Morgunblaðið - 29.06.1985, Side 35

Morgunblaðið - 29.06.1985, Side 35
MORPUNBLAPIÐ, LAUGARDftGUR 29. JÚNl 19§5 35 Minning: Ágúst Helgason frá Birtingaholti Fæddur 15. september 1920 Dáinn 24. júní 1985 í dag fylgjum við Ágústi Helga- syni frá Birtingarholti til grafar en hann lést af völdum heilablóð- falls á Borgarspítalanum 24. júní sl. Dauðinn virðist oft vera ósanngjarn og við sem fylgdumst með því undanfarin ár, hvernig Ágúst svo að segja losnaði úr álög- um, eftir að hafa gengist undir að- gerðir vegna mjaðmakölkunar, eigum bágt með að sætta okkur við að hann skuli ekki fá að njóta lengur þeirrar gleði sem vel mátti merkja á honum að var því fylgj- andi. Það var í raun eins og líf Ágústs væri að hefjast í annað sinn, þegar hann gat skyndilega farið allra sinna ferða án stöðugs sársauka. Og um leið gerðu gömul áhugamál vart við sig aftur, rykið var dustað af kjólfötunum til að sækja stúku- fundi hjá Oddfellowreglunni, og kökurnar hans voru aldrei betri. En ef til vill er þetta allt með ráðum gert. Dauðinn á auðvitað ekki að láta bíða það lengi eftir sér að hann sé orðinn þeim lifandi einhver líkn; það ákjósanlegasta hlýtur að vera að deyja meðan líf- ið er enn veitult, að deyja sáttur við lífið og tilveruna en án þess að þrá dauðann. Og þannig hefur Ágústi vafa- laust verið innanbrjósts þegar kallið kom. Þó hann hefði sjálf- sagt viljað eyða hér drjúgum tíma í viðbót, var hann ekki hræddur við dauðann, enda trúaður á annað líf að þessu loknu. Það breytir þó ekki því að Ágústs verður sárt saknað af sam- ferðamönnum sínum. Og við sem bjuggum með honum á Þorfinns- götu erum þar engin undantekn- ing. Þar hefur ein misst trúnað- arvin sem hún gat oftast leitað til þegar eitthvað bjátaði á. Annar hefur misst vin og rabbfélaga um dægurmálin og kynduga kalla og kellingar sem borið höfðu fyrir augu á viðburðaríkri æfi. Og lítil stúlka hefur misst „afa“, sem allt- af átti eitthvað í skápnum og allt- af var jafn gaman að koma að heimsækja og uppgötva með nýja hluti. Kvöldið áður en banamein Ág- ústs gerði vart við sig fór hann upp að Elliðaám til að horfa á lax- ana stökkva í kvöldsólinni. Von- andi bera slíkar sýnir daglega fyrir augu hans þar sem hann er nú og ylja honum hið innra á sama hátt og minningin um hann yljar okkur sem eftir sitjum. Við vottum aðstandendum hans inni- lega samúð. Megi Ágúst hvíla í friði. Lovísa, Guðmundur, Guðrún Lilja, Laufey, Guðni og Siggi Björn. Minning: Kristjana Guðmunds- dóttir Hvanná Fædd 20. júní 1901 Dáin 23. júní 1985 Kristjana Guðmundsdóttir hús- freyja á Hvanná lést 23. júní á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, 84 ára að aldri. Útför hennar verður gerð frá Hofteigskirkju á Jökuldal í dag, og kveðja þá ættingjar, vinir og sveitungar mikilhæfa og ást- sæla konu hinstu kveðju. Kristjana eða Jana eins og vinir hennar kölluðu hana jafnan fædd- ist rétt eftir aldamótin á Spjör í Grundarfirði. Ung að árum missti hún föður sinn og ólst hún upp hjá afa sínum og ömmu uns hún um fermingaraldur fór að vinna fyrir sér í vist. Á þeim árum var lífsbaráttan hörð á íslandi hjá þorra fólks og þótti ekki tiltökumál þó unglingar færu að heiman til vandalausra í vist. Vafalaust hefur það þó reynst mörgum viðkvæmum ungl- ingnum erfið raun og grunar mig að þannig hafi því verið farið með Jönu. Fá tækifæri gáfust og ungu, fátæku fólki til menntunar en Jönu tókst þó