalegt til að haldin séu hér sveitaböll," sagði Ásta, en ekki hafði hún annað út á aðstöðuna í gagnfræðaskólan- um að setja. „Það er alltaf sveppasósa með matnum,“ heyrðist einhvers staðar úr hópnum, en þaggað var snarlega niður í stúlkunni með háværu lofi um matinn, sem að sögn stúlknanna var afbragðs- góður. Þorbjörg Margeirsdóttir úr ÍR og Hulda Björk Stefánsdóttir, markvörður úr Tý, Vestmanna- eyjum, voru einnig hæstánægðar með námskeiðið og höfðu út á fátt að setja. Alls voru níu stúlkur frá Vest- mannaeyjum og var því nóg í heilt handboltalið með tveimur varamönnum. Þorbjörg kom á eigin vegum ásamt tveimur öðr- um stúlkum úr ÍR. Viðar Símonarson þjálfar unglingalandslið kvenna í hand- bolta og sagði hann að markmið- ið með þessu vikunámskeiði væri að reyna að byggja upp áhuga á handbolta um land allt. Hefði því íþróttaféiögum verið gefinn kostur á að senda fulltrúa á námskeiðið. „Það hefur verið miklu betri þátttaka utan af landi en við átt- um von á. Við urðum fyrir tals- verðum vonbrigðum með Reykjavík, en ég er hæstánægð- ur með undirtektir frá lands- byggðinni," sagði Viðar. „Þetta var gert bara til reynslu í sumar," sagði hann, en bætti við að til greina kæmi að halda fleiri slík námskeið á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.