Morgunblaðið - 29.06.1985, Síða 27

Morgunblaðið - 29.06.1985, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1985 Fjölskylduhátíð í Mývatnssveit Mývatnssveit, 24. jum. FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Kiwanismanna á Óðinssvæðinu var haldin í Seljadal í Mývatnssveit 21.— 23. júní. Hátíðin var sett á fóstudaginn kl. 20:30. Á laugardag hélt samkoman áfram kl. 10 og stóð allan þann dag og endaði með varðeldi kl. 23 um kvöldið. Hátíðarslit voru á hádegi á sunnudag. Alls komu um 270 manns á hátíð- ina, þar á meðal milli 30 og 40 úr Grímsey. Veðrið var allgott um helg- ina, þurrt en frekar svalt á laugar- dag, en á sunnudag var glampandi sólskin. Seljadalur er um 3 km. frá þjóð- vegi, norðan við Grímsstaði, í svo- kallaöri Hlíðarheiði. Frá náttúrunn- ar hendi er þarna kjörinn staður fyrir útisamkomur, hlíöar dalsins skógi vaxnar beggja vegna og dalur- inn opinn að sunnanverðu svo auð- velt er að aka niður í hann. Þessi Kiwanishátíð tókst með af- brigðum vel, mikill fjöldi barna og unglinga kom með foreldrum sínum og virtust allir hafa ánægju af dvöl- inn í dalnum. Svæðisstjóri Óðins er Snæbjörn Pétursson. — Kristján. Ráðstefna um fituefni: Fjallað um líftækni og næringarfræði Myndin sýnir málverkið „Snjór og gjá“ sem Kjarval málaði árið 1954. Kjarvalsstaðir: Sýning á 30 verkum ' eftir Kjarval í sumar LIPIDFORUM eru skandinavísk samtök vísindamanna sem vinna Leiðrétting í TEXTA við mynd sem tekin var í áttræðisafmæli Maríu Markan var ranglega farið með nafn Unn- ar Eyfells. Var hún þar sögð heita Unnur Valfells. Er hún beð- in velvirðingar á þessum mistök- um. Einnig gleymdist að geta þess að Ólafur Vignir Albertsson lék undir á píanó og Sigfús Hall- dórsson lék undir á píanóið í einu lagi. Leiðrétting ÞAU mistök urðu í gær að Sigrún Ágústsdóttir, formaður Kennarafé- lags Reykjavíkur, var ranglega feðr- uð í fyrirsögn á viðtali við hana og biðst blaðið velvirðingar á því. að rannsóknum og framleiðslu á fituefnum. Ráðstefna verður haldin á vegum þessara samtaka á Hótel Loftleiðum dagana 1. til 3. júlí næstkomandi. Á ráðstefnunni verður fjallað um lífefnafræði, líftækni, nær- ingar- og matvælafræði fituefna, ýmis tæknileg vandamál í fitu- iðnaðinum og fleira, segir í fréttatilkynningu. Þátttakendur eru frá 11 löndum en haldin verða 40 erindi á ráðstefnunni. íslensk fyrirtæki og stofnanir á sviði matvæla- og fituefnaiðn- aðar styrkja ráðstefnuna, en Sigmundur Guðbjarnason, Raunvísindastofnun Háskólans, Páll Ólafsson, Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins og Jón Óttar Ragnarsson, Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins, hafa séð um undirbúning hennar. SÝNING verður haldin á málverk- um og teikningum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval á Kjarvalsstöð- um nú í sumar. Sýningin verður opnuð um helgina og stendur út júlí. í fréttatilkynningu kemur fram að hér er um að ræða 30 verk sem Kjarvalsstaðir eiga. Sum þeirra séu nýlega fengin, og hafi ekki komið fyrir almenn- ingssjónir. Einnig er í undirbúningi mikil yfirlitssýning á verkum Kjar- vals, segir ennfremur í fréttatil- kynningunni. Hún verður opnuð á 100 ára afmælisdegi málarans 15. október í haust. 1 tengslum við hana hafi verið unnið að skrásetningu verka Kjarvals og sé nú búið að skrá og ijósmynda um 3.000 verk í eigu fólks víðs- vegar um landið. Því verki sé þó f enn ekki lokið og menn hvattir til þess að gefa starfsfólki Kjarvals- staða upplýsingar um myndir eftir Kjarval sem þeir viti til að hafi enn ekki komist á skrá. Nú um helgina bjóðum við allar garðplöntur á stórlækkuðu verði. 20-50% afsláttur. Áður Nú Sumarblóm 18 kr. 14 kr. Sumarblóm í pottum 90 kr. 72 kr. (Petunia) Fjölærar plöntur 90 kr. 45 kr. Gott tækifæri fyrir þá sem eiga eftir að planta í garðinn sinn eða vilja bæta við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.