að vinna sér fyrir skólavist í Hjarðarholti í Dölum, þegar hún var um tvítugt. Var hún tvo vetur við nám í Hjarðar- holtsskólanum og vann meðfram náminu þar á staðnum. Síðar fluttist Jana til ísafjarðar og bjó þar um skeið. Árið 1932 gerðist það fyrir milligöngu ömmu minnar, Kristínar Jónsdóttur frá Hvanná, sem þá var búsett á fsa- firði ásamt fjölskyldu sinni, að Jana réðst í vist að Hvanná í Jök- uldal, á æskuheimili ömmu minn- ar. Reyndist það örlagarík ákvörð- um því á Hvanná lá það fyrir Jönu að kynnast mannsefninu sínu, Einari Jónssyni. Á Hvanná bjuggu þá Jón Jóns- son og Gunnþórunn Kristjáns- dóttir Kröyer ásamt börnum sín- um og voru þau um það bil að láta búið í hendur elstu sonum sínum tveim, Einari og Benedikt. Svo fór að Jana og Einar gengu { hjóna- band árið 1933 og varð Hvanná upp frá þvi heimili Jönu og starfsvettvangur og átti hún eftir að festa þar djúpar rætur. Jana og Einar eignuðust fjögur börn sem öll komust upp: Gunnþórunni Hvönn, Jón Víði, Skúla Reyni og Guðríði Björk. Jana og Einar bjuggu félagsbúi að Hvanná með Benedikt bróður Einars og konu hans, Lilju Magn- úsdóttur. Á heimilinu dvöldu einn- ig tengdaforeldrar Jönu meðan þau lifðu og svo börn beggja ungu hjónanna, alls níu börn, svo heim- ilið var stórt og umsvif mikil. Kynni mín og Jönu hófust fyrir 30 árum þegar ég, 6 ára gömul, var send með Skúla syni Jönu til sumardvalar á Hvanná til Einars og Jönu. Þá sem nú þótti bráð- nauðsynlegt að koma borgarbörn- um af mölinni í sveitasæluna og minna þau jafnframt á uppruna sinn. Enn þann dag í dag stendur mér ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum þegar ég í fyrsta sinn leit gamla bæinn á Hvanná. Ég hafði aldrei séð torfbæ áður og þar við bættist skari af ókunnu fólki, ættmenni mín sem ég hafði aldrei áður augum litið að Skúla einum undanskildum. En fljótlega kom í ljós að það var ástæðulaust að óttast, Jana og Einar tóku mér tveim höndum strax í upphafi og það sama gilti um heimilisfólkið allt. Hjá Jönu og Einari átti ég mitt annað heimili langt undir tvítugt. Á hverju sumri kom ég í Hvanná og reyndust þau mér sem bestu amma og afi alla tíð. Segja má að á Hvanná hafi í þann tíð verið stundaður sam- ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. yrkjubúskapur þar sem bræðurnir bjuggu saman ásamt fjölskyldum sínum undir sama þaki. Benedikt lést árið 1951 fyrir aldur fram en ekkja hans, Lilja, bjó ásamt börn- um sínum áfram á Hvanná. Ég minnist þess með aðdáun hve sambúð og samvinna Jönu og Lilju var einstök. Aldrei hallaði orði milli þeirra svo ég muni og þær kunnu auk þess vel að njóta fé- lagsskapar hvor annarrar enda fóru saman hjá báðum góðir vitsmunir og skörp kímnigáfa. Saman hjúkruðu þær tengdafor- eldrum sínum af einstakri natni og umhyggju þegar ellin sótti þau heim og var til þess tekið hve vel þeim fórst það starf úr hendi. Á Hvanná var alltaf geysi- gestkvæmt og leið vart sá dagur á sumrin að ekki bæri gest að garði, en það var ævinlega sama hve margir komu, tekið var á móti öll- um af rausnarskap og gestrisni og var þá oft glatt á hjalla. Jana missti Einar mann sinn árið 1972. Þá var Jón Víðir sonur hennar tekinn við sínum hluta jarðarinnar og bjó Jana á heimili hans og konu hans, Guðbjargar, síðustu árin og naut lífsins að eig- in sögn. Hún var alls staðar au- fúsugestur, miðlaði mildi og gleði og fólk sóttist alls staðar eftir nærveru hennar allt fram í and- látið. Hún lést eftir stutta en harða sjúkdómslegu og mætti dauöa sínum af sama æðruleysi og einkenndi allt lífsviðhorf hennar. Á kveðjustundinni er efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún gaf mér í æsku minni og allt til þessa dags. Ég geymi minningarnar og mun varðveita þær. Ég færi börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur, mínar og móður minnar. Kristín Ólafsdóttir Happdrætti Hestamannafélagsins Harðar í Kjós: Tveir reiðhestar meðal vinninga ÍÞRÓTTADEILD hestamannafé- lagsins Harðar í Kjósarsýslu hef- ur hleypt af stokkunum happ- drætti með 29 vinningum. Meðal vinninga eru tveir reiðhestar und- an verðlaunuðum stóðhestum. Er annar þeirra fulltaminn reiðhest- ur undan Ófeigi 818 frá Hvanneyri og var sá yngri, sem er undan Kol- baki 925 frá Egilsstöðum, frum- taminn í vetur. Af öðrum vinning- um má nefna folatolla hjá flestum bestu stóðhestum landsins, þar á meðal hjá heiðursverðlaunahest- unum Þætti 722 frá Kirkjubæ og Sörla 653 frá Sauðárkróki, hnakk- ur og beisli og utanlandsferð. Happdrættið er til að afla fjár til vallargerðar, en hestamannafé- lagið Hörður er komið með nýtt mótssvæði, sem staðsett er við hesthúsahverfið við Varmá. Hafa nú þegar verið undirbyggðir tveir hringvellir, þrjú hundruð metra og hluti kappreiðabrautarinnar, sem verður væntanlega fjögur hundruð metra löng. Til að sjá um framkvæmd á happdrættinu skip- aði stjórn íþróttadeildarinnar sér- staka fjáröflunarnefnd og er formaður hennar Brynhildur Þorkelsdóttir. Morgunblaðið/ Valdimar Vinningarnir tveir og Brynhildur Þorkelsdóttir formadur fjáröflunarnefndar Harðar. f baksýn sér í hið nýja mótssvæói félagsins. Jarðskjálftakippir í Hvítársíðukrók Borgarfirdi, 25. júní. NÚ UM þessar mundir eru bænd- ur í óða önn að rýja fé og aka á fjall, enda gróður tekið snemma við sér og farið að styttast í slátt. Ætti sláttur að hefjast almennt um næstu mánaðamót. Undanfar- ið hefur verið þurrt en fjarskalega hlýtt svo gras hefur sprottið vel í hitanum, 18—20 stiga hita, undan- farið. Má því segja að börn vaxi ekki úr grasi þessa dagana. Tröllasúran hefur vaxið vel og húsfreyjur soðið í sultu. Áburðar- flugvélin TF Tún hefur dreift 10 tonnum af áburði frá Stóra- Kroppsflugvelli til þeirra bænda, sem pantað hafa áburðarflug hjá landgræðslunni. Nokkrir jarð- skjálftakippir, vægir þó, fundust fram í Hvítársíðukrók. — pþ. Hár- og snyrti- stofan Þema opn- ar í Hafnarfirði í HAFNARFIRÐI hefur verið opnuð ný hárgreiðslu- og snyrti- stofa, Þema, og er hún til húsa að Reykjavíkurvegi 64. Eigendur hárgreiðslustofunnar eru þær Sigríður Inga Svavars- dóttir, hárgreiðslumeistari, og Helga A. Þórðardóttir, hár- greiðslusveinn. Hjá þeim starfar Sonja Eyfjörð, hárgreiðslunemi. Eigandi snyrtistofunnar er Anna Valdimarsdóttir, snyrtisér- fræðingur. Þar starfar einnig Hulda Benediktsdóttir, snyrtisér- fræðingur. Sigríður Inga og Anna ráku áð- ur hárgreiðslu- og snyrtistofu að Reykjavíkurvegi 68 í Hafnarfirði. Hjá Þemu verður lögð áhersla á alhliða hár- og snyrtiþjónustu, ásamt sölu á almennum hár- snyrtivörum, m.a. Germain Mont- eil snyrtÍVÖrunum. (ílr rrétlatilkynningu.) Eigendur og sUrfsfólk l»emu, sitjandi f.v. Helga A. Þórðardóttir, Anna Valdimarsdóttir og Sigríóur Inga Svavarsdóttir. Standandi eru þær Hulda Benediktsdóttir og Sonja Eyfjöró.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.